Steingrímur neitar að svara

Í morgun var spurt í  þessu bloggi hvort hryðjuverkalögum yrði beitt aftur á Íslendinga, ef Icesave samningsdrögin yrðu ekki samþykkt á Alþingi.  Jafnframt var sagt að þessu yrði Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, að svara umbúðalaust.

Nú, eftir hádegi, spyr Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Steingrím akkúrat þessarar spurningar og þá er svarið þetta, samkvæmt fréttinni:  "Steingrímur svaraði að þingið muni væntanlega fjalla um þessa spurning þegar frumvarp um málið kemur fram."

Svona hrokafullt er svar ráðherra í ríkisstjórn, sem þóttist ætla að innleiða opna og gegnsæja stjórnsýslu, þar sem öll spil yrðu lögð á borðið, almenningi til upplýsingar.  Steingrímur vildi ekki einu sinni upplýsa, hvort gengið hefði verið úr skugga um stuðning meirihluta þingsins við þennan samning.

Svona hroki og leynipukur getur hreinlega ekki gengið á árinu 2009.

 

 


mbl.is Rætt um Icesave á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkalögum beitt aftur?

Samkvæmt samkomulaginu við bresk stjórnvöld um ríkisábyrgð Íslands á Icesave rikningunum, mun frystingu eigna Landsbankans í Englandi verða aflétt í dag.  Það er náttúrulega til háborinnar skammar, að það hafi þurft nauðasamninga við Breta til að fá þá til að aflétta hryðjuverkalögunum af íslenskum eignum.  Setning laganna af hálfu Breta var nánast glæpsamleg aðgerð og gjörsamlega út í hött, að semja um að þeir sleppi algerlega óátölulaust undan þessari gjörð sinni.

Ekki hefur komið fram hvað gerist ef Alþingi samþykkir ekki ríkisábyrgðina á Icesave.  Tryggingasjóður bankainnistæðna kann að vera ábyrgur fyrir þessum innistæðum og hann á þá að greiða þetta, svo langt sem eignir hans duga til.  Sá sjóður er ekki með ríkisábyrgð og ásæðulaust að samþykkja hana nú, nánast eingöngu til að losa Breta úr snöru hryðjuverkalaganna.

Verði ríkisábyrgðinni hafnað, munu Bretar þá beita hryðjuverkalögunum aftur gegn Íslendingum?

Þessu verður Steingrímur Jong Sig. að svara umbúðalaust.


mbl.is Auðveldar starfsemina verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningafurstar og aðstoðarlið

Engum þarf að detta í hug, að banka- og útrásarvíkingar hafi ekki haft her lögfræðinga, endurskoðenda og annarra sérfræðinga í sinni þjónustu, til þess að koma öllu því rugli, sem í gangi var, í þann búning, að erfitt mun reynast fyrir saksóknara að sanna að um lögbrot hafir verið að ræða.

Sigurður G. Guðjónsson, hrl., hefur verið starfandi fyrir Baugsliðið í mörg ár og nú kemur upp að hann hefur einnig verið að aðstoða Landsbankamenn í þeirra ævintýramennsku, a.m.k. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra.  Fyrir hann bjó Sigurður einkaséreignarlífeyrissjóð, sem síðan lánaði eiganda sínum 70 milljónir til tuttugu ára, en vextir skyldu aðeins reiknast í eitt ár, þ.e. frá árinu 2028 til 2029, en þá skyldi lánið greiðast upp.

Í fréttinni segir:  "Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, sem útbjó veðskuldabréfin sem um ræðir, sagði í samtali við blaðamann í gær að lífeyrissjóðurinn, sem Sigurjón fékk lánin hjá, sé einkaeign hans og að heimilt sé að veita lán út á slíkan sjóð samkvæmt lögum."  Í fréttinni kemur einnig fram:  "Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóður geti ekki verið í einkaeigu."

Sigurður G. Guðjónsson er harðskeyttur og slyngur lögmaður og fróðlegt verður að fylgjast með því hvort honum hafi tekist að finna einhverja glufu á lögunum sem valdi því að gjörningurinn verði ekki dæmdur ólöglegur.

Sigurður G. Guðjónsson hóf vörnina í gær, með kröfu um að Eva Joly yrði rekin.

Lögmenn Baugsmanna og annara fjárglæframanna, haf alltaf vitað að sókn er besta vörnin og því er nú verið að setja áróðursmaskínuna í gang aftur.


mbl.is Fékk 70 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna reykspólar fram úr sjálfri sér

Jóhanna, ríkisverkstjóri, lét fljúga sjálfri sér og öðrum forsætisráðherrum norðurlandanna  til Egilsstaða til þess að láta þá lýsa yfir stuðningi við inngöngu Íslands í ESB.  Það er alveg með ólíkindum, að Jóhanna, sjálfur ríkisverkstjórinn, og norrænir kollegar hennar, skuli niðurlægja Alþingi með þessum makalausa hætti.

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur þetta mál til umfjöllunar og hefur óskað eftir athugasemdum við tillögurnar, sem fyrir nefndinni liggja og er frestur til að skila umsögnum að renna út í dag.  Erlendir forsætisráðherrar ættu að hafa vit á því, að vera ekki að skipta sér af þingstörfum í öðrum löndum, en sínum eigin.

Svona afskiptasemi forsætisráðherra norðulandanna er óþolandi afskipti af íslenskum innanríkismálum og ætti Jóhanna að skammast sín, fyrir að etja þeim á foraðið.  Eftir sem áður er skömmin þeirra, að láta Jóhönnu draga sig svona á asnaeyrunum.

Þegar menn leika sér að því að reykspóla á bílum, brenna dekkin og eyðileggjast, oftar en ekki.

Stundum eru þeir líka gómaðir fyrir of hraðan akstur.


mbl.is Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband