Óþörf "óeirðasveit".

Samkvæmt fréttum virðast nokkrir tugir lögreglumanna tilheyra svokallaðri "Óeirðasveit", en meiri æfingar og þjálfun er innifalin í vinnutíma þeirra en "almennra" lögreglumanna.

Þetta virðist vera nokkuð einkennilegt fyrirkomulag, þar sem enginn er skyldugur til þess að stunda þessar æfingar eða taka þátt í "óeirðasveitinni" og ekkert er greitt aukalega fyrir það að tilheyra þessari sveit.

Lítt skiljanlegt er til hvers þessi skipting lögreglumannanna er og minnir helst á að verið sé að búa til ákveðna stéttarskiptingu innan lögreglunnar með þessari óþarfa skiptingu, sem verður til lítils annars en að skapa togstreitu innan lögregluembættisins, enda nota félagar "óeirðasveitanna" tækifærið núna og segja sig úr sveitunum og þykjast þar með geta neitað að verja almenning, eigur hans, opinberar byggingar og Alþingi.

Að sjálfsögðu ættu allir lögreglumenn að fá samskonar þjálfun og axla jafna ábyrgð og skyldur í störfum sínum, enda væntanlega allir að þiggja sömu laun og eiga því að skila sömu vinnu og aðrir í liðinu.


mbl.is Óljóst með aðgerðir við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hingað til hafa almennir lögreglumenn sinnt störfum við mannfjöldastjórnun í hjáverkum, gegn sérstökum aukagreiðslum. En aukavinna sem þessi er ekki skylda.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2011 kl. 19:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er skrýtið lögreglulið, sem getur ákveðið sjálft hvaða verkefnum það sinnir og hverjum ekki. Það hlýtur að vera í verkahring lögreglunnar að halda uppi röð og reglu í þjóðfélaginu og stjórnvalda að sjá til þess að liðið sé nógu vel mannað til þess að sinna verkefnum sínum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2011 kl. 19:31

3 identicon

"... og stjórnvalda að sjá til þess að liðið sé nógu vel mannað til þess að sinna verkefnum sínum."

Og þar með að greiða mannsæmandi laun !

Þú hittir naglann á hötuðið þarna !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband