Krónan að komast í tísku

Undanfarin ár hefur það verið lenska hér á landi, að tala niður krónuna og lýsa hana óalandi og óferjandi og auðvitað hefur tekist að grafa undan öllu trausti á gjaldmiðlinum með þessu tali og enginn, hvorki íslendingar eða útlendingar, hafa lengur nokkra trú á íslensku efnahagslífi yfirleitt.

Hér á þessu bloggi hefur verið reynt að halda uppi vörn fyrir krónuna, með litlum undirtektum, og því er það fagnaðarefni, að upp á síðkastið eru sífellt fleiri hagfræðingar, innlendir og erlendir, farnir að synda á móti niðurrifsstraumnum og þakka krónunni það sem henni ber að þakka.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og peningastefnunefndarmaður, flutti erindi á fundi um Ísland og AGS og í fréttinni af fundinum segir:  "Gylfi sagði að vegna íslensku krónunnar sé samfélagið hér á landi að breytast mikið um þessar mundi. Íslenskar vörur séu aftur orðnar samkeppnishæfar, ferðamenn eyði meiri hér á landi en áður. Þetta hvoru tveggja stuðli að breytingum í samfélaginu og muni verða liður í lausn á efnahagserfiðleikunum."

Þetta er sama krónan og hefur verið notuð hérlendis allan þann tíma, sem tók að byggja upp eitt ríkasta þjóðfélag veraldar, sem að vísu var rústað á nokkrum árum af glæpamönnum, en það var ekki gjaldmiðlinum að kenna.


mbl.is Krónan hefur sína kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það séu nú töluvert fáir hagfræðinga sem hafa vilja halda því fram að krónan væri gangslaus.  Heldur eru það viðskiptamennirnir okkar hérna á íslandi sem vilja meina það og einhverja hluta vegna hlusta fjölmiðlar á þeim þrátt fyrir að þeir hafi sannað það margir hverjir að þeir eru óskaplega vanhæfir þegar það kemur af því að stunda viðskipti á milli landa.

Helgi (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 16:23

2 identicon

nákvaemlega, jón ásgeir og jón ólafsson i skifunni sögdu ad krónan vaeri "búin" og greiningardeildir bankanna töludu um "krónulufsuna" vid skuldum ekki gleyma hver sagdi hvad thegar skútan er komin aftur á flot. Er ekki komin tími til ad Íslendingar setji rétta fólkid í mikilvaegustu stödurnar, laeknar eiga ad laekna, um thad er ekki deilt en thegar kemur ad efnahagsmálum thá virdast allir vera hagfraedingar, hver sem er gat ordid sedlabankastjóri ef hann var í réttum flokki. Vid setjum ekki tannlaekna í slorid frekar en ad setja skósmid í heilaskurdlaekningar, kvedja jón

jón (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 17:06

3 identicon

Það er akkurat hagur þeirra að fá evru, ekki almennings og lítilla fyrirtækja.

Geir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því miður eru allmargir hagfræðingar, sem tala niður krónuna við hvert tækifæri og dugir þar að nefna nokkra, sem iðnir eru við að troða sér í fjölmiðla, t.d. Þórólf Matthíasson, Ólaf Ísleifsson og Guðmund Ólafsson.

Að auki eru þeir allir háskólakennarar, jafnvel prófessorar.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2009 kl. 08:37

5 identicon

Háskóli reykjavíkur, bifröst og HÍ eru allir búir að fá svakalegar fjárhæðir í styrki frá esb. T.d. HR fékk yfir 700 milljónir króna frá esb í styrk. Ætli það skýri ekki eitthvað ástæðu þeirra fyrir þessari framkomu?

Geir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 10:16

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Geir, þetta gæti verið rétt tilgáta, því þessir þrír, sem nefndir voru, starfa einmitt hver við sinn af þeim þrem háskólum, sem þú telur upp.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2009 kl. 11:08

7 identicon

Farðu á hr.is og farðu í leitarvélina og skrifaðu styrk esb, eða eitthvað þannig. Ég sá fyrir hálfu ári þegar ég gerði þetta að hr var búinn að fá yfir 700milljónir frá esb, þá. Gæti verið orðin stærri upphæð núna.

Geir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:38

8 identicon

Sorry, þú þarft að skrifa:  styrkur evrópusambandið í leitarvélina svo þetta komi upp.

Evrópusambandið veitir HR hundruð milljóna króna rannsóknarstyrk

11.2.2009

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur verið úthlutað 2ja milljóna evra styrk úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins að andvirði um 300 milljónir íslenskra króna til gervigreindarrannsókna. Þetta er langhæsti styrkur veittur íslenskum aðilum til rannsókna í tölvunarfræðum og jafnframt hæsti rannsóknarstyrkur sem veittur hefur verið vísindamönnum við HR.

Lagadeild fær 120 milljónir króna í rannsóknarstyrk frá Evrópusambandinu

8.11.2007

Lagadeild Háskólans í Reykjavík hefur hlotið styrk úr 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Upphæðin nemur 1,4 milljónum  evra, sem er andvirði um 120 milljóna íslenskra króna.

 Tekið af vef HR.

Þetta er bara hluti af þessu. Það eru fleiri styrkir

Geir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband