Jóhanna reykspólar fram úr sjálfri sér

Jóhanna, ríkisverkstjóri, lét fljúga sjálfri sér og öðrum forsætisráðherrum norðurlandanna  til Egilsstaða til þess að láta þá lýsa yfir stuðningi við inngöngu Íslands í ESB.  Það er alveg með ólíkindum, að Jóhanna, sjálfur ríkisverkstjórinn, og norrænir kollegar hennar, skuli niðurlægja Alþingi með þessum makalausa hætti.

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur þetta mál til umfjöllunar og hefur óskað eftir athugasemdum við tillögurnar, sem fyrir nefndinni liggja og er frestur til að skila umsögnum að renna út í dag.  Erlendir forsætisráðherrar ættu að hafa vit á því, að vera ekki að skipta sér af þingstörfum í öðrum löndum, en sínum eigin.

Svona afskiptasemi forsætisráðherra norðulandanna er óþolandi afskipti af íslenskum innanríkismálum og ætti Jóhanna að skammast sín, fyrir að etja þeim á foraðið.  Eftir sem áður er skömmin þeirra, að láta Jóhönnu draga sig svona á asnaeyrunum.

Þegar menn leika sér að því að reykspóla á bílum, brenna dekkin og eyðileggjast, oftar en ekki.

Stundum eru þeir líka gómaðir fyrir of hraðan akstur.


mbl.is Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband