Evruefi í ESBlöndum

Mikill efi er farinn að grafa um sig í þeim ESBlöndum, sem ekki hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil en hafa stefnt að því fram að þessu, hvort réttlætanlegt sé að láta af því verða vegna veikrar stöðu evrunnar og hættunnar á að hún hrynji sem gjaldmiðill, afsali evruríkin sér ekki fjárhagslegu sjálfræði og framselji það alfarið til Brussel.

Sjö af þeim ríkjum sem síðast gengu í sambandið hafa nú miklar áhyggjur og efasemdir vegna evrunnar, eða eins og kemur fram í fréttinni: " Ráðamenn í Búlgaríu, Tékklandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu segja að evrusvæðið sem þeir töldu sig vera að ganga í, þ.e. myntbandalag, kunni mjög líklega að verða að lokum gerbreytt bandalag sem byggi á miklu nánari fjármálalegri, efnahaglegri og pólitískri samruna en áður hafi verið gert ráð fyrir."

Getur það verið að allir séu farnir að sjá og skilja evruvandann, nema íslenskir ráðamenn og aðrar ESBgrúppíur hér á landi? 


mbl.is Vilja losna undan evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Axel Jóhann.

Ég á ekki von á að hið öfgafulla ESB- trúboðið á Íslandi og þeirra fylgifiskar taki eitt einasta mark á þessu, frekar en öðru.

Gæti best trúað að þeir segðu að þetta væru aðeins styrkleikamerki á Evrunni að fá þessi lönd ekki inn.

Veruleikafyrringin og afneitunin hjá þessu liði er slík að þetta minnir helst á gömlu Stalínistana, sem þverneituðu fram í rauðan dauðann að viðurkenna afhjúpanir Stalínstímans !

Auðvitað ættu þessar röksemdir að nægja okkur til þess að endurskoða frá grunni þessa ESB umsókn og afturkalla hana á þessum forsendum sem þessar þjóðir nefna. Gerbreytt bandalag sem stefnir að formlegu ríkjasambandi.

Gunnlaugur I., 26.9.2011 kl. 15:30

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þetta á að löngu að vera búið að kalla til baka þar sem þingið samþykkti aldrei að fara í aðlögun að ESB aðeins í viðræður og þetta vill þetta fólk ekki skilja og lýgur svo að þjóðinni daglega....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.9.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband