ALLT upp á borðið

Ríkisstjórnin virðist ætla að láta duga sem kynningu á Icesave III að senda frumvarpið eitt og sér inn á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem væntanlega verður haldin til staðfestingar eða synjunar á lögunum eigi síðar en 16. apríl n.k.

Alþingi hefur verið að velkjast með þetta mál í meira en eitt og hálft ár og lögin sem samþykkt voru núna síðast voru þriðja útgáfa af samningi við Breta og Hollendinga um skuldir einkabanka, sem engar ríkisábyrgðir skulu vera á, samkvæmt tilskipunum ESB og íslenskum lögum, enda þyrfti ekki að samþykkja slíka ábyrgð núna, hefði slík ábyrgð þegar verið í gildi.

Fram hefur komið í fréttum að Alþingismenn, a.m.k. fjárlaganefndarmenn og jafnvel fleiri nefndarmenn, hafi fengið aðgang að alls kyns leyniskýrslum í tengslum við sína umfjöllun og ákvarðanatöku um hvort samþykkja skuli ríkisábyrgðina eða ekki.  Varla er hægt að gera ráð fyrir að kjósendur geti gert upp sinn hug endanlega á tæpum tveim mánuðum nema fá aðgang að öllum upplýsingum sem til eru um málið, þar með talinn aðgang að skýrslum um allar viðræður sem farið hafa fram milli samningsaðila frá upphafi málsins.

Mest hefur fram að þessu verið talað um hvort rétt hafi verið af forsetanum að vísa málinu til þjóðarinnar eða ekki og hvort hann eða ríkisstjórnin þurfi að segja af sér, eftir því hvort lögin verði samþykkt eða þeim hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Þetta er bara deila um keisarans skegg og algerlega óþörf umræða, því hún ætti eingöngu að snúast um málefnið sem kjósa á um og annað ekki. 

Hvorki verður kosið um stöðu forsetans eða ríkisstjórnarinnar né á að blanda umræðum um stöðu og framtíð þeirra inn í vangaveltur um lagasetninguna.  Hún á að byggjast á upplýsingum um kosti þess að samþykkja lögin eða hafna og annað ekki.

Tilfinningar, pólitískar skoðanir, afstaða til ríkisstjórnarinnar, forsetans, eða hvers annars koma málinu ekkert við.  Upplýsingar um allt sem að Icesavemálinu snúa eiga hins vegar að vera metnar og vegnar af kjósendum og afstaða þeirra til málsins á að byggjast á þeim og öðru ekki.

Til þess að svo geti orðið þarf að senda kjósendum ALLAR upplýsingar, eða a.m.k. benda á hvar þær er að finna, t.d. ef þær eru aðgengilegar á netinu.


mbl.is Ekki áform um frekari kynningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Axel Jóhann.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.2.2011 kl. 16:26

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hittir naglann nákvæmlega á hausinn í þetta skipti!

Haraldur Rafn Ingvason, 24.2.2011 kl. 18:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það ætti að vera sanngjarnt,en getum aldrei verið vissum að einhverju sé ekki haldið leyndu,æ,svona er maður nú orðin tortrygginn.

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband