Óboðlegur málflutningur ráðamanna

Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg, Árni Páll og fleira Samfylkingarfólk og jafnvel sumir Vinstri grænir hafa keppst við að gera lítið úr efnahagserfiðleikum ESBríkjanna og látið eins og evran sé sterkur og traustur gjaldmiðill og hafa reynt að gera lítið og jafnvel ekkert úr þeim efnahagserfiðleikum sem steðja að öllum heiminum vegna vandamálanna sem ESB glímir við og þá alveg sérstaklega evrulöndin.

Þetta fólk lemur höfðinu við steininn og neitar að viðurkenna það sem allir forystumenn Evrópu, annarra ríkja og alþjóðastofnana viðurkenna og ræða opinskátt um þessar mundir og þetta fólk, sem kosið hefur verið til að leiða þjóðina og stjórna málefnum hennar, leyfir sér hreinlega að ljúga að umbjóðendum sínum um stöðu þessara mála.

Efnahagserfiðleikar ESB er aðalumfjöllunar- og áhyggjuefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir og málflutningur íslenskra ráðamanna um þetta efni er algerlega óboðlegur og raunar móðgandi fyrir þjóðina að þurfa að þola slíkt fláræði af sínum eigin "forystumönnum".

Ef þetta "forystufólk" þjóðarinnar skilur ekki  um hvað málið snýst er það alvarlegt mál.  Ef það skilur málið, en lýgur vísvitandi,  er virkilega illa komið fyrir íslenskri þjóð.


mbl.is Endurskoða evrubjörgunaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flest lönd ESB er bara í fínum málum... jújú.. það leinast skussar í ESB einsog annarstaðar.

Ef þú tekur allar skuldir ESB landana 27 og miðar við landsframleiðslu ESB... þá er betri skuldastaða í ESB heldur en á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 01:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Össur og fleiri íslenskir spekingar hafa verið að reyna að koma ráðamönnum í Evrópu, Bandaríkjunum og öllum helstu fjármálaspekingum veraldarinnar í skilning um þessa speki, sem Sleggjan og Hvellurinn er að færa hérna fram.

Vandamálið er að enginn, hvergi í víðri veröld, er tekið mark á þessum stórmerkilegu íslensku efnahagssnillingum. Líklega sem betur fer, því á meðan svo er, er a.m.k. von til þess að einhverra ráða verði leitað til að bjarga málunum.

Axel Jóhann Axelsson, 25.9.2011 kl. 01:22

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. Það er ekki bara að heilt yfir sé staðan betri hjá Evru ríkjum og ESB ríkjum en á Íslandi heldur er staðan líka betri þar en í bæði Bandaríkjunum og Japan. Það eru því ekki vandamálin á Evru svæðinu sem eru ein og sér að hafa slæm áhrif á hagkerfi heimsins heldur er þetta alheimskreppa og má allt eins segna að það sé hún sem er að valda vandræðum á Evru svæðinu rétt eins og fullyrðingar á hinn veginn.

Hagkerfi heimsins eru einfaldlega samtengd og því leiða vandræði í stórum hagkerfum alltaf til vandræða annars staðar í heiminum en þó mismikið eftir því hversu mikil viðskipti eru við það hafkerfi sem er í vandæðum.

Við Íslendingar flytjum 70% af okkar útflutningsvörum til ESB landa og stór hluti ferðamanna hér á landi koma þaðan þannig að það hvernig árar hjá ESB hefur veruleg áhrif hér á landi óháð því hvort við erum í ESB eða ekki.

Svo skulum við ekki gleyma því að það er aðeins minnihluti ESB ríkja og minnihluti Evru ríkja sem er í vandræðum. Vissulega getur það leitt til vandræða í hinum ríkjunum ef illa fer hjá þessum ríkjum vegna hagsmuna þeirra í þessum löndum tengdum viðskiptum við þau og skuldum þessara ríkja við banka hinna ríkjanna. Þess vegna getur þetta farið illa ef ekki næst pólitísk samstaða um þær aðgerðir sem þarf að grípa til svo hægt sé að forðast slíka krísu.

Sumir hafa sagt það að þetta hafi einfaldlega verið vitlaust matreitt ofan í almenningí löndum eins og Þýskalandi. Í stað þess að segja að vegna fjármálaóreiðu í þessum löndum þurfi að hjálpa þeim til að Evru hagkerfið lendi ekki í vanda og því þurfi þýskir skattgreiðendur að koma Grikkjum til hjálpar þá hefði átt að segja að vegan óhóflegra og kærulausra lánveitinga þýskra banka til Grikklands sé ljóst að bankanrnir muni lenda í útlánatapi sem þeir ráði ekki við og því þurfi þýskir skattgreiðendur að leggja fram fé til að bjara þýsku bönkunum svo forðast megi fjármálakrísu í Þýskalandi og gæta hagsmuna innlánseigenda í þýskum bönkum.

Þetta hljómar ekki eins en eru bæði réttar lýsingar á vandamálinu. Það má hins vegar gera ráð fyrir að þýskir skattgreiðendur væru líklegri til að samþykkja pakkann ef hann væri settur fram með seinni lýsingunni.

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2011 kl. 08:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, auðvitað hafa efnahagskreppur í öðrum löndum mikil áhrif hér á landi og því okkur í hag, ekki síður en öðrum, að hægt verði að koma í veg fyrir fleiri slíkar á næstunni.

Íbúar í ríkjum norður-Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, eru afar óanægðir með að þurfa að taka á sig auknar skattbyrðar til þess að bjarga efnahagsóstjórninni í Grikklandi og benda á ýmis atriði sem þeir vilja ekki fjármagna, t.d. að Grikkir geti farið á eftirlaun sextíuára, eða fyrr, og alls kyns annarskonar fjármálasukk meðal ráðamanna og almennings.

Að hluta til, jafnvel talsverðum, má kenna Grikklandsfárið við lánasukk banka í ríkari ESBlöndunum, en almenningur landanna er hreint ekkert áfjáður í aukna skattbyrði til þess að bjarga bönkunum frá hruni, en kommisararnir í ESB vita auðvitað að innlánstryggingakerfið er handónýtt og því mun þessum byrðum að lokum verða velt yfir á almenning og bönkunum bjargað þannig.

Til hvaða úrræða sem gripið verðu til, mun almenningur á vesturlöndum verða að herða sultarólarnar næstu misseri og það mun hitta Íslendinga fyrir, eins og aðra, ekki síst þar sem ríkisstjórnin hefur hreinlega gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til þess að dýpka og lengja kreppuna hér á landi.

Af þeim sökum mun efnahagskreppan erlendis hitta okkur harðar en annars hefði orðið. Við þurfum að búa okkur undir ennþá erfiðari tíma og ekki hjálpar til, að íslensk stjórnvöld reyni að ljúga að þjóðinni um það sem er að gerast í nágrannalöndunum og sérstaklega um ástandið í ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 25.9.2011 kl. 09:06

5 identicon

Sæll Axel Jóhann.

Sannarlega orð í tíma töluð hjá þér.

Það er með ólíkindum að sjá þessa ESB aftaníossa hér í stöðugri afneitun á ástand Evrunnar og efnahagsöngþveitisins sem er á ESB/EVRU svæðinu.

Ef Þýskaland er dregið frá þá er skuldastaða hinna Evru landinu talsvert verri en Íslands og langtímahorfur Íslands mun betri en þessa svæðis. Ef atvinnuleysistölur eru bornar saman þá er atvinnuleysi á Evru svæðinu að meðaltali u.þ.b. 40% hærra þar en það er nú á Íslandi.

Þó bankahrun hafi orðið hér þá er það nú þegar hafið eða yfirvofandi í mörgum EVRU ríkjunum með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir Ríkissjóði þessara landa, vegna þess að þeir hafa í heimsku sinni og samkvæmt forskrift frá ESB bveðsett þjóðir sínar og þegna til að breiða allar óreiðuskuldir þessara braskbanka og vogunarsjóða þeirra. Þettas ástand ógnar framtíð EVRUNNAR og sjálfum tilverugrundvelli ESB samrunans.

Þetta viðurkenna flestir æðstu ráðmenn ESB og ESB/EVRU landana og margir virrtustu hagfræðingar heimsins.

En íslenska Samfylkingin er í massívri afneitun. Þeir eru beinlínis brjóstumkennanlegir, eins og gamlir kreppukommar þegar upp komst um Sovétlygarnar og glæpi Stalíns.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 10:54

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nú lýgur Gunnlaugur að þjóðinni einsog vanalega MEÐ ENGAR HEIMILDIR.

Sannleikurinn er sá að miðgildis atvinnuleysi í ESB er 8% á meðan atvinnuleysið á Íslandi er verra.

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/statistics_explained/index.php?title=File:Unemployment_rates_Member_States.PNG&filetimestamp=20110831091203

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 12:19

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Algjörlega sammála pistli Axels. Þeim sem heimta heimildatilvísun af þeim bloggurum sem hyggjuvitið dugir til þess að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra eftir að hafa fylgst með heimsfréttunum svona almennt, mætti svara með "ég las það í Samúel".

Kolbrún Hilmars, 25.9.2011 kl. 13:40

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já höldum áfram að gaspara útí loftið með engar hemildir.... höfum það þannig. Það er eðlilegast.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 14:30

9 identicon

@ Sleggjan og Hvellurinn.

Þið berið á mig lygi og að engar séu heimildirnar.

Ég skal hér hrekja það og sýna skýrt fram á að tölur mínar eru réttar og gott betur en það en ykkar tölur eru kolrangar og reyndar tómar lygar.

Á vef EUROSTAT sem kefur upp síðustu meðaltöl yfir atvinnuleysi eru frá júlí s.l. og eru birtar annarsvegar á Evru svæðinu (EA17) einu og sér og hinnsvegar meðaltal á öllu ESB svæðinu þ.e. (EU27)

Á vef þessarar ESB stofnunar "epp.eurostat.ec.europa.eu" kemur fram að á Evru svæðinu var meðaltals atvinnuleysi á EVRU svæðinu í júlí s.l. 10.0% en á öllu ESB svæðinu (EU27) var það 9,5%.

Förum síðan inná vef Vinnumálastofnunar og skoðum atvinnuleysistölur yfir júlí mánuð s.l. á Íslandi. Þá kemur í ljós að þær eru að meðaltali yfir allt landið 6,6%.

Það þýðir að tölfræðin segir okkur að meðaltals atvinnuleysistölur á EVRU svæðinu (EA17) eru 51,5% hærri á þessum sama tíma en á Íslandi.

Ef við skoðum allt ESB svæðið (EU27) eru samkvæmt þessum tölum 44% fleiri atvinnulausir þar að meðaltali en voru á sama tíma á Íslandi.

Þannig að hér sést það svart á hvítu og hægt að skoða heimildir sem ég bendi á að það eruð þið sem annaðhvort ljúgið eða vitið ekki betur og hafið ekki haft fyrir því að gá að því.

Þið ættuð því að sjá sóma ykkar í því að biðja síðuhaldara, mig og lesendur hér afsökunar á þesssum lygum ykkar og tilhæfulausum brigslyrðum í minn garð.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 14:31

10 identicon

@ Sleggjan og Hvellurinn.

Hverjir eru það sem gaspra hér útí loftið og með engar heimildir. Ja nema þið sjálfir, eins og fólk getur hér séð svart á hvítu.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 14:34

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er reyndar ekki gott að ráðamenn Íslands tali eins allt sé í fínum málum í Evrlöndunum.

Það eru blikur á lofti.

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 14:36

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

m

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 14:37

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona almennt varðandi heimildir, þá eru þær yfirleitt fengnar frá einhverjum "skóla" (í merkingunni hugmyndafræði). Til þess að upplýsast um allar hliðar á einhverju málefni þarf einmitt að lesa sér til hjá mörgum slíkum "skólum".

Bloggarar sem vitna í aðeins einn slíkan "skóla" eru ekkert skárri, eða jafnvel síðri, en þeir sem mynda sér sjálfstæða skoðun með víðtækri upplýsingaröflun.

En blogg yrði afspyrnuleiðinlegt ef í textanum yrði ekki þverfótað fyrir tilvísunum.

Kolbrún Hilmars, 25.9.2011 kl. 14:58

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er eðlilegra að skoða miðgildis atvinnuleysi því þá eru öfgarnar hvoru megin ekki tekin með.

Það gefur einfaldlegra betri mynd. Alveg einsog þegar laun eru skoðuð. Þá er betra að skoða miðgildið. T.d í fyrirtæki þar sem eru tuttugu verkamenn og einn forstjóri með 20mkr á mánuði en hinir verkamenningir með 100þús á mánuði. Þá gefur ekki rétta mynd að segja að meðallaun í fyrirtækinu sé í kringum milljón.

Miðgildis atvinnuleysi í esb er 8%. En 6,7% á Íslandi (væri miklu meiri ef Íslendingar væru ekki að flyja land.. m.a til ESB ríkja).. .já það munar 1,3%.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 15:25

15 identicon

@ Sleggjan og Hvellurinn.

Þið hafið hér orðið berir af lygum og blekkingum.

Hvorki ESB stofnunin EUROSTAT eða Vinnumálastofnanir einstakra aðildarlanda ESB nota þessa "miðgildis" formúlu ykkar.

Heldur nota allar þessar stofnanir meðaltöl og þá er EVRU svæðið með 51,5% meira atvinnuleysi en Ísland í júlí s.l. og allt ESB svæðið með 44% meira en atvinnuleysi en á Íslndi. Þessar tölur verða ekki hraktar.

Landflótti frá Íslandi eru miklu minni en allar spár sögðu fyrir um og í raun ósköp eðlilegur, miðað við að það er alheimskreppa sem kemur misjafnlega niður t.d. mun betur niður á ESB lausu landi eins og Noregi þangað sem margir íslendingar hafa flust. Í raun er fólksflutningur frá Íslandi óverulegur, miðað við aðstæður og ef útlendingar sem flutt hafa burt eru dregnir frá.

Verulegur landflótti er frá mörgum ríkjum ESB/EVRU svæðisins svo sem Írlandi og Spáni.

Bendi einnig á að í fáum löndum ESB er hægt að vera allt að 4 ár á atvinnuleysisskrám, eins og hægt er á Íslandi. Í mörgum löndum er fólki hent út eftir 1 ár eða minna og geta svo kannski komist aftur inn eftir 6 til 12 mánuði. Hér á Spáni þar sem ég bý geta sjálfsstætt starfandi aðilar s.s. margir iðnaðarmenn og aðrir alls ekki komist á atvinnuleysisskrá, en þeir geta það á Íslandi.

Allur tölulegur samanburður í þessu sambandi á milli Íslands og ESB/EVRU svæðisins er þeim löndunum mjög í óhag !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 15:46

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auk þess hefur miðgildi ekkert gildi nema sem statistikk.

Það getur hver og einn sannað fyrir sjálfan sig með því að stinga vinstri fæti niður í ísvatn og þeim hægri í sjóðandi vatn.

Miðgildið verður volgt vatn. Frekari heimildir óþarfar. :)

Kolbrún Hilmars, 25.9.2011 kl. 16:04

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnlaugur. Það er ekki rétt hjá þér að allur samanburður við atvinnuleuysi milli Íslands og ESB/Evru landanna sé þeim löndum í óhag vegna þess hvernig reglur um heimild til atvinnuelysisbúta eru séu þar lakari. Staðreyndin er sú að þessi lönd nota ekki atvinnuleysisskráningar til að meta atvinnuelysi eins og við gerum. Það er gert með skoðanakönnunum. Það er einfaldlega gerð skoðanakönnun og spurt hvort menn eru í vinnu eða ekki og ef menn eru í vinnu þá er spurt hvort menn séu að leita sér að vinnu. Ef svo er þá eru þeir taldir atvinnulausir. Í þessum löndum eru með öðru orðum reynt með skoðanakönnunum að fá upplýsingar um alla sem eru atvinnulausri óháð því hvort þeir fá atvinnuleysisbætur eða ekki. Við hins vegar teljum aðeins þá sem fá atvinnuleysisbætur og því er um vanmat á atvinnuleysi hér að ræða samanborið við ESB ríkin en ekki öfugt.

Axel. Ríkisstjórnin er ekki að lengja eða dýpka kreppuna með aðgerðum sínum. Rikisstjórninni hefur tekist betur en ætla mætti miðað við aðstæður að halda kreppunni í lágmarki og er nú að myndast hér hagvöxtur sem vissulega gæti gengið til baka ef illa fer í Evrópu.

Eitt er alveg ljóst að ef farnar hefðu verið þær leiðir sem stjórnarandstöðuflokkarnir vildu fara þá væri ástandið hér enn verra. Vissulega er það rétt að almennt er talað um það í hagræði að í kreppu eigi stjórnvöld að reka ríkissjóð með halla og bæði lækka skatta og auka opinberar framkvæmdir. Þetta er þó ekki algilt. Málið er nefnilega það að til að hægt sé að reka ríkissjóð með halla þá þarf einhver að vera tilbúin til að láná ríkissjóði fyrir hallarekstrinum. Þeir sem hafa yfir fé að ráða til slíks vilja fá einhverja sannfæringu fyrir því að ríkissjóðour geti greitt skuldir sínar til baka.

Það er eins og menn hafi gleymt því að lánstraust okkar erlendis var minna en ekkert erlendis þegar núverandi stjórnvöld tóku við og stórir gjalddagar á erlendum lánum framundan. Hvernig halda menn að ástandið væri ef við hefðum þurft annað hvort að fara í vanskil með erlend lán ríkisins eða greiða þetta með útflutningi og loka þannig nánast alfarið á innflutning nema á brínust nauðsynjum? Hvert halda menn að gengið hefði farið? Hvert halda menn að framfærslukostnaður heimila hefði farið? Hvernig halda menn að verðtryggðar skuldir heimkila og fyrirtækja hefðu farið?

Til að reka ríkissjóð með eins miklum halla og skattalækkanir og aukin ríkisútgjöld ofan á tvö hundruð milljarða halla eins og hann var þegar ríkisstjórnin tók við hefði ríkssjóður þurft að gerast mjög stórtækur í innlendum lánamarkaði þar sem erlendir lánamarkaðir hefðu verið lokaðir án samkomulagsins við AGS. Það hefði leitt til gífurlegrar hækkunar á vöxtum öfugt við það sem aðgerðir ríksstjórnarinnar gerðu sem hafa lækkað stýrivexti úr 18% niður í 4 til 5%. Það hefði bitnað mun harðar á fyrirtækjum og heimilum heldur en þær skattahækkanir sem hafa komið til frá hruni.

Þessi leið hefði því leitt af sér mun dýpri og lengri kreppu en við erum að sjá fram á núna. Þó vissulega hafi verið gerð mistök á leiðinni enda við erfitt verkefni að kljást þá er það alveg á hreinu að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu ekki gert betur.

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2011 kl. 16:07

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kolbrún

Það sem þú varst að útlista er oft notað til þess að lýsa meðaltali ekki miðgildi.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 16:31

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er svo ekki hægt að finna miðgildi á tveimur tölum.. (heitt og kalt)

Þannig að þessi líking hjá þér var útúr kú.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 16:34

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sleggja&Hvellurinn, sé dekrað við heimildatrúarbrögð ykkar, þá er orðið "miðgildi" ekki að finna í íslensku orðabókinni. Meðaltal hins vegar. Sem ég nefndi dæmi um. Og gæti útskýrt nánar ef mér þætti það ekki eyðileggja umræðuna.

En endilega komið með heimildir um hvaðan þið hafið orðið "miðgildi". ?

Kolbrún Hilmars, 25.9.2011 kl. 17:26

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú varst að tala um miðgildi í komment nr 16 og núna kannastu ekkert við það. Segist hafa verið að tala um meðaltal.

En þú hefðir vitað hvað migildið væri ef þú hefðir fylgst með í stærðfræðitíma í grunnskóla.

http://is.wikipedia.org/wiki/Mi%C3%B0gildi

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 17:38

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En Schäuble og aðrir evrópskir embættismenn gáfu til kynna, að á bak við tjöldin sé nú verið að undirbúa grundvallarbreytingu á aðgerðunum.

Það kemur ekki á óvart að sumir vilji ólmir taka þátt í baktjaldamakki. En er það ekki einmitt svoleiðis sem við vorum orðin sammála um að Ísland þyrfti ekki meira af?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2011 kl. 17:41

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sleggjubræður, ÉG veit hvað miðgildi er - sem fagorð í stærðfræði, en dettur ekki í hug að nota það í almennu bloggi. Enda óþarfi; því ef dreifingin er jöfn sem miðgildi, er hún meðaltal.

Kolbrún Hilmars, 25.9.2011 kl. 17:57

24 identicon

@ Kolbrún.

Já þú ert heldur betur búinn að gefa þeim ágæta ofaní gjöf þeim "Miðgildis" bræðrum "Sleggjunni og Hvellinum"

Þeir hafa farið hér mjög halloka í umræðunni. Enda ítrekað verið staðnir að tómum blekkingum og beinum lygum.

Sem þeir hafa þó í örvæntingu sinni reynt að ljúga upp á aðra.

Hef sjaldan séð bloggara hér á Mbl blogginu verið afhjúpaða jafn illilega með sínar lygar og blekkingar og það jafn rækilega og þeir hafa verið staðnir að hér á bloggsíðunni hans Axel Jóhanns.

Ég ætla því ekki að eyða meira púðri hér að sinni á þessa auðvirðilegu kumpána.

Því að þeir hafa nú sýnt það heldur betur hér með lygum sínum og blekkingum að þeir eru ekki þess verðir að standa í heiðarlegum rökræðum við.

Vona að þeir taki sig á, þeir hafa stundum gert betur !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 18:20

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gunnlaugur, þakka þér samstöðuna.:) Reyndar eru Sleggjubræður ekki alslæmir en ég var farin að hlakka til að yfirheyra þá um skoðun þeirra á "lexeme". Annað fagorð, úr öðru fagi. Sem finnst ekki heldur í íslensku orðabókinni.

Kolbrún Hilmars, 25.9.2011 kl. 19:09

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er vonlaust að halda uppi samræðum við fólk sem hikar ekki við að nota lygar og blekkingar í málflutningi sínum og allra síst við þá sem lítilsvirða aðra með því að beita blekkingunum og hnýfilyrðunum í garð annarra undir dulnefnum og/eða fölskum nöfnum.

"Sleggjuhvellurinn" er einn slíkra.

Axel Jóhann Axelsson, 25.9.2011 kl. 19:10

27 identicon

Spurning hvort það ættu ekki aðrir miklu frekar að fara fyrir Landsdóm heldur en sá sem nú er stefnt fyrir dóminn.

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 21:23

28 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég get ekki séð betur en að Gunnlaugur sé að "taka" þetta.

En sigurður, hversu mikið fengist inn í ríkiskassan ef allir þeir sem versla svart myndu vera upp á borðinnu? Þeir sem versla svart gera það vegna þess að skatturinn er of hár, það mun koma þér á óvart að það er umtalsvert flóknara að koma peningum framhjá skattinum en marga grunar. Það er reyndar svo að ríkiskaup voru að selja um daginn notuð ökutæki og sum að þeim voru "óskráð". Með öðrum orðum, ríkið hefur ekki efni á að borga sína eigin skatta. Einnig þekki ég múrara sem var beðinn að laga byggingu í eigu ríkisinns en hann mátti aðeins fá greitt svart.

Sigurður "Axel. Ríkisstjórnin er ekki að lengja eða dýpka kreppuna með aðgerðum sínum. Rikisstjórninni hefur tekist betur en ætla mætti miðað við aðstæður að halda kreppunni í lágmarki" Lengir það ekki kreppuna að hækka skatta? En að auka útgjöld með minni þjónustu eins og að reka hjúkrunarstarfsfólk og í stað þess að borga laun(úr hægrivasanum) að borga atvinnuleisisbætur(úr vinstrivasanum)? Lengir það ekki kreppuna að fækka fólki hér á landi?(eins og að reka það úr landi) En hvernig er með aðgerðarleysi/sinnuleysi/framkvæmdarleysi, eins og það sem hefur skapast í sjáfarútvegi, landbúnaði, almennum iðnað og orkufrekum Iðnaði? Ofangreindir liðir eru allir stopp vegna ESB umsóknarinnar. Mörg smáfyrirtækisem eru orkufrek starfa á nóttunni og fá þannig raforkuna á lægra verði en td álverin því þeir þau eru að nota orku sem annars myndi ekki notast en það má ekki í ESB því það er mismunun. Landbúnaðurinn lifir í ótta um það hvað gerist þegar heljargreipar ESB/CAP grípa þá og þeir lenda fyrir sömu afleiðingum og önnur lönd ESB hafa gengið í gegnum. Annað held ég að þú vitir vel hvers vegna þeir lenda í vandræðum við inngöngu í ESB. Og þó

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.9.2011 kl. 23:02

29 Smámynd: Durtur

"Miðgildis atvinnuleysi í esb er 8%. En 6,7% á Íslandi (væri miklu meiri ef Íslendingar væru ekki að flyja land.. m.a til ESB ríkja).. .já það munar 1,3%."

Vá hvað þetta er dæmigert fyrir ESB-sinnana og hvernig þeir "kynna mál sitt"... munurinn á 6.7% og 8% atvinnuleysi eru rétt tæp 20%. Já, það er 20% meira atvinnuleysi í ESB en á Íslandi skv. þessu blessaða miðgildi fáráðlinganna. Bíð spenntur eftir útskýringunni (lesist: útúrsnúningnum) á hvað "prósent" þýðir í raun.

Og sá sem setti þessa steypu fram barmar sér í sífellu yfir skorti á heimildum hjá öðrum, en kvakar á meðan skoðunum sínum sem heilögum sannleika. Maður ætti að vera farinn að venjast þessu en svona vitrænn óheiðarleiki stingur alltaf í augun. Ekki skrýtið að þetta fólk sé svo gott sem búið að snúa þjóðinni gegn sér og málstað sínum, né heldur amalegt. 

Durtur, 26.9.2011 kl. 16:36

30 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því er líka stöðugt haldið fram að það eina sem gæti bjargað Íslendingum út úr kreppunni og atvinnuleysinu sé að innlimast í ESB. Það er reyndar einkennilegur málflutningur að bera saman atvinnuleysið á Íslandi, sem er í sögulegu hámarki núna eftir bankahrunið, saman við meðaltal atvinnuleysi í ESB, þar sem ESBgrúppíurnar segja að gull drjúpi af hverju strái og ekki sé við neina efnahagserfiðleia að stríða.

Atvinnuleysi í ESBlöndunum hefur verið nálægt 10% að meðaltali og miðgildi í langan tíma og hefur ekki þurft neina kreppu til þess. Hvernig skyldi ástandið verða þegar og ef virkileg efnahagskreppa skellur á þessum löndum. Spánn gefur reyndar einhverja hugmynd um hvernig atvinnuástandið yrði í Evrópu allri, ef efnahagskerfið í Þýskalandi og stöndugustu ríkjum ESB færi að hiksta.

Axel Jóhann Axelsson, 26.9.2011 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband