Jóhanna farin að sjá ljósið - ári of seint

Nýja samninganefndin um Icesave fundar lítið með ofbeldisseggjum Breta og Hollendinga, en samstarfsnefnd stjórnmálaflokkanna er hin ánægðasta á meðan ekkert gerist í málinu, eða eins og Sigmundur Davíð orðaði það, eftir símafund með samninganefndinni, að hann hefði verið "gagnlegur".  Allir vita, að þegar það orðalag er notað, hefur ekkert að gagni gerst og mál yfirleitt í hnút.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur hins vegar kveikt á perunni eftir heils árs aðlögunartíma og segir nú að þjóðin eigi það skilið, að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi standi til þess að ná "bestu lausn sem völ er á, í þessu erfiða og flókna máli".

Þetta er nokkuð skynsamleg niðurstaða hjá Jóhönnu, eftir allan þennan umhugsunartíma, en auðvitað hefði verið betra, að hún hefði uppgötvað þennan sannleika fyrir heilu ári síðan, því ekki hefur skort ráðleggingarnar og ábendingarnar frá sérfróðum mönnum, að ekki sé minnst á alla aðra, sem reynt hafa að benda henni og stjórnarflokkunum á vitleysurnar, sem búið er að gera í þessu máli, sem er afar einfalt, en ekki "erfitt og flókið", eins og henni finnst.

Frá upphafi átti að reka málið á lagalegum grundvelli og ekki hlusta á neinar kröfur kúgaranna um annað.  Hefði það verið gert, væri ímynd Íslands í lagi erlendis, en ekki í molum vegna alls engrar kynningar á réttmætum málstað þjóðarinnar.

Það er þó virðingarvert að ráðamenn skuli vera farnir að sjá ljósið, en þó hefur Steingrímur J. lítið stigið fram í birtuna ennþá.


mbl.is Enn að skiptast á hugmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það tekur þá skemmri tíma að sjá ljósið heldur en að taka til í heilu þjóðfélagi eftir aðra.

IOH (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 18:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hver er að taka til í heilu þjóðfélagi og eftir hvern?

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2010 kl. 19:04

3 Smámynd: GAZZI11

Sammála um að ekki eigi að semja um þetta við kúgara og pólitíkusa. Þetta eru glæpamenn og sami rassinn undir þeim og á Íslenskum stjórnmálamönnum og fjárglæframönnum. Þetta er allt allherjar skrípaleikur stjórnmálamanna / fjárglæframanna.

Til hvers að auki að vera að semja við glæpamenn sem halda skjóli yfir Íslenskum fjárglæfra og bankamönnum ásamt því að reka þessi útibú fyrir aflandseyjar. Hvaða rugl er hér í gangi ?

Þetta lið skellihlær af heimskunni í okkur og þrælslundinni. Fólk er fífl ?

GAZZI11, 18.2.2010 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband