Ríkisstjórn klúðurs og lögleysu

Með því að ætla að hunsa niðurstöðu Hæstaréttar um ólögmæti stjórnlagaþingskosninganna og láta úrslitin standa óhögguð og halda stjórnlagaþingið, undir dulnefni, eins og ekkert hefði í skorist er ríkisstjórnin að bæta enn einu hneykslinu við langan lista klúðurs og lögleysu í stjórnarathöfnum sínum undanfarin tvö ár.

Í öllum siðmenntuðum ríkjum hefði Innanríkisráðherra sagt af sér eftir að hafa staðið fyrir og borið ábyrgð á kosningu, sem dæmd hefði verið ólögleg af Hæstarétti viðkomandi ríkis, Umhverfisráðherra, sem dæmdur hefði verið vegna lögbrota í stjórnarathöfnum, hefði hvergi verið sætt deginum lengur í embætti í þróuðu réttarríki, Forsætis- og fjármálaráðherrar, sem hefðu í tvígang reynt að selja þjóð sína í áratuga skattaþrældóm fyrir erlend kúgunarríki, hefðu alls staðar annarsstaðar en á Íslandi sagt af sér og boðað til kosninga og svona mætti lengi telja upp klúður og lögleysur þeirrar örmu ráðherra sem illu heilli hanga ennþá við völd hér á landi.

Nýjasta útspilið, þ.e. að skipta einungis um nafn á stjórnlagaþinginu, en láta allt annað standa óbreytt, þrátt fyrir Hæstaréttardóminn, lýsir engu öðru en hroka, staðföstum lögbrotavilja og vanvirðingu við það réttarríki sem álitið hefur verið að væri við lýði.

Hlátur umheimsins vegna klúðraranna í ríkisstjórn Íslands er hljóðnaður.  Vorkunsemi er tekin við.


mbl.is Uppkosning talin eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

3. gr. Viðfangsefni.
Stjórnlagaþing skal sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:
   1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
   2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
   3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
   4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
   5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
   6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.
   7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
   8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

 Textinn hér að ofan er úr lögum um stjórnlagaþing.  Stjórnarskrárnefnd með Björgu Thoroddsen í forsæti hefur síðan í sumar, verið að vinna nokkurs konar beinagrind að stjórnarskrá út frá þessum viðfangsefnum.  Siðan er Stjórnlagaþinginu/nefndinn/ráðinu ætlað setja kjöt á beinin.

 Úr því sem að komið er, treysti stjórnvöld sér ekki til þess að framkvæma kosningarnar aftur, þá er í raun lang einfaldast að Alþingi fái bara í hendurnar það sem kemur út úr vinnu nefndar Bjargar og setji sjálft kjöt á beinin.  Eða treystir meirihluti þingsins sér kannski ekki til að uppfylla skyldur sínar sem þingmaður?  

 Á endanum verður það alltaf svo, að það verður undir þeim 63 þingmönnum sem sitja á Alþingi vikurnar fyrir kosningar vorið 2013 og þeir sem ná kjöri í kosningum vorið 2013, sem samþykkja munu nýja stjórnarskrá.   Að baki þeim atkvæðum býr sannfæring og samviska 63ja einstaklinga í hvort skipti.  Munu þessir þingmenn frekar hafa sannfæringu fyrir frumvarpi, sem 25 einstaklingar, sem náðu kjöri , í ólöglegum kosningum semja, eða frumvarpi sem þingmennirnir semja sjálfir?

 Þingið mun fá frumvarpið til efnislegrar meðferðar í þremur umræðum, með nefndarstarfi á milli umræða.  Það eru meiri líkur en minni, að í öllu því ferli, þá taki frumvarpið einhverjum breytingum, litlum eða stórum burtséð frá því hvort að ráðgefandi þjóðaratkvæði verði um frumvarpið áður en það fer í þingið til afgreiðslu.  Þingmenn eru bundnir eigin sannfæringu og engu öðru er þeir greiða atkvæði í þinginu.  Þeir eru aldrei bundnir niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðis, sem er í raun bara risastór skoðanakönnun.  Hvað má þá Alþingi breyta frumvarpinu mikið, svo það hætti að teljast frumvarp stjórnlagaþingsnefndarráðsins og teljist frumvarp Alþingis?

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.2.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nokkrir 25menninganna lýstu því yfir, áður en Hæstaréttardómurinn féll, að þeir myndu ekki taka við neinum fyrirmælum um það hvernig þeir myndu starfa á fyrirhuguðu stjórnlagaþingi, né hvernig ný stjórnarskrá myndi hljóða eða líta út.  Þeir sögðust vera réttkjörnir fulltrúar þjóðarinnar til þess að umbylta stjórnarskránni eftir sínu höfði og þyrftu ekki og ættu ekki að lúta neinni forskrift við það verk.

Vinni stjórnlagaráð eftir sinni eigin uppskrift og skili af sér tillögu sem þingmenn geti engan veginn sætt sig við, þá verður málið jafn óleyst áfram og allt þetta brölt verður til einskis unnið.

Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2011 kl. 10:11

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já þetta brölt er í rauninni skítaredding.  Heilu eyðimörkunum þyrlað upp til þess að búa til nógu mikið ryk.  Þessir 25 einstaklingar sem taka munu sæti í ráðinu, eru fyrst og fremst fulltrúar Alþingis, en ekki þjóðarinnar þar sem kosning þeirra var dæmd ólögmæt.  Stjórnlagaþingskosningarnar sem slíkar, hafa því ekki meira vægi í sjálfu sér, en skoðannakönnum með rúmlega 200 þús. manna úrtaki, þar sem aðeins 36% aðspurðra taka afstöðu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.2.2011 kl. 10:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu átti að láta Stjórnlaganefnd Bjargar klára tillögurnar úr því sem komið er og hætta sýndarmennskunni með stjórnlagaþing/-ráð.

Sumir 25menninganna litu á sig sem þjóðkjörna fulltrúa og þar með algerlega óháða "kerfinu" og hefðu nánast sömu stöðu og forsetinn, þ.e. hefðu vald sitt beint frá þjóðinni og hefðu því alveg frjálsar hendur um samningu nýrrar stjórnarskrár.

Sá sem flest atkvæðin fékk í kosningunni var t.d. með stórar yfirlýsingar um þær breytingar sem hann ætlaði að ná fram á stjórnarskránni, þar á meðal fækkun þingmanna niður í 31 og fleiri róttækar breytingar, sem engar líkur eru á að Alþingi hefði nokkurn tíma samþykkt.

Mín spá er orðin sú, að engar verulegar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni áður en næstu Alþingiskosningar fara fram.

Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2011 kl. 11:10

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar ætlaðist sá er flest atkvæði hlaut til þess að ráðgefandi þjóðaratkvæði, áður en Alþingi fengi málið til umfjöllunar, hefði eins konar tilskipunarvald yfir Alþingi.   Alþingismenn sitja í umboði þjóðarinnar á Alþingi en ekki undir tilskipunarvaldi hennar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.2.2011 kl. 11:39

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Oft hefur verið reynt að breyta stjórnarskránni. Það hefur ekki tekist einhverra hluta vegna. En þegar breyta á einhverju verður að gera það til betri vegar því að öðrum kosti er betur heima setið en af stað farið. Ég hef lesið stjórnarskrána og átta mig ekki á því hvað fólk hefur við hana að athuga sem útheimtir mörg þúsund dagsverk. Ég held að skynsamur maður gæti komist að sæmilegri niðurstöðu um breytingar á stjórnarskrá Íslands á þremur mínútum sléttum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 25.2.2011 kl. 16:29

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er reyndar svo að ESB-vegferð ríkisstjórnarinnar, krefst þess að liður 7. á viðfangsefnalistanum, verði unnin þannig að Það fullveldisafsal er ESB-aðild útheimtir verði möguleg.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.2.2011 kl. 16:47

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er það nánast eini tilgangur Samfylkingarinnar með þessu stjórnarskrárþingi/-ráði að koma heimildinni til fullveldisafsals inn í stjórnarskrá.

Flokkurinn tilbúinn til að eyða milljörðum króna til að ná fram því gæluverkefni sínu að troða landinu inn í ESB, með góðu eða illu.

Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2011 kl. 18:37

9 identicon

Þess konar einstaklingar sem finnst þetta eðlileg tilhögun eru ekkim eðlileg afurð síns samfélags, heldur í grunninn alræðissinnar, sem liði betur í Íran þar sem forynginn gæti ákveðið allt út og suður fyrir þau, og klerkar ávítað þau fyrir brot á reglum og lögum, og þar liði þeim vel, innan ramma sem aðrir sköpuðu fyrir þau.

Engin þjóð með sjálfsvirðingu breytir eigin stjórnarskrá fyrir tilstilli ólöglega kjörinna einstaklinga, í svo háðuglegum kosningum.

Engin þjóð er meiri en sjálfsvirðing hennar. Sýnum okkur sjálfum þá virðingu að kjósa okkar eigin leiðtoga til að breyta okkar eigin stjórnarskrá, í átt til batnaðar, en ekki sem skálkaskjól fyrir andlýðræðislegar tilhneigingar ríkisstjórnarinnar.

Þetta er ólöglega kjörið þing sem naut einungis stuðnings lítils hluta þjóðarinnar jafnvel samkvæmt niðurstöðu þessa ólöglega gjörnings. Það var illa staðið að þessu og hið mesta fúsk og eins og gert til þess að hæðast að Íslensku þjóðinni. Ríkisstjórn sem ekki virðir lög og rétt er ekki hæf til að stíra siðmenntuðu þjóðfélagi og á betur heima í ofríki ættbálkakerfis einhvers staðar í frumskóginum. Hér er siðmenning, og réttlætisgyðjan er blind, og á að vera blind. Hún sér hvorki hægri né vinstri, svarta né hvíta, karl né konu, því hún er réttlát.

Flokkshundum fullum ofríkis ráðlegg ég að gerast bara talibanar. Þið eruð til háðungar bæði fyrir hönd góðra og gildra hugsjónamanna sócíalismans eins og Trostky og Olaf Palme, og John Stuart Mill myndi ekkert vilja hafa saman að sælda með hægriflokkshundum Íslands heldur. Þið eruð samskonar pakk og kominn tími til að þið stofnið ykkar eigin flokk: Flokk ofstækismanna, en ofstækismaður er hver sá sem dæmir skoðun eftir hvaðan hún kemur, en ekki hver hún er, orð eftir eiganda þeirra, og réttmæti gjörnings, svo sem þessa stjórnlagaþings, eftir því hvar hann er flokksbundinn eða foreldrar hans. Nýja Ísland hefur ekkert pláss fyrir ofstækismenn og ofríki. Gerið okkur þann greiða að flytja til Saudi Arabíu, hægri sem vinstri! Réttlætisgyðjan hirðir ekki frekar um rautt eða blátt en svart eða hvítt og MEGI JUSTITIA RÍKJA Á ÍSLANDI...því HÚN EIN ER OKKAR FJALLKONA!!!

Með löghlýðinni kveðju,

Heiðvirður vinstrimaður.

Í nafni Justitia! (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband