27.2.2010 | 19:03
Nú á að svara í sömu mynt
Bretar og Hollendingar niðurlægðu íslensku samninganefndina í Icesavemálinu á síðasta fundi aðila í London fyrir helgina, en koma nú eins og iðrandi syndarar og biðja um nýjan leynifund, eftir að mistakast að úthrópa Íslendinga, sem svikara, í fjölmiðlum.
Svari íslenska nefndin þessu "boði" Breta um leynifund játandi, er hún að láta fjárkúgarana beygja sig enn dýpra í skítinn og fullkomna háðungina, sem hún sýndi Íslendingum, með framkomu sinni á síðasta fundi og ekki síður eftir hann.
Þessu "fundarboði" á að sjálfsögðu að hafna með skýrum skilaboðum um að engar frekari viðræður fari fram, enda séu íslenskir skattgreiðendur enginn aðili að málinu og því sé ekkert um að ræða við fulltrúa þeirra.
Hins vegar var íslenska nefndin búin að gera afdrifarík mistök, með því að svara "besta tilboði" kúgaranna, með "gantilboði" sem kemur til móts við ógnanir þeirra. Um það var bloggað fyrr í kvöld og má lesa það hérna
![]() |
Leynifundur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
27.2.2010 | 17:29
Ótrúlegur afleikur íslensku samninganefndarinnar
Eftir að bresku og hollensku fjárkúgararnir settu fram sitt "besta tilboð" vegna Icesaveskuldar Landsbankans, gerði íslenska samninganefndin ótrúleg mistök, sem gætu átt eftir að verða afdrifarík fyrir íslenska skattgreiðendur.
Líklega vegna þeirrar óskiljanlegu afstöðu stjórnmálamannanna, að reyna með öllu móti að hindra að þjóðaratkvæðagreiðslan um þrælalögin fari fram, rauk samninganefndin til í einhverju taugaveiklunarkasti og lagði fram "gagntilboð" til fjárkúgaranna, í stað þess að hafna kröfum þeirra algerlega og halda þannig rétti íslenskra skattgreiðenda til haga.
Krafa Breta og Hollendinga er á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, sem aftur á forgangskröfu í þrotabú Landsbankans og eftir þvi, að sú krafa innheimtist, eiga þeir að bíða, án allra afskipta eða aðkomu ríkisstjórnarinnar, sem er fulltrúi skattgreiðenda í vörninni gegn þessari fjárkúgun.
Með því að ámálga og gera "gagntilboð" um að skattgreiðendur taki á sig hluta af skyldum tryggingasjóðsins og hudruð milljarða vexti að auki, er gjörsamlega óskiljanleg afglög af hálfu íslensku samninganefndarinnar, því hún mun ekki geta dregið þetta "tilboð" sitt til baka, næst þegar fjárkúgararnir hringja og herma upp á hana þetta loforð.
Óskiljanlegt er með öllu, að stjórnarandstöðuforingjarnir skulu hafa samþykkt þetta "gagntilboð", sem er ekkert annað en viðurkenning á að réttmætt sé að gera skattgreiðendur ábyrga fyrir óábyrgum rekstri einkabanka, ekki síst þar sem tilskipanir ESB banna slíka meðferð á skattborgurum Evrópulanda.
Samninganefndin verður að afturkalla þetta "gagntilboð" samstundis og segja skýrt og skorinort, að það sé alls ekki í gildi. Þjóðin mun svo sýna hug sinn til fjárkúgunartilraunanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars n.k.
Vegna væntanlegra stjóranrskipta í Bretlandi og Hollandi, á ekki að ræða við fulltrúa þeirra fyrr en ný stjórnvöld láta frá sér heyra vegna málsins, en þá þarf að byrja upp á nýtt með hreint borð, en ekki með "gagntilboðið" hangandi yfir sér.
Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina krónu, hvorki í höfuðstól eða vexti, af þessum skuldbindingum tryggingasjóðsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2010 | 15:40
Maður fólksins?
Á forsíðu DV er vitnað í Jóhannes í Bónus, en þar segist hann ennþá líta á sig, sem mann fólksins, hvað svo sem hann á við með því, þar sem hann hefur alltaf unnið fyrst og fremst fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína, eins og þau auðævi, sem hann hefur rakað að sér persónulega, sýna ljósast.
Fólkið, sem hann segist hafa vera fulltrúi fyrir, á ekki lúxusvillur víða um lönd, ekki snekkjur, þotur og tugi lúxusbíla, fyrir utan annan munað, sem Jóhannes hefur leyft sér, að ekki sé talað um aðra fjölskyldumeðlimi.
Ekki á almenningur heldur vef fyrirtækja í skattaskjólum heimsins og ekki hefur þessi sami almennignur tapað hundruðum milljarða króna, eins og Bónusfjölskyldan hefur gert, án þess að þess sjáist nokkur merki á persónulegum högum hennar.
Sami almenningur þarf hins vegar að kljást við afleiðingarnar af gerðum Bónusfjölskyldunnar og fleiri slíkra, í verulega skertum lífskjörum og gríðarlegum hækkunum lána sem hann hefur þurft að taka, til þess að geta búið í venjulegri íbúð og ekið um á fjölskyldubílnum. Almenningur hefur ekki fengið sín lán, án þess að skrifa upp á þau persónulega og leggja allt sitt undir, enda er fjöldi manns að tapa öllu sínu, á meðan Bónusfjölskyldan þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af sínu lánarugli, því sú fjölskylda og kollegar hennar, fá þau lán sem hún hefur tekið niðufelld, án þess að missa nokkuð persónulega, en fær fyrirtækin afhent aftur á silfurfati, eftir skuldaniðurfellingarnar.
Jóhannes í Bónus var ef til vill maður fólksins, á meðan almenningur hafði ekki vitneskju um viðskiptasvínarí hans, en að hann skuli trúa því, að svo sé ennþá, lýsir algerum dómgreindarskorti.
![]() |
Setti hús í bandarískt félag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2010 | 14:11
Látið heimili fólks í friði
Svokölluð Vakningalest Nýs Íslands ekur um bæinn á laugardagsmorgnum með gjallarhorn og hvetur bæjarbúa til þess að mæta á kröfufundi samtakanna á Austurvelli, sem haldnir eru klukkan 15:00 á Laugardögum.
Allt er það nú gott og blessað, en hins vegar er óskiljanleg frekja og óskammfeilni af þessum aðilum að mæta eldsnemma morguns við heimili stjórnmálamanna og annarra og vekja heimilsfólk upp með látum, væntanlega ásamt nágrönnum, til þess að "bjóða" þeim að mæta á mótmælafund síðdegis þann daginn.
Stjórnmálamenn, eins og aðrir, eiga kröfu til einkalífs og heimili fólks er friðhelgt, þannig að þessi hegðum Nýs Íslands, er algerlega á skjön við allt almennt siðferði og á sér beina samsvörun við athafnir þeirra óþokka, sem ráðast að heimilum fólks að næturlagi og skvetta málningu á þau, eða skemmir bíla heimilismanna, með málningarslettum og lakkrispum.
Verk Steingríms J. og annarra hafa iðulega verið harðlega gagnrýnd á þessu bloggi, en það gefur enga heimild til þess að ráðast að fólkinu innan veggja heimila þess og hvað þá til að láta slíka gagnrýni beinast að mökum þeirra, börnum og nágrönnum.
Svona innrásir í einkalíf fólks lýsa engu öðru en spilltu hugarfari á háu stigi og er ekki leið til að afla málstað Nýs Íslands samúðar, eða stuðnings.
![]() |
Vöktu Steingrím J. Sigfússon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2010 | 12:35
Hrunbónuskerfið enn við lýði.
Þegar "lánærið" var upp á sitt besta, fengu bankastarfsmenn ríflega bónusa fyrir hvert einasta lán, sem þeim tóks að "selja" viðskiptavinum bankanna, því stærri lán, því hærri bónusar.
Nú er búið að snúa dæminu við, enda engin útlán í gangi hjá nýju bönkunum, en þá er farið að greiða ríflega bónusa fyrir að innheimta lánin, sem áður var búið að verðlauna bankamennina fyrir að veita.´
Í "lánærinu" voru mönnum greiddar háar fjárhæðir fyrir að ráða sig í vinnu og ennþá hærri upphæðir fyrir að láta reka sig úr starfi. Meðan þeir voru í störfum, fengu þeir háa bónusa fyrir að vinna vinnuna sína og nú á að halda því áfram í nýju bönkunum.
Það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess, að fólk sem ræður sig í vinnu og fær laun fyrir vinnuna, sinni starfinu af samviskusemi, en ekki þurfi að borga háa kaupauka fyrir það eitt, að sinna starfi sínu í vinnutímanum.
Svona kerfi átti ekki við um almenna bankastarfsmenn, heldur þá sem gengdu yfirmannastöðum, og er að sjá, að þeir sem stjórna þessum málum hafi ekkert lært og engu gleymt.
![]() |
Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 19:15
Af hverju eru menn hissa?
Nú, þegar Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnir stuttan viðbótarfrest á birtingu skýrlsu sinnar, virðast allir verða undrandi og sumir óvandaðir menn ýja að því, að eitthvað stórdularfullt sé við frestunina og að jafnvel sé verið að nota viðbótartímann til þess að hvítþvo einhverja, eða jafnvel að falsa einhverjar niðurstöður.
Þessi frestun var algerlega fyrirséð, eftir að bréfin til tólfmenninganna voru send út, þar sem þeim var gefinn frestur til að andmæla niðurstöðum nefndarinnar um þeirra hlut í bankahruninu. Þá þegar, eða 9. febrúar s.l. var því spáð á þessu bloggi, að skýrslan myndi frestast við þetta og ef einhver hefur áhuga, má lesa það blogg hérna
Aðalatriði málsins hlýtur að vera, að skýrslan verði vel unnin og tillit tekið til allra atriða, sem máli skipta, enda verður hún grundvöllur mikillar umræðu í þjóðfélaginu um mörg ókomin ár og jafnvel undirstaða fyrir rannsóknir sagnfræðinga framtíðarinnar.
Viðbrögðin við frestuninni eru alveg dæmalaust furðurleg í þessu ljósi.
![]() |
Skýrslunni enn frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2010 | 15:22
Hvað ætla Hollendingar þá að gera?
Hollendingar segjast ekki ráðgera neinar frekari viðræður vegna Icesave og eru það góðar fréttir.
Eftir að Icesave lög II verða felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars n.k., verða engir samningar í gildi um málið lengur, því Icesave lög I eru í raun fallin úr gildi, því í sá samningur var skilyrtur af hálfu kúgaranna, þannig að hann átti ekki að taka gildi fyrr en búið væri að samþykkja ríkisábyrgð á hann og ríkisábyrgðin var samþykkt með því skilyrði að kúgararnir samþykktu hana.
Ofbeldisseggirnir, bresku og hollensku, höfnuðu fyrirvörum ríkisábyrgðarinnar, þannig að hún verður aldrei gefin út og þar með er samningurinn sjálfur fallinn um sjálfan sig.
Hvað Bretar og Hollendingar ætla að gera, eftir þjóðin hefur sagt hug sinn til ofbeldisverka þeirra, er bara þeirra mál, en ekki íslenskra skattgreiðenda, enda kemur þeim málið ekkert við.
Eftir 6. mars mun ekki þurfa að taka við fleiri "bestu" tilboðum frá þessum fjárkúgurum, því málið á þá að vera úr sögunni, að því er varðar íslenska skattgreiðendur.
Þá verður hægt að snúa sér að þarfari verkefnum, sem mörg hver eru bráðnauðsynleg og þarfnast skjótra úrlausna.
![]() |
Ráðgera ekki frekari viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2010 | 12:54
Ótrúlegar yfirlýsingar ráðherra
Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. lýstu því yfir eftir ríkisstjórnarfund í morgun, að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla, sem fram á að fara 6. mars n.k., væri orðin úrelt áður en hún færi fram, vegna þess að "betra tilboð" væri þegar á borðinu frá fjárkúgurunum.
Þetta er algerlega ótrúleg yfirlýsing, því þjóðaratkvæðagreiðslan snýst ekki um "verra tilboð", heldur snýst hún um að staðfesta, eða fella úr gildi, lög frá Alþingi, sem heimila ríkisábyrgð á greiðslur úr Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og að íslenskir skattgreiðendur taki á sig að greiða hunduð milljarða króna í vexti til kúgaranna vegna skuldar, sem einkafyrirtæki stofnaði til og sem tilskipanir ESB banna að ríkissjóðir, þ.e. skattgreiðendur, innan Evrópu verði neyddir til að greiða.
Á sama tíma berast fregnir af því, að nýjasta "gagntilboð" ríkisstjórnarinnar til fjárkúgaranna sé, að hún sé tilbúin til að láta þegna sína borga sttighækkandi vexti til fjárkúgaranna frá og með árinu 2012 og að stjórnin harmi, að því "góða" tilboði sé ekki tekið. Fjárkúgarar gefa ekkert eftir af kröfum sínum, nema tekið sé á móti þeim af fullri einurð, enda er yfirlýst stefna flestra ríkisstjórna, að semja alls ekki við hryðjuverkamenn og fjárkúgara.
Ísleskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina einustu krónu, ekki eitt einasta pund og ekki eina einustu evru vegna þessa máls, hvorki vegna höfuðstóls eða vaxta.
Því er nauðsynlegt að kjósendur sýni hug sinn til fjárkúgunartilraunar Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslunni með einu risastóru NEIi.
![]() |
Óvíst hvort Steingrímur kýs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.2.2010 | 08:21
Ekki nógu gott fyrir íslenska skattgreiðendur
Fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, lætur hafa eftir sér í hollenskum fjölmiðlum, að vegna þrýstings "þessa fólks" hafi forsetinn neitað að staðfesta Icesavelögin og því sé "besta tilboð" kúgaranna ekki nógu gott fyrir Íslendinga. Með "þessu fólki" á ráðherrann við íslenska skattgreiðendur, sem alls ekki ætla að láta bjóða sér að borga fjárkúgurum vegna skulda einkaaðila.
De Jager segir að með "besta boði" hafi fjárkúgararnir ætlað að gefa eftir vexti í tvö ár, að upphæð 80 milljarða króna, og þar sem vextirnir eru ekki forgangskrafa í þrotabú Landsbankans, myndu þeir alfarið lenda á skattgreiðendum hérlendis og sést af þessari tveggja ára upphæð, hvílíkar byrðar fjárkúgararnir ætla sér að neyða upp á saklaust fólk, sem enga ábyrgð bar á þessu einkafyrirtæki, frekar en öðrum.
Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum, sem settir voru við ríkisábyrgð á Icesave I, þannig að þegar þjóðin verður búin að fella Icesave II úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þann 6. mars, verður enginn þrælasamningur í gildi lengur og málið loksins komið á þann stað, sem það átti alltaf að vera, þ.e. þá geta ofbeldisseggirnir snúið sér með kröfur sínar að Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og leyst málin í samvinnu við hann, gagnvart þrotabúi landsbankans.
Að því ferli munu íslenskir skattgreiðendur ekki láta kúga sig til neinna afskipta, eða aðkomu.
![]() |
Ekki nógu gott fyrir Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 23:50
Með hvaða peningum var skuldabréfaflokkurinn greiddur upp, Finnur?
Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur sent frá sér tilkynningu um að Hagar hafi, eitt fyrittækja í landinu eftir hrun, greitt upp skuldabréfaflokk, sem skráður var í Kauphöllinni. Þetta hafi verið gert í október 2009, en ekkert kemur fram, hvaðan peningarnir komu, sem notaðir voru til að greiða þessi skuldabréf.
Ekki alls fyrir löngu, sendi Finnur frá sér tilkynningu svipaðs efnis, en þá var sagt að búið væri að "endurfjármagna" langtímaskuldir félagsins og þar með væri félagið "vel fjármagnað" til langs tíma. Þegar menn nota orðið "endurfjármagna", þá þýðir það ekki að skuldir hafi verið greiddar upp í þeim skilningi að þar með hafi skulir lækkað, heldur þýðir það á mannamáli, að skuldir hafi verið framlengdar, þ.e. tekið er nýtt, lengra lán, til að greiða upp lán sem eru gjaldfallin.
Í öllum skilningi þýðir það ekki, að Hagar hafi, eitt fyrirtækja í landinu eftir hrun, greitt skuldir, heldur þýðir það að félagið hefur fengið nýtt lán frá öðrum lánveitanda, sem í þessu tilfelli er nánast örugglega viðskiptabanki fyrirtækisins, Arion banki. Til þess að hafa allt á hreinu í tilkynningum sínum, ætti Finnur að skýra nákvæmlega frá því, hvernig þessi skuldabréfaflokkur var endurfjármagnður, rétt til að öruggt sé, að enginn geti misskilið við hvað hann á, nákvæmlega.
Að endingu hvetur Finnur lífeyrissjóðina til að fara afar varlega í fjárfestingum og hefði hann að ósekju mátt hafa þau varnaðarorð uppi nokkru fyrr, en það hefði getað forðað þeim frá því að tapa hundruðum milljarða króna á því, að treysta eigendum Haga fyrr á árum.
Þar sem Hagar eiga að fara á hlutafjármarkað á árinu, er nauðsynlegt að allar upplýsingar sem gefnar eru á þessu stigi, séu bæði réttar og nákvæmar.
![]() |
Finnur: Hagar greiddu upp skuldabréfaflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)