28.9.2011 | 07:35
Lögreglumenn fari að lögum
Lögreglumenn afsöluðu sér verkfallsrétti á árum áður og samþykktu að hlýða framvegis úrskurði gerðadóms um laun sín. Nýlegur úrskurður gerðadómsins vekur síður en svo lukku í röðum lögreglumanna, en úrskurður er það engu að síður og eftir honum ber að vinna.
Fjöldi launþega í öllum stéttum er hundóánægður með laun sín og önnur kjör um þessar mundir, en verður að sætta sig við þau, bíta á jaxlinn og vonast eftir betri tíð fljótlega eftir að núverandi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.
Þó launþegar séu óánægðir með kjör sín, sinna þeir störfum sínum eins og áður og neita ekki að vinna sumt sem undir starf þeirra heyrir, þvert á móti hlýtur það að vera metnaðarmál hvers manns að skila starfi sínu eins vel frá sér og hann mögulega getur.
Lögreglumenn hljóta að sinna starfi sínu áfram og öllum þeim skyldum sem því fylgja, þrátt fyrir óánægju með launin. Allt annað hlýtur að vera lögbrot.
![]() |
Vaxandi ólga og reiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.9.2011 | 15:08
Sannleikanum verður hver sárreiðastur
Jóhanna Sigurðardóttir, sem illu heilli gegnir ennþá forsætisráðherraembætti, segist vera bæði sár og svekkt vegna þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau muni ekki framar hafa frumkvæði að samstarfi við ríkisstjórn hennar.
Sú yfirlýsing var gefin út af formanni samtakanna vegna ítrekaðra svika ríkisstjórnarinnar á þeim loforðum sem hún hefur gefið um aðkomu sína að því er henni ber að gera til að koma atvinnulífinu í landinu í gang á ný.
Sannleikanum verður hver sárreiðastur er oft sagt, þegar fólk þolir illa að heyra það sem sagt er satt og rétt um gerðir þess. Þetta gamla orðatiltæki sannast eftirminnilega á viðbrögðum Jóhönnu við sannleiknaum um loforðasvik og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálunum.
Ríkisstjórnin hefur reyndar svikið allt sen hún hefur getað svikið, hvort sem um loforð hefur verið að ræða um aðgerðir í atvinnumálum eða öðrum málum, t.d. vegna aðstoðar við heimilin í landinu.
Jóhanna Sigurðardóttir ætti að líta í eigin barm áður en hún hellir úr skálum reiði sinnar yfir þá sem segja sannleikann umbúðalausan um svik hennar.
![]() |
Sár og svekkt vegna orða SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2011 | 08:47
Flótti úr sérsveit löggunnar og lítilsvirðing gagnvart Alþingi
Flótti er brostinn á í óeirðasveit lögreglunnar vegna óánægju með launakjör og niðurstöðu kjaradóms þar um fyrir skömmu. Nú þegar hafa 35 sérsveitarmenn sagt sig frá störfum sveitarinnar og ef fer fram sem horfir verður hún mannlaus innan skamms.
Staða í sérsveitunum hefur verið eftirsótt fram að þessu, enda hljóta hana ekki nema úrvarlsmenn sem þrufa að standast ströng próf á andlegu og líkamlegu atgerfi og í framhaldi miklar og erfiðar æfingar til þess að vera í afbragðs formi til að takast á við hættulega glæpamenn og óeirðaskríl.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki nokkurn skilning á erfiðum vinnuaðstæðum lögregluþjóna og hvað þá sérsveitarinnar, sem hún hefur þó treyst á til verndar sjálfri sér á tímum mótmæla, sem skríll og ofbeldismenn hafa iðulega nýtt sér til óhæfuverka sinna.
Nú er svo komið að virðing ríkisstjórnarinnar er orðin svo lítil, eða réttara sagt engin, að hún getur ekki einu sinni fengið almennu lögregluna til að standa heiðursvörð við setningu Alþingis, en það hefur verið venja frá lýðveldisstofnun. Vanvirðing lögreglunnar gagnvart Alþingi getur ekki orðið meiri en að neita að leggja til menn í heiðursvörðinn við þingsetninguna.
Vonandi vitkast ríkisstjórnin áður en það verða lögregluþjónar sem fara að standa fyrir mótmælum og jafnvel skrílslátum í miðborginni.
![]() |
35 hættir í óeirðarsveitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.9.2011 | 10:42
Evruefi í ESBlöndum
Mikill efi er farinn að grafa um sig í þeim ESBlöndum, sem ekki hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil en hafa stefnt að því fram að þessu, hvort réttlætanlegt sé að láta af því verða vegna veikrar stöðu evrunnar og hættunnar á að hún hrynji sem gjaldmiðill, afsali evruríkin sér ekki fjárhagslegu sjálfræði og framselji það alfarið til Brussel.
Sjö af þeim ríkjum sem síðast gengu í sambandið hafa nú miklar áhyggjur og efasemdir vegna evrunnar, eða eins og kemur fram í fréttinni: " Ráðamenn í Búlgaríu, Tékklandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu segja að evrusvæðið sem þeir töldu sig vera að ganga í, þ.e. myntbandalag, kunni mjög líklega að verða að lokum gerbreytt bandalag sem byggi á miklu nánari fjármálalegri, efnahaglegri og pólitískri samruna en áður hafi verið gert ráð fyrir."
Getur það verið að allir séu farnir að sjá og skilja evruvandann, nema íslenskir ráðamenn og aðrar ESBgrúppíur hér á landi?
![]() |
Vilja losna undan evrunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2011 | 20:09
Fádæma siðleysi og ræfildómur
Leið allra liggur í kirkjugarð að loknu ævistritinu og þangað koma ættingjar og vinir á hátíðar- og tyllidögum til að minnast ástvina sinna og eiga kyrrðarstund með minningum sínum um hinn látna.
Einstaka sinnum kemur fyrir að lægstu hvatir skrílmenna verða til þess að slíkir ræflar vanhelga grafir hinna látnu, skemma krossa og legsteina og raska leiðum á svívirðilegasta hátt.
Framkoma þessara ómenna er einn angi þess aga- og virðingarleysis, sem virðist sífellt fara vaxandi í þjóðfélaginu og kemur fram í því að margur ræfillinn tekur ekkert tillit til annarra eða eignarréttar þeirra.
Svona siðleysi og ræfildómur er algerlega óásættanlegur og hlutverk foreldra að kenna afkvæmum sínum háttu siðaðra manna, kurteisi og umgengnissiði.
![]() |
Skemmdarverk unnin á leiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2011 | 23:41
Óboðlegur málflutningur ráðamanna
Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg, Árni Páll og fleira Samfylkingarfólk og jafnvel sumir Vinstri grænir hafa keppst við að gera lítið úr efnahagserfiðleikum ESBríkjanna og látið eins og evran sé sterkur og traustur gjaldmiðill og hafa reynt að gera lítið og jafnvel ekkert úr þeim efnahagserfiðleikum sem steðja að öllum heiminum vegna vandamálanna sem ESB glímir við og þá alveg sérstaklega evrulöndin.
Þetta fólk lemur höfðinu við steininn og neitar að viðurkenna það sem allir forystumenn Evrópu, annarra ríkja og alþjóðastofnana viðurkenna og ræða opinskátt um þessar mundir og þetta fólk, sem kosið hefur verið til að leiða þjóðina og stjórna málefnum hennar, leyfir sér hreinlega að ljúga að umbjóðendum sínum um stöðu þessara mála.
Efnahagserfiðleikar ESB er aðalumfjöllunar- og áhyggjuefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir og málflutningur íslenskra ráðamanna um þetta efni er algerlega óboðlegur og raunar móðgandi fyrir þjóðina að þurfa að þola slíkt fláræði af sínum eigin "forystumönnum".
Ef þetta "forystufólk" þjóðarinnar skilur ekki um hvað málið snýst er það alvarlegt mál. Ef það skilur málið, en lýgur vísvitandi, er virkilega illa komið fyrir íslenskri þjóð.
![]() |
Endurskoða evrubjörgunaráætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
24.9.2011 | 19:14
Hvað skyldu ESBgrúppíur ekki skilja varðandi skuldavandann?
Íslenskar ESBgrúppíur undir foystu Össurar Skarphéðinssonar og jáfólks hans í Samfylkingunni, halda áfram að blekkja þjóðina til að samþykkja innlimun Íslands í væntanlegt stórríki Evrópu, sem áhrifalauss útnárahrepps, og harðneita öllum staðreyndum um efnahagsvandræði ESBríkja og ekki síst þeirra sem nota evruna sem gjaldmiðil.
Ársfundur AGS, þar sem saman koma fulltrúar allra helstu ríkja veraldar, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af efnahagsvanda ESBríkja og í ályktun fundarins er skorað á forystumenn stórríkisins væntanlega að bregðast fljótt og skipulega við vandamálinu, annars muni vandamálið smita út frá sér um heiminn allan.
Í fréttinni kemur m.a. þetta fram: "Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóri Kína, sagði á ársfundinum í dag, að verði skuldakreppan á evrusvæðinu ekki leyst án tafar gæti það leitt til þess, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda en mikil eftirspurn væri nú eftir aðstoð frá sjóðnum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, tók undir þetta, og sagði að það stæði glöggt hvort sjóðurinn réði yfir nægum fjármunum í ljósi þess hve mikil þörf væri fyrir fjármagn."
Þessar yfirlýsingar eru algerlega í takt við fullyrðingar annarra fræði- og stjórnmálamanna undanfarna mánuði um fjárhagsvanda ESBríkja.
Hvað skyldi það vera varðandi efnahagsvanda ESBríkjanna sem ESBgrúppíunum gengur svona illa að skilja?
![]() |
Evrusvæðið má engan tíma missa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2011 | 19:41
Verður illskan allsráðandi 1. október
Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingishúsið við þingsetningu þann 1. október næstkomandi.
Væntanlega mun þar safnast saman stór hópur almennings til að láta reiði sína út í stjórnnöld í ljós og ef miða má við fyrri uppákomur af líku tagi mun ekki þurfa mikið til að upp úr sjóði og ólátabelgir láti til sín taka með skrílslátum.
Ef miða má við viðbrögð lögreglumanna vegna gerðadóms um laun þeirra, má reikna með að ólátabelgjunum mæti öskureiðir lögregluþjónar og líklega mun reiði þeirra annaðhvort koma fram í aðgerðarleysi eða reiði þeirra mun brjóstast út og verða til þess að skrílslátum verði mætt af mikilli hörku.
Ef til vill verður 1. október minnst sem dags illskunnar á Íslandi.
![]() |
Lögreglumenn vonsviknir og reiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.9.2011 | 07:40
Mannorðið á milljón
Jón Ásgeir, Baugsgengisforingi, telur að Björn Bjarnason hafi skaðað mannorð sitt illilega með þeirri ritvillu í bók sinni um Baugsgengið að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt, þegar staðreyndin er sú að hann var dæmdur sekur um bókhaldsbrot.
Björn hefur leiðrétt ritvilluna í seinni útgáfum bókarinnar og beðist afsökunar á mistökunum, en Jón Ásgeir telur samt að æra sín hafi beðið gífurlegan skaða vegna þessa og mátti hún nú ekki við miklu til viðbótar við þann skaða sem Jón Ásgeir hefur sjálfur valdið æru sinni.
Þennan meinta viðbótarskaða, sem Björn Bjarnason á að hafa valdið, metur Jón Ásgeir á eina milljón króna og telur æru sína fullbætta með þeirri upphæð úr hendi Björns.
Aðrir munu líklega telja þessa upphæð vera mikið ofmat í þessu tilfelli.
![]() |
Krefst einnar milljónar í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.9.2011 | 20:49
Ríkisstjórnin gerir þjóðinni grískan grikk
Grísk stjórnvöld "hagræddu" ríkisbókhaldinu árum saman til þess að sýna á pappírunum að staða ríkissjóðs Grikklands stæði nógu vel til þess að uppfylla Maastikt-skylirðin fyrir upptöku evrunnar.
Þetta "skapandi" bókhald er nú að koma í bakið á Grikkjum af fullum þunga, reyndar svo að ekki aðeins rambar gríska ríkið á barmi gjaldþrots, heldur titrar öll Evrópa vegna þessa og framtíð evrunnar sem sameigilegs gjaldmiðils allrar Evrópu er fyrir bí.
Íslenska ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að innlimun Íslands, sem útnárahrepps, í væntanlegt stórríki Evrópu og hefur af því tilefni tekið upp "skapandi" ríkisbókhald, þar sem raunverulegri skuldastöðu ríkissjóðs er "hagrætt" að hætti Grikkja til þess að blekkja ESB og ekki síður íslensku þjóðina, sem látin er halda að staða ríkissjóðs sé mun betri en hún raunverulega er.
Í þessu blekkingarskini er látið líta út fyrir að einhver annar en ríkið sjálft fjármagni ríkisframkvæmdir og síðan taki ríkissjóður fjárfestinguna á leigu til langs tíma og þannig er kostnaði og lántökum haldið utan ríkisreiknings að hætti Grikkja. Jafnvel er svo langt gengið að ríkissjóður er látinn "lána" ríkisfyrirtæki fyrir framkvæmdinni (Vaðlaheiðargöng) , eða ríkisfyrirtæki er látið "lána" ríkissjóði fyrir byggingaframkvæmdum (hjúkrunarheimilin) Um þetta segir Sveuinn Arason, ríkisendurskoðandi, í samtali við BUV: "Það má benda á það að ríkið eignfærir ekki varanlega rekstrarfjármuni í bókhaldi A-hluta ríkissjóðs og að því leyti til er verið að vísa þessum gjaldfærslum til framtíðarinnar."
Jóhanna og Steingrímur J. eru sannarlega að gera þjóðinni ljótan grikk.
![]() |
Gagnrýnir fjármögnun framkvæmda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)