Mótmælendur heiðri og verndi Alþingi

Búist er við talsverðum fjölda manns til mótmæla á Austurvelli í fyrramálið, sem með því vilji sýna óánægju þjóðarinnar með frammistöðu ríkisstjórnarinnar í flestum málum og svik hennar vegna "skjaldborgarinnar" um heimilin.

Slík mótmæli hefur skríll og óaldarlýður stundum nýtt sér til spellvirkja og óláta, sem m.a. hafa falist í því að grýta eggjum, öðrum matvælum og jafnvel ýmsum óþverra yfir þingmenn, ásamt því að valda skemmdum á mannvirkjum og öðrum eignum.

Mótmælendur eru hins vegar upp til hópa hið vænsta fólk og á enga samleið með óþjóðalýðnum sem nýtir sér atburðina til skrílsláta og því ættu mótmælendur að taka höndum saman og vernda allt tilfandi og dautt, með því að mynda varnarmúr utan um þingmenn, Dómkirkjuna og Alþingishúsið við þingsetninguna.

Slíkt myndi setja skemmtilegan svip á mótmælin og vekja meiri athygli á málstaðnum og kæmi í veg fyrir að óþjóðalýðurinn setti með því leiðinlegan stimpil á annars alvarleg og mikilvæg skilaboð til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi Íslendinga er ein elsta löggjararsamkoma heims og það ber að vernda og heiðra, þrátt fyrir að misjafn sauður sitji í ríkisstjórn á hverjum tíma.


mbl.is Býst við 20 þúsund manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér að flestu leiti, en alþingismenn mega bara eiga sig þarna, hitt ber að vernda og heiðra.  Þeir hafa ekki unnið sér neitt inn til viðringar því miður, flestir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 20:18

2 identicon

Virðingin kemur ekki með titlinum,menn verða að vinna fyrir henni.Það er ekki einn aðili þarna inni (Alþingi)sem hefur að mínu viti unnið sér eitthvað til virðingar,,síljúgandi ómerkilegt pakk.

Casado (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 21:58

3 Smámynd: Dexter Morgan

Alþingi á að VERNDA þjóðina, (þ.e. fólkið sem býr þetta land). Hefur það staðið sig í því. NEI

Alþingi á að vera HEIÐARLEGT við þjóðina. Hefur það staðið sig í því. NEI

Maður uppsker eins og maður sáir.

Þess vegna á Alþingi, alþingismenn og þeirra hyski EKKI skilið "VERND" og "HEIÐUR" frá þjóðinni.

Þjóðinn ætti með réttu að yfirtaka Alþingi og úthýsa hinum svokölluðu "kjörnum" fulltrúum. Þeir eru þarna á fölskum forsemdum og eiga ekki erindi í sætin sín á Alþingi.

Dexter Morgan, 30.9.2011 kl. 22:17

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjáumst Dexter samstaða er það sem við þurfum gegn þessari verstu stjórn frá upphafi lýðveldis okkar! Stjórnina út og það strax hennar tími er liðinn!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2011 kl. 23:24

5 Smámynd: Sandy

   Ég er að öllu jöfnu á móti ofbeldi, en ég get hinsvegar ekki annað en skilið það, ef fólk sem hefur lent í krumlum fjármálastofnana og misst allt sitt geri uppreisn. Mér hryllti t.d. við að heyra í Jóhönnu Sig í kastljósinu í vikunni þar sem hún vitnaði í stjórnarskrávarin eignarétt elítunar, og ég verð að viðurkenna að ég næstum missti mig við að hlusta á þetta þvaður. Ég spyr hvað um okkar eignarétt?

Jóhanna talaði líka í sama Kastljósþætti um að allir hafi fengið einhverja hjálp sem þurftu,en gleymdi að þeir sem misstu sitt að hluta eða öllu leiti vegna ábyrgða, hafa að mér vitandi ekki fengið neina leiðréttingu á sínum málum.

Sandy, 1.10.2011 kl. 01:31

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Málflutningur Jóhönnu í Kastljósinu var jafn ömurlegur og flest annað sem frá henni og ríkisstjórninni hefur komið varðandi ástandið í landinu og á heimilunum og fullyrðingin um að "allir" hefðu fengið einhverja úrlausn vegna skulda sinna flokkaðist auðvitað bara undir að vera brandari, ef málið væri ekki eins alvarlegt og raun ber vitni.

Aumingjagangur ríkisstjórnarinnar við endurreisn efnahagslífsins og lífskjara almennings réttlætir hins vegar ekki óspektir og skrílslæti, en mótmæli sem fram fara með virðingu þátttakenda fyrir sjálfum sér og þó af festu og alvöruþunga, skila miklu betri árangri en skrílslæti, eggjakast og skemmdarverk, sem aldrei eru réttlætanleg.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2011 kl. 08:25

7 identicon

Því miður er J.Sig svo illa upptekin af eigin ágæti og ríkisstjórnar sinnar að hún sér ekki fyrir það sem er í vændum. Ég er sammála þér Axel ég ætla að vona að fólk mótmæli friðsamlega. Það væri ekki hægt að sýna þingmönnum meiri lítilsvirðingu en að koma einmitt þannig fram. Virðingu eiga þessir aðilar ekki skilið af þessari þjóð. Þeir sem fóru þá leið að velja íbúðarlánasjóð við fjármögnun íbúðar kaupa sinna eru í sömu vandræðum og þeir sem völdu gengistryggð banka lán. Ég veit persónulega um fólk sem átti 20% eigiðfé fékk, 80% að láni hjá ÍLS þetta fólk þarf að borga 1,5 millj. með íbúinni til að losna við hana. Hér haf engar leiðréttingar komið þessu fólki til handa. Krafan er: færið höfuðstól verðtryggðra lána til þess sem þau voru í ágúst 2008 og af nemiðsvo verðtryggingu þá geta þingmenn talað um að það hafi eitthvað verið gert. Eigið góðan dag og sjáumst eftir rúma klukkustund. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband