Skattur í stað skuldar

Ríkisstjórnin er nú að leggja fram sína endanlegu útfærslu af skjaldborg fyrir heimilin vegna skuldavandans og þegar betur er að gáð, er þetta einungis enn ein leið til að afla tekna í galtóman ríkissjóðinn.

Þær niðurfellingar, sem stórskuldarar hafa veriðr að kalla eftir, eiga að mynda stóran og gjöfulan tekjuskattsstofn fyrir ríkissjóð, en ekki verður með nokkru móti séð, að betra sé fyrir skuldarann að láta fella niður hluta af fjörutíu ára langri skuld, eingöngu til þess að greiða himinháan skatt strax.

Ef tekið væri dæmi af fjölskyldu, sem fengi tuttugu milljóna króna niðurfellingu af húsnæðisskuld, þá þyrfti hún væntanlega að greiða 4.6 milljónir í skatt, sem dreifðist á þrjú ár, en það þýðir greiðslu upp á 128.000 krónur á mánuði í þessi þrjú ár.

Hæpið er að sjá, hvernig fjölskylda sem ekki getur greitt af skuldum sínum, á að geta greitt háar skattakröfur í staðinn, en innheimta á skattskuldum hefur ekki fram að þessu verið mildari en innheimtuaðferðir lánastofnana.

Skjaldborg heimilanna er orðin að tekjuuppsprettu fyrir ríkissjóð. 

Stórskuldugir fylgismenn ríkisstjórnarinnar hljóta að taka þessu neyðarskýli fagnandi.


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þyrftir þú ekki að greiða 9,2 milljónir í skatt af 20 milljón króna niðurfellingu?

Þessar aðgerðir eru eins og þegar Bakkabræður reyndu að bera sólskinið inn í gluggalausan bæinn sinn í húfunum.

Álíka gáfulegt.

Hamarinn, 19.3.2010 kl. 09:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki ef greiða á skatt af 50% af niðurfellingunni, eins og fréttin hermdi, að stjórnin væri að boða.

Axel Jóhann Axelsson, 19.3.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Nú hefur slegið úti  fyrir Steingrími. 

Við höfum þrjá kosti:  A. Eignaupptöku af hálfu bankanna;  B.  Eignaupptöku af hálfu ríkisins; C. Uppreisn gegn þessu rugli.

Marinó G. Njálsson, 19.3.2010 kl. 10:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur ekkert slegið útí fyrir Steingrími.  Hann er alltaf samur við sig.

Axel Jóhann Axelsson, 19.3.2010 kl. 10:29

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einfaldlega skortur á skynsemi.

Kostur C. sem Marinó bendir á virðist eina tæka leiðin, en afleiðingar þeirrar leiðar eru sjálfsagt hörð hægristjórn næstu 20 árin til að lagfæra bull síðustu mánaða.

Hrannar Baldursson, 19.3.2010 kl. 11:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mild hægri stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur alla kosti fram yfir þau ósköp, sem ráðið hafa feðinni undanfarna fjórtán mánuði.

Axel Jóhann Axelsson, 19.3.2010 kl. 11:49

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Alveg er ég gáttaður á Steingrími & Co.  Þetta er alveg með ólíkindum.

Ágúst H Bjarnason, 19.3.2010 kl. 13:13

8 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég hef ekki séð ennþá frumvarp né frumvarpsdrög um þetta mál en mann er náttúrulega bara búinn að setja hljóðan.

Það sem ekki kemur fram er hvað átt er við með skattlagningu.  Þ.e. verður þetta skattlagt skv. tekjuskatti, tekjuskatti og útsvari, eða skv. fjármagnstekjuskatti sem væri að sjálfsögðu eðlilegasta skatttegundin.

Ef þetta er skattlagt eins og almennar tekjur þá má búast við að farið sé í  bæði tekjuskatt og útsvar sem þýðir að flestir greiða 33% tekjuskatt og síðan útsvar upp í 13,28% (14,5% á Álftanesi), því til viðbótar við launatekjur þá má gera ráð fyrir að meginhluti fjárhæðar í niðurfellingu lendi í hæsta skattþrepi.

Ég sé það núna að okkur misheyrðist þegar forsætisráðherra, sem er nú ekki alltaf mjög skírmælt, var að segja það sem við héldum að væri "skjaldborg" um heimilin en þá var hún að segja "skattborg"

Einstaklingur sem er í vandræðum með afborgun af lánum sínum og flest íbúðarlán eru til 40 ára gætur tæplega tekið á sig skattlagningu sem þessa.  Þó svo að 50% af niðurfellingu sé skattfrjáls og hin 50% dreift á 3 ár.  Niðurfelling hluta af skuldum á að miðast við að fólk hafi fulla greiðslugetu á lánum sínum eftir niðurfellinguna, en ég fæ ekki því komið inn í minn haus hvernig þessu sömu einstaklingar eiga að geta átt eftir peninga til að greiða skattaskuldir.

Niðurfelling upp á 10 milljónir = 5 milljónir skattlagðar = skattlagningu dreift á 3 ár = kr. 300.000 í fjármagnstekjuskatt á ári eða kr. 768.667 á ári í staðgreiðsluskatta ef sú leið er farin (og meira til í sveitarfélögum yfir landsmeðaltali í útsvari).  (Álftnesingur = 791.667).  (Heildar skattskuld kr. 900.000 eða 2.306.000)

Síðan getum við margfaldað þessar tölur út frá þessu eftir því sem fjárhæðirnar hækka, upp að 20 milljónum en eftir það minnkar afslátturinn.

Síðan er í fréttatilkynningunni síðan á miðvikudag talað um að dreifingin í 3 ár sé vegna niðurfellingar veðskulda, sem þýðir að skattur af öllum öðrum niðurfellingu, svo sem bílalánum (þó ættu þau að falla undir veðskuldir), skammtímalánum, lánum til hlutabréfakaupa og öðru er skattlagt strax á fyrsta ári eftir niðurfellingu.

Sama dæmi og áðan, miðað við 40.milljón króna niðurfellingu:

Fjármagnstekjuskattur = 4.500.000 (1.500.000 pr. ár).

Staðgreiðsluskattur = 11.530.000 (3.843.333 pr. ár) (Álftanes = 11.875.000).

Já góðan daginn !

Jón Óskarsson, 19.3.2010 kl. 15:01

9 Smámynd: Maelstrom

Leikhús fáránleikans opnar á ný. 

Það eru laus stæði á Austurvelli einmitt núna en ég held að nú verði hægt að selja inn bráðlega.  Það verður ekki pláss fyrir alla.

Maelstrom, 19.3.2010 kl. 15:14

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er engin leið að skilja þetta öðruvísi en að um tekjuskatt verði að ræða, en ekki fjármagnstekjuskatt.  Væntanlega á þetta að flokkast með gjöfum og öðrum skattskyldum hlunnindum, þó munurinn verði sá að þarna kemur til afsláttur, sem ekki er yfirleitt af gjöfum og hlunnindum (að undanskildum "venjulegum og eðlilegum" tækifærisgjörum.

Kannski ætti þetta að flokkast undir tækifærisgjöf, enda tilefnið einstakt, en hvort hún félli undir skilgreininguna "venjuleg og eðlileg", skal ósagt látið.

En það er óhætt að segja að mann setur hlóðan við svona yfirlýsingar, en reyndar fylgir öllum yfirlýsingum ráðherranna, að það sé eftir að útfæra málin nánar og búa þau í endanlegan búning.  Oftast heyrist svo ekki meira af ruglinu.

Axel Jóhann Axelsson, 19.3.2010 kl. 15:14

11 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er hreinlega eins og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar fái eitthvað "kikk" út úr því að senda alls konar svona sprengjur út í þjóðfélagið til að kanna viðbrögð almennings við hinum ótrúlegustu hugmyndum.  Nánast allir ráðherrarnir eru búnir að prófa þetta "trix" undanfarið ár.   Sem betur fer er flest af þessu dregið til baka en sagan segir manni hinsvegar að þegar hugmynd um skattstofn er einu sinni orðin til, þá fyrr en síðar (stundum 10-20 árum síðar eins og dæmin um bifreiðagjöld og þrepaskiptan tekjuskatt sýna) verður líkum skatti komið á.   Það ætti að verða fólki rækileg áminning að kjósa aldrei aftur yfir sig þessa skattabrjálæðinga og ráðalausa fólk sem nú er við völd eða þá flokka sem þeir tilheyra.

Ég er á vissan hátt sammála þér Axel varðandi skilgreiningu niðurfellinganna að þær geta flokkast eins og hlunnindi, en ósammála líka því vænta má þess að megin hluti niðurfellingar séu verðbætur, gengismunur og áfallnir vextir sem allt saman flokkast sem fjármunatekjur (réttara orð en fjármagnstekjur = sbr ársreikninga þá er talað um fjármunatekjur og fjármagnsgjöld) skv. bæði skattalögum og lögum um fjármagnstekjuskatt.  Einhver hluti niðurfellinga kann svo að vera upprunalegur höfuðstóll og þann hluta er ekki hægt að túlka sem fjármunatekjur.

Það þarf því að skilagreina þetta sérstaklega í skattalögum. 

En auðvitað eru til fordæmi eins og varðandi lífeyrisgreiðslur.  Því stór hluti af ávöxtun lífeyrissjóða sem síðan koma til útgreiðslu til lífeyrisþega eru fjármunatekjur og á það hafa samtök eldri borgara oft bent og talað um það óréttlæti að fá á sig fulla skattlagningu skv. lögum um tekjuskatt og útsvar.

Jón Óskarsson, 19.3.2010 kl. 16:14

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er alveg sammála þér, Jón, að réttara væri að flokka svona niðurfellingar undir fjármunatekjur, en eins og þú segir, þá fæst slíkt ekki viðurkennt um tekjur úr lífeyrissjóðunum, sem eru að langstærstum hluta fjármagnstekjur.  Skattasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, Indriði H. Þorláksson, lítur auðvitað ekki þannig á málið, enda haldinn skattabrjálæði á hæsta stigi.

Það þarf hver einstaklingur, sem á rétt á niðurfellingu vegna húsnæðisláns, að reikna það út hvort ekki sé betra fyrir hann að afþakka þessa "skattborg" og greiða heldur af láninu sínu í þessi 30-40 ár sem eftir lifa af lánstímanum.  Þessi gífurlegi gengismunur á erlendu lánunum myndar stofn til vaxtabóta, þannig að í stað þess að fara að borga skatt núna af "niðurfellingu" þá fengi hann endurgreiddan skatt miklu lengur en annars hefði orðið.

Reyndar fylgdi "pakkanum" að breyta ætti vaxtabótum og húsaleigubótum, þannig að það kerfi yrði fellt niður og "húsnæðisbætur" teknar upp í staðinn.  Ekki mundi ég þora að leggja mikið undir í veðmáli, um hvort það verður ekki til þess að stórlækka vaxtabæturnar, en leigjendur fengju einhverja málamyndahækkun.

Líklega er skattasérfræðingur Steingríms J. búinn að koma auga á þetta og þess vegna er verið að bjóða upp á þá snjöllu lausn (fyrir ríkissjóð) að bjóða fólki að borga skatt í staðinn fyrir skuld.

Axel Jóhann Axelsson, 19.3.2010 kl. 16:38

13 Smámynd: Jón Óskarsson

Já það fór ískaldur hrollur niður eftir bakinu á mér þegar ég sá hið gamla orð "húsnæðisbætur"   Ég er sannfærður um að það verður fyrsta skrefið í því að fella niður vaxtabætur með öllu.  

Breyting vísitöluhækkana og gengisfalls yfir í skattskuld er eitthvað sem alveg er ljóst að stórsnillingur Indriði H. hefur látið sér detta í hug.

Vandamálið við það að þó svo að þessar niðurfellingar yrðu flokkaðar sem fjármunatekjur þá er búið á einu ári að hækka fjármagnstekjuskatt um 80% sem gerir það að verkum að fólk sem fengi á sig þessa skatta kæmist ekki upp úr vandamálum sem þessi skattskuld myndi valda fyrr en eftir fjölda ára.

Með þessum hugmyndum þá er endanlega verið að múlbinda almenning.   Hagvöxtur verður enginn, einkaneysla dregst enn meira saman og við sitjum í sömu súpu fjárlagahalla og gengdarlausra ríkisskulda áratugi fram í tímann.

Heiðarlegra væri einfaldlega að ríkisvæða heimilin með öllu og skella fótajárnum á alla með löngum keðjum í og skikka fólk í þrælkunarvinnu fyrir ríkið.

Jón Óskarsson, 19.3.2010 kl. 16:57

14 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Marinó, það virðist stefna í "uppreisn" enda sagði Solla stirða: "Nú er mál að linni" - en Lady GaGa & SteinFREÐUR skattmann fara á kostum í NEIKVÆÐRI merkingu þessa orðs.  Sorglega vitlaus verkstjórn hjá þessari AUMU og stórhættulegu ríkisstjórn.  Ekkert verið að bjóða LEIÐRÉTTINGU, ekkert verið að gefa okkur VON, ekki verið að VERJA hagsmuni Íslands í deilu gegn EB, UK & Hollandi.  Ef þetta LIÐ væri að vinna í Ölgerðinni þá hefði það verið rekið um miðjan febrúar 2009, enda ekki boðleg vinnubrögð hjá þeim.  Skrímsla deild & spunameistarar Samspillingarinnar lofuðu okkur SKJALDBORG en við fengum GJALDBORG.  Fjármagnseigendur fengu reyndar skjaldborgina & niðurfellingu á flestum sínum lánum, sem í raun voru ekki LÁN heldur bara RÁN - rán sem lendir á okkur að greiða!

Já, það hefur skort "heilbrigða skynsemi" í íslensk stjórnmál síðustu 20 árin undir stjórn BÓFAflokksins og eftir stendur SAMFÉLAG sem er illa farið, og í sárum, sorglegt, þvi íslenski þrælinn á svo sannarlega ekki skilið svona slæma meðferð.  Kannski væri rétt að senda okkar siðblindu "viðskipta- & stjórnmálamenn" í smá meðferð - ásókn þeirra í "völd & fé" er ótrúleg, þeir svífast einskis og þegar upp um þá kemst þá segja þeir "var í góðri trú" - "mér urðu á tæknileg mistök" - "misskildi lögin" o.s.frv.  Já hérlendis er svo sannarlega TVÆR þjóðir, í raun má skipta okkur niður í FIMM þjóðir þar sem "kvóta- & stjórnmálaliðið" hefur það GOTT þarna á toppnum, en við sem eru á botninum, við eru FREKAR ósátt..lol....!  Nú er mál að linni - það styttist í uppreisn.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.3.2010 kl. 18:32

15 Smámynd: Hamarinn

Það á að skattleggja afskriftir af stökkbreyttum lánum til almennings. En hvernig var það þegar þau hækkuðu, fékk fólk þá skattaafslátt? Ég held ekki.

Hamarinn, 19.3.2010 kl. 21:43

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fólk er ekki búið að fá skattafslátt út á gengishrunið, en mun væntanlega fá vaxtabætur út á gengistapið, árlega út lánstímann, eða svo lengi sem tekjur og eignir fara ekki upp fyrir mörkin.

Axel Jóhann Axelsson, 19.3.2010 kl. 21:54

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lántakendur fá niðurfærslu skulda vegna þess að þeir eiga ekki fyrir afborgunum. Þess vegna vilja þeir niðurfærslu.

Ef þeir eiga ekki fyrir afborgunum eiga þeir ekki fyrir skattgreiðslum af niðurfærslum (sem eru ekki tekjur í vasann hjá þeim.)

Hvað er það sem stjórnvöld skilja ekki við þetta?

Theódór Norðkvist, 19.3.2010 kl. 22:09

18 Smámynd: Jón Óskarsson

Nákvæmlega það sem málið snýst um Theódór.  

En þetta skilja hvorki ráðherrar ríkisstjórnarinnar né aðstoðarmenn þeirra

Jón Óskarsson, 19.3.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband