Óhóflegt fyrir meðaljóninn

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali á Bloombert að á sínum tíma hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að lífsstíll sinn og "viðskiptafélaga" sinna hafi verið svo gjörsamlega óhóflegur að meðaljóninum hafi algerlega blöskrað.

Það er hins vegar spurning hvort þessi seindregna ályktun sé alveg rétt hjá þessum ofurjóni, því meðaljóninn elskaði og dáði Bónusfeðgana á sínum tíma og taldi þá nánast bjargvætti þjóðarinnar í peningamálum, þó það álit hafi að vísu breyst nokkuð löngu áður en ofurjóninn gerði sína uppgötvun um eigin bruðl og glannaskap í fjármálum.

Ofurjón segist ætla að leggja undir sig heiminn á nýjan leik, en hafi engan áhuga á íslenska markaðinum og nokkuð örugglega er það áhugaleysi algerlega gagnkvæmt.


mbl.is Stefnir í rekstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Ekki hægt að segja að það verði horft á eftir Jóni með söknuði... "gone has better money"

Hvumpinn, 12.3.2012 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband