Færsluflokkur: Bloggar
16.3.2012 | 15:39
Misnotkun og niðurlægingu réttarkerfisins að linna
Ákæran og málsmerðferð Alþingis á Landsdómsmálinu svokallaða er eitthver mesta og versta niðurlæging löggjafarþingsins frá lýðveldisstofnun og til mikillar skammar fyrir þá þingmenn sem að málinu stóðu og mun tengjast nöfnum þeirra um ókominn aldur.
Réttarhöldunum fyrir Landsdómi er nú lokið og ekki eitt einasta atriði sem fram kom í vitnaleiðslum eða máli saksóknara Alþingis getur leitt til sakfellingar Geirs H. Haarde, heldur þvert á móti, enda sýndi flest það sem fram koma að ríkisstjórnin gerði það sem í hennar valdi stóð til að undirbúa þær varnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar voru, þegar að bankahruninu kom, en til viðbótar við hina alþjóðlegu lausafjárkreppu var það óábyrgur rekstur eigenda og starfsmanna bankanna sjálfra, sem leiddu til þess að bankakerfinu var ekki viðbjargandi.
Geir H. Haarde verður án nokkurs vafa sýknaður af öllum ákærum og vonandi fá þeir sína refsingu sem til slíks unnu með gjörðum sínum á árunum fyrir hrun. Þar er að sjálfsögðu átt við banka- og útrásarmógúlana sem allt bendir til að hafi sýnt glæpsamlega vanrækslu í sínum störfum og er þá reyndar vægt til orða tekið, miðað við afleiðingar verka þeirra.
![]() |
Yfirlýsing Geirs H. Haarde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 17:59
Þess vegna ber að slíta innlimunarviðræðunum strax
Ýmsir framámenn innan ESB hafa verið með stórar yfirlýsignar um að ekki verði hægt að innlima Ísland í væntanlegt stórríki ESB nema íslenska ríkið ábyrgist og greiði Icesaveskuldir Landsbankans, Ísland skeri veiðar á Makríl niður við trog, hætti hvalveiðum og hætti hinu og þessu eða geri hitt og þetta, sem kommisararnir í Brussel láta sér detta í hug þennan eða hinn daginn.
Íslendingar munu ekki láta kúga sig í neinum af þessum málum, eins og tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave hafa ótvírætt leitt í ljós og þessi atriði, sem kommisararnir setja fram í sífellu, eru einmitt ástæðan fyrir því að Ísland á að draga sig út úr þessum innlimunarviðræðum strax, enda munu allar tilraunir til að kúga þjóðina inn í þetta væntanlega stórríki verða felldar með miklum mun í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar þar að kemur.
Því fyrr sem Samfylkingin og aðrar ESBgrúppíur viðurkenna þessar staðreyndir, því betra og ódýrara fyrir þjóðina.
![]() |
Greiðsla Icesave forsenda ESB-aðildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.3.2012 | 17:53
Steingrímur J. reynir sjálfur að sakfella Geir H. Haarde
Að þvoí er lesa má út úr fréttum dagsins, gerði Steingrímur J. allt sem hann mögulega gat til þess að koma sök á Geir H. Haarde vegna bankahrunsins og sagðist sjálfur hafa séð hættuna fyrir og marg hvatt stjórnvöld og eftirlitsstofnanir til að grípa til aðgerða gegn banka- og útrásargúrunum.
Steingrímur J. er því einn örfárra sem reynt hafa að klína sök á fyrrverandi forsætisráðherra vegna hrunsins, en nánast öll önnur vitni hafa lýst þeirri skoðun að stjórnvöld hafi hvorki getað né átt að beita sér til minnkunar bankakerfisins, enda hefðu slík afskipti eingöngu flýtt bankahruninu um einhverja mánuði, þar sem allt traust erlendra fjármálastofnana hefði gufað upp samdægurs, hefði ríkisstjórnin, seðlabankinn eða fjármálaeftirlitið gefið út einhverjar yfirlýsingar um stöðu bankanna á árinu 2008.
Samkvæmur sjálfum sér, lýsti Steingrímur J. því yfir að Ísland, sem slíkt, hefði átt að bera ábyrgð á tryggingakerfi bankanna og berst þar enn og aftur gegn þjóðinni, sem í tvígang hefur alfarið hafnað allri ábyrgð á einkabönkum og braski eigenda þeirra og stjórnenda.
Ekki varð Steingrímur J. maður að meiri við þennan vitnisburð.
![]() |
Vissi af ábyrgð Íslands á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.3.2012 | 10:48
Bankarnir eru ennþá "braskbankar"
Tryggvi Pálsson, framkv.stj. fjármálasviðs Seðlabankans, sagði fyrir Landsdómi að bankarnir hefðu verið orðnir blanda af venjulegum bönkum og fjárfestingarbönkum og að það hefði valdið því að þeir hefðu sótt sífellt meira í áhættusamari starfsemi og nánast "brask".
Nú, þrem og hálfu ári eftir hrun gömlu bankanna, hefur lögum um slíka bankastarfsemi ekki verið breytt og nýju bankarnir eru nákvæmlega eins uppbyggðir og starfræktir og gömlu bankarnir voru fyrir hrun.
Er ekki orði tímabært að skilja algerlega á milli starfsemi innlánsstofnana og fjárfestingarbanka?
Þarf nokkuð að bíða eftir nýju bankaáfalli?
![]() |
Alltaf hættumerki þegar það gerist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2012 | 13:03
Afskipti stjórnvalda hefðu valdið "panikástandi"
Vitnaleiðslur fyrir Landsdómi hinum pólitísku ofsóknarréttarhöldum gegn Geir H. Haarde hafa leitt ótvírætt í ljós að stjórnvöld voru ekki í nokkrum færum til að beita sér fyrir minnkun bankakerfisins á árunum fyrir hrun, eða eins og segir í fréttinni af framburði Lárusar Welding, fyrrv. forstjóra Glitnis: "Hann sagðist ekki geta haldið því fram að stjórnvöld hefðu átt að þrýsta á bankana um að draga saman seglin. Það hefði ekki hjálpað, þvert á móti hefði það skapað panikástand".
Bankarnir voru allir einkabankar og var stjórnað af ofurlaunuðum eigendum sínum og forráðamönnum, sem áttu ekki að gera neitt annað en að stjórna þeim og fylgjast með þróun fjármálamarkaða, en þeim var ekki stjórnað af ríkisstjórninni í heild eða af forsætisráðherranum. Bankaforkólfarnir segja allir að hrunið hafi stafað af alþjóðlegri lausafjárkreppu, en hins vegar hefði verið hægt að draga saman seglin í rekstri og efnahag bankanna á árinu 2008, ef vilji hefði verið til þess.
Slík yfirlýsing er líklega sett fram til að koma höggi á Geir H. Haarde, en hittir auðvitað engnan fyrir aðra en forkólfa bankanna, sem voru í ofurlaunuðum störfum með, að eigin sögn, gífurlegri ábyrgð og þar með var það þeirra eigin skylda að bregðast við aðsteðjandi vanda með öllum mögulegum ráðum, en það gerðu þeir hins vegar ekki og því fór sem fór.
Ef fram fer sem horfir verður það Geir H. Haarde sem kemur best allra frá Landsdómsmálinu og þeir sem efndu til þessarar pólitísku uppákomu munu sitja uppi með skömmina.
![]() |
Þrýstingur hefði valdið usla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2012 | 08:46
Óhóflegt fyrir meðaljóninn
Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali á Bloombert að á sínum tíma hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að lífsstíll sinn og "viðskiptafélaga" sinna hafi verið svo gjörsamlega óhóflegur að meðaljóninum hafi algerlega blöskrað.
Það er hins vegar spurning hvort þessi seindregna ályktun sé alveg rétt hjá þessum ofurjóni, því meðaljóninn elskaði og dáði Bónusfeðgana á sínum tíma og taldi þá nánast bjargvætti þjóðarinnar í peningamálum, þó það álit hafi að vísu breyst nokkuð löngu áður en ofurjóninn gerði sína uppgötvun um eigin bruðl og glannaskap í fjármálum.
Ofurjón segist ætla að leggja undir sig heiminn á nýjan leik, en hafi engan áhuga á íslenska markaðinum og nokkuð örugglega er það áhugaleysi algerlega gagnkvæmt.
![]() |
Stefnir í rekstur á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2012 | 18:43
Hatur Jóhönnu á velgjörðarmanni sínum
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir sat sem ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var það í almannavitund að hún átti ekki skap við marga samráðherra sína og að einn fárra sem virkilega var henni velviljaður og átti við hana gott samstarf var einmitt Davíð Oddsson, sem oftar en ekki reyndist henni vinur í raun.
Af einhverjum ástæðum, sem óskiljanlegar eru nema á einhverjum djúpstæðum sálfræðilegum forsendum, launar Jóhanna Davíð vináttuna og samstarfið með óstjórnlegu hatri, sem strax kom í ljós þegar hún myndaði sína ríkisstjórn í ársbyrjun 2009, en þá var það hennar fyrsta verk að hrekja Davíð úr embætti seðlabankastjóra og hefur ekki látið nokkurt tækifæri ónotað síðan til að snúa þeim rýtingi í baki Davíðs.
Í vitnisburði sínum fyrir Landsdómi sagði Jóhanna að Geir H. Haarde hefði gert allt sem í hans valdi og ríkisstjórnarinnar var til að afstýra bankahruninu, en Davíð hefði hins vegar leynt stjórnina upplýsingum um stöðu mála, þrátt fyrir að marg oft hafi komið fram að einmitt Davíð hafði margoft lýst áhyggjum sínum af stöðu mála fyrir ráðherrunum og þeir voru mjög vel meðvitaðir um stöðuna, án þess að vera í nokkrum færum til að breyta atburðarásinni eða bæta úr afglöðum banka- og útrásargengjanna.
Hér sannast, sem oft áður, að sjaldan launar kálfur ofeldið.
![]() |
Davíð átti að vara okkur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2012 | 16:06
Það eina góða við Landsdómsmálið
Allt sem fram hefur komið í fréttum af réttarhöldunum fyrir Landsdómi staðfestir að stjórnvöld gátu ekki með nokkru móti komið í veg fyrir að banka- og útrásarruglið spryngi í loft upp á sínum tíma, en voru hins vegar vel undir það búin og unnu í raun kraftaverk og björguðu því sem bjargað varð með neyðarlögunum í október 2008.
Þó dómsmálið sem slíkt sé byggt á pólitískum ofsóknum og hatri gegn einum manni, þá er þó það eina góða sem af því hlýst, að almenningi verður loksins ljóst að Geir H. Haarde er ekki sekur um vanrækslu í starfi forsætisráðherra og hvað þá nokkurn einasta glæp. Þvert á móti skýrist með hverjum degi réttarhaldanna að hann hefur þvert á móti staðið sig með afbrigðum vel í embættinu við nánast óviðráðanlegar aðstæður.
Eini glæpurinn í sambandi við allt þetta mál er í raun aðdragandi og tilurð ákærunnar sjálfrar. Að það skýrist betur og betur með hverjum deginum, er það eina góða við Landsdómsmálið.
![]() |
Gerðu sér grein fyrir hættunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.3.2012 | 20:21
Fórnarlömb illviljaðra stjórnmálamanna
Hreiðár Már Sigurðsson, f.v.forstjóri Kaupþings, gerði sitt fyrir Landsdómi í dag að sýna og sanna hverjir það voru sem raunverulega voru fórnarlömb og hverjir gerendur í bankahruninu á árinu 2008.
Samkvæmt vitnisburði Hreiðars Más voru það banka- og útrásarvíkingar, sem voru fórnarlömb illviljaðra og heimskra stjórnmálamanna sem allt gerðu til að leggja stein í götu þeirra sem vildu hag lands og þjóðar sem mestan án þess að þurfa að neyðast til þess að vera háðir "litla Íslandi".
Sérstakur saksóknari hefur verið að leggja þessa, að eigin sögn, bjargvætti þjóðarinnar í einelti undanfarin misseri og virðist ætla að saksækja þá fyrir lögbrot og ýmsar aðrar upplognar sakir, en eftir vitnisburð Hreiðars Más þarf enginn að láta sér detta í hug að þeir verði sakfelldir fyrir nokkurn skapaðan hlut.
Þjóðin má líklega þakka fyrir, ef sá sérstaki er ekki að baka henni tugmilljarða skaðabótaábyrgð með verkum sínum og ofsóknum á hendur þessum bestu og framsæknustu sonum hennar frá landnámi.
![]() |
Höfðu ekki afskipti af Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2012 | 19:48
Óáreiðanlegur þingmaður, Þór Saari
Þór Saari hefur löngum barið sér á brjóst og gefið sig út fyrir að vera heiðarlegri og að öllu leyti merkilegri mann og þingmann en aðra sem á þingi sitja.
Hann hefur ekki sparað stóryrðin í gagnrýni sinni á aðra, en gerist nú ber að hreinum ósannindum, þegar hann fullyrðir í ósmekklegri bloggfærslu, að sjálfsvígum hafi fjöllgað gífurlega í landinu á síðust rúmum þrem árum, þ.e. frá banka- og efnahagshruninu haustið 2008.
Þrátt fyrir að slíkar fullyrðingar hafi marg oft áður verið hraktar af þar til bærum aðilum, gerist þingmaðurinn svo djarfur að slá slíkri fyrru fram og ætlast væntanlega til að fólk trúi honum, enda þykist hann öðrum mönnum áreiðanlegri, eins og áður sagði.
Þetta er ekki í fyrsta sinn og sjálfsagt ekki í það síðasta, sem Þór Saari verður sér til skammar með gífuryrðum sínum.
![]() |
Segir Þór fara frjálslega með staðreyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)