23.3.2010 | 13:20
Hroki og yfirlæti eru aðalsmerki Jóhönnu
Jóhanna Sigurðardóttir hefur tamið sér stjórnunarstíl, sem er hennar aðalsmerki og nánast óbrigðult, en það eru hortugheitin, en hún virðist ekki geta svarað fyrir nokkurt mál, án þess að þessi einkenni hennar komi berlega í ljós.
Á blaðamannafundinum í dag, sagði hún að útgerðarmenn skyldu vita, að hún stjórnaði ekki landinu eftir þeirra hugmyndum og þeir skyldu sko vita, að engin sátt væri um núverandi fistkveiðistjórnunarkerfi, svo betra væri fyrir þá að halda sér á mottunni. Þetta sagði hún í tilefni af því, að Alþingi samþykkti svonefnt Skötuselsfrumvarp, sem þó var búið að lofa Samtökum atvinnulífsins að fjallað yrði um það í nefndinni sem nú vinnur að því að reyna að ná sáttum um breytingar á kerfinu.
SA voru búin að lýsa því yfir fyrirfram, að yrði Skötuselsfrumvarpið samþykkt án umfjöllunar nefndarinnar, litu samtökin svo á, að með því væri ríkisstjórnin í raun að segja upp Stöðugleikasáttmálanum, sem hún hefur reyndar aldrei staðið við af sinni hálfu. Vegna aðalsmerkis síns, hrokans, kýldi Jóhanna frumvarpið í gegnum þingið og þykist svo vera afar undrandi á viðbrögðum SA við svikum ríkisstjórnarinnar í þessu máli, sem öðrum.
Eftir samþykkt frumvarpsins ætla Jóhanna og Steingrímur J. að funda með forystu SA og segjast ætla að fá skýringar á þessum viðbrögðum samtakanna, sem komi þeim algerlega á óvart og þau skilji ekkert í.
Hrokinn og yrfilætið eru söm við sig hjá þessum ráðherrum, enda það eina sem einkennir þá, fyrir utan þreytuna, sem hrjáir þá vegna getuleysisins við að koma fram nokkrum aðgerðum, sem máli skipta fyrir endurreisn efnahagslífsins.
![]() |
Ætla að hitta forustu SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2010 | 19:38
Rætast hryllingsspárnar ekki?
Í heilt ár hafa Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. verið bæði þreytt og slæpt við að útskýra fyrir þjóðinni hvílíkur hryllingur biði hennar, ef nokkur einasti dráttur yrði á því að Íslendingar samþykktu að gerast skattaþrælar Breta og Hollendinga næstu áratugina.
Helsta ástæðan fyrir þessum hryllingsspám var, að enginn myndi vilja veita ríkissjóði lán og ekkert yrði því hægt að gera, hvorki til aðstoðar heimilunum í landinu og hvað þá að atvinnulífið kæmist nokkurn tíma í gang aftur. Þau skötuhjúin haf ekki dregið af sér við að útmála hvað þessi dráttur á erlendum lántökum sé búinn að kosta þjóðarbúið marga tugi milljarða króna, miklu meira en það myndi kosta að gangastu undir fjárkúgiunina.
Þessi áróður hljómaði daglega, allt fram að 6. mars s.l., en eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir, hefur ekki verið minnst á þetta aftur og nú er meira að segja farið að tala um að erlendar lántökur séu ekkert forgangsmál og geti vel beðið fram undir árslok 2011.
Nú heyrast engar heimsendaspár frá skötuhjúunum, þó ekkert sé fundað um Icesave, enda sé ekkert sem pressi á niðurstöðu í því máli, frekar en öðrum, sem ríkisstjórnin ætti að vera að leysa.
Hver mun nokkurn tíma trúa þessum hryllingsspámönnum framar?
![]() |
Hugsanlega hagstæðara að fresta lántökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.3.2010 | 16:03
Afþökkum þessa falsaðstoð strax
Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur, er sami ósannindamaðurinn og aðrir norrænir ráðherrar, sem hafa tjáð sig um upplogna aðstoð norðurlandanna, vegna viðreisnar efnahags Íslands, eftir hrunið.
Á heimasíðu Norðurlandaráðs lætur þessi lygamörður hafa eftir sér: "Norrænu grannríkin og sjálfstjórnarsvæðin styðja ríkisstjórn Íslands í starfi hennar við að rétta efnahag landsins við, m.a. með innleiðingu áætlunar AGS og því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar landsins."
Norrænu ríkin hafa ekki gert neitt, annað en tefja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS, með því að neita að afgreiða lánsloforð sín til landsins, fyrr en Íslendingar hafi látið fjárkúgun Breta og Hollendinga vegna skulda einkafyrirtækis, sem kemur íslendingum skattgreiðendum minna en ekkert við.
Íslenska þjóðin getur ekki látið bjóða sér svona fals og lygi lengur og ríkisstjórnin verður tafarlaust að hafna öllu frekara "samstarfi" við þessa ómerkinga á norðurlöndunum og krefjast endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar á nýjum forsendum og fáist það ekki samþykkt af AGS, verði frekari aðstoð sjóðsins afþökkuð jafnframt.
Íslendingar hafa áður glímt við kreppur og komist út úr þeim hjálparlaust.
Það verður einnig hægt núna, án þess að þurfa að hlusta á háð og spott af hendi ráðherra norðurlandanna endalaust.
Nú er nóg komið af svo góðu.
![]() |
Styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2010 | 14:40
Skýrslan eilífa
Þó skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði umræðu- og rifrildisefni þjóðarinnar og alls kyns sérfræðinga til eilífðar, er biðin eftir henni orðin eins og heil eilífð fyrir þá, sem spenntir bíða eftir að upplýsingar úr skýrslunni verði gerðar opinberar.
Nú hefur loksins verið gefinn upp ákveðinn útgáfudagu, en hann verður ekki fyrr en 12. apríl, þannig að þjóðin verður að láta sér nægja að smjatta á páskaeggjum þangað til. Þessi sífelldi dráttur á útgáfu skýrslunnar er orðinn þreytandi, enda byggist upp spenna í þjóðfélaginu og væntingar um niðurstöður skýrslunnar verða sífellt meira umræðuefni manna á meðal og alls kyns kjaftasögur farnar að ganga um hver niðurstaðan sé.
Þó skýrslan eigi ekki að fella dóma yfir einstaklingum, á nefndin að vísa öllum málum, þar sem grunur leikur á um saknæmt athæfi til Sérstaks saksóknara og ennþá hefur ekkert verið gefið upp um hvort og í hve miklum mæli, nefndin hefur vísað málum þangað.
Óskiljanlegt er að ekki skuli vera hægt að birta skýrsluna á netinu, þó prentaða útgáfan verði ekki tilbúin fyrr en síðar, svo fræði- og fréttamenn ásamt þingmönnum gæfist kostur á að kynna sér hana og hafið umræður um hana og greiningar á niðurstöðum, því auðvitað eru allir orðnir dauðleiðir á þessum endalausu frestunum útkomu hennar.
Kannski skipta fáeinar vikur og mánuðir ekki svo miklu máli í eilífðinni, en fyrir þá sem bíða, er það nokkuð langur tími.
![]() |
Skýrslan kemur 12. apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2010 | 08:58
Hringrás lánveitinganna
Alltaf kemur betur og betur í ljós, hvernig bankarnir voru misnotaðir í þágu útrásarvíkinganna og hvernig svikamyllan var skiplögð með hringrás lána milli bankanna, sem svo dreifðu lánunum til sömu mannanna, svo heildarskuldir þeirra yrðu ekki sjáanlegar allar á einum stað.
Þetta var gert til þess að fela lánveitingar til einstakra aðila, sem voru langt umfram heimildir um lánveitingar til einstakra aðila, enda voru útrásarruglararnir stærstu eigendur bankanna, ásamt því að vera stærstu skuldar þeirra. Allt leiddi þetta svo til hruns bankanna, sem aftur hefur leitt til þess að þessi lánastarfsemi þeirra er nú að koma æ betur fram í dagsljósið.
Þegar eigendur bankanna gátu ekki lengur lánað sjálfum sér ótakmarkaðaða fjármuni, hefur fyrirtækjanet þeirra verið að rakna í sundur og hvert þeirra um sig skilið eftir sig tuga og hundraða milljarða töp, sem með einu eða öðru móti bitna á lífskjörum almennings í landinu.
Á meðan á rannsóknum þessum stendur lifa skuldafurstarnir í vellystingum praktuglega og ekkert bendir til þess, að þessir glæframenn láti málin hafa áhrif á sig, eða lífsstíl sinn, heldur þvert á móti finnst þeim meira en sjálfsagt, að þeir fái fyrirtækin "sín" afhent aftur, eftir "skuldahreinsun", eins og afskriftir tapaðra skulda heitir þessa dagana.
Almenningur fylgist með af hliðarlínunni og er að verða ónæmur fyrir þessum daglegu glæpafréttum.
![]() |
Fóru oft krókaleiðir í stórum lánveitingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2010 | 23:29
Nú er ekki tími kröfugerða og verkfalla
Flugvikjaverkfall er í þann mund að skella á, með öllu því tapi sem því fylgir, að ekki sé minnst á röskun á áætlunum allra þeirra þúsunda sem þurfa að komast landa á milli, hvort heldur sem er vegna einkaerinda eða vegna vinnu.
Sautjánþúsund manns er nú án atvinnu í landinu og fer sífellt fjölgandi og flestir þeirra, sem ennþá hafa vinnu, hafa orðið að sæta styttingu á vinnutíma og beinum launalækkunum. Allt þetta fólk fylgist með nokkrum hálaunastéttum, sem eru í aðstöðu til að stórskaða þjóðfélagið, og fordæmir þessar óforskömmuðu kröfugerð um stórhækkun hárra launa, á þessum erfiðleikatímum.
Allir hafa þurft að takast á við mikla erfiðleika með skertar tekjur og því er algerlega taktlaust af þeim, sem há laun hafa, að stöðva mikilvægar atvinnugreinar núna, enda er enginn stuðningur við þessar aðgerðir, heldur þvert á móti.
Skilningur er hinsvegar á því, að ýmsar stéttir þyrftu á launaleiðréttingum að halda, t.d. lögreglumenn, en flugumfeðarstjórar og flugvirkjar eru ekki í þeim hópum sem samúðar njóta.
Gera verður þá kröfu til þessara aðila, að þeir afturkalli öll verkföll og snúi aftur til starfa sinna og taki á sig sömu skerðingar og aðrir hafa þurft að þola.
![]() |
Verkfall hefst í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.3.2010 | 22:25
Sýndarmennska Norðmanna
Fulltrúar Kristilega þjóðarflokksins í fjárlaganefnd norska stórþingsins hafa fengið samþykkta tillögu um að Norðmenn veiti Íslandi lán í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og AGS, óháð því að niðurstaða verði fengin í Icesavemálið.
Þetta væri svo sem ágætt, ef þetta væri ekki hrein sýndarmennska, því fram kemur í fréttinni að: "Fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Kristilega þjóðarflokksins, setja það skilyrði fyrir lánveitingunni, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykki endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland og að landið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum."
Ekki verður annað séð, en þetta sé nánast sama tillaga og áður var búið að samþykkja á norska þinginu og þar að auki ætla Norðmenn ekkert að lána, nema í samfloti með hinum norðurlöndunum, sem aftur setja það skilyrði, að gengið verði að kröfum fjárkúgaranna vegna Icesave.
Þar að auki mun AGS ekki taka fyrir endurskoðun efnahagssamningsins fyrr en lánin verða afgreidd frá norðurlöndunum, þannig að málið er í nákvæmlega sömu sjálfheldunni og áður. Þannig benda norðurlöndin á AGS og AGS bendir á norðurlöndin og Bretar og Hollendingar bíða sallarólegir á hliðarlínunni á meðan þeir halda að með þessu móti verði hægt að pína Íslendinga til að samþykkja þrælasamninginn.
Við Norðmenn er hægt að segja: Takk fyrir ekkert.
![]() |
Vilja lána óháð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.3.2010 | 19:48
Bónusfjölskyldan gat skrapað saman fyrir skiptakostnaði
Baugur Group, sem var flaggskip Bónusfjölskyldunnar á meðan hægt var að fá hundruð milljarða króna lán út á ekki neitt, átti ótal eignarlaus undirfélög sem hægt var að nota til að dreifa skuldum á milli, svo ekki sæist á einum stað, hvílíkum skuldum þetta veldi var búið að raka að sér og erfiðara yrði fyrir utanaðkomandi að átta sig á heildarmyndinni.
Eftir að bankarnir hrundu hefur komið í ljós, að Bónusliðið skuldaði þeim hundruð milljarða króna, hverjum fyrir sig, í nafni ótal félaga og ennfremur voru miklar skuldir að auki við erlendar lánastofnanir. Veð fyrir öllum þessum lánum voru helst hlutabréf í félögunum sjálfum og öðrum félögum keðjunnar, enda mun tapið af þessu rugli öllu saman enda í mörg hundruð milljörðum króna, án þess að það virðist koma Bónusfólkinu nokkurn skapaðan hlut við.
Öll félög sem voru innan Baugs Group eru nú gjaldþrota, nema Hagar hf., en því félagi tókst að skjóta undan gjaldþrotinu með aðstoð Kaupþings og nú ætlar Arion banki að gefa þessum "bestu rekstrarmönnum landsins" forkaupsrétt að 15% félagsins, enda eru þeir "traustsins verðir".
Sem betur fer fyrir Bónusfjölskylduna, þá verður ekki hægt að skattleggja niðurfellingu allra þessara hundraða milljarða króna, enda hvergi í ábyrgð fyrir einu eða neinu.
![]() |
Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.3.2010 | 08:43
Skattur í stað skuldar
Ríkisstjórnin er nú að leggja fram sína endanlegu útfærslu af skjaldborg fyrir heimilin vegna skuldavandans og þegar betur er að gáð, er þetta einungis enn ein leið til að afla tekna í galtóman ríkissjóðinn.
Þær niðurfellingar, sem stórskuldarar hafa veriðr að kalla eftir, eiga að mynda stóran og gjöfulan tekjuskattsstofn fyrir ríkissjóð, en ekki verður með nokkru móti séð, að betra sé fyrir skuldarann að láta fella niður hluta af fjörutíu ára langri skuld, eingöngu til þess að greiða himinháan skatt strax.
Ef tekið væri dæmi af fjölskyldu, sem fengi tuttugu milljóna króna niðurfellingu af húsnæðisskuld, þá þyrfti hún væntanlega að greiða 4.6 milljónir í skatt, sem dreifðist á þrjú ár, en það þýðir greiðslu upp á 128.000 krónur á mánuði í þessi þrjú ár.
Hæpið er að sjá, hvernig fjölskylda sem ekki getur greitt af skuldum sínum, á að geta greitt háar skattakröfur í staðinn, en innheimta á skattskuldum hefur ekki fram að þessu verið mildari en innheimtuaðferðir lánastofnana.
Skjaldborg heimilanna er orðin að tekjuuppsprettu fyrir ríkissjóð.
Stórskuldugir fylgismenn ríkisstjórnarinnar hljóta að taka þessu neyðarskýli fagnandi.
![]() |
Afskriftir verða skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
18.3.2010 | 13:41
Kínverska efnahagsaðstoð í stað AGS
Williams Underhill, pistlahöfundur hjá Newsweek, telur að Kínverjar hafi mikinn áhuga á ýmsum fjárfestingum á Íslandi og bendir hann á fyrirhugað risasendiráð þeirra í Reykjavík til vitnis um það. Á það hefur verið bent á þessu bloggi, að Kínverjar hugsa og skipuleggja allt sem þeir gera áratugi fram í tímann, en hugsa ekki eingöngu um morgundaginn og einmitt var bent á kaup þeirra á þessu stóra húsi, sem þeir ætla að flytja sendiráð sitt í, en það verður langstærsta erlenda sendiráðið á landinu og getur hýst bæði stóra deild leyniþjónusunnar og njósnara hersins ásamt sendiherranum og venjulegu starfsliði hans.
Kínverjar veita fjölda vanþróaðra þjóða efnahagsaðstoð og gera það auðvitað með hagsmuni beggja aðila í huga, ekki síst sinna eigin, enda verður Kína mesta efnahags-, her- og stórveldi veraldar innan fárra áratuga.
Íslendingar ættu að draga umsóknina um ESB til baka, hafna frekara samstarfi við AGS og óska eftir efnahagsaðstoð frá Kínverjum til endurreisnar efnahagslífsins hér á landi, en sú upphæð sem til þarf, er eins og hverjir aðrir vasapeningar fyrir Kínverja.
Um leið yrði gerður viðskiptasamningur við Kína, ásamt samningum um að þeir kæmu að allri þeirri atvinnuuppbyggingu hérlendis, sem þeir hefðu áhuga á og mögulegt væri að hafa samstarf við þá um. Jafnfram ætti að taka kínversku upp sem skyldufag í grunnskólum landsins og hætta t.d. kennslu í dönsku í staðinn.
Þegar góð efnahagssamvinna verður komin á, á milli landanna mætti hug að því að taka upp nýjan gjaldmiðil hérlendis, eins og margir kalla eftir, og væri þá nærtækast að taka upp kínverskt juan, enda verður það ráðandi gjaldmiðill í heimsviðskiptunum áður en þessi öld verður hálfnuð.
Með þessum aðgerðum væri hægt að sýna þeim sem nú reyna að kúga þjóðina til undirgefni, að vel væri hægt að komast af í veröldinni, án þeirra afskipta eða aðkomu.
![]() |
Kínverjar með augastað á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)