5.12.2009 | 13:13
Aftur verður að treysta á stjórnarandstöðuna
Nú hefur stjornarandstöðunni tekist að koma örlitlu viti fyrir ríkisstjórnarnefnuna í Icesavemálinu, með því að stjórnaraularnir hafa samþykkt að ýmis vafamál verði tekin til vandlegrar yfirferðar í Fjárhagsnefnd þingsins og til þess tekinn sá tími sem þurfa þykir.
Enn verður að treysta á stjórnarandstöðuna að koma einhverri glóru í skattahækkanabrjálæðið, sem Steingrímur J., mælir nú fyrir í þinginu. Ótalmargt í þeim tillögum þarfnast mikillar umræðu og lagfæringar og ekki er hægt að treysta því, að stjórnarþingmenn muni geta komið með breytingartillögur, né yfirleitt að hafa skoðun á málinu, frekar en Icesavefrumvarpinu.
Það sem helst þyrfti að koma í veg fyrir, er t.d. eyðilegging staðgreiðslukerfisins, þriggja þrepa virðisaukaskattinn, tvísköttun séreignarlífeyrisgreiðslna sem fara yfir tvær milljónir á ári, afturvirkur skattur vegna skuldsettrar yfirtöku fyrirtækja, mismunandi hækkun vörugjalda eftir vörutegundum, skattlagning verðbóta og vaxtatekna eins og um laun væri að ræða og svo mætti áfram telja.
Vonandi gefur umræðan um Icesave þrælasamninginn aðeins forsmekkurinn að þeirri umræðu, sem fram þarf að fara um skattaæðið.
Erfitt er að sjá hver er að hneppa þjóðina í meiri fátækt, Bretar, Hollendingar eða íslenska ríkisstjórnardruslan.
Alla vega virðast þessir þrír aðilar hafa komið sér saman um að dýpka og lengja kreppuna hérlendis um marga áratugi, umfram það sem annars hefði orðið.
![]() |
Rætt um skattamál á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2009 | 09:33
Óboðleg vinnubrögð
Ríkisstjórnarnefnan og þrælbeygðir stuðningsmenn hennar á þingi hafa haldið því fram, að ekkert nýtt hefði komið fram um Icesavesamninginn seinni og verri undanfarnar vikur.
Það er hárrétt hvað varðar stjórnarliðana þrælslunduðu, en algerlega út í hött varðandi stjórnarandstæðinga, sem bent hafa á ótal atriði, sem felast í seinni og verri samningnum og sem veikja stöðu Íslands á marga vegu og varðar lengri og harðari þrældóm íslenskra skattgreiðenda fyrir kúgarana bresku og hollensku.
Loksins tókst stjórnarandstöðunni að knýja fram frestun á afgreiðslu málsins á meðan málið verði skoðað betur og reyndar er með ólíkindum, að höfundar frumvarpsins, þ.e. Bretar og Hollendingar, hafi ekki látið fylgja frumvarpinu gögn um þau atriði, sem nú á loksins að kanna.
Vegna þess að ríkisstjórnarnefnan hefur ekki lagt neitt nýtt til málsins, undanfarnar vikur, þarf nú að fá svör við þessum spurningum:
Hvort frumvarpið samrýmist ákvæðum stjórnarskrár Íslands.
Hversu miklar fjárhagsskuldbindingar samningarnir fela í sér.
Hvaða efnahagslegar hættur fylgja því að hafa skilyrðislausa greiðsluskyldu á vöxtum.
Könnuð verði áhrif breytinga sem gerðar voru á efnahagslegu fyrirvörum.
Hvaða áhrif hafa breyttar reglur um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans.
Hver er möguleg gengisáhætta.
Þá bendir stjórnarandstaðan á að nýjar upplýsingar varðandi mat AGS á greiðsluþoli ríkissjóðs bendi til þess að hann ráði ekki við skuldbindingar sem í samningunum felast.
Einnig bendir stjórnarandstaðan á að mat sérfræðinga í enskum lögum á texta samninganna liggi ekki fyrir.
Þá skorti lögfræðilegt mat á afleiðingum þess að ensk lög gildi um samninginn en ekki íslensk, verði látið á það reyna fyrir dómstólum.
Gjörsamlega glórulaust er, að ríkisstjórnarnefnan skuli ekki geta upplýst um þessi atriði, vegna þess að henni hafi ekki dottið í hug að athuga þau. Það er reyndar ekki svo furðulegt í því ljósi, að Bretar og Hollendingar sömdu frumvarpið og sendu Indriða H. með það fulltilbúið til Íslands, eftir síðustu sneypuför hans á fund erlendra húsbænda sinna.
Vonandi tekst stjórnarandstöðunni að bjarga þjóðinni úr klóm hinna erlendu kúgara og hjúa þeirra, sem, að nafninu til, halda um stjórnartauma á Íslandi fyrir þeirra hönd.
![]() |
Samkomulag um afgreiðslu Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2009 | 20:22
Hrein svik að heimta endurgreiðslu lána
Braskarinn Magnús Þorsteinsson, sem m.a. afrekaði að leggja Eimskip og fleiri fyrirtæki í rúst, er afar móðgaður út í Straum-Burðarás, vegna þeirrar ótrúlegu frekju bankans, að ætlast til að hann endurgreiði lán, sem bankinn veitti einkafyrirtæki hans.
Vegna eignaleysis félagsins, krafðist bankinn perónulegrar ábyrgðar Magnúsar fyrir láninu, en nú segist Magnús aðeins hafa verið að gera bankanum greiða með ábyrgð sinni og þar af leiðandi séu það hrein svik, að ætlast til að lánið verði borgað.
Aðvitað bregður þessum útrásar- og innrásargarka í brún, þegar ætlast er til að einhver lán verði endurgreidd, því það tíðkaðist alls ekki hjá nokkrum einasta braskara, sem vildi standa undir nafni, að endurgreiða nokkra einustu krónu, hvað þá Evru, sem hann fékk lánaða. Slíkt þekkist ekki meðal þessara fyrirtækjabana.
Aldrei lögðu þeir fram nokkurt eigið fé, að heitið gat, við "fyrirtækjakaup" sín, heldur var allt fjármagnað með lánum frá bönkum, sem þeir "áttu" í flestum tilfellum sjálfir.
Arðurinn, sem hægt var að sjúga út úr "nýkeyptum" fyrirtækjunum var það eina sem skipti máli, enda var yfirleitt allt eigið fé fyrirtækjanna þurrkað upp og að auki voru fyrirtækin látin taka ný lán, til þess að geta greitt út ennþá meiri arð.
Svo hétu einkabankareikningarnir því fallega nafni Aflandsreikningar. Enginn veit hvar þeir eru vistaðir, nema þeir sem eru sérdeilis vel að sér í landsfræði.
![]() |
Sakar Straum-Burðarás um svik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2009 | 13:33
Banna ætti útlendingum að neyða lögum upp á Íslendinga
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður, tók loks til máls i umræðunni um ný og verri lagasetningu um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans og lagði til að þingsköpum yrði breytt, til að þagga niður í stjórnarandstöðunni.
Henni fannst afar sorglegt, að stjórnarandstaðan skyldi hafa skoðanir á málinu og vilja vanda sig við yfirferð á þessu núja frumvarpi, sem samið var af þrælahöldurunum bresku og hollensku.
Ekki má gleyma því, að Alþingi setti lög um þetta má í Ágústmánuði síðast liðnum, með ákveðnum fyrirvörum um ríkisábyrgðina á Landsbankaskuldirnar og eru það þau lög, sem eru í gildi um þetta mál, þó ekki hafi þjóðin verið ánægð með þá lagasetningu.
Bretar og Hollendingar neituðu að viðurkenna þá lagasetningu og sendu Indriða H. Þorláksson heim með nýja útgáfu af frumvarpi, sem þeir skipuðu ríkisstjórnarnefnunni að leggja fyrir Alþingi og vegna þrælsótta og ræfildóms, er hlaupið eftir öllu, sem þrælapískararnir skipa fyrir.
Með framgöngu stjórnarmeirihlutans við umræður um þetta bresk/hollenska frumvarp, hefu hann orðið sér til ævarandi skammar og mun komast á spjöld Íslandsögunnar sem undirlægur og fótgönguliðar erlendra yfirráða á Íslandi.
Ef eitthvert bann þyrfti að setja á Alþingi, þá er það bann við því, að stjórnvöld taki við lagafrumvörpum sem erlenir aðilar vilja neyða upp á þjóðina.
![]() |
Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.12.2009 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2009 | 11:41
Sum mál henta ekki ríkisstjórnum
Við myndun ríkisstjórnarnefnunnar í vor, var því lofað, að lagt yrði fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur og var talað um að ákveðinn hluti þingmanna, eða kjósenda, myndi geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál.
Nú segir Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, að sum mál séu ekki til þess fallin að leggja undir þjóðina. Ef einhvern tíma kemur fram frumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðslur, hvaða mál ætlar ríkisstjórnarnefnan að undanskilja frá slíkum atkvæðagreiðslum?
Ef til vill á eingöngu að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni, sem ríkisstjórnarnefnan leggur blessun sína yfir, þrátt fyrir að t.d. 25% kjósenda hefðu óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt lýðræði ætti þá aðeins að virka, þegar ríkisstjórnarnefnunni þóknast svo.
Nú hefur um fjórðungur kjósenda skrifað undir áskorun á forseta íslands, um að hann neiti nýjustu útgáfu Icesave langanna staðfestu og skjóti málinu þar með til þjóðarinnar til ákvörðunar. Þá kemur fjármálajarðfræðingurinn fram og segir að "sum mál" séu ekki fallin til að bera undir þjóðina.
Þvílík hræsni.
Ríkisstjórnarnefnan hefur sýnt það í þessu máli, að sum mál henta ekki hvaða ríkisstjórn sem er, til afgreiðslu.
![]() |
Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2009 | 07:02
Ótrúleg staða Ölgerðarinnar
Ölgerðin hefur starfað í tæplega hundrað ár og margar framleiðsluvörur hennar orðnar samgrónar þjóðarsálinni og nægir það að nefna hinn ómissandi jóladrykk, Malt og Appelsín.
Að svo gamalgróið fyrirtæki skuli skulda 15,3 milljarða, er nánast ótrúlegt, eftir svo langan rekstur, en virðist skýrast að stórum hluta af "skuldsettum yfirtökum" og nýlegum byggingaframkvæmdum.
Þegar fyrirtæki er keypt með "skuldsettri yfirtöku" hækka ávallt skuldir fyrirtækisins sjálfs, vegna þess að "kaupendurnir" leggja nánast ekkert eigið fé í "kaupin", heldur er fyrirtækið sjálft látið taka lán og í raun fjármagna "kaupin" á sjálfu sér.
Þetta er aðferðin, sem útrársrgarkar og aðrir fjármálamógúlar hafa notað á undanförngum árum, ásamt því, að berstrípa fjárhag hins "keypta" fyrirtækis með ótrúlegum arðgreiðslum til sjálfra sín.
Af þessum sökum eru öll helstu fyrirtæki landsins "tæknilega gjaldþrota" og sum reyndar meira en tæknilega gjaldþrota, því mörg hver hafa, eða eru við það að leggja upp laupana.
Eftir tæplega hundrað ára starfsemi er eigið fé Ölgerðarinnar aðeins 135 milljónir, en viðskiptavild færð til eignar upp á sjö milljarða. Í raun má því segja, að eigið fé fyrirtækisins sé neikvætt um tæpa sjö milljarða.
Þetta er ömurleg meðferð á gömlu og grónu fyrirtæki. Sömu meðferð hafa flest gömul og fyrrum vel rekin fyrirtæki fengið og nægir þar að nefna Icelandair, Eimskip og Sjóvá.
Það hefur sannast rækilega, að þessir fjármálamógúlar hafa haft lítinn tilgang með brambolti sínu, annan en arðinum, sem þeir gátu sogað út úr fyrirtækjunum.
![]() |
Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.12.2009 | 15:25
Stórfrétt úr Héraðsdómi Reykjavíkur
Í dag kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp þann úrskurð að myntkörfulán væru fullkomlega lögleg, en því hefur verið haldið fram af Hagsmunasamtökum heimilanna og a.m.k. einum lögmanni, að þau stæðust ekki ákvæði laga um verðtryggingu skulda.
Í frásögn mbl.is af niðurstöðu málsins kemur þetta fram: "Fallist var á með SP fjármögnun að heimilt hefði verið að binda afborganir lánsins í íslensum krónum við gengi krónunnar gagnvart japönsku jeni og svissneskum frönkum. Maðurinn hafi vitandi vits tekið lán í erlendri mynt. Lög stæðu ekki í vegi fyrir að hægt væri að krefjast skila á sambærilegu verðmæti og lánað var."
Afar líklegt má telja, að þessum dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar og verði hann staðfestur þar, verður ekki lengur deilt um lögmæti myntkörfulánanna. Héraðsdómur segir að maðurinn hafi vitandi vits tekið lán í erlendri mynt og það sama á við um alla aðra, sem glöptust til að taka sambærileg lán og ætluðu að græða einhver lifandis ósköp á vaxtamuninum, sem var milli lána í erlendri mynt og lána í íslenskum krónum.
Niðurstaða Héraðsdóms sætir stórtíðindum, vegna þeirra deilna, sem staðið hafa um erlendu lánin.
![]() |
Gert að greiða myntkörfulán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
3.12.2009 | 14:25
Undarleg hagræðing
Stjórn Landspítalans hefur kynnt sparnaðaráform, sem m.a. felast í því að fækka legurúmum á lyflækningadeild spítalans, og þar á meðal á að fækka leguplássum á hjartadeild.
Það undarlega við þessi sparnaðaráform kemur fram í þessari setningu í kynnigu spítalans á sparnaðaraðgerðunum: Ljóst er að innlögnum fækkar á þessum deildum og aðrar legudeildir lyflækningasviðs munu þurfa að taka meira til sín af innlagnarsjúklingum en áður."
Það verður að teljast vægast sagt undarlegur sparnaður, að loka sjúkrarúmum á einni deild, en fjölga þeim á öðrum, innan lyflækningasviðs spítalans.
Eitthvað hlýtur að þurfa að útskýra svona sparnað betur.
![]() |
Legurúmum fækkað á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 11:48
Dagur á enda runninn
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, afhjúpaði sig endanlega sem bullustrokk, þegar hann réðst á Hönnu Birnu, borgarstjóra, fyrir hrunadans baka- og útrásarfursta og þá erfiðleika, sem þeir hafa leitt yfir þjóðina.
Að eyða tíma sínum í borgarstjórn í svona rugl, er manninum til skammar og sýnir svart á hvítu, málefnaþurrð borgarstjórnarminnihlutans gagnvart meirihlutanum.
Honum væri nær að stunda uppbyggilega gagnrýni á fjárhagsáætlun borgarinnar og benda á betri leiðir til niðurskurðar, ef hann hefur þá eitthvað til málanna að leggja.
Dagur aflar sér ekki fylgis með svon bullmálflutningi, en hann er reyndar frægur fyrir að tala mikið, en segja ekki neitt.
Dagar Dags B. eru á enda runnir í pólitík.
![]() |
Dagur gagnrýnir borgarstjóra harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 08:26
Staðföst stjórnarandstaða
Stjórnarandstaðan á Alþingi stendur ennþá vörð um hagsmuni þjóðarinnar vegna samnings ríkisstjórnarnefnunnar við þrælahöfðingjana bresku og hollensku, um að fella niður fyrirvarana sem Alþingi setti fyrr í haust, við Svavarssamninginn um skuldir Landsbankans.
Í gær sveiflaði forseti þingsins svipu þrælahöfðingjanna yfir höfðum þingheims, með þeim orðum að þingmönnum yrði ekki hleypt út úr Alþingishúsinu, fyrr en þeir létu af baráttunni fyrir hagsmunum þjóðarinnar og hættu að andæfa þrælahelsinu.
Eins og spáð var í gær, hitti þrælasvipan þingforsetann sjálfan fyrir, svo hann gafst upp vegna þess að svipuhöggin ýfðu upp sárindin á eigin bakhluta.
Stjórnarandstaðan á heiður skilinn, fyrir vaktstöðu sína til varnar þjóðarhagsmunum.
![]() |
Fundi frestað á sjötta tímanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)