Jólasteikin hefur farið vel í fólk

Svartsýnisvísitalan hefur lækkð lítillega í janúar og er það túlkað þannig að fólk almennt líti framtíðina bjartari augum en áður.  Þetta er greinilega oftúlkun, þó örfáar manneskjur hafi svarað á jákvæðari nótum en áður og liggur við að segja megi að munurinn sé innan skekkjumarka.

Þó jólasteikin hafi farið svona vel í nokkrar fjölskyldur, benda helstu niðurstöður ekki til þess, að margir líti bjartsýnum augum fram á veginn, miðað við þessa lýsingu:  "Rúmlega 78% svarenda telja að efnahagsástandið sé slæmt um þessar mundir og rúm 54% þeirra telur að atvinnumöguleikar séu litlir. Þá telja um 44% svarenda að efnahagsástandið verði verra eftir 6 mánuði og um 31% að atvinnumöguleikarnir verði minni eftir þann tíma. Einnig telja rúm 39% svarenda að heildartekjur þeirra muni lækka á næstu sex mánuðum."

Þetta bendir svo sem ekki til þess, að almenningur skríki beinlínis af ánægju með útlitið næstu mánuði, enda gera flestir sér grein fyrir því, að langur tími getur liðið, áður en það fer að birta til.

Ekki síst er það vegna aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.


mbl.is Dregur úr svartsýni neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband