Hvenær kemur að Baugum og Bjöggum?

Húsleitir Sérstaks saksóknara virðast hingað til, mestmegnis hafa beinst að smærri löxunum, sem stukku um fjármálalífið á útrásarruglárunum, en í seinni tíð sýnist þó,  að farið sé að leggja út fyrir stærri og stærri fiskum, þannig að á endanum gæti embættið krækt í raunverulega stórlaxa.

Í dag stendur yfir húsleit hjá Bakkabræðrum, sem eru með þeim stærstu í útrásarlaxagöngunni, þannig að ætla má, að rannsóknir Sérstaks saksóknara séu komnar á það stig, að hringurinn sé farinn að þrengjast um þá stóru.

Þá hlýtur næsta rassía að snúa að Baugsveldinu og Bjöggunum, en því lengra sem líður frá hruni, hafa þessir aðilar betri möguleika til að reyna að fela slóðir sínar um skattaparadísir, en eins og kunnugt er liggur slóð fyrirtækja þeirra kringum hnöttinn og til baka aftur.

Alla slóðina verður örugglega hægt að rekja, áður en yfir lýkur, en það mun taka mun lengri tíma, en ella, eftir því sem þessir ævintýramenn fá að leika lausum hala lengur.

Útboð nýrrar fangelsisbyggingar hlýtur að fara að komast ofarlega á verkefnalista ríkisins.


mbl.is Leit tengd Exista og Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband