ESB valtar yfir Dani

Danir eru mikil útflutningsþjóð matvæla, bæði mjólkur- og kjötafurða.  Nú er komið fram á sjónarsviðið einhverskonar "kjötlím" sem kallast Þrombín og er notað til að líma saman kjötflísar, til þess að þær líti út eins og ekta kjötbiti.

Danir hafa barist hart gegn því, að farið verði að líma saman kjötafganga og vilja halda sig við framleiðslu á "ekta" kjöti, enda ekki skemmtileg tilhugsun að borða samanlímda steik, sem enginn veit hvar eða hvaðan hráefninu er sópað saman.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu Dana fyrir þessu hagsmunamáli sínu, hefur ESB samþykkt þessa "límnotkun" við kjötframleiðslu innan sambandsins og þar með hunsað Dani algerlega og þeirra hagsmuni.  Meira að segja þeirra "norrænu vinir", Svíar og Finnar greiddu atkvæði gegn Dönum og er þó alltaf verið að mikla það fyrir Íslendingum, hve mikilvægt sé að njóta "samstöðu" norðurlandanna innan ESB.

Hvernig halda menn, að farið verði með hagsmuni Íslands í sjávarútvegsmálum innan ESB, ef svo ólíklega skyldi vilja til, að þjóðin samþykkti inngöngu í stórríkið.

Ekki verður að minnsta kosti hægt að treysta á "vores nordiske venner" í þeim efnum, frekar en í aðstoðinni við efnahagsáætlun Íslands og AGS.


mbl.is ESB leyfir kjötklístur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

spurning hver var að reyna að valta yfir hvern í þessu máli.. þetta er í notkun á íslandi og hefur verið amk undanfarin 2 ár ;)

Óskar Þorkelsson, 8.2.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það væri gott að fá upplýst, hvaða kjötvinnslur hérlendis nota "límið" og í hvaða framleiðsluvörur.

Samt breytir það ekki því, að ESB valtar yfir matvælaframleiðanda innan sambandsins, sem alls ekki vill að þetta verði notað í framleiðsluvörum sínum.

Dæmið sýnir einfaldlega, að einstakar þjóðir innan ESB ráða ákaflega litlu um sín eigin hagsmunamál.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er það sem maður er hræddur við, myndum við ekki bara hafa 3 athvæði í þessu bákni ég spyr? það setur að manni hroll.

Eyjólfur G Svavarsson, 8.2.2010 kl. 16:30

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

spurningin er afhverju Danir vilja ekki nota efnið og vilja koma í veg fyrir að aðrir noti það.  Danir hafa td matvælalöggjög um "lágmarksinnihald" kjöts í skinku til að varan geti kallast skinka.. en það er mögulegt að framleiða skinku með einungis 10 % kjöti í.. og það gerðu danir þar til löggjöfin kom sem stoppaði þetta ruslfæði..  Danir eru engir englar þegar kemur að matvælum.. og þeirra matvæli eru ekki betri eða hollari en annara, nema síður sé.

Óskar Þorkelsson, 8.2.2010 kl. 16:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þetta eru talsvert nýjar fréttir um matvælaframleiðslu Dana.  Þeir hafa verið orðlagðir fyrir gæðavöru, sem þeir flytja heimshorna á milli og hafa af því miklar tekjur.

Væri svona mikið flutt út af matvælum frá Danmörku, ef þetta væri tómt rusl?

Segðu okkur í hvaða matvæli "kjötlímið" er notað hér á landi, svo hægt sé að forðast þær, eða a.m.k. kynna sér þær rækilega.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 16:40

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem ég þekki til á íslandi þá held ég að þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þessu efni í matvælum á klakanum.. heldur öllu því rusli sem framleiðendur heima setja í vörunna til að geta lækkað verðið nógu mikið til að hafa eitthvað uppúr þessum bransa..  Þetta er kallað kjötlím á íslandi en ekki kjötklístur eins og fáfróður blaðamaðurinn kallaði þetta efni.  Það eru nokkur efni í notkun heima, og það besta er unnið úr þörungum og fæst hjá Kötlu og það skemmtilega við það efni er að það er framleitt í danmörku :)  Efnið sem er ensím er einnig framleitt í danmörku og flytja danir það út það fæst hjá Samhentum VGI.   Smelltu þér bara á Kletthálsinn og fáðu bækling um efnið eða í suðurhraun til VGI og kynntu þér þessi stórhættulegu efni... sem danir framleiða sjálfir :) 

Óskar Þorkelsson, 8.2.2010 kl. 16:52

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Takk fyrir þetta Óskar.  Ekki reikna ég með að límið sjálft sé stórhættulegt, heldur finnst mér hálf ógeðfelld sú hugsun, að verið sé að líma saman einhverja kjötafganga og láta svo líta út fyrir að um ekta kjöthleif sé að ræða.

Ég er alveg sammála þér í því, að mest allar unnar kjötvörur, sem framleiddar eru á Íslandi eru algert rusl og nægir að benda á áleggsskinku, sem dæmi.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 17:13

8 Smámynd: The Critic

Hvernig er þetta eiginlega á íslandi, útaf því að við erum fyrir utan ESB þá valtar ríkið yfir almenning með því að ofurtolla allan innflutning á matvælum sem veldur því að við verðum að láta ofan í okkur þessa drasl kjötvöru sem er framleidd hér, sem samanstendur aðalega af afgöngum og fitu.

Íslendingar þurfa að sætta sig við að éta kjötvöru sem sést ekki á borðum innan ESB vegna stefnu ríkisins í tollamálum og andstöðu almennings við ESB, lítum t.d. á kjúklingabringur, þær eru ein sú ódýrasta kjötvara sem þú færð í ESB, í kringum 500kr kg (enn ódýrara ef gengið væri í lagi), en á íslandi er þetta lúxus vara og við verðum að láta okkur hafa það að narta kjötið af vænglúrum. Skinkan á íslandi er vatn og hleypiefni, ef þú villt eitthvað annað þá kostar það morðfjár, ætileg spægipylsa fæst ekki hér.

Það er tími til komin að við göngum inn í "stórríkið" ESB, þá fyrstverður hægt að lifa mannsæmandi lífi á íslandi og almenningur verður laus við að ríkið valti yfir almenning.

The Critic, 8.2.2010 kl. 17:28

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

margt til í því sem The Critic segir.. það kemur kannski sá dagur að maður bloggi um vibban í matvælaframleiðslunni á íslandi... ég er ekki stoltur af íslenskum kjötiðnaði þótt kjötiðnaðarmeistari sé ;)  hér í noregi færðu margfalt betri kjötvörur.

Óskar Þorkelsson, 8.2.2010 kl. 18:00

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ísland þarf alls ekki að gerast hreppur í stórríki ESB til þess að lækka tolla af matvörum, eða leyfa innflutning á þeim.  Það er algerlega íslenskra yfirvalda að ákveða það, enda eru það íslensk lög, samþykkt á Alþingi, sem setja hömlurnar og tollana á matvöruna, hvaðan sem hún kemur.

Ekki er Noregur í ESB, en samt framleiða þeir margfalt betri kjötvörur en Íslendingar, um það vitnar kjötiðnaðrmeistarinn.

Sem sagt, það þarf að gera úrbætur í matvælaiðnaði, án þess að verða hreppur í stórríkinu.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 19:32

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Axel, heldurðu að bændamafían muni nokkurn tímann leyfa stjórnvöldum að lækka tolla á aðfluttum matvælum?

Theódór Norðkvist, 8.2.2010 kl. 19:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er ekki viss um að "bændamafían" leyfi stjórnvöldum það nokkurn tíma.  Bændur eru nokkurs konar ríkisstarfsmenn, þar sem talsverður hluti tekna þeirra kemur beint úr ríkiskassanum í formi styrkja.

Það er í verkahring Alþingis að setja lög í landinu og á að gera það með almannahagsmuni í huga, en ekki samkvæmt fyrirskipunum þrýstihópa.  Að því er manni hefur skilist, þá er farið varlega í þessar tollalækkanir vegna þess að beðið er eftir að alþjóðlegir samningar um tolla af matvælum náist, en það hefur þó gengið grátlega hægt.

Ef bændur væru skynsamir, myndu þeir strax byrja að aðlaga sig þeim breytingum, sem koma fyrr, eða síðar, og það án þess að verða neyddir til þess.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 20:12

13 Smámynd: The Critic

Reyndar Axel þá þurfum við að gerast "hreppur" í ESB til þess að lækka tolla af matvöru. Ríkið er einfaldlega ekki fært um að gera það sjálft, það hefur sýnt sig síðustu áratugina. Það þarf ESB til að eitthvað gerist hér! Þetta er búið að vera svona síðan elstu menn muna og er ekkert á leiðinni að breytast nema við göngum í sambandið!

Fólk áttar sig ekki á því hverskonar lúxus það yrði ef Ísland yrði partur af ESB. 

The Critic, 8.2.2010 kl. 20:17

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Finnist fólki mikið um klíkuskap og jafnvel spillingu á Íslandi, þá er það bara barnaleikur miðað við það sem tíðkast í ESB.  Annað eins skrifræði, svindl og spilling og þar grasserar á sér fáar hliðstæður, síðan Sovétríkin liðuðust í sundur, en reyndar ríkir mikil spilling í flestum ríkjanna, austur það, ennþá.

Ísland á að forðast ESB eins og sjálfa pestina.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 20:36

15 identicon

Skrítin umræða. Veit ekki betur en að við Íslendingar séu búnar  að borða skinku með "kjötlími" í fjölda ára.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:51

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er ekkert kjötlím í skinku Svavar :) hinsvegar er carragenan í því sem unnið er úr þangi..

Óskar Þorkelsson, 8.2.2010 kl. 20:58

17 identicon

Aðalinnihaldið í þessari frétt er auðvitað ekki kjöt eða lím, heldur einfaldlega það að Danir ráða engu um sín eigin mál. Það er ESB sem ræður, líka því sem má og má ekki í Danmörku.

Jón Árni

Jón Árni Bragason (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 00:03

18 identicon

...sem betur fer Jón Árni

Halldór (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 00:10

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var einmitt kjarni færslunnar, að benda á ósjálfstæði ríkjanna innan ESB og hver hættan væri fyrir Íslendinga, varðandi fiskveiðiauðlindina.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 06:47

20 identicon

Ég vona að þið móðgist ekki mikið þótt ég haldi því fram að mér finnst þessi umræða hér öll hin kjánalegasta.

Því er haldið fram að blaðamaðurinn sé fáfróður því hann/hún talar um kjötklístur en það er einmitt orðið sem Danir sjálfir nota yfir fyrirbærið þannig að blaðamaðurinn er býsna nálægt sannleikanum um umræðuna í Danmörku.

Hvað varðar rödd Dana þá hafa þeir áttað sig á því sem ætti að vera öllum mönnum augljóst að í ríkjasambandi þá þarf að komast að samkomulagi. Það er því svolítið bjánalegt að halda því fram að Danir eigi alltaf að fá að ráða öllum sínum ráðum enda eru Danir ekkert endilega á þeirri skoðun að svo eigi að vera.

Hræðsla við Evrópusambandið má ekki snúast um kjánarök eins og þau að við verðum hreppur í einhverju stórríki. Við erum nú þegar býsna ein og yfirgefin hvort sem við förum inn í Evrópusambandið eða ekki. Við erum lítill hreppur á mælikvarða stórþjóða og fyrst við erum það því þá ekki að hafa svolítinn húmor fyrir því? Við sem viljum öllu um okkar mál ráða erum reyndar nú þegar í þeirri stöðu að við ráðum einfaldlega ekki öllu því við höfum samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir og það munum við gera áfram.

Kannski er gagn af því að fara inn í Evrópusambandið, kannski ekki.. en harmagrátur um öll þau völd sem við munum missa er allavega óþarfur því við höfum engin völd nema að takmörkuðu leyti yfir litla skerinu okkar og þau völd munum við að mestu hafa áfram. Evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við fáum til okkar lagabálka sem við samþykkjum með bros á vör og erum því endalaust að taka við samræmdum reglum.

Hvað spillingu varðar þá er hún merkilega lítil í Evrópusambandinu þótt framleiðni embættismanna sé oft ekki mikil. Ég held að embættismannaveldi Evrópusambandsins sé þó bæði gegnsærra og skilvirkara en embættismannaveldið á Íslandi með öllum sínum krosstengslum og hagsmunapoti. Mér er sama hvort embættismaðurinn er staddur í Brussel eða í Reykjavík, mér er einnig sama hvort pólitíkusar fara til Brussel á kostnað skattborgaranna eða hvort þeir flækjast til annarra staða í heiminum á minn kostnað.

Við skulum viðurkenna að við erum fámenn þjóð sem hefur varla efni á að halda uppi samfélagslegri þjónustu vegna fólksfæðar. Evrópusambandið mun í raun ekki leysa það. Kannski eigum við að fara Amerísku leiðina og leggja niður alla þessa óþörfu sameiginlegu þjónustu. Láta einstaklingana sjá um þetta sjálfa. Vandinn er líklega sá að við erum öll of náskyld til að treysta okkur til að horfa á ættingja okkar standa í röð við súpueldhúsið eða horfa á ættingja okkar, gamalmennið í næsta húsi hrynja niður vegna vannæringar og skorts á læknisþjónustu. En hvaðan eiga peningarnir að koma?

Nafnlaus að sinni (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 11:01

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki finnst mér þetta bæta miklu við þá kjánalegu umræðu, sem þér finnst hafa farið fram, hér að ofan. 

Spilling og svind í ESB er ekki mest hjá embættismannaliðinu í Brussel, heldur er svindlað á öllu sem hægt er að svindla í sambandi við styrkjakerfi sambandsins og kringum það er alveg ótrúleg skriffinnska og á það spila allir sem vettlingi geta valdið og svíkja út úr kerfinu ótrúlegar fúlgur fjár á hverju ári.  Um þetta hefur mikið verið ritað og rætt, en úrbætur hafa engar orðið.

Þú segir að við séum fámenn þjóð, sem hafi varla efni á að halda uppi samfélagslegri þjónustu, en það muni ESB ekki leysa.  ESB leysir það ekki, segirðu og ekki viltu fara Amerísku leiðina, sem þú kallar og að lokum spyrð þú hvaðan peningarnir eigi að koma.

Peningar munu ekki verða til, hvorki hérlendis, eða erlendis, nema með framleiðslu og vinnu við hana.  Hér á landi er það aðallega sjávarútvegur, iðnaður og landbúnaður, sem skapa þá peninga, sem þarf til að reka sameiginlega þjónustu.

Þeir koma ekki með innflutningi frá ESB, eða öðrum og þeir verða ekki til í tuskubúðum við Laugaveginn eða í Kringlunni.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 11:45

22 identicon

Mér finnst umræðan ennþá jafn skrítin. Nú er einn af þeim sem skrifa athugasemdir, búinn að fræða mig á því að límið í skinkunni heiti carragenan en sé ekki kjötlím!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 13:48

23 Smámynd: The Critic

Við skulum ekki gleyma því Axel að við íslendingar þurfum að framfylgja flest öllum reglum sem koma frá Brussel, líklegast þessari reglu um kjötlímið, þótt við séum ekki í ESB og það sem verra er að við höfum ekkert um þær að segja því við erum ekki með mann við borðið eða réttara sagt viljum ekki hafa mann við borðið,  Danir gátu  þó látið í sér heyra.
ESB er í rauninni að valta yfir okkur með allskonar reglum sem við verðum að taka upp hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Það sem við gætum gert er náttúrulega að segja upp EES samningnum og gerast Kúba norðursins, þá þurfum við ekki að hlusta á neitt sem Brussel segir, Íslendingar gætu þá ekki flust og starfað í Evrópu nema fá til þess tiltekin leyfi eins og Asíubúar þurfa í dag og það myndi draga stórlega úr fólksflótta. 

The Critic, 9.2.2010 kl. 19:07

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

EES samningurinn dugar okkur meira en nógu vel.  Höldum okkur við hann og losnum við ókostina, sem fylgja því að vera smáhreppur í stórríkinu.

Það dugar ekki að hafa mann við borðið, eins og Danir höfðu, ef ekkert er hlustað á hann.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 20:20

25 identicon

Sem líffræðingur, þá finnst þrombín í blóði og sumum öðrum vefjum dýra, og er alls ekki talið hættulegt. Raunar stórefa ég að það sé bannað að nota þrombín á Íslandi, og ef svo er, þá þurfum við ábyggilega að samþykkja notkun þess nú vegna EES samningsins. Ólíkt Dönum, þá höfum við ekki haft neina möguleika til þess að hafa áhrif á löggjöfina þar sem við erum ekki með neina þingmenn á evrópuþinginu né önnur áhrif innan ESB. Ef við viljum ómögulega sætta okkur við þrombín, þá getum við svo sem sagt upp EES, og svo auðvitað forðast að borða hina þrombínríku íslensku blóðmör.

-Bjarni

Bjarni Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband