Er einhver hissa lengur?

Þann 15. Ágúst árið 2008, einum og hálfum mánuði fyrir hrun bankanna, birtist þessi frétt um ævintýralegan gróða Pálma í Fons á viðskiptum hans við félaga sinn og samstarfsmann, Jón Ásgeir Jóhannesson, eða hagnað upp á litla áttatíu milljarða króna.

Á svipuðum tíma kom Pálmi fyrirtækinu Iceland Express út úr Fons og í sína eigin eigu, en þrátt fyrir þennan ævintýralega hagnað urðu engar eignir eftir í Fons og fyrirtækið var sett í gjaldþrot.  Um sama leiti lét félagi hans, Jón Ásgeir svipaðan leik, þegar hann kom Högum út úr Baugi, rétt fyrir gjaldþrot þess félags, yfir í eigu nýstofnaðs fyrirtækis síns, 1998 ehf., sem nú rær að því öllum árum, að fá niðurfellingu á 50 milljarða skuldum, til þess að Baugsfjölskyldan geti rekið Haga áfram.

Þessir viðskiptafélagar hafa skilið eftir sig hundruð milljarða gjaldþrot vegna ýmissa fyrirtækja sinna hérlendis og erlendis, en njóta svo mikils trausts innan nýju bankanna, sem alls ekki geta hugsað sér að slíta viðskiptum við þá, þar sem þetta eru svo snjallir viðskiptamenn, að aðrir slíkir finnist ekki í veröldinni og þó víðar væri leitað.

Er einhver hissa lengur á því, að bankarnir hafi ausið tugmilljarða lánum til þessara manna, jafnvel eftir bankahrunið?


mbl.is Glitnir mokaði fé í Fons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei ég er alla vega ekki mikið hissa.

Og þetta stóð í frétt Vísis um snilldina; "en ljóst er að Fons er, eftir þessi viðskipti, eitt öflugasta fjárfestingafélag á Íslandi."

Jón Bragi Sigurðsson, 26.1.2010 kl. 07:30

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

maður er orðlaus - og allt þetta er almannafé

Jón Snæbjörnsson, 26.1.2010 kl. 08:09

3 identicon

Hm afsakið.. þú meinar "snjallir glæpamenn"

sigggagum (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 08:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er þetta allt saman "tær snilld", eins og maðurinn sagði.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2010 kl. 08:43

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég vill fá þessa snillinga til að semja um skuldir Íslands ! þetta er "dásamlegt" ! ROFL maður dáist að þvílíkri viðskipta"snilld",  þeir hafa rænt og ruplað og ganga um frjálsir ferða sinna, Ísland, heimskasta land í heimi !

Sævar Einarsson, 26.1.2010 kl. 09:04

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki vantar þessa menn heldur traust almennings, því nú er Iceland Express farið að selja flugmiða til Bandaríkjanna, sem renna út eins og heitar lummur, þó áætlanaflugið eigi ekki að hefjast fyrr en eftir marga mánuði.

Félög Pálma og þeirra félaga, hafa tekið ýmsa snúninga á skemmri tíma en það.  Samt virðist enginn hafa áhyggjur.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2010 kl. 09:08

7 Smámynd: Sævar Einarsson

hehe það sýnir bara hvað margur Íslendingurinn er illa gefinn, aldrei myndi ég borga 1 krónu í svona tilboð og hvað þá til þessara glæpamanna. Það kæmi mér ekki á óvart þegar þeir eru búnir að hirða alla þessa sölu verði félagið lýst gjaldþrota og þeir stofna annað félag.

Sævar Einarsson, 26.1.2010 kl. 09:34

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Manni verður óglatt af öllu þessu sukki og svínaríi og það sem meira er þeir virðast ætla að komast upp með þetta

Sigurður Haraldsson, 26.1.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband