Voru IPAstyrkirnir mútur eftir allt saman?

Össur Skarphéðinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, hefur jafnan látið eins og IPAstyrkir Evrópusambandsins séu nánast veittir af fádæma góðvild og umhyggjusemi stórríkisins væntanlega fyrir hinum smærri bræðrum og systrum og veittist harkalega að Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, fyrir að neita að þiggja slíka góðmennsku til handa sinna ráðuneyta og þeirra málaflokka sem hann réð yfir.

Ný ríkisstjórn er varla búin að kynna stefnu  sína og samt eru Evrópuþingmenn hrokknir úr gæðahamnum og komnir í stríðsbrynjurnar og farnir að heimta endurgreiðslur "styrkjanna", fyrst ekki eigi að halda áfram vinnunni við að gera Íslands að útnárahreppi í stórríkinu væntanlega.  Í fréttinni er vitnað í Twitter síðu bresks ESBþingmanns þar sem segir m.a:  ".... sem það veitti Íslandi til þess að undirbúa landið fyrir inngöngu í sambandið og annað sem ætlað var að gera inngöngu meira aðlaðandi í augum Íslendinga."

Eins og oft áður tala ESBfulltrúar alveg skýrt um það sem í gangi hefur verið, þ.e. að um vinnu við innlimun sé að ræða, en ekki samningaviðræður um eitt eða neitt.

Íslenskir ESBvinnumenn hafa hins vegar aldrei viljað viðurkenna staðreyndir málsins og reynt að halda blekkingum og lygum að þjóðinni árum saman. 


mbl.is Spyr hvort ESB heimti styrki til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver heilvita maður sá þetta !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 20:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað sá hver heilvita maður þetta, en Samfylkingarfólk lét eins og það vissi ekki um hvað málið snerist, eða það sem líklegra er, var bara að reyna að blekkja og ljúga.

Axel Jóhann Axelsson, 22.5.2013 kl. 20:20

3 identicon

Auðvitað lét Samfylkingin þetta gott heita. Þetta er nú einu sinni þeirra stærsta áhugamál. "Góðir bitlingar í Brussell". Þannig hugsa kratar og hafa alltaf gert. Margir ættu að fara fyrir Landsdóm. Þeim skal svíða sem undir míga.

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 20:27

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er skemmtilegt Freudean slip hjá þingkonunni. Hún undirstrikar þarna tilgang styrkjanna og þá óumflyjanlegu staðreynd að þeir eru brot á íslenskum lögum og stjórnarskrá. Nú er bara að taka saman hvítbók um málið og fletta ofan af blekkingunum og skítamixinu í utanríkisráðuneytinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.5.2013 kl. 20:32

5 identicon

Nýstofnuð ríkisstjórn hlýtur að fara vandlega yfir þetta allt saman og upplýsa okkur um það og Hvítbók já, það verður forvitnilegt að vita hvað kemur upp úr krafsinu í utanríkis ráðuneytinu þegar trúðurinn verður farinn þaðan.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 21:09

6 Smámynd: rhansen

Nú er mál til komið að Össur svari fyrir syndirnar og að fólk krefjist þess , skilyrðislaust !

rhansen, 22.5.2013 kl. 21:13

7 identicon

Reynist IPA styrkirnir mútufé sem Evrópumafían vill aftur..... geta þeir tekið Össur (við höfum hvort eð er ekkert með pútnahússfæddann lofthana eins og hann að gera) og eftirlaun hanns í pant.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 21:16

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Spurningunni er svarað í lok fréttarinnar.

Þess má geta að samkvæmt samningi íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið um IPA-styrkina er gert ráð fyrir að hægt sé að segja honum upp einhliða af öðrum hvorum aðila. Verði það gert haldi þau verkefni sem þegar séu í gangi áfram þrátt fyrir mögulega uppsögn samningsins.

Samkvæmt þessu er ljóst að það eru ekki nein skilyrði bundin þessum styrkjum. Í því sambandi gildir það sama og í umræðunni um lögmæti gengistryggðu lánanna. Ef það voru ekki skýr ákvæði um að hinir lágu vextir væru bundnir órjúfanlegum böndum við gengi krónunnar, þá var engin heimild að krefjast íslenskra okurvaxta. Ef það eru engin ákvæði um að styrkirnir séu afturkallaðir eða verkefni byggð á þeim stöðvuð, ef samningnum er sagt upp þá er engin heimild til staðar til að gera það.

Menn geta hafa hugsað sér eitthvað annað, en venjulega er framkvæmd og túlkun samninga ekki byggð á getgátum um hvað aðilar máls voru að hugsa. Ákvæði samninganna er það sem ræður niðurstöðunni.

Theódór Norðkvist, 23.5.2013 kl. 02:07

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Theódór, aðalatriðið er að viðurkenna tilgang styrkjanna en ekki hvort þeir séu afturkræfir. Samfylkingarforkólfar hafa aldrei fengist til að viðurkenna að þessir styrkir séu ".....til þess að undirbúa landið fyrir inngöngu í sambandið og annað sem ætlað var að gera inngöngu meira aðlaðandi í augum Íslendinga", en það hafa forkólfar ESB hins vegar verið algerlega ófeimnir við og reyndar lagt á það ríka áherslu.

Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2013 kl. 09:05

10 identicon

Að sama skapi voru þá styrkir LÍÚ í kosningasjóði Sjalla fyrir þessar kosningar Mútur. 

baldinn (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 14:18

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eins og ég segi þá hefur hugsunin á bak við styrkina eflaust verið sú, a.m.k. af hálfu Evrópubandalagsins - sama hvað samfóliðið segir. Æ sér gjöf til gjalda, þannig er það nú. Hinsvegar skuldar Ísland ESB ekki neitt, þó þessu ferli verði slitið og það aldrei hafið aftur.

Nei baldinn, það eru launagreiðslur.

Theódór Norðkvist, 23.5.2013 kl. 14:42

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

baldinn, þá hljóta allir styrkir til allra stjórnmálaflokka og annarra samtaka að hafa verið mútur í gegn um tíðina.

Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2013 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband