Skipulagt gjaldþrot

Nú er búið að ganga frá enn einu skipulögðu gjaldþroti Baugsfélags, en það er Landic Property, sem búið var að færa úr allar eignir, setja þær inn í nýtt félag, Reiti, og breyta Landic Property úr fasteignafélagi í eignarhaldsfélag.  Í eignarhaldsfélaginu voru, samkvæmt Baugsuppskriftinni, skildar eftir 120 milljarða króna skuldir og svo var félagið lýst gjaldþrota og skuldirnar þannig látnar lenda á erlendum lánadrottnum og líklega að hluta á íslenskum lífeyrissjóðum.

Samkvæmt þessari uppskrift, hlýtur næsti leikur að vera sá, að eftir afskriftir skuldanna verði Baugsfeðgum gert kleyft að eignast félagið aftur, enda "bestu rekstrarmenn landsins" eins og Jón Ásgeir sagði sjálfur í viðtali í Mogganum fyrir nokkrum dögum.

Það er ömurlegt að horfa upp á "endurskipulagt bankakerfi" starfa eftir nákvæmlega sömu formúlu og gömlu bankarnir gerðu, gagnvart útrásartöpururnum, en öll áhersla er á að þeir komist skaðlaust frá öllum sínum glæfraverkum, enda ekki nema einn þeirra verið lýstur gjaldþrota persónulega og flestir virðast njóta sérstakarar fyrigreiðslu og velvildar í nýju bönkunum.

Sú vlvild og gæði bankanna er vegna þess, að nýju bankarnir vilja eingöngu vinna með mönnum, "sem njóta fyllsta trausts" þeirra. 


mbl.is Landic Property gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasteikin hefur farið vel í fólk

Svartsýnisvísitalan hefur lækkð lítillega í janúar og er það túlkað þannig að fólk almennt líti framtíðina bjartari augum en áður.  Þetta er greinilega oftúlkun, þó örfáar manneskjur hafi svarað á jákvæðari nótum en áður og liggur við að segja megi að munurinn sé innan skekkjumarka.

Þó jólasteikin hafi farið svona vel í nokkrar fjölskyldur, benda helstu niðurstöður ekki til þess, að margir líti bjartsýnum augum fram á veginn, miðað við þessa lýsingu:  "Rúmlega 78% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt um þessar mundir og rúm 54% þeirra telur að atvinnumöguleikar séu litlir. Þá telja um 44% svarenda að efnahagsástandið verði verra eftir 6 mánuði og um 31% að atvinnumöguleikarnir verði minni eftir þann tíma. Einnig telja rúm 39% svarenda að heildartekjur þeirra muni lækka á næstu sex mánuðum."

Þetta bendir svo sem ekki til þess, að almenningur skríki beinlínis af ánægju með útlitið næstu mánuði, enda gera flestir sér grein fyrir því, að langur tími getur liðið, áður en það fer að birta til.

Ekki síst er það vegna aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.


mbl.is Dregur úr svartsýni neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær kemur að Baugum og Bjöggum?

Húsleitir Sérstaks saksóknara virðast hingað til, mestmegnis hafa beinst að smærri löxunum, sem stukku um fjármálalífið á útrásarruglárunum, en í seinni tíð sýnist þó,  að farið sé að leggja út fyrir stærri og stærri fiskum, þannig að á endanum gæti embættið krækt í raunverulega stórlaxa.

Í dag stendur yfir húsleit hjá Bakkabræðrum, sem eru með þeim stærstu í útrásarlaxagöngunni, þannig að ætla má, að rannsóknir Sérstaks saksóknara séu komnar á það stig, að hringurinn sé farinn að þrengjast um þá stóru.

Þá hlýtur næsta rassía að snúa að Baugsveldinu og Bjöggunum, en því lengra sem líður frá hruni, hafa þessir aðilar betri möguleika til að reyna að fela slóðir sínar um skattaparadísir, en eins og kunnugt er liggur slóð fyrirtækja þeirra kringum hnöttinn og til baka aftur.

Alla slóðina verður örugglega hægt að rekja, áður en yfir lýkur, en það mun taka mun lengri tíma, en ella, eftir því sem þessir ævintýramenn fá að leika lausum hala lengur.

Útboð nýrrar fangelsisbyggingar hlýtur að fara að komast ofarlega á verkefnalista ríkisins.


mbl.is Leit tengd Exista og Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsölurnar lækka húsnæðislánin

Útsölur verslana í janúar lækka vísitölu neysluverðs mun meira, en hvað skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hífa hana upp.  Þetta mun auðvitað breytast til hins verra, þegar útsölunum lýkur og skattahækkanirnar koma þá af fullum þunga fram í vísitölunni.

Það sem verkur hins vegar athygli, er mikil sveifla á flugfargjöldum milli mánaða, en í desember voru flugfargjöld sögð hafa hækkað um rúm 20%, en í janúar lækka þau aftur um rúmlega 20%.   Hvort jólafargjöldin eru svon miklu dýrari, en önnur fargjöld, kemur ekki fram, en hlýtur að vera skýringin.

Þá vaknar sú spurning, hvort eðlilegt sé, að svona skammtímasveiflur í verlagi, t.d. árstíðabundin flugfargjöld og útsölur, eigi að hafa svona mikil áhrif á vísitölu neysluverðs, sem aftur hefur bein áhrif á húsnæðislán almennings, oftast til hækkunar.

Væri ekki eðlilegra, að miða við meðaltalsverðlag, t.d. síðustu þriggja mánaða, við þessa útreikninga, því það myndi minnka sveiflurnar í vísitölunni og gefa réttari mynd til lengri tíma litið.


mbl.is Verðbólgan mælist 6,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver hissa lengur?

Þann 15. Ágúst árið 2008, einum og hálfum mánuði fyrir hrun bankanna, birtist þessi frétt um ævintýralegan gróða Pálma í Fons á viðskiptum hans við félaga sinn og samstarfsmann, Jón Ásgeir Jóhannesson, eða hagnað upp á litla áttatíu milljarða króna.

Á svipuðum tíma kom Pálmi fyrirtækinu Iceland Express út úr Fons og í sína eigin eigu, en þrátt fyrir þennan ævintýralega hagnað urðu engar eignir eftir í Fons og fyrirtækið var sett í gjaldþrot.  Um sama leiti lét félagi hans, Jón Ásgeir svipaðan leik, þegar hann kom Högum út úr Baugi, rétt fyrir gjaldþrot þess félags, yfir í eigu nýstofnaðs fyrirtækis síns, 1998 ehf., sem nú rær að því öllum árum, að fá niðurfellingu á 50 milljarða skuldum, til þess að Baugsfjölskyldan geti rekið Haga áfram.

Þessir viðskiptafélagar hafa skilið eftir sig hundruð milljarða gjaldþrot vegna ýmissa fyrirtækja sinna hérlendis og erlendis, en njóta svo mikils trausts innan nýju bankanna, sem alls ekki geta hugsað sér að slíta viðskiptum við þá, þar sem þetta eru svo snjallir viðskiptamenn, að aðrir slíkir finnist ekki í veröldinni og þó víðar væri leitað.

Er einhver hissa lengur á því, að bankarnir hafi ausið tugmilljarða lánum til þessara manna, jafnvel eftir bankahrunið?


mbl.is Glitnir mokaði fé í Fons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband