Lífeyrissjóðirnir ekki búnir að fá nóg af Jóni Ásgeiri í Bónus

Ágúst Einarsson, formaður stjórnar Framtakssjóðs, segir að vel komi til greina að kaupa verulegan hlut í Högum hf., en sjóðurinn var stofnaður af 16 lífeyrissjóðum til að taka þátt í endurreisn atvinnulífsins.

Nú hefur komið fram, að Hagar hf. sé ekki í neinni gjaldþrotahættu og skili þokkalegum arði, þannig að óskiljanlegt er með öllu, að aðstandendum Framtakssjóðs skuli yfirleitt láta sér detta í hug, að eyða stórfé til kaupa á hlutabréfum í því fyrirtæki.  Skuldavandi Baugsfeðga liggur ekki inni í Högum hf., heldur í 1988 ehf., en af því félagi mun Avion banki þurfa að afskrifa tugi milljarða króna, eins og hefur þurft að gera vegna allra fyrirtækja Baugsmanna, annarra en Haga, og nemur tap lánadrottna feðganna að minnsta kosti 700 milljörðum króna.

Stjórn Framtakssjóðs væri nær að halda sig við upphaflegan tilgang og fjárfesta í lífvænlegum fyrirtækjum, sem eiga í skuldavanda, en geta skapað mikla vinnu og helst gjaldeyristekjur.

Lífeyrissjóðirnir, eins og aðrir lánadrottnar, hafa tapað óheyrilegum upphæðum á viðskiptum sínum við Bónusliðið og því ættu þeir að beina sjónum sínum annað í þetta sinn.  Samstarf með þessum aðilum ætti að vera fullreynt.

Ef til vill á hér við, sem oft áður, að þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur.


mbl.is Hagar vafalítið skoðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njáll Harðarson

Góður punktur hjá þér Axel

Mér hefur alltaf fundist það athygglisvert og í raun fáránlegt að lýfeyrissjóðirnir fjárfesti í erlendum fyrirtækjum, þetta eru sjóðir landsmanna og eiga að fjárfesta í innlendum fyrirtækjum og stuðla að atvinnu.

Fjárfestingar eru þó alltaf það, fjárfestingar og geta tapast. Því miður hafa flest vænleg íslensk fyrirtæki verið í höndum íslenskra fjárglæframanna með umboð laga til svika, vonandi breitist þetta með breittum skilningi á hvað er í raun samboðið þjóðinni að taka þátt í.

Njáll Harðarson, 9.2.2010 kl. 07:52

2 identicon

Sæll Axel.

 Þetta eru því miður dapurleg tíðindi í landi þar sem allt átti að vera uppi á borðinu. Það er sennilega þess vegna sem að eignarhald á 365 miðlum er enn það sama og var, þrátt fyrir að eigandinn hafi aðeins ráðstöfunarfé fyrir dæet kóki. Hvað þurfum við að gera til þess að koma í veg fyrir þennan gjörning. Ég vill ekki sjá að minn lifeyrissjóður standi á bak við hlutafjár kaup í þessu félagi með þá feðgja JJ og JÁJ innan borðs. Þeir mega svo ég segi það bara á íslensku fara norður og niður fyrir mér. Ef við tökum eina tölu sem að mikið hefur verið í umræðunni í sambandi við afskriftir gagnvart þessu fyrirtæki þá eru það 40 milljarðar króna. Það gera 2 milljarðar á ári í tap hjá þessum mönnum ef við tökum þau ár sem Bleika svínið hefur verið í rekstri eða 5.500.000. á dag fimm og hálf milljón á dag í tap eftir að þessir menn hófu rekstur. Það er ekki að undra þó að yfirsvínið hengi orðu á svona menn. Þeir eiga örugglega heims met í tapi.  Ég vona innilega að fólk sjái nú að sér og skoði  málið í heild sinni. Þessir aðilar eru búnir að eyðileggja hér allt sem heitir eðlilegt viðskipta siðferði og eiga ekki að koma nálægt rekstri. Svo hljómar dásemdin ,, EKKERT BRUÐL".  Má ég þá biðja um fyrir tæki eins og Fjarðarkaup og Verslun EÓ. Kv Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 08:45

3 identicon

Sæll aftur.

 Það er líka svo mikið í umræðunni að núverandi stjórnendur fyrirtækja og gamlir eigendur/stofnendur séu, þessum fyrir tækjum sem bankarnir eru að koma í verð, svo mikils virði. Um það er bara eitt að segja ,,kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk". Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 10:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, kirkjugarðarnir geyma margan ómissandi manninn.  Svolítið undarlegt, að þeir sem steyptu efnahagslífinu á hvolf, skulu vera nauðsynlegustu mennirnir til að endurreisa það.  Einhver hefði getað látið sé detta í hug, að best væri að halda þeim sem lengst frá því verki.

Þrátt fyrir þúsundir milljarða tap, þá eru þetta einu mennirnir sem njóta trausts bankastjórnanna um þessar mundir.

Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2010 kl. 10:54

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Heyrðu Njáll. Þú segir að "þetta eru sjóðir landsmanna og eiga að fjárfesta í innlendum fyrirtækjum og stuðla að atvinnu."

Í hvaða lögum stendur það? Lífeyrissjóðirnir eru 10-15% af launum okkar sem greitt hafa í þá. Hlutverk lífeyrissjóðanna er að ávaxta þessa peninga á sem öruggastan hátt til þess að geta greitt okkur eigendum þeirra mannsæmandi lífeyrir við örorku og sem eftirlaun. Hvort þeir eru ávaxtaðir innanlands eða erlendis skiptir ekki máli. Og þeir eru ekki hugsaðir sem neinir andsk... viðlagasjóðir, hjálparstofnanir eða atvinnubótavinnusjóðir fyrir íslenskt atvinnulíf eða hrunið hagkerfi.

Það að forsvarsmenn þeirra séu nú að leika jólasveina með þessa peninga er fyrir neðan allar hellur, og það að þeir geta leyft sér þetta, er að þakka neyðarlögum sem rekin voru gegnum alþingi í þeirri örvæntingu og ringulreið sem ríkti í desember 2008.

Fyrir þann tíma hefði þessi hegðun lífeyrissjóðanna verið hreint og klárt lögbrot og það er svo sannarlega kominn tími til að eigendur þessara sjóða rísi upp og stoppi þetta glapræði.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.2.2010 kl. 23:16

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábær harka í ykkur félagar en dugir þetta nei við verðum að láta sjá okkur hjá Arion banka láta heyra í okkur og mótmæla kröftuglega ef það dugir ekki gegn spillingunni sem þar á sér stað þá gerum áhlaup á hann og rústum honum nóg er af þessum stofnunum sem ekki hafa sýnt neinn þjóðhagslegan ávinning með fyrri vinnubrögðum! Lífeyrissjóðirnir eiga ekkert erindi inn í þennan banka með kaupum á bleika svíninu!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband