Það eina góða við Landsdómsmálið

Allt sem fram hefur komið í fréttum af réttarhöldunum fyrir Landsdómi staðfestir að stjórnvöld gátu ekki með nokkru móti komið í veg fyrir að banka- og útrásarruglið spryngi í loft upp á sínum tíma, en voru hins vegar vel undir það búin og unnu í raun kraftaverk og björguðu því sem bjargað varð með neyðarlögunum í október 2008.

Þó dómsmálið sem slíkt sé byggt á pólitískum ofsóknum og hatri gegn einum manni, þá er þó það eina góða sem af því hlýst, að almenningi verður loksins ljóst að Geir H. Haarde er ekki sekur um vanrækslu í starfi forsætisráðherra og hvað þá nokkurn einasta glæp. Þvert á móti skýrist með hverjum degi réttarhaldanna að hann hefur þvert á móti staðið sig með afbrigðum vel í embættinu við nánast óviðráðanlegar aðstæður.

Eini glæpurinn í sambandi við allt þetta mál er í raun aðdragandi og tilurð ákærunnar sjálfrar. Að það skýrist betur og betur með hverjum deginum, er það eina góða við Landsdómsmálið.


mbl.is Gerðu sér grein fyrir hættunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsdómur er það besta sem komið hefur fyrir þjóðina í langan tíma. Kaþarsis (κάθαρσις), eins og einn nefndi það, bráðnauðsynlegt. Ekki svo að allir muni ná áttum og verði að mönnum, en við því var ekki að búast. Þetta er samt skref í rétta átt. Sjallalandið er smám saman að breytast í siðað samfélag, þar sem jafnrétti og sanngirni er markmiðið, en ekki grill og gróði. Vesalingarnir sem voru og verða kallaðir á beinið í Þjóðmenningarhúsinu eru ekki stoðir samfélagsins, menningar, mennta og góðra siða, fremur aumkunarverðir menn sem eiga bágt og þurfa á aðstoð að halda. Þetta mun verða til þess að menn fari að hugsa betur sinn gang. Vanda sig meira, sýna meiri metnað, samviskusemi og dugnað í starfi. Þetta eru nefnilega ekki allt skussar og fúskarar, alls ekki. Þarna eru hæfileikamenn, en það þarf að  flengja þá duglega.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, ef fram fer sem horfir í þessu Landsdómsmáli, þá verða það einhverjir aðrir en Sjallarnir sem mest munu fá á baukinn.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2012 kl. 17:09

3 identicon

Jónas Kristjánsson

Óhæfir vesalingar
“Ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnana ríkisins litu árum saman "mjög alvarlegum augum" á stöðu og þróun bankanna. Starfsmenn Seðlabankans töldu bankana að falli komna árið 2005, þremur árum fyrir hrun. Davíð Oddsson var sama sinnis ári síðar. Skipuð var sérstök nefnd ráðuneytisstjóra, sem litu "mjög alvarlegum augum" á málin. Samt var gjaldeyri Seðlabankans spreðað í bankana og ríkið gert nánast gjaldþrota. Tinandi yfirstétt taldi "lagastoðir skorta" til að taka hendur úr vösum. Vitnin fyrir Landsdómi sýnast samfelld hjörð vesalinga, sem voru óhæfir til að gegna ábyrgðarstörfum fyrir þjóðina.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 19:11

4 identicon

"valli" (Haukur Kristinsson), heldur þú að það sé þér sérstaklega til framdráttar að vitna í orð "meistarans" Jónasar Kristjánssonar, mann sem ekkert annað kann en að rífa kjaft?

Þorgeir ragnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 19:14

5 identicon

Jónas Kristjánsson.

Árin hans Geirs
Aumingjar íslenzkrar embættismannastéttar koma fyrir Landsdóm hver á fætur öðrum og segja sömu sögu. Þeir sáu ekkert, vissu ekkert, gátu ekkert, gerðu ekkert. Aðrir áttu kannski að gera eitthvað, en ekki þeir sjálfir. Ekki var hægt að gera neitt, hrunið var meira eða minna óumflýjanlegt. Fyrirsjáanlegt með þriggja ára fyrirvara árið 2005. Þeir sögðu hver öðrum, að "lagastoðir skorti" til að taka til höndum. Stóra sagan er sú, sem Egill Helgason lýsir í bloggi sínu. Aumingjarnir játa, að þeir hafi fyrir löngu verið búnir að missa tökin. Í stjórnsýslu Íslands ríkti algert stjórnleysi árin hans Geirs.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 19:24

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér veltir Þorgeir nokkur Ragnarsson því fyrir sér hvort það sé Hauki Kristinssyni til framdráttar að vitna í orð Jónasar Kristjánssonar. Snýst þá vitnaleiðsla og niðurstaða Landsdóms um það hvað er Hauki Kristinssyni til framdráttar eða hvort Jónas Kristjánsson ritstjóri fyrrv. sé þekktur að þessum eða hinum töktum við málflutning?

Mér sýnist öllu máli skipta fyrir Þorgeir að afsanna þau orð Jónasar sem vitnað er til eða benda á vitleysuna.

Sumum finnst auðveldara að "fara í manninn" en fást við málefnið.

Árni Gunnarsson, 9.3.2012 kl. 19:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér minnugri menn geta sjálfsagt bent á varnaðarorð Jónasar eða Egils frá árunum fyrir hrun. Mitt minni nær a.m.k. ekki til þess.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2012 kl. 19:58

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Venjan er sú að draga þá til ábyrgðar sem bera ábyrgðina Axel Jóhann. Hvorki Egill né Jónas sóttust eftir því að stýra þjóðarskútunni né að verja áhöfnna áföllum.

Þess vegna hafa þeir og hver sem vera skal fullt leyfi til að álykta um strandið rétt eins og hver annar. Þegar einhver segir ályktanir þessara manna vera bull þá þarf hann að geta bent á það.

Það má spyrja að því til hvers mönnum sé greitt kaup og fríðindi fyrir varðstöðu sem þeir síðan segja að hafi verið vonlaus.

Árni Gunnarsson, 9.3.2012 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband