Hringrás lánveitinganna

Alltaf kemur betur og betur í ljós, hvernig bankarnir voru misnotaðir í þágu útrásarvíkinganna og hvernig svikamyllan var skiplögð með hringrás lána milli bankanna, sem svo dreifðu lánunum til sömu mannanna, svo heildarskuldir þeirra yrðu ekki sjáanlegar allar á einum stað.

Þetta var gert til þess að fela lánveitingar til einstakra aðila, sem voru langt umfram heimildir um lánveitingar til einstakra aðila, enda voru útrásarruglararnir stærstu eigendur bankanna, ásamt því að vera stærstu skuldar þeirra.  Allt leiddi þetta svo til hruns bankanna, sem aftur hefur leitt til þess að þessi lánastarfsemi þeirra er nú að koma æ betur fram í dagsljósið.

Þegar eigendur bankanna gátu ekki lengur lánað sjálfum sér ótakmarkaðaða fjármuni, hefur fyrirtækjanet þeirra verið að rakna í sundur og hvert þeirra um sig skilið eftir sig tuga og hundraða milljarða töp, sem með einu eða öðru móti bitna á lífskjörum almennings í landinu.

Á meðan á rannsóknum þessum stendur lifa skuldafurstarnir í vellystingum praktuglega og ekkert bendir til þess, að þessir glæframenn láti málin hafa áhrif á sig, eða lífsstíl sinn, heldur þvert á móti finnst þeim meira en sjálfsagt, að þeir fái fyrirtækin "sín" afhent aftur, eftir "skuldahreinsun", eins og afskriftir tapaðra skulda heitir þessa dagana.

Almenningur fylgist með af hliðarlínunni og er að verða ónæmur fyrir þessum daglegu glæpafréttum. 


mbl.is Fóru oft krókaleiðir í stórum lánveitingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju er ekki stofnað svipað átak og indefence um að skora á forsetann að leysa upp þingið og mynda utanþingsstjórn eða eitthvað annað, þingið og ríkisstjórnin eru bara ekki að virka sem skildi þessa dagana og eru bara að gera illt verra.

Geir (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Forsetinn hefur ekkert vald til að leysa upp þingið og getur ekki heldur sett ríkisstjórn af. 

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2010 kl. 13:35

3 identicon

Mér er umhugað um lífskjör almennings þar eð ég telst til hans og ég er ekki ónæmur fyrir þessum daglegu glæpafréttum og heyri sífellt fleiri verða reiðari og reiðari.

Eins og sakir standa núna mun verða uppgjör þ.e. fólk mun ekki sætta sig við að "aðallinn" haldi sínum lífskjörum hér óbreyttum - með sitt brenglaða siðferði og lífstíl. - Það munu verða eldgos

Tökum vélstjórann sem var í fréttunum um daginn, sem var að reyna semja við bankann sinn um að reyna að fá að borga það sem hann þó gæti.

- Ef hann hefði verið bankastarfsmaður í sama vanda hefði að sjálfsögðu verið samið við hann.

Þetta er íslendingur í vanda og af þeirri gerð sem mun ekki láta kúga sig til æviloka.

Innheimtukerfið hrundi ekki og vill að sjálfsögðu viðhalda sjálfu sér - Bankarnir eru einkavæddir á ný með sama starfsfólkinu sem að sjálfsögðu er gert að hámarka arð eigenda sinna og lágmarka tap.

Við erum því miður í "Dýrabæ" þar sem sömu svínin eru að fóðra hvert annað í réttlætingaleik um að þau hafi ekki gert neitt.

Mér finnst hins vegar komin útsala á svínakjöti........og Bananar.

Gunnar (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband