Skattaæði

Alltaf kemur getuleysi ríkisvinnuflokksins betur og betur í ljós.  Allar aðgerðir í efnahagsmálum dragast og dragast svo lengur, vegna ósamkomulags milli flokkanna og innan þeirra, um hvað gera skal varðandi sparnað í ríkisrekstrinum.

Nýjasta útspil Jóhönnu, ríkisverkstjóra, er að það sé svo erfitt að spara núna, af því að árið sé hálfnað og þess vegna sé ekkert hægt að gera í niðurskurði fyrr en á næsta ári.  Frestun á frestun ofan, nánast í öllum málum, eru ær og kýr þessa vinnuflokks.  Í stað þess að skera niður, skal beita skattpíningum á almenning, sem aldrei fyrr, og ná inn tuttugu milljörðum í auknum skatttekjum til áramóta.  Nýlegar skattahækkanir á eldsneyti, áfengi og tóbak eiga að skila 2,7 milljörðum á árinu, þannig að væntanleg skattpíning verður nánast tíföld á við það sem komið er.  Ekki er neinn vandi að blóðmjólka almenning, þó á miðju ári sé, en ekkert er hægt að skera niður í útgjöldum.

Marg oft hefur verið sagt að vinstri menn séu ótrúlega skattaglaðir menn.

Þessi ríkisvinnuflokkur er skattaóður.


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, mér fannst þetta alveg með ólíkindum þessi yfirlýsing að árið væri hálfnað og þess vegna ekkert hægt að gera.

Flokkarnir sem sögðu að það allra brýnasta væri að standa vörð um heimilin  ætla nú að blóðmjólka  heimilin. Kreista úr þeim hvern einasta dropa þannig að ekkert fari forgörðum.

En fólkið kaus þetta yfir sig og sjaldan launar kálfurinn ofeldið. 

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhanna sagði ekki að ekki væri hægt að skera neitt niður af því að árið væri hálfnað. Hún benti einfaldlega á þá staðreynd að allar niðurskurðaraðgerðir skiluðu aðeins hálfum sparnaði á þessu fjárlagaári miðað við það, sem þær gæfu á næsta ári. Þess vegna þarf að fara út í aðgerðir, sem skila 40 milljörðum á ári frá 1. júlí til að ná niður 20 milljarða fjárlagagati fyrir árið í ár. Verkið er því tvöfalt erfiðara en ella vegna þess að árið er hálfnað.

Nýlegar hækkanir á áfengi og eldsenyti eru reyndar einhverjar af þeim skynsömustu leiðum, sem hægt er að fara í skattahækkunum að mínu mati. Ástæðan er sú að nánast allar fjöslkyldur í landinu, sem neyta þessara vara í miklu magni hafa mikla möguleika á að draga verulega úr neyslu þessara afurða og það í flestum tilfellum án þess að það hafi mikil áhrif á lífsgæði þeirra. Því geta þær fjölskyldur, sem ekki ráða við þessar skattahækkanir einfaldlega gregið úr neyslu þessara afurða á móti.

Þar að auki þá eru þessar vörur að nánast öllu leyti innfluttar utan örlítils hluta áfengisins. Það er því ekki margt fólk, sem missir vinnuna hér á landi þó neyslan á þessum vörum dragist eitthvað saman. Hins vetar hefur það jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn og þar með gegni krónunnar ef neysla á þessum vörum dregst saman svo einhverju munar.

Yfirleitt hafa skattahækkanir einhver neikvæð áhrif á efnahagslíf þjóðarinnar. Hækkun á neyslusköttum á eldsneyti og áfengi eru skattahækkanir, sem hafa mun minni neikvæð áhrif fyrir íslenskan efnahag en flestar aðrar skattahækkanir og/eða niðurskurðaraðgerðir.

Sigurður M Grétarsson, 14.6.2009 kl. 13:30

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er í stöðunni: Lækka skatta, hækka laun ? Menn tala oft eins og ekkert hafi gerst, ekkert hrun, bara venjulegt árferði. Lausnin er kanski að LSH niður.

Finnur Bárðarson, 14.6.2009 kl. 14:58

4 identicon

Alveg rétt Finnur.  Brosleg eru thau barnalegu vidhorf sem sumir bloggarar hafa í ljósi theirrar stödu sem óábyrgir og spilltir stjórnmálamenn í sérhagsmunaflokkunum D og B hafa komid thjódinni í.

Thessir bloggarar hegda sér eins og eigingjarnir og spilltir unglingar í reidiskasti.  Madur getur ekki annad en undrast yfir hve throskaheftir thessir bloggarar eru.  Frekjan og thvermódskan er med ólíkindum. 

Thetta fólk er annadhvort of heimskt til thess ad ráda vid hugtök eins og orsök og afleiding eda thá ad eigingirnin, frekjan og ábyrgdaleysid raedur algerlega gjördum theirra.

Krutter (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 20:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sínum augum lítur hver á silfrið, en Sigurður, þetta er ekki rétt hjá þér um hvað Jóhanna sagði.  Hún sagði einmitt að mestan hlutann af þeim halla sem fyrirsjáanlegur er á þessu ári, til viðbótar því sem var á fjárlögum, þ.e. 20 milljarða yrði að innheimta með sköttum á þessu ári, vegna þess að það væri nánast ekkert hægt að spara seinni hluta ársins.

Finnur, það sem er í stöðunni, er að koma atvinnulífinu í gang, minnka atvinnuleysið og koma þannig hreyfingu á atvinnulífið á nýjan leik og þar með myndu skatttekjur ríkisins aukast aftur, án nýrra skatta.

Krutter og aðrir hugleysingjar, sem ausa aðra svívirðingum í skjóli nafnleyndar, eru ekki svaraverðir.

Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband