Samkeppnissjónarmiða verði einnig gætt

Fjöldinn allur af stórfyrirtækjum er kominn í hendurnar á bönkunum, sem leyst hafa þau til sín vegna gífurlegrar skuldastöðu þeirra og ef venjuleg viðskiptasjónarmið hefðu fengið að ráða, væri búið að lýsa flest þessi félög gjaldþrota.  Bankarnir halda þeim hins vegar gangandi og í samkeppni við fyrirtæki í sömu greinum, sem ekki sýndu sama glannaskap í lántökum og loftbóluhagfræði.

Það er algerlega óþolandi fyrir vel rekin fyrirtæki, að keppa á markaði við gjaldþrota fyrirtæki, sem rekin eru af bönkunum og þurfa ekki að hafa nokkrar áhyggjur af afborgunum lána og vöxtum af þeim, en með niðurboðum taka bankareknu fyrirtækin viðskipti frá þeim fyrirtækjum, sem vel voru rekin, en stefna í þrot, vegna þess að þau geta ekki rekið sig, nema á eðlilegum verðum fyrir þá vöru og þjónustu, sem þau selja.

Algerlega er glórulaust, að afskrifa skuldir af illa reknum og skuldsettum fyrirtækjum, afhenda þau síðan fyrri eigendum á silfurfati og ætlast svo til að þau fyrirtæki, sem enga slíka "skuldaaðlögun" fá, eigi að keppa við þau á markaði.

Það ætti að vera krafa, að vel rekin fyrirtæki sem starfa í sömu greinum og þessi bankafyrirtæki fengju forkaupsrétt að þeim og aðstoð bankanna til þess að kaupa þau.

Með því móti yrðu þeir hæfustu eftir á markaðinum, en þeir sem keyrðu sín fyrirtæki á kaf, yrðu að byrja algerlega upp á nýtt, ef þeir hefðu áhuga  og getu til að fara út í fyrirtækjarekstur aftur.


mbl.is Gagnrýndi vinnubrögð bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Axel.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband