Kökur í staðinn fyrir brauð

Ríkisstjórnin sér ástæðu til að gæða sér á tertu í tilefni eins árs afmælis síns, en því miður fagnar enginn með henni og fáir senda afmæliskveðju.

Á þessu ári, sem ríkisstjórnin hefur starfað, hefur ekkert þokast í rétta átt frá hruni, þvert á móti hefur hún með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi, lengt og dýpkað kreppuna, sem sést best á auknum gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga, auknu atvinnuleysi, drætti og töfum á öllum framkvæmdum, sem mögulegt hefði verið að koma í gang og svo mætti áfram telja.

Kaupmáttur minnkar stöðugt og verðbólga er viðvarandi í engri eftirspurn, sem skýrist fyrst og fremst af skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar.

Jóhann Sigurðardóttir og Steingrímur J., gætu gert þessi fleygu orð að sínum í tilefni dagsins: 

"Ef fólkið á ekki brauð, af hverju borðar það þá ekki bara kökur?"


mbl.is Kaka í tilefni dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband