25.2.2011 | 19:16
Dómstóllinn er við Lækjartorg
Það hefur verið furðulegt að fylgjast með umræðum um að vafi leiki á því hvaða dómstóll eigi að fjalla um kröfur Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna uppgjörs á skuldum íslensks einkabanka við einstaklinga í þessum löndum. Um leið og Svavarssamningurinn var undirritaður benti undirritaður á það, líklega fyrstur manna opinberlega, að engin ríkisábyrgð ætti, eða mætti, vera á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta, enda þyrfti þessar þjóðir þá ekki að beita hótunum og þvingunum til að fá sínu framgengt.
Þó ótrúlegt sé fyrirfundust fjöldi manna sem tilbúnir voru til að styðja ríkisstjórnina í þeirri fyrirætlan hennar að setja þjóðarbúið á hausinn með miklum hraði, en sem betur fór tókst Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að koma í veg fyrir að Svavarssamningurinn næði fram að ganga. Í framhaldi af umræðunum um ríkisábyrgðina héldu ýmsir því fram, að enginn dómstóll væri til sem hægt væri að láta skera úr um ágreining í þessu efni og fór þar fremstur manna Eiður Guðnason, fyrrverandi þingmaður og sendiherra, en strax 23. júní 2009 var honum og öðrum bent á að varnarþingið væri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Það blogg má sjá Hérna
Fyrir löngu hafa allir viðurkennt, þar á meðal háttsettir aðilar innan ESB, að engin ríkisábyrgð sé, eða hafi verið, á tryggingasjóðunum og nú hefur fengist yfirlýsing frá fulltrúa ESA um að EFTAdómstóllinn geti ekki dæmt Ísland til greiðslu ólögvarinna fjárkrafna og að slíkt mál yrði að reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Furðulegt hvað einföld mál geta flækst lengi fyrir ólíklegasta fólki.
![]() |
Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.2.2011 | 08:39
Ríkisstjórn klúðurs og lögleysu
Með því að ætla að hunsa niðurstöðu Hæstaréttar um ólögmæti stjórnlagaþingskosninganna og láta úrslitin standa óhögguð og halda stjórnlagaþingið, undir dulnefni, eins og ekkert hefði í skorist er ríkisstjórnin að bæta enn einu hneykslinu við langan lista klúðurs og lögleysu í stjórnarathöfnum sínum undanfarin tvö ár.
Í öllum siðmenntuðum ríkjum hefði Innanríkisráðherra sagt af sér eftir að hafa staðið fyrir og borið ábyrgð á kosningu, sem dæmd hefði verið ólögleg af Hæstarétti viðkomandi ríkis, Umhverfisráðherra, sem dæmdur hefði verið vegna lögbrota í stjórnarathöfnum, hefði hvergi verið sætt deginum lengur í embætti í þróuðu réttarríki, Forsætis- og fjármálaráðherrar, sem hefðu í tvígang reynt að selja þjóð sína í áratuga skattaþrældóm fyrir erlend kúgunarríki, hefðu alls staðar annarsstaðar en á Íslandi sagt af sér og boðað til kosninga og svona mætti lengi telja upp klúður og lögleysur þeirrar örmu ráðherra sem illu heilli hanga ennþá við völd hér á landi.
Nýjasta útspilið, þ.e. að skipta einungis um nafn á stjórnlagaþinginu, en láta allt annað standa óbreytt, þrátt fyrir Hæstaréttardóminn, lýsir engu öðru en hroka, staðföstum lögbrotavilja og vanvirðingu við það réttarríki sem álitið hefur verið að væri við lýði.
Hlátur umheimsins vegna klúðraranna í ríkisstjórn Íslands er hljóðnaður. Vorkunsemi er tekin við.
![]() |
Uppkosning talin eina leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.2.2011 | 19:42
Endurnýting kosningaúrslita
Meirihluti hefur nú myndast á Alþingi fyrir því að endurnýta svokölluð úrslit ólöglegu kosninganna til Stjórnlagaþings með því að skipa þá 25 sem taldir eru hafa fengið flest atkvæði til setu í ráðgefandi Stjórnlagaráði.
Þetta verður að teljast stórmerkilegt og frjótt hugmyndaflug, því aldrei fyrr hefur frést af því að úrslit ólöglegra kosninga hafi verið látin standa óhögguð og það með tilvísun til peningalegs sparnaðar og þess, að kjósendur hafi margt betra við tímann að gera en að vera sífellt að flækjast á kjörstaði.
Einnig er vitnað til þess að þessir 25, sem taldir eru að hafi fengið flest atkvæði í Stjórnlagaþingskosningunum njóti þar með trausts til að setjast í Stjórnlagaráð og því þurfi alls ekki neinar nýjar kosningar, eða nýja frambjóðendur af þessu tilefni.
Með sömu rökum verður hægt að sleppa öllum kosningum næstu áratugi með vísan til þess að hægt verði að endurnýta Stjórnlagaþingskosningarnar, t.d. við val á Alþingismönnum, enda voru frambjóðendur á sjötta hudraðið og flestir notið trausts einhverra kjósenda og þar með væri fullkomlega eðlilegt að skipa 63 þeirra í sérstakt Alþingisráð.
Svona endurnýting kosninga verður að teljast algerlega frábær hugmynd, nú á tímum sjálfbærrar þróunar og hagkvæmni á öllum sviðum þjóðlífsins.
Hugmyndin er svo frábær, að hún ætti að geta orðið verðmæt útflutningsvara til annarra þróunarríkja, jafnvel þeirra sem lengra eru á veg komin en Ísland.
![]() |
Fær sama verkefni og þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2011 | 10:55
ALLT upp á borðið
Ríkisstjórnin virðist ætla að láta duga sem kynningu á Icesave III að senda frumvarpið eitt og sér inn á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem væntanlega verður haldin til staðfestingar eða synjunar á lögunum eigi síðar en 16. apríl n.k.
Alþingi hefur verið að velkjast með þetta mál í meira en eitt og hálft ár og lögin sem samþykkt voru núna síðast voru þriðja útgáfa af samningi við Breta og Hollendinga um skuldir einkabanka, sem engar ríkisábyrgðir skulu vera á, samkvæmt tilskipunum ESB og íslenskum lögum, enda þyrfti ekki að samþykkja slíka ábyrgð núna, hefði slík ábyrgð þegar verið í gildi.
Fram hefur komið í fréttum að Alþingismenn, a.m.k. fjárlaganefndarmenn og jafnvel fleiri nefndarmenn, hafi fengið aðgang að alls kyns leyniskýrslum í tengslum við sína umfjöllun og ákvarðanatöku um hvort samþykkja skuli ríkisábyrgðina eða ekki. Varla er hægt að gera ráð fyrir að kjósendur geti gert upp sinn hug endanlega á tæpum tveim mánuðum nema fá aðgang að öllum upplýsingum sem til eru um málið, þar með talinn aðgang að skýrslum um allar viðræður sem farið hafa fram milli samningsaðila frá upphafi málsins.
Mest hefur fram að þessu verið talað um hvort rétt hafi verið af forsetanum að vísa málinu til þjóðarinnar eða ekki og hvort hann eða ríkisstjórnin þurfi að segja af sér, eftir því hvort lögin verði samþykkt eða þeim hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þetta er bara deila um keisarans skegg og algerlega óþörf umræða, því hún ætti eingöngu að snúast um málefnið sem kjósa á um og annað ekki.
Hvorki verður kosið um stöðu forsetans eða ríkisstjórnarinnar né á að blanda umræðum um stöðu og framtíð þeirra inn í vangaveltur um lagasetninguna. Hún á að byggjast á upplýsingum um kosti þess að samþykkja lögin eða hafna og annað ekki.
Tilfinningar, pólitískar skoðanir, afstaða til ríkisstjórnarinnar, forsetans, eða hvers annars koma málinu ekkert við. Upplýsingar um allt sem að Icesavemálinu snúa eiga hins vegar að vera metnar og vegnar af kjósendum og afstaða þeirra til málsins á að byggjast á þeim og öðru ekki.
Til þess að svo geti orðið þarf að senda kjósendum ALLAR upplýsingar, eða a.m.k. benda á hvar þær er að finna, t.d. ef þær eru aðgengilegar á netinu.
![]() |
Ekki áform um frekari kynningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2011 | 22:36
Óhrein samviska?
Dómstóll í New York ætlar að taka aftur upp skaðabótamálið sem slitastjórn Glitnis höfðaði þar í borg gegn Bónusgenginu og helstu samverkamönnum þess vegna þess tjóns sem bankinn varð fyrir á meðan hann var í "eigu" þessara aðila, stjórn þeirra og/eða viðskiptum fyrirtækja þeirra við bankann.
Slitastjórnin stefnir í New York vegna skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum upp á tugi milljarða, sem taldir eru hafa verið nýttir af gengjunum að mestu í eigin þágu og þar með notað aðstöðu sína í raun og veru til að ræna bankann innanfrá.
Gengin mótmæltu harðlega að málið yrði rekið í New York og báru því m.a. við að enskukunnáttu þeirra væri svo ábótavant, jafn vel þó gengismeðlimir byggju flestir í London, að ómögulegt væri fyrir þá að verjast fyrir enskumælandi dómara.
Dómarinn var tilbúinn til þess að vísa málinu til íslenskra dómstóla gegn því skilyrði að gengisfélagar myndu ekki reyna að standa í vegi fyrir því að gengið yrði að eignum þeirra í Bandaríkjunum, færi svo að þeir töpuðu málinu fyrir íslenskum dómstólum.
Hannes Smárason og Pálmi Haraldsson, sem meðal annars sölsaði til sín Iceland Expess og Asterus á vafasaman hátt út úr þrotabúi Fons, neituðu að ganga að þessum skilyrði, enda ættu þeir engar eignir í Bandaríkjunum og því er málið nú tekið upp að nýju af hinum bandaríska dómara.
Getur verið að félagarnir séu ekki alveg með hreina samvisku gagnvart leyndum eignum á erlendri grundu?
![]() |
Glitnismálið tekið upp að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2011 | 19:33
Kemur óorði á einkaframtakið
Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning sinn við Menntaskólann Hraðbraut vegna meðferðar rekstaraðila skólans á fjármunum og ekki síst framlögum ríkisins til skólastarfsins.
Miðað við þær fréttir sem af starfsemi skólans verða ekki aðrar ályktanir dregnar en að vægast sagt hafi verið farið frjálslega með rekstrarfé skólans, sem var í raun allt of hátt, þar sem greiðslur miðuðust við mun fleiri nemendur en stunduðu þar nám.
Eigendur skólans greiddu sér út tugi milljóna í arð á örfáum árum og lánuðu aðilum tengdum félaginu tugi milljóna til viðbótar, sem a.m.k. jaðrar við að vera brot á hlutafélagalögum og verður þessi fjármálastjórnun að teljast til afar slæmra viðskiptahátta og ekki nema von að Ríkisendurskoðun og yfirvöldum menntamála hafi blöskrað.
Eigendur fyrirtækja, sem rekin eru á eigin kennitölu, hafa ekkert leyfi til að umgangast fjármuni fyrirtækjanna eins og sína eigin og hafa alls ekki heimild til að veita sjálfum sér lán og ekki að greiða sér nema hóflegan arð í samræmi við afkomu félaganna. Allt annað flokkast undir sukk og svínarí í fyrirtækjarekstri og það var einmitt slík stjórnun, sem leiddi til gjaldþrota banka og útrásarfyrirtækja og enduðu með hruni efnahagslífsins.
Svona fjármálastjórn á ekki að sjást í fyrirtækjum, enda kemur hún óorði á einkarekstur og leiðir til vantrausts gagnvart öðrum rekstrarformun en ríkisrekstri, þó ríkisreksturinn sé nánast undantekningarlaust dýrari og spilltari en einkareksturinn.
Eigendur Menntaskólans Hraðbrautar geta engu um kennt hvernig fór, öðru en eigin græðgi.
![]() |
Ekki búin að gefast upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.2.2011 | 16:03
Er Landsbankinn orðinn gráðugt útrásargengi?
Landsbankinn á 67% í verlsunarkeðjunni Iceland í Bretlandi, eftir að hafa yfirtekið hana upp í skuldir lánakóngs Íslandssögunnar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, foringja Bónusgengisins við framgöngu þess og annarra banka- og útrásargengja í eyðileggingu íslensks efnahagslífs.
Bónusgengið, ásamt hinum, greiddi sér stjarnfræðilegar upphæðir í arð út úr þeim bönkum og fyrirtækjum sem það komst yfir, enda urðu þau flest gjaldþrota og gengin skildu eftir sig ótrúlegar upphæðir í skuldum um allar jarðir og Bónusgengið eitt og sér mun hafa skuldað a.m.k. þúsund milljarða króna, þegar loftbólan sprakk.
Verslunarkeðja Iceland er besta fyrirtækið sem Bónusgenginu tókst að sölsa undir sig og eitt fárra þeirra sem hefur verið vel rekið og skilað arði. Ekki er vitað hvernig skuldastaða fyrirtækisins er um þessar mundir, en Jón Ásgeir gumaði af því um árið, að hann hefði náð öllu kaupverði fyrirtækisins út úr því með arðgreiðslum á undra fáum árum. Til þess að greiða þann arð varð fyrirtækið að skuldsetja sig, en lifði þó af eignarhaldstíma Baugsgengisins.
Nú virðist Landsbankinn vera kominn í gamla góða útrásargírinn og ætlar að láta Iceland greiða sér og öðrum eigendum fyrirtækisins arð fyrir síðasta ár sem nemur þreföldum hagnaði félagsins fyrir skatt. Arðgreiðslan á að nema 330 milljónum punda, en hagnaðurinn var hins vegar 110 milljónir punda fyrir skatt, þannig að þegar skatturinn verður búinn að taka sitt verði endanlegur hagnaður á bilinu 60-70 milljónir punda. Sé það nálæt lagi verður arðgreiðslan fimmfaldur nettóhagnaður.
Að ganga svo freklega á eigið fé félaga var talið hafa liðið undir lok með gömlu banka- og útrásargengjunum.
Nú virðist nýji Landsbankinn vera kominn í sama gírinn og svæsnustu útrásargengin voru í áður.
![]() |
Iceland Foods greiðir út arð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2011 | 13:24
Óáreiðanlegt matsfyrirtæki
Moody´s segir að ef kjósendur hafni lögunum um Icesave muni lánshæfismat íslenska ríkisins "að öllum líkindum fara í ruslflokk", sem er með ólíkindum vegna þess að þá væri verið að auka á skuldabyrði ríkissjóðs og miðað við allar venjulegar efnahagslegar forsendur ætti slíkt að valda lélegra lánshæfismati, en ekki bæta það.
Moody´s er eitt þeirra matsfyrirtækja sem fram á síðasta dag gaf íslenskum bönkum hæstu einkunn og taldi þá með traustustu fjármálastofnunum heimsins, en eins og allir vita var ekki mikið að marka það álit matsfyrirtækjanna. Núna passar Moody´s sig á því að setja þessu nýja áliti sínu alls kyns fyrirvara, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Hinsvegar er skýrt tekið fram í mati Moody's að mikil óvissa ríki um ofangreint. Forsendur um gengisþróun og endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans kunna að reynast bjartsýnar. Einnig er nefnt að niðurstöður í ýmsum dómsmálum sem nú standa yfir kunni að hafa neikvæð áhrif á stöðu íslenska ríkisins og einkageirans."
Svona "álit" gefur undir fótinn með að ekkert sé að marka þessi svokölluðu matsfyrirtæki, enda hafa þau ekki úr háum söðli að detta eftir bankahrunið á vesturlöndum, enda stóð ekki steinn yfir steini í mati þeirra á fjármálageiranum og lítið mark tekið á þeim um þessar mundir.
Moody´s telur að höfnun laganna geti dregið á langinn að afnema gjaldeyrishöftin, en verður svo tvísaga þegar sagt er að afnám gjaldeyrishaftanna geti leitt til skyndilegrar lækkunar krónunnar með öllum þeim erfiðleikum sem því myndu fylgja.
Athyglisverðust eru þær vangaveltur Moody's að verði lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni, að slíkt myndi sennilega seinka greiðslum á lánum Norðurlandaþjóðanna og sýnir það enn og aftur hverjir eru helstu meðreiðarsveinar í þeirri skefjalausu og harkalegu fjárkúgun, sem beitt hefur verið af hálfu Breta, Hollendinga og ESB í þessu máli.
Þetta inngrip Moody's í umræðuna um kosti og galla þess að samþykkja eða hafna staðfestingu Icesavelaganna er vægast sagt ómerkilegt og að engu hafandi, enda með fyrirvörum í allar áttir.
![]() |
Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.2.2011 | 21:21
Ólafur Ragnar veitir páfa áheyrn
Páfinn hlýtur að hafa heyrt af því að Ólafur Ragnar ætti leið um Rómarborg í næstu viku og umsvifalaust óskað eftir áheyrn hans, a.m.k. hefur verið gefin út fréttatilkynning í Vatikaninu um að Ólafur muni gefa sér tíma til að ráðleggja páfanum í erfiðum úrlausnarmálum.
Ef til vill mun páfinn bjóða Ólafi að verða aðalráðgjafi sinn, enda hefur það spurst út um lönd, að Ólafur hafi yfirgripsmikla þekkingu á hvernig eigi að koma stjórnvöldum í skílning um hver það er, sem í raun ræður og að ekki þýði t.d. fyrir sömu ríkisstjórn að leggja fram svipuð mál tvisvar í röð, án þess að vera tekin til bæna fyrir athæfið.
Verið getur að Ólafur Ragnar taki páfann til bæna á einkafundi þeirra og komi honum í skilning um að ekki dugi að túlka biblíuna alltaf eins og gert hafi verið áður. Bráðnauðsynlegt sé að sýna fólki fram á, að gamli skilningurinn hafi alls ekki verið réttur og enginn sé páfi meðal páfa, nema gefa út sína eigin túlkun á ritningunni.
Verði páfinn nógu bljúgur á fundinum má fastlega gera ráð fyrir að Ólafur Ragnar veiti honum syndaaflausn, gegn loforði um erkibiskupsembætti.
![]() |
Forsetinn til fundar við páfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2011 | 19:38
Ósannsögli fréttastofu 365
Í morgun fjallaði fyrsta frétt á Bylgjunni um að skuldatryggingarálag Íslands hefði "hrunið" úr 240 í 280 punkta um leið og fréttir bárust af því að Ólafur Ragnar hefði neitað lögunum um Icesave staðfestingar.
Það rétta í málinu er auðvitað að ástandið í Miðausturlöndum og þá alveg sérstaklega í Lýbíu olli því að skuldatryggingarálag nær allra vesturlanda hækkaði, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Skuldatryggingaálag allra evruríkjanna hafi þannig aukist í morgun. Skuldatryggingaálag Portúgals nálgist nú 480 punkta, og álagið á Spáni er yfir 250 punktar."
Veröldin tekur enga kippi vegna athafna Alþingis eða forseta Íslands og hvað varðar ófrágengin Icesavemál þá lækkaði skuldatryggingarálag Íslands verulega eftir að þjóðin hafnaði Icesave II, þó lílegast hafi Icesave ekki skipt nokkru máli, til eða frá, í því sambandi.
Óróinn sem skapast vegna óvissunnar um olíumál hefur áhrif á skuldatryggingarálag ríkjanna, en ekki nokkrum öðrum en fréttamönnum hér á landi dettur í hug að einhverjar sveiflur á Íslandi hafi áhrif á skuldatryggingarálag Evrópuríkja almennt.
Í fréttinni kemur einnig fram að; "Skuldatryggingaálag Íslands hækkaði líka lítillega í dag, en miðgildi kaup- og sölutilboðs er um 245 punktar." Fréttamenn 365 miðla ættu að huga að því hvers vegna skuldatryggingarálag Spánar er hærra en Íslands og Portúgals nánast helmingi hærra.
Skyldi nokkurs staðar vera jafn mikið af óvönduðum fréttamönnum og hér á landi?
![]() |
Skuldatryggingaálag flestra hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)