8.12.2009 | 16:18
Áfangasigur hjá Vilhjálmi gegn Hrunadönsurunum.
Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, hefur verið duglegur að skurka í hrunbönkunum og stundum orðið að láta í minni pokann, en sigrað í öðrum málum.
Nú hefur hann unnið enn einn sigur á hrunbankanum Glitni, en Vilhjálmur hafði krafist þess, að fá afhent gögn vegna þeirrar ákvörðunar bankans, að lána Fons hf., félagi í eigu Pálma Haraldssonar útrásarbraskara, 24 milljarða króna, án tilhlýðilegra veða.
Bankinn neitaði að afhenda gögnin og bar við bankaleynd, en samkvæmt fréttinni komst dómstóllinn að þveröfugri niðurstöðu, eða eins og segir í fréttinni: "Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að Fons sé gjaldþrota og erfitt sé að sjá hvaða hagsmuni það félag hafi af því að þessum upplýsingum sé haldið leyndum. Verði ekki séð að tilefni sé til af hálfu skilanefndar Glitnis að neita Vilhjálmi um aðgang að gögnunum, sem hann biður um."
Ekki er ólíklegt að skilanefndin áfrýji þessum dómi til Hæstaréttar, sem vonandi staðfestir hann. Verði það niðurstaðan, mun það verða ákaflega stefnumarkandi dómur vegna ýmissa annarra svipaðra mála.
Ástæða er til að óska Vilhjálmi til hamingu með áfangasigurinn í þessu máli og hvetja hann til að halda áfram sínu góða starfi í baráttunni við Hrunadansarana.
![]() |
Glitni gert að afhenda gögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2009 | 13:28
Að standa í lappirnar
Ríkisstjórnarnefnan er komin að fótum fram og getur núorðið í hvorugan fótinn stigið, án þess að detta á afturendann.
Jóhanna forsætisráðherralíki, hélt eina af sínum varnarræðum fyrir Breta og Hollendinga í þinginu í morgun, við lok annarrarn umræðu um ánauðarskilmála kúgaranna vegna skulda Landsbankans, og reyndi þar að verja þá afstöðu þeirra, að mátulegt væri á Íslendinga, að þurfa að þræla í þeirra þágu a.m.k. næstu tvo áratugi.
Stjórnarandstaðan hefur á hetjulegan hátt reynt að berjast gegn þessari hlekkjun islenskra skattgreiðenda í þágu erlendra ríkja, en stjórnarþingmenn hafa skammast sín svo, fyrir þjónkun sína, að þeir láta ekki sjá sig í þingsölum og sumir hverjir farnir í frí frá þingstörfum, til þess að þurfa ekki að greiða atkvæði um að hneppa sína eigin þjóð í þrældóm.
Orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann lét falla við umræðuna, segja það sem segja þarf, en hann sagði m.a. þetta:
" Aldrei myndi nokkur önnur Evrópuþjóð láta fara svona með sig eins og ríkisstjórnin er að leggja til að farið verði með okkur."
Við eigum að standa í lappirnar í þessu máli og ekki sætta okkur við neina pólitíska afarkosti," bætti hann við.
Þessi orð lýsa pólitísku hugrekki og varnarvilja fyrir íslenska hagsmuni.
Ógæfa þjóðarinnar er, að stjórnarmeirihlutinn skuli vera gjörsamlega rúinn hvoru tveggja.
![]() |
Afar ólík sýn á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2009 | 22:04
Hýenur í gjaldeyrisbraski
Brasl með gjaldeyri, frá því að gjaldeyrishöftin voru sett á, nema ótrúlegum upphæðum. Alveg virðist vera sama hvernig lög eru sett í þessu landi um fjármálastarfsemi, því alltaf er nóg til af glæpamönnum til þess að brjóta þau.
Þessir gjaldeyrisbraskarar virðast hafa óþrjótandi peninga til þess að höndla með, enda margir þeirra með mikla og "góða" reynslu úr bönkunum, ef hægt er að kalla þá banka, frá því fyrir hrun.
Þetta brask, sem líklega nemur á annað hundrað milljörðum króna, hefur haft áhrif til veikingar krónunnar og er því glæpur gegn þjóðinni, sem þarf að líða fyrir stöðu krónunar og áhrifanna á gengis- og verðtryggð lán.
Þessum glæpalýð er ekki hægt að líkja við neitt annað en hýenur, en eins og vita er eru þær hræætur.
Vegna þessara gjaldeyrishýena, munu gjaldeyrishöftin vara lengur en annars hefði orðið.
Hýenur eru ekki skepnur, sem nokkur vill hafa í nálægð sinni.
![]() |
57 milljarða gjaldeyrisviðskipti rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.12.2009 | 19:20
ESB frestar afgreiðlu vegna Icesave
Milill hraði var á stjórnkerfinu við að semja svör við 2500 spurningum ESB vegna umsóknar Íslands að bandalaginu. Össur Skarphéðinsson, uppistandari, lagði mikla áherslu á þennan hraða og unnu opinberar stofnanir daga og nætur til að hægt væri að skila svörunum í tíma og reyndar var þeim skilað einhverjum vikum fyrr, en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Mest lá á þessu, að sögn uppistandarans, vegna þess að Svíar gengna formennsku í framkvæmdastjórn ESB til næstu áramóta og lagði grínarinn mikla áherslu á að "vores nordiske venner" myndu koma umsókninni í "ferli" áður en þeir létu af formennskunni.
Þrátt fyrir gífurlegan fjáraustur í vinnuna við svörin, hefur ESB nú frestað því að taka umsóknina fyrir, fram í mars. Allir sjá í gegnum skýringarnar, sem gefnar hafa verið á frestuninni, en raunveruleg ástæða fyrir henni er, að Alþingi er ekki búiða að samþykkja þrælalögin vegna skulda Landsbankans.
Til að reyna að breiða yfir raunverulega ástæðu, er umsókn Makedóníu frestað líka, en þeirra umsókn er miklu eldri en umsókn Íslands og höfðu Makedónuímenn reiknað með að þeirra umsókn yrði afgreidd eigi síðar en nú í desember.
Óhætt er að fullyrða, að Makedóníumenn kunna ekki að meta húmor uppistandara íslensku ríkisstjórnarnefnunnar.
![]() |
Ákvörðunar að vænta í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2009 | 17:12
Yfirklór og hálfsannleikur, eins og venjulega
Fjármálaráðuneytið reynir að réttlæta tölvupósta Indriða H. Þorlákssonar, fulltrúa Breta og Hollendinga í Icesavemálinu, með því, að hann hefði einungis verið að kynna AGS, að hann væri að ræða í mesta bróðerni við bresku og hollensku þrælahöfðingjana um skuldir Landsbankans.
Ekki er útskýrt í tilkynningu Fjármálaráðuneytisins, hvers vegna leynd var yfir þessum póstum og þingmenn fengu aðeins að sjá þá, innilokaðir í sérstöku herbergi í Alþingishúsinu, að viðlögðum drengskap um að segja aldrei frá þeim, eða innihaldi þeirra.
Ef til vill var of viðkvæmt, að upplýsa að þjóðin mætti alls ekki fá vitneskju um það fyrir kosningarnar 25. apríl s.l., að til stæði að selja hana í skuldaþrældóm til áratuga og reyndar tók Indriði fram, að hún mætti alls ekki fá þessa vitneskju, fyrr en talsverður tími hefði liðið frá kosningum.
Með þessum feluleik átti í fyrsta lagi að reka kosningaáróðurinn í friði fyrir mótmælum þjóðarinnar við skuldaþrælkunina og í öðru lagi að fá nokkurra vikna starfsfrið fyrir ríkisstjórnarnefnuna, áður en upp kæmist um baktjaldamakkið.
Eftir kosningarnar lofaði ríkisstjórnarnefnar að ástunda opna og gagnsæja stjórnsýslu og að öll mál skyldu vera uppi á borðum, þannig að almenningur væri vel upplýstur um gang mála á öllum stigum.
Þetta er fyrir löngu orðið að öfugmælum og almenningur hlær að þessu, á milli þess sem hann grætur þau örlög, sem Svavar Gestsson, Indriði H., Steingrímur J., og Jóhanna hafa búið honum.
![]() |
Vildu sýna fram á að Ísland væri að vinna að Icesave-lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2009 | 10:18
Hroki gagnvart dómstólum
Hagsmunasamtök heimilanna sýna mikinn hroka gagnvart Héraðsdómi Reykjavíkur í yfirlýsingu, sem samtökin hafa sent frá sér. Saka samtökin héraðsdóm um að heimila samninga sem snúist um ólögmætt athæfi, eins og til dæmis þjófnað.
Yfirlýsingin segir þetta m.a. orðrétt: Í ljósi ofangreinds virðist héraðdsómur heimila að stofnað sé til samninga sem snúast um ólögmætt athæfi eins og t.d. þjófnað og þeir verði efndir með fulltingi dómskerfisins því meginregla íslensk samninga- og kröfuréttar er að samninga beri að efna. Verði þessi niðurstaða ofaná í öðrum sambærilegum dómsmálum er nokkuð ljóst að íslensk fjármálafyrirtæki hafa fengið ótakmarkað veiðileyfi á íslenskan almenning án ábyrgðar í nokkru formi. Hagsmunasamtök heimilanna vilja þó ítreka að héraðsdómur sem þessi hefur samkvæmt lögfræðiáliti ekki fordæmisgildi."
Svona framkomu gagnvart dómstólum landsins geta baráttusamtök ekki leyft sér, því það er afar ámælisvert, að reyna að grafa undan tiltrú og virðingu dómstólanna, á þessum síðustu og verstu tímum.
Það er í lagi, að lýsa yfir óánægju með niðurstöður dómstóla og von um að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu, en að ásaka dómstólinn um að verja þjófnað og aðrar ólöglegar aðgerðir, er algerlega út í hött.
Hagsmunasamtökin ættu að draga þessa yfirlýsingu til baka og biðjast afsökunar á flumbruganginum.
![]() |
Lýsa vonbrigðum með dóm í myntkörfulánsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.12.2009 | 01:51
Persónugerfingur ríkisstjórnarinnar
Indriði H. Þorláksson, hægri og vinstri hönd Steingríms J. er hold- og persónugerfingur ríkisstjórnarnefnunnar.
Hann er hrokafullur, fámáll, en ósannsögull þegar honum þóknast að tjá sig opinberlega.
Eftirfarandi eru dæmigerð viðbrögð Indriða við spurningum, sem til hans er beint: "Indriði gefur ekkert út á það hvort hann hafi með skeytinu reynt að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að beita sér í deilunni. Þetta er bara skeyti sem fer okkar á milli og á að vera okkar á milli."
Þetta lýsir vel afstöðu Indriða og húsbænda hans til þjóðarinnar. Hún er bara lýður, sem komur ekkert við, hvað þessir miklu herrar eru að aðhafast fyrir hans hönd.
Ósannsögli, hroki og pukur, eru þeirra gjörðir, en prédika opna stjórnsýslu, gegnsæi og að allt skuli vera uppi á borðum.
Fólk er löngu farið að sjá í gegnum þetta lið og vonandi fer þeirra valdatíma að ljúka.
![]() |
Eðlileg samskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2009 | 19:03
Undanþágur Íslands verði endurnýjaðar
Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn á morgun og búast flestir við, að árangur verði ekki mikill, a.m.k. muni ekki veða skrifað undir nýjan loftlagssamning.
Íslendingar fengu þá undanþágu frá Kyoto bókuninni, að þurfa ekki að draga jafn mikið úr losun kolvetnis og annarra efna, en flestar aðrar þjóðir, vegna þess hve lítið þeir losa af slíkum efnum út í andrúmsloftið og eiga því í miklum erfiðleikum með að draga mikið úr.
Nú ríður á að fulltrúar Íslands á loftslagsráðstefnunni berjist af krafti fyrir áframhaldandi undanþágu fyrir Ísland, enda þarf á næstu árum að reisa nokkur stóriðjufyrirtæki á landinu, til þess að koma Íslandi, fyrr út úr kreppunni en annars væri mögulegt.
Því miður er líklegast að ríkisstjórnarnefnar bregðist í þessu máli, eins og flestum öðrum, ekki síst vegna þess að Vinstri grænir fara með þennan málaflokk og þeir eru frægir fyrir lítið sem ekkert vit á þörfum þjóðarinnar í atvinnumálum.
Skattaóð stjórn, eins og sú sem nú situr hefur þvert á móti þá stefnu að bæta svo brjálæðislegum sköttum á atvinnulífið, ekki síst stóriðjuna, að hún mun líklegast hafa það af, að drepa niður alla atvinnustarfsemi á undra stuttum tíma.
Eina von þjóðarinnar er að losna sem fyrst undan þessari skattabrjálæðu stjórnarnefnu.
![]() |
Styttist í loftslagsráðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.12.2009 | 18:44
Undarlegar reikningskúnstir
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, heldur því fram, að skattbyrði millitekjufólks hækki aðeins um 1-2% og hátekjufólk um 3% að hámarki.
Þetta eru skrítnir útreikningar, eins og sjá má af neðangreindri töflu, sem sett var upp af Jóni Óskarssyn, hérna á blogginu í nóvembermánuðii:
Miðað við | Núverandi skattkerfi | Nýtt skattkerfi | Hækkun | Hækkun | |||
4% lsj. = | (Persónu-afsláttur | Hlutfall af | (Persónu-afsláttur | Hlutfall af | skatta | skatta | |
Laun á mánuði: | Skatt-skyld laun | kr. 42.205) | tekjum í % | kr. 42.205) | tekjum í % | í krónum | í % |
150.000 | 144.000 | 11.363 | 7,58% | 11.363 | 7,58% | 0 | 0,00% |
200.000 | 192.000 | 29.219 | 14,61% | 29.219 | 14,61% | 0 | 0,00% |
300.000 | 288.000 | 64.931 | 21,64% | 67.715 | 22,57% | 2.784 | 4,29% |
400.000 | 384.000 | 100.643 | 25,16% | 106.211 | 26,55% | 5.568 | 5,53% |
500.000 | 480.000 | 136.355 | 27,27% | 144.707 | 28,94% | 8.352 | 6,13% |
600.000 | 576.000 | 172.067 | 28,68% | 183.203 | 30,53% | 11.136 | 6,47% |
650.000 | 624.000 | 189.923 | 29,22% | 202.451 | 31,15% | 12.528 | 6,60% |
Þarna sést svart á hvíu, að fólk með 300.000 króna mánaðarlaun mun hækka um 4,29% og síðan er hækkunin stigvaxandi og þeir sem hafa 650.000 krónur í mánaðarlaun, munu greiða 6,60% hærri skatta, en þeir gera á þessu ári. Hér er miðað við persónuafslátt þessa árs, en hann mun væntanlega hækka um 2000 krónur á mánuði frá áramótum, en það hefði hann gert hvort sem var, hvort sem gamla álagningarkerfið hefði verið áfram við lýði, eða nýtt tekið upp.
Ofan á þetta bætast allir óbeinir skattar, sem munu hækka mikið, að ekki sé talað um fjármagstekjuskattinn, sem mun hækka um 80%, frá því sem hann var í upphafi þessa árs.
Þetta sannar, að Steingrímur J., segir sjaldan satt, nema þá óvart, einstaka sinnum.
![]() |
Skattafrumvörp til nefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.12.2009 | 15:33
Óvissa um 54 opinber störf?
Víkurfréttir hafa miklar áhyggjur af óvissu um 54 starfsmenn Varnarmálastofnunar, þegar hún verður lögð niður á næsta ári.
Ennþá meiri óvissa ríkir um þá 15.000, sem nú eru atvinnulausir og ekkert útlit er fyrir að fái störf á næstu árum, vegna stefnu ríkisstjórnarnefnunnar í atvinnumálum.
Utanríkisráðuneytið hefur sent út tilkynningu um þetta mál og þar kemur þetta fram: "Samkvæmt tilkynningunni á að skipa starfshóp fimm ráðuneyta til að undirbúa það að leggja stofnunina niður og flytja verkefni hennar til annarra borgaralegra stofnana. "
Samkvæmt þessu leggst stofnunin niður, en störfin flytjast til "annarra borgaralegra stofnana" og ef að líkum lætur, verður vinnunni ekki bætt á þá starfsmenn "annarra borgaralegra stofnana", sem fyrir eru, þannig að mestar líkur eru á, að flestir starfsmenn Varnarmálastofnunar muni halda störfum sínum, þó þau færist til "annarra borgaralegra stofnana".
Áfram mun hins vegar ríkja óvissa um framtíð þeirra, sem nú eru atvinnulausir.
Til baka
![]() |
Óvissa um 54 störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)