Misnotkun og niðurlægingu réttarkerfisins að linna

Ákæran og málsmerðferð Alþingis á Landsdómsmálinu svokallaða er eitthver mesta og versta niðurlæging löggjafarþingsins frá lýðveldisstofnun og til mikillar skammar fyrir þá þingmenn sem að málinu stóðu og mun tengjast nöfnum þeirra um ókominn aldur.

Réttarhöldunum fyrir Landsdómi er nú lokið og ekki eitt einasta atriði sem fram kom í vitnaleiðslum eða máli saksóknara Alþingis getur leitt til sakfellingar Geirs H. Haarde, heldur þvert á móti, enda sýndi flest það sem fram koma að ríkisstjórnin gerði það sem í hennar valdi stóð til að undirbúa þær varnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar voru, þegar að bankahruninu kom, en til viðbótar við hina alþjóðlegu lausafjárkreppu var það óábyrgur rekstur eigenda og starfsmanna bankanna sjálfra, sem leiddu til þess að bankakerfinu var ekki viðbjargandi.

Geir H. Haarde verður án nokkurs vafa sýknaður af öllum ákærum og vonandi fá þeir sína refsingu sem til slíks unnu með gjörðum sínum á árunum fyrir hrun. Þar er að sjálfsögðu átt við banka- og útrásarmógúlana sem allt bendir til að hafi sýnt glæpsamlega vanrækslu í sínum störfum og er þá reyndar vægt til orða tekið, miðað við afleiðingar verka þeirra.


mbl.is Yfirlýsing Geirs H. Haarde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband