Röðin komin að sjálfum sökudólgunum

Umfjöllun allra fréttamiðla dagsins hafa nánast eingöngu snúist um aðgerðir og aðgerðaleysi opinberra aðila í aðdraganda bankahrunsins, en það voru alls ekki þessir aðilar sem orsökuðu hrunið, heldur glæpaklíkurnar, sem áttu og stjórnuðu bönkunum og helstu fyrirtækjunum, sem bankarnir lánuðu til, enda virðist allt bankakerfið hafa verið rekið í þágu örfárra einstaklinga.

Ekki er annað að sjá, en þessar glæpaklíkur hafi aðeins látið eigin hagsmuni ráða við allan rekstur bankanna, ef rekstur skyldi kalla, því eftir því sem meira kemur fram um þessa glæpastarfsemi, því ótrúlegri verða þær ósvífnu aðferðir, sem þessir náungar beittu til að raka fé í eigin vasa.

Umfjöllun fjölmiðlanna hlýtur núna að fara að beinast að aðalatriðum málsins og þeir fari að skýra betur út helstu niðurstöður skýrslunnar um hina raunverulegu gerendur í hruninu og hvað skýrsluhöfundar hafa að segja um ósvífni þeirra við að ræna bankana innanfrá.

Frásagnir fjölmiðlanna næstu daga munu verða á við svæsnustu glæpareifara.

Munurinn er auðvitað sá, að þetta munu verða sannar glæpasögur.

 


mbl.is Sprenging í útlánum til FL og Baugs eftir stjórnarskiptin í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gervimaður í útlöndum fékk gífurlegar arðgreiðslur frá gervifyrirtækjum á Íslandi

Með því að fylgjast með umfjöllun um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og lestri allra úrdrátta úr henni, sem birst hafa á netinu, kemur æ betur í ljós hvílíkar glæpaklíkur stjórnuðu nánast öllu fjármálalífi landsins í mörg ár og tók þó steininn úr þegar Bónusveldið og "viðskiptafélagar" náðu undirtökum í Glitni á árinu 2007.

Öllum bönkunum var stjórnað af glæpamönnum, sem rökuðu til sjálfra sín tugmilljörðum króna í arðgreiðslur, viðskiptaþóknanir, bónusa og annarar sjálftöku af öllu tagi.  Í Landsbankanum voru það Björgólfsfeðgar, í Kaupþingi Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már og Sigurður Einarsson og þeirra kumpánar og í Glitni Bónusveldið og félagar, sem virðast hafa verið einna stórtækasta glæpaklíkan.

Í ljós hefur komið að þessir garpar hafa greitt sjálfum sér og félögum sínum tugi milljarða í arðgreiðslur út úr gervifyrirtækjum sínum, sem öll voru fjármögnuð af bönkum þeirra með hreinum lögbrotum og öðrum sýndargerningum.

Sannarlega voru þetta glæpaklíkur, sem greiddu "gervimanni í útlöndum" tugmilljarða arð úr gervifyrirtækjum á Íslandi.


mbl.is „Gervimaður í útlöndum“ fær arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu viðbrögð eftir kynningu skýrslunnar

Við áhorf og hlustun á fréttamannafund Rannsóknarnefndar Alþingis og Siðgæðisnefndarinnar virðist vera hægt að draga eftirfarandi ályktanir af henni:

Bönkunum og helstu fyrirtækjum landsins var stjórnað af nokkrum glæpaklíkum með einbeittan brotavilja, sem beindist aðallega að því að skara eld að eigin köku og undandrætti fjármuna á eigin bankareikninga í skattaskjólum. 

Stjórnvöld voru allt of veikburða til að þora að leggja í baráttu við glæpaklíkurnar, ráðherrar og starfsfólk stjórnsýslunnar ætluðust til að einhver annar en það sjálft ætti að móta tillögur um varniráætlanir og þess vegna var ekkert aðhafst.

Fjármálaefitlitið var undirmannað og illa skipað og hafði ekki þekkingu né getu til að gagnrýna endurskoðaða reikninga bankanna og þær skýrslur sem lagðar voru fyrir það og hafði heldur enga burði til að fylgja sínum litlu athugasemdum eftir.

Seðlabankinn var eini aðilinn, sem varðaði við ástandinu, en gerði það ekki á nógu formlegan hátt og vegna haturs Ingibjargar Sólrúnar á Davíð Oddsyni var ekki mark tekið á ábendingum hans, að bankinn hefði ekki lagaheimildir til að grípa inn í málin.  Í öðrum efnum gerði bankinn mistök og sýndi vanrækslu með aðgerðum í sumum efnum og aðgerðarleysi í öðrum.

Forsetinn mærði og dásamaði glæpaklíkurnar og dró upp þá mynd af þeim, að þar færu einstakir snillingar og öll gagnrýni á þá væri runnin undan rótum öfundarmanna og óvina mestu viðskiptasnillinga veraldar.

Þjóðin fékk að lokum sinn skammt, með því að hafa dansað hrunadansinn í takt við undirspil forsetans og glæpamannanna, enda siðferðisvitund okkar sem þjóðar ekki merkileg.

Niðurstaðan er því sú, að allir eru sekir, en misjafnlega mikið þó.


mbl.is Seðlabanki braut eigin reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður umræðan, áður en búið verður að lesa skýrsluna?

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis mun verða birt klukkan hálf ellefu í dag og Alþingi mun síðan taka skýrsluna til umræðu eftir hádegið, án þess að nokkur einasti þingmaður verði búinn að lesa annað en lokaorð skýrslunnar.

Eins mun fara af stað kröftug umræða út um allt þjóðfélagið án þess að nokkur hafi í raun grunndvöll til að byggja skoðanir sínar á, því það mun taka marga daga að fara í gegnum skýrsluna af einhverju viti og brjóta efni hennar til mergjar.

Flestir munu þurfa að byggja skoðun sína á skýrslunni eftir umfjöllun fjölmiðlanna um hana, en þeir hafa hins vegar flestir sýnt að þeir eru langt í frá hlutlausir, þegar kemur að því að greina mál og útskýra, heldur byggast skoðanir þeirra og framsetning aðallega á pólitískum skoðunum og eigendatengslum.

Á meðan hismið verður skilið frá höfrunum, verður a.m.k. fjörug umræða um Davíð Oddsson.


mbl.is Skýrslan handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband