Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Man enginn mesta fylgishrun stjórnmálaflokks á heimsvísu?

Fyrir aðeins einu ári, í Alþingiskosningunum, var sett heimsmet í fylgishruni nokkurs stjórnmálaflokks í veröldinni þegar Samfylkingin tapaði yfir 50% af fyrra fylgi sínu.  

Þetta fylgishrun varð um allt land og ekki síður í Reykjavík en annarsstaðar á landinu, enda hafði Samfylkingin valdið almenningi gríðarlegum vonbrigðum á kjörtímabilinu og ekki staðið við nein af sínum helstu kosningaloforðum, t.d. um "skjaldborg heimilanna".

Nú, fyrir borgarstjórnarkosningarnar, þykist þessi sami flokkur ætla að byggja þrjúþúsund íbúðir fyrir láglaunafólk án þess þó að hafa nokkurn tíma eða nokkursstaðar útskýrt hvernig flokkurinn hyggst fjármagna þessar íbúðabyggingar.  Þegar reynt hefur verið að þinga oddvta flokksins, sem virðist reyndar vera einn í framboði fyrir Samfylkinguna, um málið bendir hann aðallega á Búseta og önnur slík leigufélög, sem fyrir löngu eru búin að gera sínar áætlanir um íbúðabyggingar á næstu árum.

Oft er talað um að skammtímaminni í pólitík sé ekkert og miðað við skoðanakannanir mun það sannast enn og aftur í borgarstjórnarkosningunum 2014. 


mbl.is Bæta við sig manni í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur

Samkvæmt skoðanakönnunum munu núverandi stjórnarflokkar í Reykjavík fá góðan meirihluta til að halda áfram stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili.

Þetta er merkilegt í því ljósi að mikil óánægja er meðal borgarbúa með stjórn þessara flokka á síðasta kjörtímabili, ekki síst vegna skipulagsmálanna og nægir að benda á flugvallarmálið, ýmislegt sem hefur verið að koma upp á yfirborðið um blokkarbyggingar yfir bílageymslur í vesturbænum og meðfram Suðurlandsbrautinni við Laugardalinn.

Jafn sjálfsagt og það er að liðka til fyrir umferð reiðhjóla þykir flestum að gangi út yfir þjófabálk eyðing bifreiðastæða vítt og breitt um borgina og þykja einna furðulegastar framkvæmdir í þá veru við Borgartún, þar sem venjulega eru mikil vandræði að finna bílastæði við fyrirtæki og stofnanir sem þar eru staðsettar.

Í ljósi þessara skoðanakannana kemur upp í hugann málshátturinn gamli og góði:  "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur". 


mbl.is Samfylking og BF með 53,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Landspítalinn stórhættulegur lífi fólks?

Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um "læknamistök" í gegn um tíðina og fellur þar undir allt sem aflaga getur farið í heilbrigðiskerfinu.

Svo langt hefur verið gengið að gefa í skyn að tugir, eða hundruð manna láti lífið árlega á Íslandi vegna "læknamistaka", eins og sjá má t.d. hérna  http://www.visir.is/hin-hlidin-a-vidreisn-lsh/article/2013712179934

Alls staðar eru gerð mistök af einhverju tagi og vafalaust eru gerð ýmis mistök á Landspítalanum, eins og annarsstaðar en ef nú á að taka upp sem reglu að ákæra fyrir þau og krefjast dóma yfir starfsmönnum spítalans verður stutt í að enginn fáist þar til starfa, enda flestir komnir bak við lás og slá, verði niðurstaða þessa máls sú að starfsmaðurinn fái á sig dóm fyrir manndráp af gáleysi.

Að taka upp á því að ákæra starfsfólk heilbrigðiskerfisins vegna "mistaka" er stórkostlega vanráðið og ætti alls ekki að eiga sér stað.  Auðvitað á annað við ef grunur leikur á að um stórkostlegt hirðuleysi sé að ræða eða hreinlega ásetning um að gera sjúklingi miska eða jafnvel að ráða honum bana. 


mbl.is Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu margir hafna leiðréttingu lána sinna?

Í dag mun væntanlega verða opnaður vefurinn leiðrétting.is þar sem fólk mun geta sótt um leiðréttingu vegna verðtryggðra íbúðalána sinna, sem skapaðist vegna óðaverðbólgunnar sem forsendubrestur bankahrunsins olli á sínum tíma.

Margir, sérstaklega kjósendur Samfylkingarinnar, VG og Bjartrar framtíðar, hafa fundið þessari leiðréttingu allt til foráttu og þingmenn þessara flokka greiddu atkvæði gegn lögunum um lánalækkunina og sögðu hana nánast vera einkamál Framsóknarflokksins, sem tekist hefði að véla Sjálfstæðisflokkinn til fylgis við málið til þess að halda friðinn innan ríkisstjórnarinnar.

Miðað við undirtektir þeirra sem eru vinstra megin við miðju í stjórnmálaskoðunum og umtal þeirra um þessa skuldalækkun hljóta margir þeirra að sleppa algerlega að sækja um að fá að njóta síns skerfs af þeirri upphæð sem til lækkunarinnar er fyrirhugað að verja, þannig að meira mun þá verða til skiptana fyrir hina sem óska leiðréttingar sér til handa.

Líklega mun leyndin yfir því hverjir sækja um lánalækkun verða til  þess að margur maðurinn muni lauma inn umsókn í algjörri andstöðu við það sem hann hefur áður sagt og skrifað um efnið. 

Mannlegt eðli mun ráða för, nú sem endranær. 


mbl.is Leiðrétting.is í lokatékki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun verkfallsréttar

Réttur stéttarfélaganna til boðunar verkfalla í kjarabaráttu á að vera neyðarréttur sem ekki verði gripið til fyrr en allt annað hefur verið reynt til að ná samningum.  

Verkföll hafa verið tiltölulega fá undanfarin ár og nánast engin af hendi almennra verkalýðsfélaga.  Algengara hefur verið að félög opinberra starfsmanna hafi gripið til þessa skæpa vopns eftir að verkalýðsfélögin hafa gegnið frá sínum samningum og með því knúið fram mun meiri hækkanir en verkafólkið hefur fengið.

Í raun er nokkuð fáránlegt að fámennir hópar hálaunafólks skuli yfirleitt hafa verkfallsrétt og þá ekki síst hópar sem geta sett allt þjóðfélagið á annan endann, jafnvel lokað landinu frá umheiminum og janvel lagt heilu atvinnugreinarnar í rúst með því að nánast beita fjárkúgunum, eins og verkfall flugmanna hjá Icelandair er dæmi um. 

Hópar, sem þetta á við, eiga auðvitað ekkert að hafa verkfallsrétt en ættu að sæta því að heyra undir kjaranefnd sem úrskurðaði þá um þeirra kjör í samræmi við það sem um semdist á almennum markaði. 


mbl.is Mikil reiði í hópi flugmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðshreyfingin er örlát við forstjórana sína

Flest stærstu fyrirtæki landsins eru í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna, eða réttara sagt fjárfestingarfélaga lífeyrissjóðanna, enda fáir, ef nokkrir, sem geta keppt við þann risavaxna auðjöfur sem verkalýðshreyfingin er orðin í gegn um þessa sjóði.

Lífeyrissjóðirnir eru í raun lifeyristryggingarsjóðir með skylduaðild og ættu því að vera stjórnað af raunverulegum eigendum sínum, sem eru tryggingaþegarnir sjálfir en verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda ættu þar hvergi að koma nærri.

Fulltrúar verkalýðs og atvinnurekenda eru farnir að meðhöndla bæði lífeyrissjóðina og fjárfestingasjóðina eins og sína einkaeign og skammta sér ótrúlegar fúlgur í stjórnarlaun, að ekki sé talað um þau brjálæðislegu laun sem þeir skammta forstjórunum og öðrum yfirmönnum þessara fyrirtækja.

Á sama tíma og verkalýðsforystan leggur blessun sína yfir ótrúlega fáránlegar launahækkanir til æðstu stjórnenda stórfyrirtækjanna heldur hún að hægt sé að fá hina almennu starfsmenn til að sætta sig við smánarhækkanir, með hótunum um að efnahagslífið leggist algerlega á hliðina ella.

Það er sannleikskorn til í því að þjóðfélagið þolir ekki miklar almennar kauphækkanir eins og sakir standa, en almenningur þolir ekki siðleysi og eiginhagsmunasemi verkalýðsforystunnar og forstjóra hennar á sama tíma og ætlast er til að almenningur sætti sig við hægfara kauphækkanir á mörgum árum. 


mbl.is Gífurleg launahækkun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afglæpavæða dópið

Eftir að hafa verið algerlega andvígur afglæpavæðingu svokallaðra "eiturlyfja" áratugum saman hafa farið að renna á mann tvær grímur undanfarin ár, enda hefur algerlega mistekist að kveða niður viðskiptin með þau og á þeim markaði eru miskunnarlausar glæpaklíkur allsráðandi.

Þegar maður var á unglingsárum hefði verið afar einfalt að verða sér úti  um "eiturlyf" hverskonar, ekki síst maríjúana, ef áhugi hefði verið fyir hendi og ekki virðist það hafa orðið erfiðara eftir því sem tímar hafa liðið fram.

Þrátt fyrir öll bönn og baráttu lögreglu og tollayfirvalda við dópklíkurnar geta allir útvegað sér allt það dóp sem þeir vilja án þess að allt þjóðfélagið hafi farið á hvolf vegna slíkrar neyslu, en glæpamennirnir maka hins vegar krókinn og virðast sumsstaðar nánast stjórna heilu löndunum.

Margir verða flíklar vegna dópneyslunnar en þrátt fyrir að auðvelt sé að komast yfir efnin virðist sá hópur þó ekkert hlutfallslega stærri en sá sem verður áfenginu að bráð og missir stjórn á neyslu þess þó aðgegni að því sé bæði löglegt og auðvelt.

Stríðið við eiturlyfjabarónana er löngu tapað og tími kominn til að grípa til nýrra úrræða. 


mbl.is Flestir nota vímuefni skynsamlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans vitleysa

Rússland, undir stjórn Pútíns, virðist stefna skref af skrefi í átt að einræðisríki að fyrirmynd Ráðstjórnarríkjanna, en þar stjórnaði Pútín leyniþjónustunni  um tíma og kann því vel til verka í slíku stjórnarfari.

Nýjasta uppátæki þessa væntanlega einræðisherra er að banna blótsyrði í bíómyndum, sjónvarpi, leikhúsum, bókum og öðrum miðlum, að viðlögðum sektum.  Það kann ekki  góðri lukku að stýra ef fólk á að þurfa að hlýta opinberum fyrirskipunum um hvaða orð má nota og hver ekki, enda er slíkt oftar en ekki fyrirboði um boð og bönn um hvað má yfirleitt segja og skrifa.

Sumsstaðar þurfa íbúar að klæðast samkvæmt smekk ráðamanna og ótrúlega víða eru alls kyns takmarkanir á því hvað fólk má aðhafast og hvernig það skal haga sér bæði daga og nætur.

Vegna þess að svona fáránleg lög eru samþykkt í Rússlandi mun fólk lítið kippa sér upp við málið, en allir geta ímyndað sér hvernig lætin hefðu orðið ef svona lög yrðu sett í vestrænum ríkjum og jafnvel þó einhver léti slíkar hugmyndir frá sér fara á opinberum vettvangi.

Þessi lagasetning er nú meiri andskotans, hvelvítis vitleysan.  Mikið djöfull sem Pútín er steiktur. 


mbl.is Rússar banna blót með lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband