Að standa í lappirnar

Ríkisstjórnarnefnan er komin að fótum fram og getur núorðið í hvorugan fótinn stigið, án þess að detta á afturendann.

Jóhanna forsætisráðherralíki, hélt eina af sínum varnarræðum fyrir Breta og Hollendinga í þinginu í morgun, við lok annarrarn umræðu um ánauðarskilmála kúgaranna vegna skulda Landsbankans, og reyndi þar að verja þá afstöðu þeirra, að mátulegt væri á Íslendinga, að þurfa að þræla í þeirra þágu a.m.k. næstu tvo áratugi.

Stjórnarandstaðan hefur á hetjulegan hátt reynt að berjast gegn þessari hlekkjun islenskra skattgreiðenda í þágu erlendra ríkja, en stjórnarþingmenn hafa skammast sín svo, fyrir þjónkun sína, að þeir láta ekki sjá sig í þingsölum og sumir hverjir farnir í frí frá þingstörfum, til þess að þurfa ekki að greiða atkvæði um að hneppa sína eigin þjóð í þrældóm.

Orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann lét falla við umræðuna, segja það sem segja þarf, en hann sagði m.a. þetta: 

" Aldrei myndi nokkur önnur Evrópuþjóð láta fara svona með sig eins og ríkisstjórnin er að leggja til að farið verði með okkur."

„Við eigum að standa í lappirnar í þessu máli og ekki sætta okkur við neina pólitíska afarkosti," bætti hann við.

Þessi orð lýsa pólitísku hugrekki og varnarvilja fyrir íslenska hagsmuni.

Ógæfa þjóðarinnar er, að stjórnarmeirihlutinn skuli vera gjörsamlega rúinn hvoru tveggja.


mbl.is Afar ólík sýn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og fyrir hvern situr Bjarni Benediktsson á þingi?  Nú, flokkinn sem Geir Haarde var í forsvari fyrir þegar hann og Davíð Oddsson skrifuðu undir þessar skuldbindingar í Október 2008.  Yndislegt hvað gleymskan er fljót að gleypa ginningarfíflin.

Sæmundur (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Ólafur Kjaran Árnason

Þessi orð lýsa sannarlega ekki póltísku hugrekki heldur er þetta skólabókardæmi um lýðskrum stjórnmálamanna.

Þegar flokkur Bjarna var í ríkisstjórn, fyrir tæpu ári, bar lítið á þessum "varnarvilja" og þá stóð ekkert annað til en að greiða skuldir okkar erlendis. Nú er hinsvegar annað hljóð í Bjarna og félögum en það er vegna þess að núna er flokkurinn í stjórnarandstöðu og þarf ekki að bera neina ábyrgð heldur getur bölsótast út í allt það sem ríkisstjórnin gerir, sama hvað það er.

Orð eins og þessi hljóma rosalega vel í eyrum almennings en þau endurspegla hvorki skynsemi né ábyrgð og allra síst eru þau merki um hugrekki eða hetjuskap. Það getur hver sem er sagt það sem alþýða landsins vill heyra en það þarf aftur á móti hugrekki til þess að tala af skynsemi og ábyrgð þó að kjósendum virðist vera lítt gefið um slíkt.

Sjálfstæðismenn hugðust greiða IceSave þegar þeir sátu í ríkisstjórn en nú, þegar í stjórnarandstöðu er komið, eru þeir andvígir því. Alveg eins voru Vinstri græn harðir andstæðingar IceSave-samninganna á meðan þau voru í stjórnarandstöðu en nú, þegar í ríkisstjórn er komið, eru þau fylgjandi þeim. Hvers vegna ætli það sé? Svarið er ofureinfalt: Setu í ríkisstjórn fylgir ábyrgð og þá er ekki hægt að lifa í tómum dagdraumum.

Ólafur Kjaran Árnason, 8.12.2009 kl. 13:57

3 identicon

Málið er ofur-einfalt.  Ríkis(ó)stjórn Jóhönnu og Steingríms er vanhæf.  Hana skipa að mestu vanhæfir einstaklingar sem hafa orðið sér til háborinnar skammar í þessu máli.  Margt má segja um hrunið og ástæður þess en við erum að tala um nútímann og þau mikilvægu mál sem nú verður að leysa.  Fólk sem hefur lifað tímanna tvenna saknar þess hugrekkis og krafts sem einkenndi íslenska þjóð.  Steingrímur, Jóhanna og c.o eru að láta Breta og Hollendinga hafa þjóðina að fíflum.  Framkoma þeirra hefur sett þau á stall með verstu og ógeðfelldustu stjórnmálamönnum í sögu lýðveldisins.  Vona að þessi stjórn springi sem fyrst, að Ice save verði hafnað.  Hræðsuáróður um annað hrun hefur ekkert að segja, við látum ekki ganga yfir okkur í þessu máli.

Baldur (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 14:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mín afstaða mótast nákvæmlega ekkert af því sem Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, eða aðrir sögðu og gerðu í fyrrahaust og í raun eru játningar ekki gildar, ef þær eru kallaðar fram með hótunum og þvingunum, en það er það sem gerðist, þegar ESB, Bretar og Hollendingar settu nánast viðskiptabann á Ísland og hótuðu að reka það af Evrópska efnahagssvæðinu.

Afstaðan mótast eingöngu af lestri tilskipunar ESB um Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, en þar kemur skýrt fram, að ekki skuli vera ríkisábyrgð á slíkum sjóðum, enda myndi slíkt skekkja samkeppnisstöðu banka á milli landa innan ESB.

Hvað varðar mismunun milli innistæðueigenda á Íslandi og í Bretlandi og Hollandi, þá er til þess að líta, að Íslendingar stóðu frammi fyrir algjöru efnahagshruni og í slíku ástandi er nauðsynlegt að huga að innlendum málum, en taka ekki tillit til erlendra hagsmuna.

Í Vestmannaeyjagosinu þótti sjálfsagt, að aðstoða Vestmannaeyjinga, án þess að sú aðstoð næði til allra Íslendinga.  Sama hefur verið uppi á teningnum við snjóflóð, jarðskjálfta og aðrar náttúruhamfarir á einstökum svæðum hérlendis.

Að sama skapi er algerlega eðlilegt að lita til innlendra hagsmuna, fyrst og síðast, þegar efnahagshamfarir ríða yfir þjóðina.  Þá þarf að grípa til björgunaraðgerða fyrir hana, en ekki allt Evrópska efnahagssvæðið.

Svo mega menn skipta sér í andstæða stjórnmálaflokka mín vegna, en þetta mál á ekki að vera flokkspólitískt og er það ekki úti í þjóðfélaginu, nema hjá hörðustu sporgögnumönnum ríkisstjórnarnefnunnar.

Axel Jóhann Axelsson, 8.12.2009 kl. 14:12

5 identicon

Axel Jóhann.

"Hvað varðar mismunun milli innistæðueigenda á Íslandi og í Bretlandi og Hollandi, þá er til þess að líta, að Íslendingar stóðu frammi fyrir algjöru efnahagshruni og í slíku ástandi er nauðsynlegt að huga að innlendum málum, en taka ekki tillit til erlendra hagsmuna."

"Að sama skapi er algerlega eðlilegt að lita til innlendra hagsmuna, fyrst og síðast, þegar efnahagshamfarir ríða yfir þjóðina.  Þá þarf að grípa til björgunaraðgerða fyrir hana, en ekki allt Evrópska efnahagssvæðið."

Ég er þér algjörlega sammála.

Það er með ótrúlegum ólíkindum að ríkisstjórnin skuli ekki halda uppi vörnum og beita þessum rökum fyrir sig? Bretar beittu Ísland viðskiptaþvingunum með beitingu hryðjuverkalaganna. Það jók einungis áhrif hrunsins og stækkaði reikninginn.

Ekki nóg með að eigendur og lykilstarfsmenn gömlu bankanna hafi hafi komið öllu hér í skuldaklafa þá heldur ríkisstjórnin áfram og ætlar að reka smiðshöggið á verkið og endanlega binda okkur og börn okkar um ókomn ár í skuldaánuð og vosbúð með því að þröngva Icesave frumvarpnu í gegnum Alþingi, og það með ofbeldi.

Ótrúlegt verður að teljast að tveir Alþingismenn hafi verið fjarstaddir atkvæðagreiðsluna í dag! Hvaða liðleskjur er þetta fólk? VG mun líklega ekki verða annað en gömul leiðindasaga eftir þetta kjörtímabil. Vonandi verður hægt að segja það sama um Samfylkinguna.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband