Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
29.5.2013 | 10:11
Hrikalegur misskilningur eða hvað?
Guðbjört Gylfadóttir, starfsmaður Bloomberg í New York, hefur sent frá sér gagnrýni á álframleiðslu þar sem hún finnur greininni allt til foráttu og segir hana á fallanda fæti, ekki síst þar sem framleiðslukostnaður á hvert áltonn sé á þriðjaþúsund dollara en heimsmarkaðsverðið sé nú innan við nítjánhundruð dollarar á tonnið.
Guðbjört heldur því jafnframt fram að Alcoa sé nánast á grafarbakkanum vegna taps á framleiðslu sinni, sem hún segir að sé 30 milljón tonn á ári, en í svari Samtaka álframleiðenda kemur m.a. fram samkvæmt fréttinni: "Þá segir Samál að Alcoa framleiði 4,2 milljónir tonna af áli á ári en ekki 30 milljón tonn, líkt og fram komi í greininni. Það munar 26 milljónum tonna og augljóst að greinarhöfundur misskilur algerlega þær upplýsingar sem verið er að skoða.""
Um framleiðslukostnaðinn segir í athugsemdunum: "Þannig eru um 30 milljón tonn í heiminum framleidd með tilkostnaði sem er undir 2.000 dollurum. Álverið með lægsta framleiðslukostnað í heiminum framleiðir tonn af áli fyrir 1.400 dollara. Það er því ekki um það að ræða að það kosti 1.400 dollara að framleiða ekkert það er misskilningur hjá höfundi greinarinnar. Reyndar byggir nánast öll umfjöllun hennar í greininni á misskilningi og þekkingarskorti sem er ótrúlegur miðað við menntun höfundar."
Ekkert er við því að segja að fólk hafi mismunandi skoðanir á álverum og annarri stóriðju, en lágmarkskrafa er að gagnrýni sé a.m.k. byggð á lágmarksstaðreyndum og helst réttri túlkun upplýsinga sem fyrir hendi eru, en ekki á misskilningi, rangfærslum og staðreyndafölsunum vegna vanþekkingar á málefninu eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi er stóriðjuandstæðingur.
Vonandi kemur Guðbjört með nánari skýringar og rökfærslu fyrir sinni túlkun á málinu fljótlega því annars verður ekkert mark tekið á gagnrýni hennar og hún dæmd dauð og ómerk.
Nánast allt byggt á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.5.2013 | 09:05
Hástig vitleysunnar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður, segir að árásir á sig séu komnar yfir vitleysingastigið þegar einhverjir halda úti falspersónum á netinu til að rægja hana árum saman. Telur Vigdís að einhver hljóti að greiða fyrir þessi skrif, því varla myndi nokkur nenna að standa í slíku árum saman af áhugamennsku einni saman.
Alþekkt er að alls kyns furðufuglar og vitleysingar stunda einelti, fyrirsát og árásir gegn ákveðnum einstaklingum langtímum saman án nokkurrar greiðslu eða hvatningar annarra, einmitt af þeirri ástæðu einni saman að viðkomandi árásarmaður er bilaður á geði eða hreinlega furðufugl og/eða vitleysingur.
Árásirnar og rógurinn gegn Vigdísi er alls ekki kominn yfir vitleysingastigið, heldur eru þær miklu nær því að vera hástigið sjálft, eða a.m.k. mjög nálægt því.
Komið yfir vitleysingastigið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.5.2013 | 19:58
Voru IPAstyrkirnir mútur eftir allt saman?
Össur Skarphéðinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, hefur jafnan látið eins og IPAstyrkir Evrópusambandsins séu nánast veittir af fádæma góðvild og umhyggjusemi stórríkisins væntanlega fyrir hinum smærri bræðrum og systrum og veittist harkalega að Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, fyrir að neita að þiggja slíka góðmennsku til handa sinna ráðuneyta og þeirra málaflokka sem hann réð yfir.
Ný ríkisstjórn er varla búin að kynna stefnu sína og samt eru Evrópuþingmenn hrokknir úr gæðahamnum og komnir í stríðsbrynjurnar og farnir að heimta endurgreiðslur "styrkjanna", fyrst ekki eigi að halda áfram vinnunni við að gera Íslands að útnárahreppi í stórríkinu væntanlega. Í fréttinni er vitnað í Twitter síðu bresks ESBþingmanns þar sem segir m.a: ".... sem það veitti Íslandi til þess að undirbúa landið fyrir inngöngu í sambandið og annað sem ætlað var að gera inngöngu meira aðlaðandi í augum Íslendinga."
Eins og oft áður tala ESBfulltrúar alveg skýrt um það sem í gangi hefur verið, þ.e. að um vinnu við innlimun sé að ræða, en ekki samningaviðræður um eitt eða neitt.
Íslenskir ESBvinnumenn hafa hins vegar aldrei viljað viðurkenna staðreyndir málsins og reynt að halda blekkingum og lygum að þjóðinni árum saman.
Spyr hvort ESB heimti styrki til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.5.2013 | 10:27
Til hamingju Ísland
Ástæða er til að óska íslensku þjóðinni til hamingju með nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og að vera þar með laus við fyrstu, og vonandi síðustu, ríkisstjórn sem sjálf kallaði sig "hreina og tæra" vinstri stjórn og á hátíðarstundum "norræna velferðarstjórn".
Sjálfsagt hefur fráfarandi ríkisstjórn gert eitthvað rétt í stjórnartíð sinni, þó fátt komi upp í hugann í fljótu bragði, en þó einkenndist kjörtímabilið af óeiningu innan og milli stjórnarflokkanna, að ekki sé talað um hatrið og óbilgirnina sem stjórnarandstöðunni var sýnd í orðum og verkum. Segja má um stjórnunarstíl Jóhönnu Sigurðardóttur að hún hafi ávallt valið ófrið og deilur um málefnin, jafnvel þó samkomulag og sátt væri í boði.
Vonandi horfir nú til bjartari tíma með nýja von fyrir þjóðina um uppbyggingu nýrra atvinnumöguleika, betri kjör fólksins og von um bættan hag þjóðarinnar allrar með aukinni verðmætasköpun og tekjum ríkissjóðs sem af henni mun leiða ásamt réttlátari, einfaldari og lægri skattbyrði launþega og fyrirtækja.
Ný ríkisstjórn mun væntanlega taka við á Ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun, fimmtudaginn 23. maí 2013. Sá dagur markar nýtt upphaf og nýja framfarasókn.
Ný ríkisstjórn rædd á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2013 | 10:18
Varla er núverandi ástand Vigdísi Hauksdóttur að kenna
Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður, sem talsvert hefur sinnt málefnum innflytjenda segist hafa miklar áhyggjur af því ef Vigdís Hauksdóttir yrði innanríkisráðherra, þar sem hún hafi látið í ljós álit á flóttamannamálum sem Katrínu hugnast ekki.
Samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni segir Katrín ennfremur: "Katrín sagði að staða þeirra ríflega 20 hælisleitendamála sem hún hefði á sinni könnu væri algjörlega óbærileg. Elstu málin segir hún vera frá árinu 2009, en það mál væri reyndar í kærumeðferð hjá innanríkisráðuneytinu. Ég hef kært meðferð mála til ráðuneytisins fyrir brot á málshraðareglu, en ráðuneytið er ekki búið að úrskurða um hvort málshraðareglan hafi verið brotin, segir Katrín. Málshraðinn þarna er skelfilegur. Það kom mér samt skemmtilega á óvart á ráðstefnunni í HR á miðvikudaginn að fólk var ekki bendandi hvert á annað, heldur var fólk sammála um að úrbóta væri þörf."
Það verður að teljast furðulegt að lögmaður sem lýsir núverandi stöðu þessara mála á þennan veg skuli vera að hafa áhyggjur af því hver gæti hugsanlega orðið ráðherra þessa málaflokks í framtíðinni og hvort það verði manneskja með skoðanir á málefninu eða algerlega skoðana- og framtakslaust fólk eins og virðist hafa verið að fjalla um þessi mál fram að þessu. Katrín er hins vegar afar ánægð með að engir skuli vera bendandi hver á annan vegna ástandsins, en bendir sjálf á fólk sem enga aðkomu hefur haft af flóttafólki fram að þessu.
Einhvern tíma hefði einfaldlega verið sagt að hér væri verið að hengja bakara fyrir smið.
Áhyggjur verði Vigdís ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2013 | 17:31
Svikamylla bankanna fyrir hrun
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu Dekabank, hins þýska, um að ríkið væri í raun ábyrgt fyrir skuldum Glitnis vegna svokallaðra "endurhverfra" viðskipta upp á tugi milljarða króna örstuttu fyrir bankahrunið á árinu 2008.
Í fréttinni segir um þessi viðskipti: "Þýski bankinn lánaði Glitni um 677 milljónir evra á fyrri hluta árs 2008 í formi endurhverfra viðskipta um kaup og sölu á fjármálagerningum útgefnum af Landsbankanum og Kaupþingi." Þessi viðskipti varpa ljósi á gerfiviðskipti bankanna á þessum tíma, en þeir hafa greinilega verið að "kaupa" skuldabréf hver af öðrum og endurselja þau síðan til erlendra banka og annarra fjármálastofnana löngu eftir að stjórnendum íslensku bankanna var orðið ljóst að hrun væri framundan, enda sjálfir og eigendur bankanna löngu byrjaðir að tæma þá innanfrá og héldu því áfram fram á síðasta starfsdag bankanna og jafnvel lengur.
Þessi sýndarviðskipti hafa ekki verið neitt annað en hreinar blekkingar eða Ponsisvindl og ætti Dekabank frekar að kæra stjórnendur bankanna fyrir svindlið en að reyna að hafa peninga út úr íslenskum skattgreiðendum, sem enga ábyrgð báru, eða aðkomu áttu, að þessum bófahasar.
Annað sem þessi dómur sýnir svart á hvítu og það er hve vel og úthugsað ríkisstjórn Geirs H. Haarde brást við bankahruninu með setningu neyðarlaganna.
Ríkið sýknað af 54 milljarða kröfu Dekabank | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2013 | 13:25
Auðvitað eru allir fífl, nema Vinstri grænir
Steingrímur J. hefur birt þann boðskap sinn í erlendum fjölmiðlum að kjósendur í Evrópu séu fífl og skeri íslenskir kjósendur sig þar alls ekki úr hópnum, enda hafi þeir kastað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna út í hafsauga í nýafstöðnum kosningum. Þetta hafi þeir gert af þeirri einföldu ástæðu að þeir séu heimskir og skilningslausir og trúgjarnir að auki.
Auðvitað eru tiltölulega fáar undantekningar frá þessari reglu, en það eru þeir kjósendur á Íslandi sem héldu sig við að kjósa Vinstri græna, en það voru þó ekki nema tæp 11% kjósenda og að frádregnum þeim sem kusu Samfylkinguna eru þá a.m.k. 76% kosningabærra manna á landinu sem falla í fíflaflokkinn.
Sjaldan, ef nokkurn tíma, hefur tapi í kosningum verið tekið jafnilla og forysta og stuðningslið fráfarandi ríkisstjórnar hafa gert eftir þennan kosningaósigur.
Líklega stafar það ekki síst af því að annað eins tap hefur hvergi þekkst á byggðu bóli frá örófi alda.
Skynsamari en Steingrímur telur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2013 | 18:48
Nú er það svart og kemur reyndar ekki á óvart
Ríkisskattstjóri er að ráðast í herferð gegn svartri atvinnustarfsemi, sem hann segir að hafi aukist gríðarlega mikið undanfarin misseri sem aftur komi fram í minni virðisaukaskattsheimtum í ríkissjóð. Þar að auki bendi síaukið seðlamagn í umferð til þess að svarta hagkerfið "blómstri" sem aldrei fyrr.
Þessi tíðindi þurfa auðvitað ekki að koma nokkrum manni á óvart, því þetta mátti allt sjá fyrir og hafði verið spáð m.a. á þessu bloggi, vegna þeirra ómennsku skattahækkana sem á þjóðinni hafa dunið í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem er að hrökklast frá völdum með skömm, ekki síst vegna skattpíningar og svika annarra kosningaloforða.
Vonandi getur þetta mál orðið til að fleiri fari að skilja að skattahækkanir skila hreint ekki alltaf auknum tekjum í ríkissjóð, en það geta skattalækkanir hins vegar vel gert ef rétt er á haldið.
Ólögleg gisting undir smásjá RSK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.5.2013 | 18:53
Af hverju samþykkti Steingrímur J. lán í erlendri mynt?
Við uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans greiddi sá nýji fyrir þær kröfur sem hann yfirtók m.a. með skuldabréfi að upphæð kr. 310.000.000.000 (þrjúhundruðogtíuþúsundmilljónir) í ERLENDUM GJALDEYRI. Ef rétt er munað átti að greiða skuldina í einu lagi á árinu 2015 og hefðu allir átt að sjá strax við undirritun skuldabréfsins að aldrei yrði hægt að standa við greiðslu á þeim gjalddaga.
Þetta lán er stór hluti þess vanda sem framundan er við að losa um svokallaða snjóhengju, enda gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinnar svo takmarkaður að ekki er einu sinni hægt að standa undir nauðsynlegustu afborgunum ríkisins, annarra opinberra aðila og einkafyrirtækja á erlendum lánum sínum á næstu árum.
Seðlabankinn hefur orðið að grípa til þess ráðs að stöðva allar greiðslur úr þrotabúum gömlu bankanna, ekki síst til að knýja kröfuhafa þeirra til samninga um gríðarlega eftirgjöf krafnanna. Sem dæmi má taka eftirfarandi klausu úr meðfylgjandi frétt: "...... herma heimildir blaðsins, að óvíst sé hvort Seðlabankinn muni veita heimild fyrir slíkum útgreiðslum meðan ekki hefur tekist að semja um endurfjármögnun eða lengingu á 310 milljarða erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans."
Engin viðhlýtandi skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Steingrímur J. ákvað að þessi skuld milli bankanna skyldi verða gerð upp í ERLENDUM gjaldmiðli, en ekki íslenskum, því auðvitað hefði átt að láta gamla bankann hafa áhyggjur af gjaldeyrisöfluninni en ekki nýja ríkisbankann.
Þetta er ekki minnstu mistök Steingríms J. og þeirrar lánlausu ríkisstjórnar sem illu heilli hefur plagað þjóðina undanfarin fjögur ár.
Fékk ekki undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2013 | 19:01
Er Gnarrinn kominn í stríðsbúninginn?
Jón Gnarr, svokallaður borgarstjóri, hefur marglýst því yfir að hann vilji láta banna allar herskipakomur til Reykjavíkur og lendingar allra flugfara sem herjum tengjast, helst á öllu landinu eða a.m.k. á Reykjavíkurflugvelli. Ennfremur vill hann að landið segi sig úr NATO og hætti allri samvinnu við það varnarbandalag, en viðurkennir þó að erfitt gæti verið að vera án björgunarskipa og -flugvéla bandalagsins.
Hins vegar hefur vakið athygli að "friðarsinninn" kemur helst ekki fram við opinberar athafnir og móttökur án þess að skrýðast fullum herskrúða í anda stjörnustríðsmyndanna og að auki oftast vopnaður geislabyssum og sverðum í stíl.
Sennilega eru ekki margir borgarstjórar í heiminum jafn illa tengdir og Gnarrinn við þá raunveruleikaveröld sem þeir búa í, en lifa og hrærast í sýndarveruleika sem þeir halda að jafnist á við þann raunverulega.
Tundurduflaslæðarar í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)