9.9.2009 | 08:54
Háskólanám í kreppu
Nú er kreppa, ekki eingöngu á Íslandi, heldur um allan hinn vestræna heim og hefur það leitt af sér atvinnuleysi, minnkun vinnu hjá flestum og tekjulækkun hjá öllum. Þetta verður fólk að taka á sig og reyna að skrimta þangað til sér til sólar á ný í atvinnumálum.
Nokkuð stór hópur þolir hins vegar ekki orðin "sparnaður" "niðurskurður" og "samdráttur", og hafa opinberir starfsmenn verið mest áberandi í þeim flokki fram að þessu, en nú hefur þeim bæst öflugur liðsauki, sem eru háskólastúdentar.
Hvorugur hópurinn virðist tilbúinn að takast á við erfiða tíma, eins og launafólk á almennum vinnumarkaði hefur þurft að gera og þess í stað krefjast þeir að þeirra málum verði komið fyrir, eins og ekkert hafi í skorist í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Þjóðin mun öll þurfa að taka á sig miklar byrðar til þess að komast út úr kreppunni og eru opinberir starfsmenn og stúdentar þar ekki undanskildir.
![]() |
Háskólanám forréttindi ríkra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.9.2009 | 16:25
Verkkvíðin ríkisstjórn
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar koma fram í fjölmiðlum hver af öðrum og stynja yfir því, hvað þeir vinni mikið, verkin séu erfið og hvað þeir séu áhyggjufullir yfir öllu mögulegu, en vegna þessar þreytu, erfiðleika og áhyggja hafa þeir ekki kraft til að koma með lausnir á nokkru einasta máli.
Jóhanna, Steingrímur, Árni Páll og nú síðast Ögmundur hafa gert góða grein fyrir vanmætti sínum gagnvart þeim erfiðleikum, sem þjóðin stendur frammi fyrir og virðast fyrst nú vera að uppgötva að lífið sé ekki tómur leikur, eins og það var á meðan þau voru í stjórnarandstöðu.
Ögmundur, ráðherra og formaður BSRB í leyfi, segir umbjóðendum sínum í heilbrigðiskerfinu að allt sé þetta Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að kenna og vonandi losni hann við sjóðinn sem allra fyrst, svo hann losni við að spara í heilbrigðismálunum.
Til halds og trausts, hefur ríkisstjórnin kallað til vinstrisinnaðan Nóbelsverðlaunahafa, sem tekur undir með þeim að of mikill niðurskurður geti dýpkað kreppuna. Í viðtali í þættinum Silfri Egils sagði hann hinsvegar að AGS hefði gert miklu betri og sanngjarnari samninga við Ísland, en flest eða öll önnur lönd, þar sem hann hefði komið við sögu.
Nú er svo komið að jafnvel margir af stuðningsmönnum ríkisstjórnarflokkanna eru orðnir dauðþreyttir á þessum þreyttu ráðherrum og eru orðnir tilbúnir að veita þeim hvíld frá störfum.
Öðrum verður nánast óglatt af að hlutsta á þetta verkkvíðna fólk.
![]() |
Með verulegar áhyggjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 13:38
Kreppan í föðurlandi ESB
Nú er það svart. Eini bjargvættur Samfylkingarinnar í efnahagsmálum Íslendinga, þ.e. ESB horfir nú á eftir hverju landinu á eftir öðru sökkva í kreppu. Allir hafa vitað af bágu efnahagsástandi í Eystrasaltsríkjunum, Rúmeníu, Búlgaríu, Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Póllandi, Ungverjalandi, Austurríki og Írlandi, svo nokkur ESB ríki séu nefnd.
Nú eru hinsvegar að berast nýjar fréttir frá föðurlandinu sjálfu, Þýskalandi, en það á nú við að etja mestu kreppu, sem þar hefur riðið yfir í 60 ár. Útlit er fyrir að þýska hagkerfið dragist saman um allt að 6% á þessu ári, en til samanburðar má geta þess að í sjálfu landi hrunsins, Íslandi, er gert ráð fyrir 8-9% samdrætti.
Þegar þýskaland hóstar, veikjast öll lönd ESB, því föðurlandið er stærsta og öflugasta hagkerfi ESB og í raun það sem hefur dregið sambandsvagninn.
Það kemur æ betur í ljós, að björgunarkúturinn fyrir Ísland lekur, og líklega spurning hvort hann verður orðinn alveg vindlaus, þegar Samfylkingunni tekst að véla Ísland út í ESBlaugina.
![]() |
Gert ráð fyrir 5,5-6% samdrætti í Þýskalandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.9.2009 | 09:40
Meiri útgjöld - minni árangur
Útgjöld á Íslandi til menntamála eru hlutfallslega þau mestu innan OECD ríkja, eða eins og fram kemur í fréttinni; "Á Íslandi fóru 18,1% útgjalda hins opinbera til menntamála árið 2006 en að meðaltali vörðu OECD ríkin 13,3% útgjalda hins opinbera til menntamála."
Á sama tíma og Ísland ver svo stóru hlutfalli af ríkisútgjöldunum til menntamála, kemur landið illa út í öllum samanburði við önnur lönd, þegar árangur skólastarfsins er metinn. Þessir gífurlegu fjármunir sem í menntamálin fara, umfram önnur OECD ríki, skila sér alls ekki í betri nemendum eða betri námsárangri, reyndar er staðreyndin þveröfug.
Ef hægt væri að ná meðaltalsárangri hinna OECD ríkjanna í menntun námsmanna með sama meðaltali opinberra útgjalda, væri hægt að spara nokkra milljarða á ári í kostnaðinum, án nokkurrar skerðingar í þjónustu.
Þetta hlýtur að verða eitt helsta athugunarefnir í þeim niðurskurði ríkisútgjalda (og skattahækkana) sem framundan er.
![]() |
Ísland ver hlutfallslega mestu til menntamála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2009 | 17:09
Skiljanleg afstaða bankans
Fréttin af neitun Íslandsbanka um lánafyrirgreiðslu vegna náms tveggja barna móður kallar á samúð með konunni og fordæmingu á bankanum, þ.e.a.s. við lestur fyrirsagnar og upphafs fréttarinnar.
Þegar lengra líður á lesturinn kemur í ljós að konan er í vanskilum með önnur lán í bankanum og þá vaknar skilningur á afstöðu bankans, því að sjálfsögðu er ekki hægt að ætlast til þess að hann láni meira til fólks, sem ekki getur staðið í skilum með aðrar skuldir í bankanum. Bankar eru ekki góðgerðarstofnanir og geta ekki lánað til aðila, sem vitað er fyrirfram, að geti ekki greitt lánið til baka.
Í þessu tilfelli, sem fréttin fjallar um, væri það hlutverk félagslegra yfirvalda að koma til aðstoðar og veita konunni fjárhagsaðstoð til þess að hún geti stundað nám sitt, en á móti má kannski segja, að þá yrði erfitt að draga mörkin um hver ætti að fá slíka fjárhagsaðstoð og hver ekki.
Það er hægt að finna ótal dæmi, áþekk þessu, til að fjalla um í fjölmiðlun, ef ætlunin er að vekja samúð með viðkomandi og óvild gagnvart bönkunum.
Bankarnir eru ekki undirrót alls ills í þjóðfélaginu, a.m.k. ekki lengur.
![]() |
Móðir hrökklast frá námi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.9.2009 | 15:00
Krónan að komast í tísku
Undanfarin ár hefur það verið lenska hér á landi, að tala niður krónuna og lýsa hana óalandi og óferjandi og auðvitað hefur tekist að grafa undan öllu trausti á gjaldmiðlinum með þessu tali og enginn, hvorki íslendingar eða útlendingar, hafa lengur nokkra trú á íslensku efnahagslífi yfirleitt.
Hér á þessu bloggi hefur verið reynt að halda uppi vörn fyrir krónuna, með litlum undirtektum, og því er það fagnaðarefni, að upp á síðkastið eru sífellt fleiri hagfræðingar, innlendir og erlendir, farnir að synda á móti niðurrifsstraumnum og þakka krónunni það sem henni ber að þakka.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og peningastefnunefndarmaður, flutti erindi á fundi um Ísland og AGS og í fréttinni af fundinum segir: "Gylfi sagði að vegna íslensku krónunnar sé samfélagið hér á landi að breytast mikið um þessar mundi. Íslenskar vörur séu aftur orðnar samkeppnishæfar, ferðamenn eyði meiri hér á landi en áður. Þetta hvoru tveggja stuðli að breytingum í samfélaginu og muni verða liður í lausn á efnahagserfiðleikunum."
Þetta er sama krónan og hefur verið notuð hérlendis allan þann tíma, sem tók að byggja upp eitt ríkasta þjóðfélag veraldar, sem að vísu var rústað á nokkrum árum af glæpamönnum, en það var ekki gjaldmiðlinum að kenna.
![]() |
Krónan hefur sína kosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.9.2009 | 13:38
Handrukkarinn að störfum
Ekki hafði fyrr birst á vef Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, að fyrsta endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og Íslands, yrði tekin fyrir á stjórnarfundi sjóðsins þann 14. september, að dagskráin var afturkölluð og sagt að um misskilning væri að ræða. Ekkert er sagt um, hverjum þessum misskilningur er að kenna, eða hver birtir stjórnarfundardagskrá á vef sjóðsins án þess að skilja hvað hann er að gera.
Líklegasta skýringin er auðvitað sú, að þrælahaldararnir í Bretlandi og Hollandi hafi beitt áhrifum sínum innan sjóðsins til þess að stoppa málið af, enn einu sinni, vegna þess að þeir ætla að halda áfram að sveifla þrælapískinum yfir Íslendingum, þangað til þeir falla frá fyrirvörunum um ríkisábyrgðina á Icesaveskuldum Landsbankans.
Norðurlöndin og aðrar "vinaþjóðir" Íslendinga í Evrópu munu standa þétt við bakið á þrælahöldurunum, eins og þær hafa gert fram að þessu.
Lönd, sem eiga slíkar vinaþjóðir, þarfnast engra óvina.
![]() |
Ekki á dagskrá 14. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2009 | 11:29
Hvað gerir handrukkarinn núna?
Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hefur gefið út að málefni Íslands verði rædd á stjórnarfundi þann 14. september næstkomandi. Fram að þessu hefur stjórnin frestað því margoft að taka fyrir fyrstu endurskoðun áætlunar sjóðsins og íslenskra yfirvalda og borið fyrir sig ýmis óafgreidd mál og engum hefur dulist handrukkarahlutverk AGS fyrir Breta og Hollendinga.
Bretar og Hollendingar hafa ekkert gefið upp um afstöðu sína til fyrirvara Alþingis vegna ríkisábyrgðar á Icesaveskuldum Landsbankans og verður nú fróðlegt að fylgjast með því, hvort þeir gangi að þessum fyrirvörum fyrir 14. september, eða hvort AGS muni fresta fyrirtökunni einu sinni enn og beri því þá við að Icesave málið sé ennþá ófrágengið.
Norrænu þjóðirnar hafa hengt sig á AGS með sín lánsloforð og hefðu að ósekju mátt sína meiri frændsemi og vináttu við Íslendinga, en að taka þátt í handrukkuninni fyrir þrælahaldarana í Bretlandi og Hollandi.
Eitt er víst, að nú verður pressað á íslensk stjórnvöld að túlka fyrirvarana Bretum og Hollendingum í vil og jafnvíst er að handbendi þeirra hérlendis munu ekki láta sitt eftir liggja.
![]() |
Ísland á dagskrá AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 09:36
Nú má Gunnar vara sig
Þegar Eva Joly hóf störf sem aðstoðarmaður Sérstaks saksóknara, lýsti hún því strax yfir, að hún teldi að mörg og stórkostleg lögbrot hefðu verið framin af banka- og útrásarmógúlunum. Strax á eftir hófst herferð ákveðinna lögmanna, sem starfað hafa fyrir útrásarmógúlana, í þeim tilgangi að gera orð hennar tortryggileg og að hún, í krafti stöðu sinnar, mætti ekki hafa nokkrar skoðanir á þeim málum, sem rannsaka ætti.
Nú segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fullum fetum að mörg og stórkostleg lögbrot hafi verið framin innan bankanna á undanförnum árum, eða eins og stendur í fréttinni: "Við erum að tala um milljarða, tugi milljarða og meira en það í milljörðum. Og við erum að tala um refsingar, fangelsisvist allt að tíu árum." Hann sagði, aðspurður, að einhver mál gætu farið upp í 100 milljarða króna."
Ef að líkum lætur, mun nú hefjast kórsöngur lögmanna um að þetta sé fyrirframmótuð skoðun og þar með sé búið að "stimpla" bankamennina fyrirfram, sem verði til þess að þeir fái ekki réttláta dómsmeðferð.
Lögfræðingarnir fá sína þóknun fyrir að flækja mál og tefja og það munu þeir gera svikalaust í þessum málum.
Niðurstaða mun því ekki fást fyrr en eftir mörg ár.
![]() |
Mörg dæmi um lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2009 | 14:30
Norskir innrásarvíkingar
Eftir að "íslenska útrásin" sýndi sig að vera tómt rugl og jafnvel búin til úr glæpsamlegum viðskiptakóngulóarvef krosseigna- og skuldatengsla, aðallega skuldatengsla, treysta Íslendingar engum lengur og allra síst sjálfum sér.
Flestir eru þó sammála um, að nú sé brýnast að efla traust á landinu og efnahagslífinu og til þess þurfi að laða til landsins erlent lánsfé og erlenda fjárfestingu. Erlendar lánastofnanir munu þurfa að afskrifa a.m.k. 6-8 þúsund milljarða króna vegna útrásargarkanna og það mun taka mörg ár að fá þær sömu lánastofnanir til þess að lána einhverjar upphæðir, sem heitið geta, til Íslands eða Íslendinga. Í því samhengi er Icesave málið, smámál, en mun samt verða íslenskum skattgreiðendum ofviða.
Þegar svo kemur að því, að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjárfesta hérlendis, er því tekið með mikilli tortryggni og jafnvel óvild, eins og sannast á fjárfestingu Magma Energy í HS orku, þó hver einasti dollari sem inn í landið kemur ætti að vera velkominn.
Hins vegar þegar norskir innrásarvíkingar nema hér land, taka allir þeim fagnandi, þrátt fyrir óvild Norðmanna í Icesave málinu og þátttöku þeirra í efnahagsstríðinu gegn Íslandi, sem mun setja Íslendinga í þrældóm fyrir Breta og Hollendinga næstu áratugi.
Norsku innrásarvíkingarnir ætla aldeilis ekki að taka alla áhættuna á fjárfestingum hérlendis sjálfir, því skilyrði þeirra virðist vera að íslenskir lífeyrissjóðir leggji fram sömu upphæð og þeir og taki þannig sinn hluta áhættunnar. Það eru sem sagt íslenskir lífeyrisþegar, sem eiga að axla sinn hluta ábyrgðarinnar af þessum fjárfestingum.
Spyrjum að leikslokum, áður en við kætumst um of vegna innrásarvíkings frá vores nordiske venner.
Vert er samt sem áður að vona það besta. Allar erlendar fjárfestingar eiga að vera velkomnar, en best væri að lífeyrissjóðirnir héldu sínu upphaflega hlutverki, þ.e. að ávaxta lífeyrir landsmanna á hagkvæman og áhættulítinn hátt, en ekki með þeim hætti, sem þeir hafa gert undanfarin ár.
![]() |
Vilja setja fé í endurreisnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)