Færsluflokkur: Bloggar

Sammála því sem Ólína sagði ekki

Mbl.is vitnaði í bloggskrif, sem eignuð voru Ólínu Þorvarðardóttur, um ótrúlega yfirlýsingu lögreglufélagsins, þar sem afsökuð var varðstaða lögreglumanna við Alþingishúsið, þegar skríll og ofbeldislýður lét ýmsum óþverra rigna yfir þingmenn og ráðherra á leið þeirra milli þinghúss og kirkju við setningu þingsins.

Í pistlinum var þessi yfirlýsing lögreglufélagsins fordæmd og krafist afsökunarbeiðni frá félaginu vegna þeirra ummæla að lögreglumenn hefðu verið neyddir af yfirboðurum til þess að halda uppi röð og reglu á svæðinu, þrátt fyrir að slíkt sé einmitt starfsskylda þeirra, enda eitt aðalhlutverk lögreglunnar að halda uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu og þar á meðal að vernda almenna borgara, jafnt sem embættismenn, fyrir óspektum og líkamsárásum óþjóðalýðs.

Það flaug í gegn um hugann við lestur fréttarinnar að nú væri runnin upp sú stund að hægt væri að vera sammála Ólínu Þorvarðardóttur í fyrsta skipti og slíkt myndi þá flokkast undir að vera bæði undur og stórmerki.

Skömmu síðar kom í ljós að bloggið var alls ekki ættað frá Ólínu, heldur allt öðrum aðila, þannig að nauðsynlegt er að biðjast afsökunar á því að hafa ranglega talið að hægt væri að vera samþykkur Ólínu um nokkurt atriði.

Innihald bloggfærslunnar umræddu stendur þó alveg fyrir sínu.


mbl.is Röng tilvitnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur fámennir - skríllinn áberandi

Miðað við þá auglýsingaherferð sem rekin hefur verið fyrir mótmælum á Ausurvelli í dag, að ekki sé minnst á linnulausan áróður Útvarps Sögu og hlustenda hennar, verður fjöldi mótmælenda á vellinum að teljast fremur lítill, eða um eittþúsund eftir því sem sjónvarpið segir.

Hins vegar hefur skríll, sóðar og ofbeldissinnar verið áberandi eins og sést af sorpdreifingu fyrir framan Alþingishúsið og líkamsárásum á þingmenn með því að kastas í þá eggjum, ýmsum öðrum matvælum og sorpi hverskonar.

Ofbeldisseggir og annar ámóta óþjóðalýður setur ávallt ömurlegan svið á slíkar mótmælasamkomur og eyðileggja tilgang þeirra gjörsamlega, enda sýnir þátttaka í þessum mótmælum að flest heiðvirt fólk með sómatilfinningu lætur ekki bendla sig við slík skrílslæti.

Því hefur áður verið haldið fram, að þátttaka í slíkum mótmælaaðgerðum sé yfirleitt ekki mikil nema ungliðar í VG og anarkistar í Háskólanum standi fyrir þeim og skipuleggi þær með tilheyrandi skrílslátum.

Slíkt mun auðvitað ekki gerast á meðan VG á sæti í ríkisstjórn.


mbl.is Eggjum kastað í þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagar loforða um bót og betrun

Tunnumótmælin við flutning stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur í fyrra urðu til þess að Jóhanna og ríkisstjórnin lofuðu, í skelfingu sinni, að taka á skuldavanda heimilanna umsvifalaust, en fram að því hafði ríkisstjórnin beitt Árna Páli Árasyni fyrir sig í baráttunni fyrir því að gera ekki neitt í þeim efnum.

Málið var sett í nefnd, sem komst að þeiri niðurstöðu eftir margra vikna yfirlegu, að eina úrræðið sem hægt væri að bjóða upp á væri svokölluð 110% leið, sen bankarnir höfðu reyndar boðið upp á um margra mánaða skeið, þá þegar.

Á því ári sem liðið er frá síðustu stefnuræðu hefur lítið áunnist í baráttunni við kreppuna, meira að segja svo lítið að komandi vetur verður líklega sá erfiðasti fyrir almenning frá bankahruninu, atvinnulífið er enn á niðurleið, atvinnuleysi minnkar ekki og fólksflóttinn stöðvast ekki. Enn er tekist á um skuldauppgjör heimilanna og óánægja með stjórnvöld magnast með degi hverjum.

Ekki er að efa að dagurinn í dag og þá ekki síður mánudagurinn, þegar ný stefnuræða verður flutt, munu verða dagar mikilla og fagurra loforða um úrbætur á öllum sviðum og fólk beðið að sýna þolinmæði á meðan málið verði sett í nefnd.

Væntanlega verða svo fastir liðir eins og venjulega að ári.


mbl.is Hvetur til friðsamlegra mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur heiðri og verndi Alþingi

Búist er við talsverðum fjölda manns til mótmæla á Austurvelli í fyrramálið, sem með því vilji sýna óánægju þjóðarinnar með frammistöðu ríkisstjórnarinnar í flestum málum og svik hennar vegna "skjaldborgarinnar" um heimilin.

Slík mótmæli hefur skríll og óaldarlýður stundum nýtt sér til spellvirkja og óláta, sem m.a. hafa falist í því að grýta eggjum, öðrum matvælum og jafnvel ýmsum óþverra yfir þingmenn, ásamt því að valda skemmdum á mannvirkjum og öðrum eignum.

Mótmælendur eru hins vegar upp til hópa hið vænsta fólk og á enga samleið með óþjóðalýðnum sem nýtir sér atburðina til skrílsláta og því ættu mótmælendur að taka höndum saman og vernda allt tilfandi og dautt, með því að mynda varnarmúr utan um þingmenn, Dómkirkjuna og Alþingishúsið við þingsetninguna.

Slíkt myndi setja skemmtilegan svip á mótmælin og vekja meiri athygli á málstaðnum og kæmi í veg fyrir að óþjóðalýðurinn setti með því leiðinlegan stimpil á annars alvarleg og mikilvæg skilaboð til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi Íslendinga er ein elsta löggjararsamkoma heims og það ber að vernda og heiðra, þrátt fyrir að misjafn sauður sitji í ríkisstjórn á hverjum tíma.


mbl.is Býst við 20 þúsund manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórði vetur frá hruni og ástandið lagast ekki

Nú er fjórði vetur eftir hrun að ganga í garð og enn hefur lítið gerst til að koma þjóðfélaginu upp úr kreppunni sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins.

Enn er atvinnuleysi í hæstu hæðum og enn bætist á atvinnuleysisskrána með hópuppsögnum og búist er við að þeim linni ekki í bráð. Þrátt fyrir fagurgala stjórnarliða um afrek ríkisstjórnarinnar í öllum málaflokkum finnur enginn fyrir þeim afrekalista á eigin skinni, enda verðbólga mikil og kaupmáttur verður minni og minni eftir því sem stjórnartíminn lengist.

Fólksflóttinn úr landinu heldur áfram og margir eiga engan rétt til atvinnuleysisbóta, þannig að atvinnuleysisskráningin gefur ekki einu sinni rétta mynd af raunverulegu atvinnuleysi í landinu og gjaldþrot fyrirtækja hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári.

Fjórði vetur frá hruni gefur engar vonir um bættan hag og betri tíð í þjóðfélaginu.


mbl.is Vel á annað hundrað uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iceland Express, eða Iceland Exlate, að stoppa alveg?

Nýr forstjóri IE, sem gárungarnir kalla Iceland Exlate, hefur látið af störfum eftir einhvern stysta forstjóratíma sem sögur fara af, eða aðeins tíu daga.

Félagið hefur ekki haft gott orð á sér fram að þessu vegna einstakra seinkana á flugáætlunum og lélegrar þjónustu við farþega sem orðið hafa fyrir skakkaföllum vegna óáreiðanleika félagsins.

Skýring forstjórans fyrrverandi á þessu skyndilega brotthvarfi frá félaginu er sú að stjórn og eigendur félagsins hafi ekki staðið við ráðningarsamning hans og slíkt hafi hann ekki látið bjóða sér, enda haft metnað til að koma félaginu á réttan kjöl fjárhagslega og efla traust og álit almennings á því.

Þessi uppákoma er hins vegar síður en svo traustvekjandi fyrir félagið og hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hún sé merki um að farið sé að styttast í líftíma félagsins.


mbl.is Forstjóri Iceland Express hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvænting í Kastljósi

Líklega í fyrsta skipti í sögu Kastljóss stendur nú yfir símatími, þar sem áhorfendum er gefinn kostur á að spyrja gest Kastljóssins beinna spurninga.

Vegna fyrirhugaðrar mótmæla við setningu Alþingis og þegar forsætisráðherra mun flytja stefnuræðu sína á mánudaginn og stuðnings RÚV við ríkisstjórnina er það að sjálfsögðu skelfingu lostin Jóhanna Sigurðardóttir, sem fær þetta tækifæri til að reyna að slá á reiði þjóðarinnar í garð ríkisstjórnarinnar.

Aldrei hefur nokkur forsætilráðherra á Íslandi verið í meiri vandræðum en sá núverandi og ekki er líklegt að þessi Kastljósþáttur verði til að efla álit almennings á forsætisráðherranum eða ríkisstjórninni, miðað við frammistöðuna í þættinum.

Vonadi verða fyrirhuguð mótmæli friðsamleg svo Jóhönnu takist að ná svefni á ný, en ráða- og getuleysi stjórnarinnar hlýtur að stafa af þreytu, svefnleysi og uppgjöf gagnvart aðstejandi vandamálum.


mbl.is Boða samstöðutónleika á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþörf "óeirðasveit".

Samkvæmt fréttum virðast nokkrir tugir lögreglumanna tilheyra svokallaðri "Óeirðasveit", en meiri æfingar og þjálfun er innifalin í vinnutíma þeirra en "almennra" lögreglumanna.

Þetta virðist vera nokkuð einkennilegt fyrirkomulag, þar sem enginn er skyldugur til þess að stunda þessar æfingar eða taka þátt í "óeirðasveitinni" og ekkert er greitt aukalega fyrir það að tilheyra þessari sveit.

Lítt skiljanlegt er til hvers þessi skipting lögreglumannanna er og minnir helst á að verið sé að búa til ákveðna stéttarskiptingu innan lögreglunnar með þessari óþarfa skiptingu, sem verður til lítils annars en að skapa togstreitu innan lögregluembættisins, enda nota félagar "óeirðasveitanna" tækifærið núna og segja sig úr sveitunum og þykjast þar með geta neitað að verja almenning, eigur hans, opinberar byggingar og Alþingi.

Að sjálfsögðu ættu allir lögreglumenn að fá samskonar þjálfun og axla jafna ábyrgð og skyldur í störfum sínum, enda væntanlega allir að þiggja sömu laun og eiga því að skila sömu vinnu og aðrir í liðinu.


mbl.is Óljóst með aðgerðir við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglumenn fari að lögum

Lögreglumenn afsöluðu sér verkfallsrétti á árum áður og samþykktu að hlýða framvegis úrskurði gerðadóms um laun sín. Nýlegur úrskurður gerðadómsins vekur síður en svo lukku í röðum lögreglumanna, en úrskurður er það engu að síður og eftir honum ber að vinna.

Fjöldi launþega í öllum stéttum er hundóánægður með laun sín og önnur kjör um þessar mundir, en verður að sætta sig við þau, bíta á jaxlinn og vonast eftir betri tíð fljótlega eftir að núverandi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.

Þó launþegar séu óánægðir með kjör sín, sinna þeir störfum sínum eins og áður og neita ekki að vinna sumt sem undir starf þeirra heyrir, þvert á móti hlýtur það að vera metnaðarmál hvers manns að skila starfi sínu eins vel frá sér og hann mögulega getur.

Lögreglumenn hljóta að sinna starfi sínu áfram og öllum þeim skyldum sem því fylgja, þrátt fyrir óánægju með launin. Allt annað hlýtur að vera lögbrot.


mbl.is Vaxandi ólga og reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Jóhanna Sigurðardóttir, sem illu heilli gegnir ennþá forsætisráðherraembætti, segist vera bæði sár og svekkt vegna þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau muni ekki framar hafa frumkvæði að samstarfi við ríkisstjórn hennar.

Sú yfirlýsing var gefin út af formanni samtakanna vegna ítrekaðra svika ríkisstjórnarinnar á þeim loforðum sem hún hefur gefið um aðkomu sína að því er henni ber að gera til að koma atvinnulífinu í landinu í gang á ný.

Sannleikanum verður hver sárreiðastur er oft sagt, þegar fólk þolir illa að heyra það sem sagt er satt og rétt um gerðir þess. Þetta gamla orðatiltæki sannast eftirminnilega á viðbrögðum Jóhönnu við sannleiknaum um loforðasvik og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálunum.

Ríkisstjórnin hefur reyndar svikið allt sen hún hefur getað svikið, hvort sem um loforð hefur verið að ræða um aðgerðir í atvinnumálum eða öðrum málum, t.d. vegna aðstoðar við heimilin í landinu.

Jóhanna Sigurðardóttir ætti að líta í eigin barm áður en hún hellir úr skálum reiði sinnar yfir þá sem segja sannleikann umbúðalausan um svik hennar.


mbl.is Sár og svekkt vegna orða SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband