17.2.2010 | 19:51
Ríkið lokar skurðstofum - einkaframtakið opnar nýjar
Heilbrigðisráðherra er blóðug upp að öxlum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og bitnar það ekki síst á rekstri skurðstofa á sjúkrahúsum vítt og breitt um landið. Einkaaðilar hafa sóst eftir að taka á leigu skurðstofuna á sjúkrahúsinu í Keflavík, en á það hefur Álheiður ekki mátt heyra minnst, frekar en nokkurt annað einkaframtak, hvorki á heilbrigðissviði eða öðrum.
Eftir synjun á samstarfi um rekstur skurðstofanna á suðurnesjum hafa hinir framtakssömu einstaklingar ekki gefist upp, eins og Álfheiður vonaði, heldur hafa nú snúið sér að því að byggja upp einkasjúkrahús og tengda þjónustu á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og ætla þar að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu, aðallega fyrir útlendinga. Áætlað er að allt að 300 störf skapist við þessa þjónustu, þegar hún verður komin á fullt skrið.
Einkennilegt verður að teljast, að rándýrum skurðstofun á opinberum sjúkrahúsum skuli vera lokað og starfsfólki sagt upp störfum á sama tíma og einkaaðilar treysta sér til að koma upp 300 manna vinnustað á sama sviði, með milljarðs króna stofnkostnaði.
Einkasjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli verður ekki eini aðilinn til að róa á þennan markað, því fyrirhuguð er önnur svipuð starfssemi í Mosfellsbæ, sem mun skapa álíka fjölda starfa.
Ömurlegt er að horfa upp á slíkan ræfildóm hjá ráðamönnum þjóðarinnar.
![]() |
Framkvæmdir við einkasjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2010 | 19:27
Fyrirséð frestun
Það var fyrirséð um leið og óskað var eftir andmælum tólfmenninganna við "sínum" köflum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að skýrslan myndi ekki koma út um næstu mánaðarmót, eins og boðaða hafði verið.
Fyrirspurnabréfin voru send út það seint og með svo stuttum svarfresti, að það sagði sig sjálft, að þeir, sem ávirðingum eru bornir í skýrslunni, þyrftu meira en tíu daga, til að svara fyrir sig, þannig að eins hefði verið hægt, að tilkynna strax frestun á útkomu skýrslunnar fram í miðjan mars.
Þessari frestun hafði verði spáð á þessu bloggi og má sjá þá umfjöllun hérna
![]() |
Andmælafrestur framlengdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010 | 17:57
Jóhanna farin að sjá ljósið - ári of seint
Nýja samninganefndin um Icesave fundar lítið með ofbeldisseggjum Breta og Hollendinga, en samstarfsnefnd stjórnmálaflokkanna er hin ánægðasta á meðan ekkert gerist í málinu, eða eins og Sigmundur Davíð orðaði það, eftir símafund með samninganefndinni, að hann hefði verið "gagnlegur". Allir vita, að þegar það orðalag er notað, hefur ekkert að gagni gerst og mál yfirleitt í hnút.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur hins vegar kveikt á perunni eftir heils árs aðlögunartíma og segir nú að þjóðin eigi það skilið, að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi standi til þess að ná "bestu lausn sem völ er á, í þessu erfiða og flókna máli".
Þetta er nokkuð skynsamleg niðurstaða hjá Jóhönnu, eftir allan þennan umhugsunartíma, en auðvitað hefði verið betra, að hún hefði uppgötvað þennan sannleika fyrir heilu ári síðan, því ekki hefur skort ráðleggingarnar og ábendingarnar frá sérfróðum mönnum, að ekki sé minnst á alla aðra, sem reynt hafa að benda henni og stjórnarflokkunum á vitleysurnar, sem búið er að gera í þessu máli, sem er afar einfalt, en ekki "erfitt og flókið", eins og henni finnst.
Frá upphafi átti að reka málið á lagalegum grundvelli og ekki hlusta á neinar kröfur kúgaranna um annað. Hefði það verið gert, væri ímynd Íslands í lagi erlendis, en ekki í molum vegna alls engrar kynningar á réttmætum málstað þjóðarinnar.
Það er þó virðingarvert að ráðamenn skuli vera farnir að sjá ljósið, en þó hefur Steingrímur J. lítið stigið fram í birtuna ennþá.
![]() |
Enn að skiptast á hugmyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2010 | 15:03
Samkeppnissjónarmiða verði einnig gætt
Fjöldinn allur af stórfyrirtækjum er kominn í hendurnar á bönkunum, sem leyst hafa þau til sín vegna gífurlegrar skuldastöðu þeirra og ef venjuleg viðskiptasjónarmið hefðu fengið að ráða, væri búið að lýsa flest þessi félög gjaldþrota. Bankarnir halda þeim hins vegar gangandi og í samkeppni við fyrirtæki í sömu greinum, sem ekki sýndu sama glannaskap í lántökum og loftbóluhagfræði.
Það er algerlega óþolandi fyrir vel rekin fyrirtæki, að keppa á markaði við gjaldþrota fyrirtæki, sem rekin eru af bönkunum og þurfa ekki að hafa nokkrar áhyggjur af afborgunum lána og vöxtum af þeim, en með niðurboðum taka bankareknu fyrirtækin viðskipti frá þeim fyrirtækjum, sem vel voru rekin, en stefna í þrot, vegna þess að þau geta ekki rekið sig, nema á eðlilegum verðum fyrir þá vöru og þjónustu, sem þau selja.
Algerlega er glórulaust, að afskrifa skuldir af illa reknum og skuldsettum fyrirtækjum, afhenda þau síðan fyrri eigendum á silfurfati og ætlast svo til að þau fyrirtæki, sem enga slíka "skuldaaðlögun" fá, eigi að keppa við þau á markaði.
Það ætti að vera krafa, að vel rekin fyrirtæki sem starfa í sömu greinum og þessi bankafyrirtæki fengju forkaupsrétt að þeim og aðstoð bankanna til þess að kaupa þau.
Með því móti yrðu þeir hæfustu eftir á markaðinum, en þeir sem keyrðu sín fyrirtæki á kaf, yrðu að byrja algerlega upp á nýtt, ef þeir hefðu áhuga og getu til að fara út í fyrirtækjarekstur aftur.
![]() |
Gagnrýndi vinnubrögð bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2010 | 13:43
James Bond og félagar í fullu fjöri
Leyniþjónusta Ísraels, Mossad, hefur sýnt í gegnum tíðina, að hún er ein öflugasta leyniþjónusustofnun heims og líklega sú harðskeyttasta. Útsendarar Mossad hafa á undanförnum áratugum myrt marga foringja í ýmsum herjum og andspyrnuhópum araba og oftast tekist ætlunarverkin, án þess að útsendararnir næðust, eða upp um þá kæmist.
Síðasta morð þeirra var framkvæmt í Dubai nýlega á háttsettum Hamasliða, sem var í vopnakaupaleiðangri í Dubai, en þrátt fyrir mikla eymd og fátækt á Gasa, virðist aldrei skorta þar fé til vopnakaupa til þess að nota í hermdarverkaárásum á Ísrael.
Annað sem vekur athygli við fréttina, er hve vel leyniþjónusta Dubai getur fylgst vel með því hverjir koma inn í landið og hvað hún virðist geta rakið slóð þeirra með njósnamyndavélum, sem þar virðast vera um allar trissur. Í þessu tilfelli getur hún rakið saman slóð "ferðamanna" með vegabréf frá nokkrum löndum og hvar og hvenær slóðir þeirra hafa legið saman, eftir komu þeirra til Dubai.
Þetta sýnir í hnotskurn að James Bond og félagar eru enn í fullu fjöri og láta ekki deigan síga í störfum sínum, líklega um allan heim.
![]() |
Böndin berast að Mossad |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2010 | 08:19
Þjóðaratkvæðagreiðslan hræðir
Nýja samninganefndin í Icsave málinu hamrar á því í viðræðunum, að líklegast sé, að Icesavelögin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni og virðist það vera vopn sem kúgararnir hræðast mjög.
Þar með er komið í ljós, að það sem skelfir Breta og Hollendinga mest eru dómstólarnir og lýðræðið. Þeir hafa algerlega hafnað dómstólaleið í málinu og lýðræðislega kosningu um þrælasamninginn geta þeir ekki hugsað sér.
Ekki bendir þetta til, að þessir "viðsemjendur" telji sig hafa sterkan málstað að verja.
Það, sem er einkennilegra, er að íslenska ríkisstjórnin skuli ekki heldur geta hugsað sér neitt skelfilegra, en þjóðaratkvæðagreiðsluna og vilji allt til vinna, að koma í veg fyrir hana.
Það er ekki mikil bardagalist, að kasta frá sér sínum bestu vopnum í upphafi átaka.
![]() |
Bjartsýni um árangur í viðræðunum ytra um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)