Hrunbónuskerfið enn við lýði.

Þegar "lánærið" var upp á sitt besta, fengu bankastarfsmenn ríflega bónusa fyrir hvert einasta lán, sem þeim tóks að "selja" viðskiptavinum bankanna, því stærri lán, því hærri bónusar.

Nú er búið að snúa dæminu við, enda engin útlán í gangi hjá nýju bönkunum, en þá er farið að greiða ríflega bónusa fyrir að innheimta lánin, sem áður var búið að verðlauna bankamennina fyrir að veita.´

Í "lánærinu" voru mönnum greiddar háar fjárhæðir fyrir að ráða sig í vinnu og ennþá hærri upphæðir fyrir að láta reka sig úr starfi.  Meðan þeir voru í störfum, fengu þeir háa bónusa fyrir að vinna vinnuna sína og nú á að halda því áfram í nýju bönkunum.

Það hlýtur að vera hægt að ætlast til þess, að fólk sem ræður sig í vinnu og fær laun fyrir vinnuna, sinni starfinu af samviskusemi, en ekki þurfi að borga háa kaupauka fyrir það eitt, að sinna starfi sínu í vinnutímanum.

Svona kerfi átti ekki við um almenna bankastarfsmenn, heldur þá sem gengdu yfirmannastöðum, og er að sjá, að þeir sem stjórna þessum málum hafi ekkert lært og engu gleymt.


mbl.is Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband