27.1.2009 | 16:58
Byrjaðir að skaða þjóðina
Jafnvel þó ekki sé búið að mynda nýja stjórn, eru yfirlýsingar forystumannanna byrjaðar að skaða trúverðugleika þjóðarinnar erlendis og var reyndar ekki á bætandi. Eftirfarandi frétt er tekin (kannski í leyfisleysi?) af fréttavex AMX.is:
"Financial Times segir að þó almenningur á Íslandi muni fagna myndun vinstri stjórnar, sé ólíklegt að alþjóðlegir fjárfestar muni fagna. Blaðið bendir á að Samfylkingin og vinstri grænir séu ekki samstíga í Evrópumálum né í afstöðunni til efnahagsaðgerða sem gripið hefur verið til í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Í frétt FT í dag segir að vinstri grænir vilji semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að nýju. Blaðið telur að samningaviðræður þessara flokka um myndun ríkisstjórnar kunni að reynast erfiðar. Í gær hafði FT eftir Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni vinstri grænna, að flokkur hennar hefði efasemdir um ýmis atriði í samkomulaginu við AGS."
Kannski reyntist Financial Times sannspátt um að erfitt verði fyrir flokkana að ná saman. Reyndar er Smáflokkafylkingin tilneydd, úr því sem komið er, til þess að samþykkja allt sem Vinstri grænir krefjast við stjórnarmyndunina. Þeir hafa Smáflokkafylkinguna algerlega í vasanum núna vegna þess að það yrði henni til ævarandi skammar, ef henni tækist ekki að mynda þessa stjórn.
![]() |
Munu leita eftir endurskoðun á IMF-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 15:03
Kosningabaráttan hafin
Slit Smáflokkafylkingarinnar á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn á ekkert skylt við áhyggjur af hag heimila og fyrirtækja í landinu. SFF var að koma sér í stellingar fyrir kosningarnar sem búið var að ákveða að yrðu haldnar í vor.
SFF setti því fram kröfur til Sjálfstæðisflokksins sem komu þjóðarhag ekkert við, heldur flokkshag, hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn gengi að þeim eða ekki. Hún (Smáflokkafylkingin) gerðui sem sagt kröfu um að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra og með því var reynt að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn. Krafan var sett fram vitandi um að hún yrði ekki samþykkt og þýddi stjórnarslit.
Þetta var því gert til þess að skapa Smáflokkafylkingunni stöðu í kosningabaráttunni sem skýrum valkosti gegn Sjálfstæðisflokknum og reyna að endurheimta stöðu sína sem næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins, en þá stöðu hafa Vinstri grænir nú.
Ný stjórn sem mun starfa í 100 daga eða svo, getur ekki gert stóra hluti og alls ekkert sem gamla ríkisstjórnin hefði ekki unnið að hvort sem er.
Augljóst er því að Smáflokkafylkingin tekur eigin hag og flokkshagsmuni fram yfir þjóðarhagsmuni.
![]() |
Formlegar viðræður hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 10:30
Heimssöguleg stjórnarmyndun
Það hlýtur að vera einsdæmi í veröldinni að ríkisstjórn skuli sprengd og ný mynduð til þess eins að ná fram pólitískum hefndum á einum embættismanni.
Hingað til hefur verið hneykslast á því sem kallað hefur verið "pólitískar ráðningar" en nú verður heil ríkisstjórn mynduð til pólitískra uppsagna.
Þegar fordæið verður komið, hvar munu þá pólitísku hreinsanirnar enda?
Næst þegar "þjóðinni" mislíkar við einhvern embættismanninn, verða þá haldnar útihátiðir með varðeldum og dansi til þess að krefjast brottrekstrar? Verða þá jafnvel myndaðar nýjar ríkisstjórnir í hvert sinn til þess að koma því í framkvæmd?
![]() |
Boðuð á fund forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.1.2009 | 10:05
Ágúst Ólafur hættir
Það hefur verið vitað lengi að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur bara verið varaformaður Samfylkingarinnar (Samfylkingar smáflokka) að nafninu til, væntanlega til að friða einhvern arm í "flokknum".
Fundurinn í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík, sem haldinn var á meðan Ingibjörg Sólrún var á sjúkrahúsi og samþykkti að krefjast stjórnarslita, hefur nú þessi eftirköst fyrir Ágúst Ólaf.
Hann hefur verið eins og heimilishundur hjá Samfylkingunni undanfarin ár, það hefur verið hægt að siga honum í nánast hvaða vitleysu sem er, en þegar hann ætlar að fara að taka sjálfstæðar ákvarðanir í fjarveru húsbóndans, þá er mælininn fullur.
Nú þarf Smáflokkasamfylkingin að fara að huga að nýju heimilisdýri.
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)