Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2011 | 10:08
Svona gerast hrossakaupin í ESB
Íslenskir ESBfíklar nota oft sem eina af sínum röksemdum fyrir því að Ísland verði gert að útrárahreppi í væntanlegu stórríki ESB, að innan sambandsins sé lýðræðið svo kristaltært og litlu ríkin ráði í raun öllu sem þau vilja, enda séu stóru ríkin einstaklega aumingjagóð og komi fram af blíðu og ástúð gagnvart lítilmagnanum.
Þessu viðhorfi ESBríkja hafa Íslendingar reyndar kynnst oftar en einu sinni, nú síðast í deilunni um það, hvort almenningur í landinu skyldi seldur í skattalegan þrældóm í þágu Breta og Hollendinga vegna skulda Landsbankans. Tillögur hafa reyndar verið samþykktar og koma til framkvæmda fljótlega, um minnkað vægi smáríkja innan væntanlegs stórríkis, en slíkir smámunir flækjast ekki fyrir ESBelskendum, frekar en að annar sannleikur sé látinn skemma góðan innlimunaráróður.
Nú stendur fyrir dyrum að tilkynna um ráðningu nýs yfirmanns Seðlabanka Evrópu og mun einhugur vera um ráðningu Mario Draghi, núverandi seðlabankastjóar Ítalíu, í stöðuna. Við þá ráðningu kemur berlega í ljós hvernig hrossakaupin ganga fyrir sig á ESBeyrinni, og kristallast í þessari setningu fréttarinnar: "Frakkar komu í veg fyrir að skipun Draghi yrði kunngerð í gær þrátt fyrir að þeir styðji ráðningu Draghi þar sem þeir vilja tryggja sér sæti í framkvæmdastjórn Seðlabankans í staðinn fyrir stuðninginn."
Þetta er enn ein staðfestingin á spillingunni og hrossakaupunum sem grassera innan ESB og grúppíur sambandsins hér á landi vilja endilega fá að taka þátt í af fullum krafti.
![]() |
Gengið frá ráðningu Draghi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2011 | 01:07
Selja bílana, segir Steingrímur J.
Steingrímur J. sagði í Kastljósi í kvöld að ekki stæði til að lækka skatta og gjöld hins opinbera á eldsneyti, enda ætti það að vera dýrt og ef eitthvað yrði gert á annað borð, þá yrði skattabrjálæðinu beitt af enn meiri krafti en hingað til.
Þegar Steingrími var bent á að "venjulegir" Íslendingar hefðu ekki lengur efni á að ferðast um landið á bílum sínum, sagði hann að nú ættu allir að selja bílana sína og kaupa sér sparneytnari ökutæki. Það sagði hann að væri öllum í hag, bæði bíleigandanum sjálfum og andrúmsloftinu, enda menguðu slíkir bílar minna en eldsneytishákarnir sem þeir "venjulegu" keyra um á núna.
Steingrímur J. þyrfti þó að svara þessari einföldu spurningu: Hver á að kaupa gömlu bílana, þegar ALLIR skipta yfir í þá sparneytnu?
![]() |
70% dýrara að keyra hringinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2011 | 20:03
Atvinnubótavinna hjá hinu opinbera?
Orkuveita Reykjavíkur ætlar að fækka starfsfólki um 20% á næstu fimm árum án þess að skerða þjónustu við almenning. Ef þetta er hægt, hlýtur sú spurning að vakna hvort fyrirtækið hafi verið svona gífurlega ofmannað undanfarin ár og fimmti hver starfsmaður hafi í raun verið óþarfur.
Sé það svo, að þetta sé raunin hjá OR, hlýtur það að leiða hugann að því hvort sama sé uppi á tengingnum hjá öðrum opinberum fyrirtækjum og stofnunum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Getur það verið að allt að fimmti hver starfsmaður hjá opinberum aðilum sé nánast eingöngu í því að flækjast fyrir hinum fjórum, sem raunverulega eru að vinna?
Ef hægt væri að fækka starfsfólki hjá opinberum aðilum um 20%, án þess að þjónusta skertist, myndu þúsundir missa "vinnuna" og bætast á atvinnuleysisskrána, því ekki eru nokkrar líjur á að almenni vinnumarkaðurinn verði í stakk búinn til þess að skapa störf fyrir allan þann fjölda í viðbót við þá 14.000 sem nú eru á atvinnuleysisskrá.
Þessar fréttir af OR gefa til kynna að mikið sé um dulið atvinnuleysi í landinu og að ríki og sveitarfélög haldi uppi atvinnubótavinnu fyrir stóran hóp fólks, sem í raun ætti að vera á atvinnuleysisbótum.
![]() |
Fækkun starfa og eignasala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2011 | 01:56
Hægfara dauði, eða skjótur?
Allir aðrir en íslenska ríkisstjórnin hafa miklar og vaxandi áhyggjur af þróun mála innan ESB og þá ekki síst innan evrusvæðisins, en nú þegar er þriðjungur ríkjanna innan myntbandalagsins í verulegum efnahagsvanda.
Vandamál ESB og evrunnar voru til umræðu á breska þinginu og kröfðust þingmenn svara fjármálaráðherrans við þeirri spurningu, til hvaða ráða ríkisstjórnin hefði gripið vegna þessa, en breskir bankar hafa þegar flutt gríðarlegar upphæðir út af evrusvæðinu vegna fyrirsjáanlegra endaloka evrunnar.
Samkvæmt fréttinni sagði Jack Straw, fyrrverandi utanríkisráðherra Verkamannaflokksins m.a: "Í stað þess að fela okkur á bak við þægilegt orðalag og innantóm orð um að við ættum ekki að vera með vangaveltur um málið ættum við að viðurkenna að þetta evrusvæði geti ekki lifað af. Þar sem evran eins og við þekkjum hana mun hrynja, er þá ekki betra að það gangi hratt fyrir sig en að hún deyji hægum dauðdaga?"
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands og félagi í Verkamannaflokki Bretlands, virðist alls ekki skilja það sem leiðtogar hans og fyrirmyndir í Bretlandi hafa miklar áhyggjur af, enda gríðarleg vandamál framundan, sem skapast munu við upplausn evrunnar og það bankahrun sem fylgja mun í kjölfarið.
Hvað er íslenska ríkisstjórnin að gera til að vera viðbúin þeim efnahagshamförum sem endalok evrunnar mun hafa í för með sér?
![]() |
Búa sig undir að evrusvæðið sundrist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.6.2011 | 20:14
Siðlausir Vinstri grænir
Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fordæma siðleysi þeirra þingmanna sem samþykktu að stefna Geir H. Haarde, einum ráðherra, fyrir landsdóm, væntanlega til að svara til saka fyrir misgjörðir banka- og útrásargengja í aðdraganda hrunsins.
Í skoðanakönnuninni kom í ljós að meirihluti stuðningsmanna allra flokka, annarra en VG, fordæma þennan gjörning þingmannanna, en mikill meirihluti stuðningsmanna VG styður hins vegar þessa pólitísku atlögu að ráðherranum fyrrverandi.
Þessi könnun vekur upp þá spurningu hvort kjósendur VG séu siðblindari en annað fólk.
![]() |
Keisarinn er í engum fötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.6.2011 | 16:09
Pantaðar skattahækkatillögur frá AGS
Sú var tíð, þ.e. áður en "fyrsta hreina og tæra vinstri velferðarstjórnin" var mynduð, að Steingrímur J. líkti samstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn nánast við landráð og sagði það myndi verða sitt fyrsta verk, kæmist hann í ríkisstjórna, að rifta öllu samstarfi við sjóðinn um leið og hann segði Bretum og Hollendingum að éta það sem úti frysi vegna Icesave, enda væru það engu minni landráð að ætla að láta kúga sig til samninga vegna þeirrar kröfu, sem Steingrímur sagði réttilega, að þjóðinni kæmi ekkert við.
Eitt fyrsta verk Steingríms J. eftir að hann komst svo í stjórn var að senda vini sína og lærimeistara, Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson, til "samningaviðræðna" við Bretana og Hollendingana, en þeir nenntu að vísu ekki að hafa málið hangandi yfir sér og samþykktu því allar ýtrustu fjárkúgunarkröfur hinna erlendu efnahagskúgara og fannst alveg sjálfsagt að selja Íslendinga í skattalegan þrældóm til margra ára, vegna krafna sem þeim komu ekki við.
Núorðið og næst á efir Bretum og Hollendingum hefur AGS verið í mestu uppáhaldi hjá Steingrími J., enda fór hann þess sérstaklega á leit við sjóðinn, að sérfræðingar hans, væntanlega í samráði við Indriða H., legðu fram hugmyndir um allar þær skattahækkanir sem þeim gæti dottið í hug, svo hægt væri að leggja á nýja og fjölbreyttari álögur á Íslendinga, en jafnvel Vinstri grænum gæti dottið í hug.
Nú liggja þessar pöntuðu skattahækkanahugmyndir fyrir og Steingrímur J. fagnar ákaft og boðar "heildarendurskoðun skattkerfisins".
Óhug setur að almenningi við slíkar hótanir úr ranni "velferðarstjórnarinnar".
![]() |
Matarskattur til skoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2011 | 19:04
Jón Gnarr og Besti hafa runnið sitt skeið
Besti flokkurinn kom nýr inn í stjórnmálabaráttuna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra og fékk ótrúlega mikið fylgi, eða um 34%, enda kraumaði mikil ólga í þjóðfélaginu eftir útrásar- og bankahrunið og kjósendur vildu refsa "gömlu" stjórnmálaflokkunum með því að greiða þessum nýja flokki og grínistanum sem leiddi hann atkvæði sitt.
Besti flokkurinn myndaði meirihluta í borgarstjórn með Samfylkingunni, sem beðið hafði algert afhroð í kosningunum og samþykkti því hvað sem var til að komast í meirihlutasamstarf, þar á meðal að Jón Gnarr fengi borgarstjórastólinn í sinn hlut.
Nánast strax kom í ljós að góður grínisti er ekki það sama og góður borgarstjóri, enda sýndi það sig að hann réð alls ekki við starfið og eftir að hafa gefist upp á þeirri hugmynd sinni að fjölga borgarstjórunum í tvo, kom hann flestum verkefnum borgarstjóra yfir á embættismenn, aðallega skrifstofustjóra borgarinnar, en hefur síðan aðallega fengist við að skemmta sjálfum sér og félögum sínum í meirihlutanum.
Skoðanakönnun Capacent sýnir að fylgið er algerlega hrunið af Besta flokknum og aðeins 17% Reykvíkinga treysta Jóni Gnarr sem borgarstjóra, en 50,5% telja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur best fallna til að gegna embættinu.
Þetta fylgishrun á aðeins einu ári hlýtur að vera nánast einsdæmi í stjórnmálasögunni og það þó víðar væri leitað en einungis hér á landi.
![]() |
Hanna Birna nýtur mest trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
21.6.2011 | 16:09
Ríkisstjórnin stendur aldrei við sín loforð
Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú staðfest kjarasamningana sem undirritaðir voru þann 5. maí s.l., þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við loforðin sem hún gaf í tengslum við þá, um ýmsar ráðstafanir til að koma atvinnu- og efnahagslífinu á hreyfingu.
Það, sem ríkisstjórnin lofaði helst að gera, var að hætta að flækjast fyrir þeim möguleikum, sem til skoðunar hafa verið undanfarna mánuði, til uppbyggingar orkufreks iðnaðar, ásamt því að beita sér fyrir sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið og jafnframt þóttist stjórnin ætla að beita sér fyrir stórátaki í vegagerð.
Öll þessi loforð voru endurnýtt, en þau voru inni á loforðalista ríkisstjórnarinnar við undirritun Stöðugleikasáttmálans í júní 2009. Líklegra er, en hitt, að enn verði hægt að nýta sama loforðalistann við endurnýjun kjarasamninga árið 2014, nema ríkisstjórnin hrökklist frá völdum fljótlega og ný stjórn taki að sér að efna fyrirheitin.
Svo virðist sem aðilar vinnumarkaðarins hafi gert þá kröfu að vegaframkvæmdir yrðu fjármagnaðar með aukinni skattpíningu, enda var það upphaflega ætlun Ögmundar að fara þá leið, en guggnaði á því vegna eindreginna mótmæla fjörutíuþúsund skattgreiðenda.
Hafi ekki verið um neina baktjaldasamninga um skattpíningu vegna vegagerðar á suðvesturhorni landsins að ræða, er óhætt að fagna staðfestingu kjarasamninganna, enda hefur ríkisstjórnin þá enga afsökun fyrir áframhaldandi ræfildómi í efnahagsstjórnuninni.
![]() |
Staðfesta kjarasamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2011 | 07:01
Er SA að heimta aukna skattlagningu?
Getur það verið að Samtök atvinnulífsins og jafnvel ASÍ séu að gera þá kröfu á hendur ríkisstjórninni, að skattar verði hækkaðir til þess að flýta vegaframkvæmdum yfir Hellisheiðina?
Ekki var annað að heyra á fulltrúa SA í sjónvarpsfréttum fyrir nokkrum dögum, en að samtökunum fyndist alveg sjálfsagt að leggja nýja skatta á alla þá, sem leið eiga um suðvesturhorn landsins, enda yrði ekki byrjað að innheimta þá fyrr en eftir tvö til þrjú ár.
SA hafa kvartað mikið yfir þeim skattahækkunum, sem yfir atvinnulífið hafa dunið undanfarin tvö ár og því með ólíkindum ef samtökin leyfa sér að krefjast skattahækkana á almennt launafólk í þeim eina tilgangi að útvega einum til tveim verktökum vinnu við vegaframkvæmdir, sem ekki einu sinni eru mjög mannaflsfrekar.
Almenningur hefur þegar hafnað sérstökum vegasköttum sem kæmu sem viðbót við alla aðra gjaldapíningu sem skattgreiðendur þurfa að þola vegna notkunar á bifreiðum sínum.
![]() |
Kallað eftir skýrari svörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2011 | 17:36
Nefnd ofan í nefnd, sem fari yfir nefnd, sem nefnd verði nefndanefnd
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur farið mikinn undanfarin misseri og haft uppi stór orð um fiskveiðistjórnunarkerfið og talið sig hafa allar lausnir á vanköntum þess á takteinum.
Hún hefur veri ein af fáum, sem stutt hafa frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, en virðist nú vera farin að efast um ágæti hugmynda Jóns og sinna eigin.
Nefnd sex hagfræðinga, sem Jón fékk til að gera úttekt á frumvörpum sínum eftir að þau voru lögð fram í stað þess að gera það á vinnslutíma þeirra, fann þeim flest til foráttu og kvað nánast upp dauðadóm yfir þeim, enda myndu þau skaða atvinnugreinina í heild og þar með verða þjóðarbúinu til stórtjóns.
Ólína leggur nú til að sett verði á fót enn ein nefnd, skipuð hagfræðingum, samfélagsfræðingum og lögfræðingum, til að fara yfir störf og niðurstöður hagfræðinganna, sem skipuðu nefndina hans Jóns.
Ýmsar nefndir hafa verið skipaðar til að fjalla um og gera tillögur um fiskveiðistjórnunina og má t.d. benda á "Sáttanefndina" sem skilaði samhljóða tillögum í fyrrahaust, sem engin sátt hefur náðst um.
Vinnubrögðin í þessu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar er ríkisstjórninni til háborinnar skammar og svo sem ekki að búast við öðru af hennar hálfu.
![]() |
Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)