Nú á að svara í sömu mynt

Bretar og Hollendingar niðurlægðu íslensku samninganefndina í Icesavemálinu á síðasta fundi aðila í London fyrir helgina, en koma nú eins og iðrandi syndarar og biðja um nýjan leynifund, eftir að mistakast að úthrópa Íslendinga, sem svikara, í fjölmiðlum.

Svari íslenska nefndin þessu "boði" Breta um leynifund játandi, er hún að láta fjárkúgarana beygja sig enn dýpra í skítinn og fullkomna háðungina, sem hún sýndi Íslendingum, með framkomu sinni á síðasta fundi og ekki síður eftir hann. 

Þessu "fundarboði" á að sjálfsögðu að hafna með skýrum skilaboðum um að engar frekari viðræður fari fram, enda séu íslenskir skattgreiðendur enginn aðili að málinu og því sé ekkert um að ræða við fulltrúa þeirra.

Hins vegar var íslenska nefndin búin að gera afdrifarík mistök, með því að svara "besta tilboði" kúgaranna, með "gantilboði" sem kemur til móts við ógnanir þeirra.  Um það var bloggað fyrr í kvöld og má lesa það hérna


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

þú vilt semsagt ekki að þetta mál leysist?  geri þá ráð fyrir því að þú viljir lengri kreppu, meira atvinnuleysi og fleiri fjölskyldur á götuna.

Óskar, 27.2.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Óskar heldur til haga hratinu frá Þorsteini Pálssyni og það út um allt Netið..

 

Það sem verður kosið um er hvort við viljum losna við vexti af Icesave-kröfunni, eða losna við Icesave-kröfuna alla. Flestir landsmenn skilja þetta fullkomlega, en svo eru það Sossarnir sem ekkert skilja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.2.2010 kl. 19:38

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ne, nei sko, sjálfur yfirkennarinn mættur enn og aftur með kennaraprikið á lofti :)

Finnur Bárðarson, 27.2.2010 kl. 19:44

4 Smámynd: Óskar

og Loftur spammar sömu setningunn þar sem ég set inn athugasemdir.  Hann kann allavega á copy-paste.  Ég satt að segja hélt að hann hefði ekki greind í það.

Óskar, 27.2.2010 kl. 19:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alltaf verður maður jafn undrandi, þegar maður sér fólk sem virðist vera með íslenskan ríkisborgararétt, berjast jafn hatrammlega gegn hagsmunu sinnar eigin þjóðar, eins og þessi Óskar, sem virðist vera alveg óþreytandi í baráttu sinni fyrir því, að íslenskir skattgreiðendur gefi Bretum og Hollendingum hundruð milljarða króna.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 19:48

6 Smámynd: Óskar

Ég sé það Axel að þú skilur ekki hvað ég er að tala um.  Ég er lítið fyrir að gefa mína peninga eða annarra.  Það gera sér bara langflestir grein fyrir því að þetta mál VERÐUR að leysa sem fyrst og það er EKKI option í stöðunni að sleppa því að borga - jú reyndar er það kanski valkostur en sá valkostur mundi kosta þjóðina þegar uppi væri staðið MARGFALDA ICESAVE SKULD, VIÐSKIPTALEGA EINANGRUN Á ALÞJÓÐAVETTVANGI, LENGRI OG DÝPRI KREPPU..etc.   Sem betur fer gera sér flestir grein fyrir þessu.   Ef þú hefur val um að borga þúsundkall strax og klára mál eða tefja málið og enda á því að borga tíuþúsundkall, - hvort er skynsamlegra?  Þetta mál snýst nefnilega um hvað er SKYNSAMLEGAST AÐ GERA EN ÞVÍ MIÐUR EKKI HVAÐ ER SANNGJARNT.

Óskar, 27.2.2010 kl. 19:55

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta snýst um lög og rétt.  Samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum ESB er bannað að færa skuldir einkabanka yfir á skattgreiðendur.  Ef Íslendingar samþykkja að láta skattgreiðendur hérlendis er verið að setja afar slæmt fordæmi, sem felst í því að brjóta lög og tilskipani ESB, vegna ofbeldis fjárkúgara.

Það er lítilmannlegt að láta pína sig til að borga skuldir annarra, jafnvel þó maður sé svo einfaldur, að halda að það geti gert mann ríkan síðar.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 20:02

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fróðlegt er sjá bregða fyrir leiftri úr hugskoti Óskars Haraldssonar. Hann hlýtur að standa framarlega í fylkingu Sossanna, gott ef ekki kominn á ríkisspenann. Maður með svona andlega hæfileika er vafalaust í uppáhaldi hjá Joke-Hönnu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.2.2010 kl. 20:16

9 identicon

Skammast mín fyrir Nafna minn og Finn, algjörir aular.

Óskar (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 20:21

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf að skoða betur hvað liggur að baki fólks sem finnst allt í lagi að styðja landráð á Íslandi. Nafni minn er einn af þeim og reyndar allir sem bakka upp þessa landráða Ríkisstjórn....

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 20:27

11 Smámynd: Óskar

nafni ég kalla það þvert á móti landráð að vilja einangra landið efnahagslega ,dýpka kreppuna og lengja hana.  Ég skil ekki hvað fer fram í höfðinu á fólki sem vill gera sinni eigin þjóð þetta.  Þetta er verðugt rannsóknarefni og kannski vísindamaðurinn hann Loftur geti tekið það að sér.

Óskar, 27.2.2010 kl. 20:33

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar í athugasemd nr. 11, af hverjum á að kaupa kreppulokin fyrir hundruð milljarða króna?

Getur þú ekki upplýst sauðsvartan almúgann um hvað þú telur kreppuna styttast mikið, fyrir hverja hudrað milljarða króna, sem skattgreiðendur hér á landi gefa Bretum og Hollendingum.

Einnig hvað þú teldir taka mikið styttri tíma, að komst út úr kreppunni ef þessar hunduðir milljarða króna væru notaðar í atvinnuuppbyggingu innanlands, en ekki til endurreisnar í Bretlandi og Hollandi.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 20:40

13 identicon

Herrar  mínir,

Ég  er  skilamaður.    En  ég  sé  enga  ástæðu til  að  borga   skuldir Björgólfs,  þó  hann  sé  ágætis  karl,   svo  góður  er  ég  ekki.  Hann  á  nóga  peninga  til  að  gera  það  sjálfur.   Félagar  hans   í  ,,City"  og  ,,Wall  Street"  eiga  líka  nóga  peninga  til  að  borga    fyrir  þetta  brask  sitt.   Best  væri  að  snúa  öllum  þessum  köllum  við  á  hausinn   og  hrista  þá  smávegis  og  sjá  hvort  ekki  hristist  eitthvað  upp   úr  vösum  þeirra.

Ég  væri  ekkert  hissa  á  því  að  hann þorsteinn Pálsson  hafi  dottið  í  hálkunni  nýlega   samanber   skrif  hans.  Vissi   ekki að  hann  þjáðist  af  neinu  peningaörlæti  í  garð  Holla  og  Breta.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 21:18

14 identicon

Axel og félagar, það er búið að heilaþvo ykkur. Það eru menn eins og þið sem eru að skemma Ísland.

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 21:43

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Bjöggi ætti að útskýra orð sín, nema þetta sé vara venjulegt Sossa-blaður.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.2.2010 kl. 21:46

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjöggi eða hvað sem þú heitir, hverjir ættu að hafa heilaþvegið okkur félagana, hvernig og hversvegna ætti það að hafa verið get og hvernig erum við að skemma Ísland?

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 21:54

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að saka fólk um akkúrat það sem þeir sjálfir hafa orðið fyrir, heilaþvottur, er klassískt. Flestir vita heldur ekki hvað það er. það eru enn dapurlegar raddir sem þrjóskast við að halda á lofti handónýtum málstað. Og þeim fækkar óðum sem vilja borga og semja út í bláinn. Vonandi munu þeir sjá að sér því þetta mál er ekki búið. það á eftir að stefna Bretum furir efnahagslega terrorisma og skaðabætur þarf að krefjast fyrir allt þa tjón sem þeir eru búnir að valda. Þeir hafa yfir að ráða miklu öflugri og sterkari áróðurmaskínu enn íslendingar, enn fólk er bara farið að sjá í gegnum áróðurinn. Vonadi læknast Icesaveunnendur af þessum ranghugmyndum sínum og kjósa NEI.

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 22:19

18 Smámynd: Agla

Svo mörg voru þau orð.

Ég held að sum okkar séu orðin svolítið rugluð í ríminu og kannski ættuð þið, piltar, að fara enn einu sinni yfir undirstöðuatriðin í ykkar afstöðu, fyrir okkur hin , og sleppa þá tilfinningalegri nálgun eins og" iðrandi syndarar, niðurlæging" kennaraprikið, aular, landráð, o.s.frv.o.s.frv.

Eru íslensk yfirvöld ekki, bæði beint og óbeint, búin að skuldbinda okkur til að endurgreiða Bretum og Hollendingum a.m.k. hluta af því fé sem þeir greiddu þarlendum Icesave innistæðueigendum þegar Landsbankinn "hrundi"?

Snýst Icesavedeilan um hver endurgreiðslu skuldbinding sé og með hvaða kjörum hún verði endurgreidd?

Icesave samnings frumvarp 1 var samþykkt af Alþingi (og forseta) en ekki af samningaðilum okkar. Icesavefrumvarp 2 var samþykkt af þingi en fékk ekki samþykkt forseta og var því vísað til þjóðaratkvæðisgreiðslu sem nálgast óðum.

Mikill meirihluti kjósenda virðist ætla að greiða atkvæði gegn samþykkt Icesave frumvarps 2 en ég og fleiri eru ekki með það á hreinu hversvegna það væru LANDRÁÐ að kjósa já.

Það sem verra er : Ég hef ekki hinn minnsta grun um hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir þjóðina ef Icesave frumvarpi 2 yrði hafnað.

Eitthvað er að ef lýðræðissinnaður, óflokksbundinn kjósandi (eins og ég!) veit ekki sitt rjúkandi ráð og "stelst" þess vegna á bloggið öðru hverju þó þar séu yfirleitt bara "trúaryfirlýsingar" að finna.

Agla, 27.2.2010 kl. 23:18

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Agla, lestu tilskipun ESB um Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og í þeirri tilskipun er beinlínis bannað að setja ríkisábyrgð á slíka sjóði.

Það er óumdeilt, að íslenski tryggingasjóðurinn á að greiða breskum og hollenskum innistæðueigendum 20.887 evrur á hven innistæðureikning og þar sem sjóðurinn á ekki fyrir kröfunni, á hann að hafa algeran forgang í þrotabú Landsbankans, sem samkvæmt öllum útreikningum á að eiga meira en nóg, til að standa sjóðnum skil á því.  Það mun innheimtast á næstu árum og eftir því verða Bretar og Hollendingar að bíða.

Að ætla að krefja íslenska skattgreiðendur um greiðslu vaxtanna af þessari upphæð, á meðan þeir bíða eftir greiðslum úr þrotabúinu, er hrein fjárkúgun, sem þeir hafa fengið ESB, AGS og Noreg til að aðstoða sig við að setja þennan þrælaskatt á almenning í landinu.

Þessi kúgun er ekki bara ósanngjörn, hún er algerlega löglaus, enda eru kúgararnir byrjaðir að "milda" kröfuna um lausnargjaldið með því að bjóða tvö vaxtalaus ár og lægri vaxtaprósentu en þeir kröfðust í Icesave I og Icesave II.

Þó ekki væri nema vegna þessa nýja tilboðs, væri algerlega glórulaust, að fara að samþykkja Icesavelög II í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Það væri það sama og að hafna "besta tilboði"  Breta og Hollendinga, sem væri náttúrlega fáráðnlegt.

Eina leiðin til að ná farsælli niðurstöðu í þessu máli, er að segja risastórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 23:43

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Agla, þú ert í meira lagi spurul og hefur verið í nokkra mánuði. Hefur þú ekki fengið fullnægjandi svör við spurningum þínum, eða hefur þú svona gaman að spyrja ?

 

Varðandi úrslit þjóðaratkvæðisins vil ég biðja þig að hugleiða þá stöðu sem komin er upp, ef JÁ atkvæði verða í meirihluta. Þá væri búið að staðfesta Icesave-ábyrgð 2, sem gerir ráð fyrir drepandi vaxtagreiðslum. Á sama tíma segir ríkisstjórnin, að á borðinu liggi samningur sem bjóði uppá miklu lægri vexti. Er það ekki rétt hugsað hjá mér, að þeir sem greiddu atkvæði með JÁ, hafi verið að vinna óþurftarverk, jafnvel landráð ?

 

Hvað er hægt að segja um stjórnvöld sem opna ekki munninn öðruvísi en að hvetja til að fólk greiði JÁ atkvæði og vinna þannig greinilega gegn hagsmunum þjóðarinnar ? Ég fullyrði að ekki er heil brú í málflutningi ríkisstjórnarinnar og að hún er í hrópandi mótsögn við sjálfa sig.

 

Hins vegar, ef NEI atkvæðin sigra og lögin verða felld, þá verður staðan sú að felld hefur verið niður endurgreiðsla á höfuðstól krafnanna. Þar sem engin lagarök standa til að Ísland eigi að samþykkja kröfur nýlenduveldanna, er þá ekki sjálf-gefið að hafna samþykkt þeirra ? Allir hljóta að vera sammála því að engin lagarök styðja Icesave-kröfurnar, enda segir ríkisstjórnin það sjálf og það stendur í Icesave-samningunum.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.2.2010 kl. 00:16

21 identicon

Loftur og Axel Jóhann eru eins og talibanar. Þeir leita í lögbókinni og lesa sannleikann. En okkur hin - venjulegt fólk - eru búin að fatta frá fyrsta degi að Icesave er ekki bara lögfræði og penningar. Það er líka pólítik. Eitthvað sem hafur með skynsemi að gera. Og við vitum að það kemur ekki til greina að segja: -Við borgum ekki.

Og svo hafa Loftur og Axel Jóhann eitthvað annað sameinlegt með talibana og það er viðhorfið til fólks sem eru ósammála "sannleikann" þeirra. Í huga þeirra eru það fólk 2. flokks fólk. Óvinur, landráðsmaður, enemy of íslams, sossa, o.s.frv. Við vitum hvað talibanar gera við óvinurinn, en hvað mundi Loftur og Axel Jóhann gera ef þeir voru við völd...?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 12:24

22 identicon

Vel mælt Jakob! Þessir menn eru algjörlega blindir, sjá ekkert nema það sem þeir vilja sjá.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 13:46

23 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er merkileg greining hjá Jakobi Andersen. Hann hafnar reglum réttarríkisins og vísar til pólitískrar lausnar. Þetta jafngildir því að segja, að hnefarétturinn skuli ríkja í samskiptum okkar við nýlenduveldin. Hvorir hafa meiri styrk í slíkum átökum ? Hagsmuni hverra er sá að gæta sem kynnir svona sýn á málið ?

 

Ég get ekki greint að Jakob leggi eitthvað gagnlegt til umræðunnar. Hver er hin pólitíska lausn hans ? Er lausn hans fólgin í fullkominni eftirgjöf fyrir nýlenduveldunum, eins og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.2.2010 kl. 13:49

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er málatilbúningur Breta sem hefur sett alla umræðu af stað. Að Icesave kemur ekki íslenskri Ríkisstjórn nokkuð skapaðan hlut við, er bara staðreynd. Það er ekki hægt að búa til nein önnur rök fyrir því, þó hræðsla fólks sem er smitað af Breskum áróðri fái fólk til að segja annað. Jakob hér að ofan er klassískt dæmi hvernig hræðsla við framtíð efnahagslífs á Íslandi getur leikið fólk grátt. Ég var sannfærður um að fólk vilji Íslandi allt hið besta. Ég vil það líka.

Enn Ríkisstjórn og þá sérílagi Jóhanna og Steingrímur, sýna svart á hvítu að því miður er landráðalöginn ekki í sambandi, eða þau láta eins og þau séu ekki til. Segjum svo að það væri skýrt í lögum um að Icesave skuldinn væri Íslenska Ríkissins. Segjum svo að það væri algjörlega sprengjuheld staðreynd að þessi skuld ætti að borga af Íslenska Ríkinu, sem er fólkið í landinu. Hver er þá staðan?

Hún er þannig að Íslenska Ríkið má ekki aðhafst eitthvað sem setur sjálft lýðræðið í landinu í hættu. Ríkisstjórn Íslands yrði að semja við kröfuhafa. Þeir mættu samt aldrei semja um neitt sem stefndi frelsi og lýðræði Ríkissins í hættu. Þeir mættu ekki gera langtíma samninga fyrir upphæðir sem fær efnahagskerfið örugglega til að hrynja. Til þess er Stjórnarskráinn.

Enn virðing fyrir henni er bundið skilningi á innihaldi hennar. Og þegar ráðherra sjá enga ástæðu að fylgja henni, þá eru það landráð. enn þegar hugtakið landráð er orðið máttlaust og ónýtt, er Stjórnarskrá Ísland úr sambandi. það var aldrei meininginn að valdhafar notuðu sumt úr henni og annað ekki. Geðþotta ákvarðanir Ríkisstjórnar og leikur að Stjórnrskrá eru þjóðhagslega hættulegar.

Nú skuldar Íslenska Ríkið ekki Icesave reikniseigendum eina krónu. Bretar vilja láta líta þannig út, og hefur tekist það að hluta til. Margir vilja trúa því sem ekki er satt.

Þegar maður stendur fyrir framan gapandi byssukjaft og á að ræna mann, veit maður ekkert um viðbrögðin fyrirfram. það hefur alla vega komið í ljós að fólk sem var treyst fyrir að tala við skúrkanna í Bretlandi og Hollandi, voru ekki starfi sínu vaxnir. þeir urðu hræddir og leita leiða til að verða við óskum ræningjanna.

það má aldrei ske.

Óskar Arnórsson, 28.2.2010 kl. 13:55

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jakob Andersen fellur í þann fúla pytt að rægja og svívirða persónulega þá sem ekki eru á sömu skoðun og hann sjálfur.  Nær væri honum að hrekja rök okkar Lofts, með mötrökum, ef einhver eru.  Skítkast Jakobs hittir engna fyrir nema hann sjálfan og er því ekki svaravert.

Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2010 kl. 17:06

26 identicon

Þið eruð ekki að átta ykkur á því að það þarf að semja um IceSave, sama hvað stendur í samningnum það þarf að semja. Við getum ekki bara sýnt Hollendingum og Bretum fingurinn eins og þið eruð að leggja til. Við berum ábyrgð í þessu máli sama hvort okkur líka betur eða verr. Bankamenn fóru um allan heim, fengu peninga lánaða og fengu fólk til að leggja peninga inn í íslenska banka með loforð frá íslenska ríkinu um að peningar almennings í íslenskum bönkum væru tryggðir. Svona ganga bankaviðskipti fyrir sig og hafa gert í langan tíma.

Núna þurfa Íslendingar að átta sig á að svona öfgaþjóðernissinnuð viðhorf koma okkur ekki langt. Við þurfum að komast að samkomulagi, á meðan við gerum það ekki verður allt frosið á Íslandi, fleiri og fleiri verða atvinnulausir og fleiri og fleiri flytja frá landinu, það verða engar fjárfestingar í atvinnulífinu og við horfum fram á síversandi lífskjör, þetta er staðreynd sem þið kjósið að horfa fram hjá.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 21:45

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heyrðu Bjöggi. Má ég líka. Það gengur allt á afturfótunum hjá mér með fyrirtæki erlendis. ég er að fara á hausinn. Hvað er adressan á Íslandi sem maður sendir reikninganna þegar olla gengur?

Ertu að segja að banki sé eitthvað heilagra fyrirtæki enn mitt eigið? Hvaða fyrirtækja rasismi er þetta? Fólk sem tapar á því að ég fari á hausinn vill kanski samt fá borgað. Og ef ég er íslenskur ríkisborgari frá landi sem er stýrt af íslensku grasösnum, er bara að senda reikninginn og segja að þetta sé bara ekki meira enn sanngjarn.

Allir íslendingarar að að æfa sig að borga eitthvað sem þeim kemur ekki við! Upp með sparibaukinn!

Bjöggi? Vilt þú fá svona einn vanskilareikning frá mér? Ég á fullt af þeim og þú getur byrjað á því að æfa þig að borga. Svo sendi ég fleyri strax og þú ert búin að greiða hann... meira mjálmið í fólki.

Óskar Arnórsson, 28.2.2010 kl. 23:00

28 Smámynd: Sævar Einarsson

Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir og þá á ég við Bjögga og Jakob. Reynið nú að troða því inní ykkar litla fátæklega heilabú að TIF(Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta) er ekki, var ekki og er bannað að vera með ríkisábyrgð og maður smellir ekki tryggingu eftir að slys er skeð !

  1.  Íslenski tryggingasjóðurinn greiðir Breskum og Hollenskum innistæðueigendum 20.887 EUR samkvæmt lögum og reglum fyrir hvern og einn innistæðureikning.
  2.  Ef TIF á ekki fyrir skuldakröfum hefur hann forgang í þrotabú þess banka sem fór á hausinn.
Breska ríkið tók upp á sitt einsdæmi að og greiddi innistæðueigendum 50.000 pund sem það ætlar síðan að rukka íslenskan almenning fyrir, nei takk, þeir geta átt þetta við sína þegna, okkur varðar nákvæmlega ekki neitt um þetta og Icesave yfir höfuð, förum að lögum og reglum en ekki kúgunum og hótunum.











Sævar Einarsson, 28.2.2010 kl. 23:26

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega rétt hjá þér Sævarinn!

Óskar Arnórsson, 28.2.2010 kl. 23:33

30 identicon

Reyndar eru ákveðnar reglur í kringum fjármálastarfsemi sem snúast út á að innistæður almennings séu tryggðar, það er ein helsta forsemda þess að fólk leggi peninga inn í banka og að bankar séu starfshæfir. Bankar eru mikilvægar stoðir og nær ráðandi öfl í efnahagskerfi heimsins. Já bankar eru mikilvægari en fyrirtækið þitt. Ef við höfum ekki starfhæfa banka þá væru fyrirtæki eins og þitt líklega ekki til hvort eð er.

Það klúðruðu allir í þessu máli, við, Hollendingar og Bretar, en stærsta klúðrið er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, stjórnvalda sem við kusum yfir okkur. Stjórnvöld sem stunduðu slæma hagstjórn, lélegt eftirlit, við þurfum því miður að bera ábyrgð á þeim.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 00:33

31 Smámynd: Sævar Einarsson

Spurning: Brautu Íslensk stjórnvöld lög og reglur EU og EES ?
Svar: Samkvæmt mínum upplýsingum fóru Íslensk stjórnvöld eftir öllum gildandi lögum og reglum um bankastarfsemi en annað verður sagt um Bresku ríkisstjórnina, samanber setningu hryðjuverkalaga og að hækka tryggingar hjá innistæðueigendum í 50.000 pund en það er jú ekki þau lög og reglur sem EU er með gagnvart fjármálastarfsemi.

Sævar Einarsson, 1.3.2010 kl. 09:56

32 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sævarinn hefur algerlega rétt fyrir sér í þessu, innistæður í bönkum eru tryggðar hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og er lágmarkstryggingin 20.887 evrur.  Það er sú upphæð, sem innistæðueigendur geta sótt í sjóðinn, ef banki fer á hausinn, ef sjóðurinn á fyrir tryggingarupphæðinni.  Eigi hann það ekki, á hann kröfu á þrotabú bankans fyrir mismuninum, ekki á rikissjóð viðkomandi lands.  Ef ríki vilja tryggja innistæðueigendum hærri endurgreiðslu en þetta, þá er það þeirra mál og taka það þá á sig af fúsum og frjálsum vilja, en ekki samkvæmt einhverrri tilskipun ESB.

Þetta er einfaldlega ástæðan fyrir því, að íslenskum skattgreiðendum koma útborganir Breta og Hollendinga til innistæðueigenda á Icesavereikningunum ekkert við.  Þeir eiga kröfu á sjóðinn fyrir 20.887 evrum og það sem þeir greiddu umfram það, er á þeirra eigin ábyrgð og þeirri ábyrgð verður ekki velt yfir á aðra, hvorki með pólitískum rökum, nei neimum öðrum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.3.2010 kl. 10:39

33 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því má bæta við að innistæðutryggingar í Bretlandi eru 50.000 Pund og í Hollandi 100.000 Evrur. Icesave-útibú Landsbankanns greiddu fullar bætur til tryggingasjóðanna í þessum löndum, eins og reglur gera ráð fyrir. Þess vegna voru það tryggingasjóðir þessara landa sem greiddu innistæðueigendunum.

Það eru ekki ríkissjóðir Bretlands og Hollands sem bera kosnað af tryggingakerfunum, heldur bankar þessara landa. Bankarnir greiða takmörkuð iðgjöld, en samt mun ekki taka þá langan tíma að greiða það sem til þarf og þá fá seðlabankar landanna sitt fé til baka með vöxtum.

Sú krafa sem sett er fram af nýlenduvöldunum, að almenningur á Íslandi greiði skuldir erlendra tryggingasjóða, sem bankarnir fjármagna, er er örugglega það svívirðilegasta sem mannkynssagan kann frá að greina.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.3.2010 kl. 11:08

34 identicon

Ríkisstjórnir hafa alltaf gengið í ábyrgð fyrir tryggingasjóði til að geta tryggt 20,877 evrurnar, þetta er ein af grunnreglum bankaviðskipta á Vesturlöndum. Svona hefur þetta alltaf verið. Held að ég þurfi ekki að rökræða þetta lengur við ykkur. 

Svo er alveg ótrúlegt að þið trúið öllu bullinu sem vellur út úr ykkur. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:33

35 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Bjöggi skilur ekki muninn á yfirlýsingum forsætisráðherra um að allar bankainnistæður séu tryggðar og hins vegar ríkisábyrgðir. Yfirlýsingar forsætisráðherra hafa ekkert lagagildi, ólíkt því sem gildir um löglegar ríkisábyrgðir.

Fróðlegt væri að vita ef Bjöggi getur nefnt eitt dæmi þess, að ríkisstjórn innan ESB hefur borið raunverulega ábyrð á innistæðu-trygginga-sjóði.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.3.2010 kl. 12:44

36 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilegt að Bjöggi er algerlega rökþrota  og segir að lokum að ótrúlegt að við trúum bullinu, sem vellur upp úr okkur.

Það vill svo til að það er sama bullið og vellur upp úr öllum helstu lögspekingum, innlendum og erlendum.

Það er ekki leiðum að líkjast í þeim efnum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.3.2010 kl. 13:19

37 identicon

Það eru annsi margar hliðar á þessu máli, fólk nálgast efnið með mismunandi rökum, þið munið aldrei vera sammála, eina sem ég skil ekki, afhverju má fólk ekki vera ósammála?

Axel og Loftur, ef þetta er svona rosalega borðliggjandi afhverju er þá verið að tala um þetta?, reyna að gera samninga?

vinsamlegast ekki koma með einhverjar samsæriskenningar um ESB eða valdagræðgi, þó ég styðji ekki stjórnina þá hef ég ekkii trú á því að hún geri þjóðinna gjaldþrota því hún vill völd.

Málið er að þetta mál er ekki borðliggjand, þessvegna eru svona skiptar skoðanir á þessu 

Svo skil ég ekki þið predikið málefnalega umræðu svo í hvert sinn sem það kemur einhver sem er ósammála þá er hann landráðsmaður og bjáni, má fólk ekki hafa aðra skoðun en þið? 

Geng nú aldrei svo langt að kalla ykkur talibana en nálgunin hjá honum Jacobi 21# var nú annsi skemmtileg og þetta er nú ekki fjarri lagi "Þeir leita í lögbókinni og lesa sannleikann...... fólks sem eru ósammála "sannleikann" þeirra. Í huga þeirra eru það fólk 2. flokks fólk. Óvinur, landráðsmaður"

Ætlaði ekki að enda þetta á leiðindum en vil bara minna ykkur að að fólk má vera ósammála

Tryggvi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 00:37

38 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi, málið er að flestir sem eru sammála því að ganga að ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga koma ekki með nein rök fyrir skoðunum sínum, heldur fara út í leik þeirra röklausu, að ata menn skít og svíviðra andstæðinginn persónulega, án þess þó að þekkja hann nokkuð, eða vita yfirleitt nokkuð um persónu hans.

Í mínum bloggum er ekki ráðist að persónum manna, heldur eru störf þeirra gagnrýnd, oft harkalega og stundum gert grín að gerðum þeirra, en ekki gerð aðför að persónulegri æru þeirra og hvað þá ráðist á fjölskyldur þeirra, ættingja eða vini.

Ekki leggur þú nein rök í púkkið fyrir því, hvers vegna ætti að semja um Icesave á "pólitískum" nótum og leggja þar með ólöglegar byrðar á íslenska skattgreiðendur til næstu áratuga.  Að auki fellur þú í sama pytt og Jakob, með því að taka undir hvað það hafi nú verið sniðugt hjá honum, að líkja okkur Lofti við talibana, enda sé samlíkingin sláandi, að þínu mati.

Fólk má vel vera ósammála um hlutina, það er bara skemmtilegra ef það lætur einhverjar röksemdir fylgja skítkastinu.

Axel Jóhann Axelsson, 2.3.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband