Sefjunarástand

Á blómatíma banka- og útrásarvitleysunnar var nánast allt þjóðfélagið á öðrum endanum í eyðslu- og fjárfestingarsukki og fólk og fyrirtæki tók lán, eins og þeim væri borgað fyrir það, en ekki að þau ættu að borga lánin til baka, þegar kæmi að skuldadögunum.

Yfirvöld og eftirlitsstofnanir vissu með þó nokkrum fyrirvara í hvað stefndi með Matadorspilið, sem banka- og útrásarruglararnir spiluðu, en voru í ákaflega miklum vanda, með viðbrögð, því hefði verið sagt opinberlega, að bankarnir væru að stefna sjálfum sér í þrot, hefðu þeir umsvifalaust farið í þrot, því áhlaup hefði verið gert á þá samdægurs.

Annað, sem hélt voninni í yfirvöldum, voru umsagnir matsfyrirtækjanna, sem gáfu bönkunum einkunina AAA+, alveg fram að hruni og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sagði að efnahagsástandið á Íslandi væri öfundsvert.

Allt gerði þetta að verkum að ekki var brugðist við í tíma og eins og áður sagði, spurning hvernig yfirvöld áttu að bregðast við í því andrúmslofti sefjunar og meðvirkni, sem tröllreið þjóðfélaginu.

Eftirá er auðvelt að vera vitur, enda fyrirfinst varla sá maður núna, sem veit nákvæmlega hvað hefði átt að gera.


mbl.is Talaði ekki um Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Þessa fjármálastofnanir eru í eigu fjármagns hryðjuverkamanna og þær  sögðu bara það sem þeim var sagt að gera. Þeirra takmark var að reyna að knésetja okkur og komast yfir auðlindir landsins. Núna verðum við bara að standa saman og segja stórt NEI við ICESLAVE.

Elís Már Kjartansson, 1.2.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er nú liklegt, að um svo langvarandi og djúphugsað samsæri fjármagnshryðjuverkamanna hafi verið að ræða.

Líklegra er að græðgi, blönduð vankunnáttu á banka- og fyrirtækjarekstri hafi stjórnað ferðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2010 kl. 21:37

3 identicon

Í hollensku fréttinni er talað annars vegar um De IJslandse centrale bank, sem þýðir Seðlabanki og hinns vegar um Landsbanki. Svo það fer ekkert á milli mála að mogginn er að ljúga og verja Davíð.

Valsól (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:01

4 Smámynd: Auðun Gíslason

"Alltaf sami hallelúja-söngurinn."  Það er rétt Valsól, í hollenskablaðinu er talað um Seðlabanka Íslands.  Copy-paste á síðunni minni með hráum google-þýðingum og rúv útgáfunni!

Auðun Gíslason, 2.2.2010 kl. 00:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sú þjóð er rík, sem hefur á að skipa jafn hlutlausum og fordómalausum dómurum og Valsól og Auðunni Gíslasyni.  Þar eru á ferðinni auðmjúkir menn, sem ekki kveða upp neina sleggjudóma og láta ekki öfgarnar blinda sig.

Á meðan slíkra manna nýtur við, þarf hvorki rannsóknarnefndir, saksóknara eða dómstóla.  Undarlegt verður að teljast að þessir aðilar skuli ekki vera skipaðir í öll hlutverkin.  Í stóru málin gætu þeir fengið aðstoð álíka óvilhallra skoðanasistkyna sinna.

Slíkt fyrirkomulag myndi spara mikinn tíma, fé og fyrirhöfn.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 00:41

6 identicon

Segjum sem svo Axel að sannleikskorn sé í orðum þínum. Ætti þá ekki að sýna núverandi stjórnvöldum meiri sanngirni með "tilliti til aðstæðna"

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband