Nú þurfa Jón Ásgeir og Arion banki að hafa snör handtök

Skiptastjóri Baugs telur að félagið hafi verið orðið ógjaldfært þegar í mars 2008, en í júlí það ár kom Jón Ásgeir Högum undan þrotabúinu, með rausnarlegri aðstoð Kaupþings banka, sem nú heitir Arion banki.  Þegar þessi "viðskipti" áttu sér stað var aðilum í innsta hring bankanna, þar á meðal Jóni Ásgeiri, fullljóst hvert stefndi með bankana og fyrirtæki útrásartaparanna.

Undanfarið hefur Arion banki verið að leita leiða, til að koma Högum undan gjaldþroti 1998 ehf. og yfir til Jóns Ásgeirs, en vegna mikillar andstöðu þjóðféagsins hefur ekki fundist nógu klók lausn á þeirri tugmilljarða skuldaniðurfellingu, sem til þarf.

Nú þegar útlit er fyrir að bústjóri Baugs fari í riftunarmál við 1998 ehf. vegna undanskotsins á Högum úr þrotabúinu, verða Jón Ásgeir í Bónus og Arion banki að finna skjóta lausn á málinu, drífa sig að koma Högum í hendurnar á nýju félagi Baugsfeðga og lýsa 1998 ehf. gjaldþrota, til þess að flækja málin og a.m.k. tefja um nokkur ár, á meðan hvert þrotabú Jóns Ásgeirs í Bónusi á eftir öðru, stefnir því næsta, til riftunar á undanskotum úr þrotabúum.

Mottó útrásartaparanna var, og er, aldrei að borga sjálfur í dag, það sem hægt er að láta aðra borga á morgun.


mbl.is Baugur ekki gjaldfær þegar Hagar voru seldir 2008?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum að taka tímabundið upp refsingar einsog arabarnir eru með. Sá sem stelur missir hönd. Það verður að taka báðar hendur af sumum því þeir eru svo stórtækir. Svo væri ég til í einn góðan bastilludag niðri á austurvelli þar sem ég er búinn að fá mig fullsaddan á spilltum pólitíkusum, embættismönnum og öðrum sem hafa aðstoðað hina siðblindingjana við að stela.

Landráðamenn missa svo auðvitað höfuðið.

Íslendingur (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 08:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ofbeldi leiðir ekki til neins, nema meira ofbeldis.  Það bætir ekkert að taka upp Sharia lög hér á landi.  Það verður náttúrlega gert, þegar múslimarnir leggja undir sig vesturlönd, en þangað til væri best að halda sig við íslensk lög og reglur.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 08:57

3 identicon

hvaða lög sem virka fyrir hverja.

gisli (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:11

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Íslensk lög gilda á Íslandi og þeir sem brjóta þau, skulu dæmast samkvæmt þeim og engu öðru.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband