Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
4.2.2010 | 21:45
Verður tryggt að fyrri eigendur nái ekki meirihluta?
Sú ákvörððun Arion banka, að setja Haga hf. á hlutabréfamarkaðinn og gera fyrirtækið þannig að almenningshlutafélagi, er snjöll leið til þess að leyna þeim raunverulega tilgangi, sem að baki býr.
Til þess að þurfa ekki að blanda niðurfellingu allra skulda af 1998 ehf. inn í sölu Haga, er sú leið farin að gefa stjórnendum félagsins forkaupsrétt á 15% hlut í upphafi og 85% verða sett í almenna sölu, sem fagfjárfestar og almenningur mega kaupa. Þar með vonast bankinn og Bónusfeðgar til þess að minni athygli vekji, þegar 1998 ehf. verður sett í gjaldþrot, félagið er algerlega eignalaust og Arion banki mun þurfa að afskrifa allar skuldirnar, sem nema a.m.k. fjörutíu milljörðum króna.
Að skömmum tíma liðnum munu fyrri eigendur verða búnir að kaupa nógu stóran hlut á markaðinum, til þess að ná aftur meirihluta í félaginu, því enginn þarf að efast um að einhversstaðar leynast nægir fjármunir til þeirra kaupa, eftir allar arðgreiðslurnar sem sogaðar voru út úr þeim Baugsfeðgafyrirtækjum, sem nú eru gjaldþrota.
Þetta mun gerast hægt og rólega, svo lítið beri á, en að lokum munu menn vakna upp og sjá til hvers hrútarnir voru skornir.
![]() |
Mun styrkja hlutabréfamarkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2010 | 14:47
Norska ríkisstjórnin skammast sín
Thomas Vemes, blaðamaður hjá ABC Nyheter í Noregi, hefur upplýst, að norska ríkisstjórnin hafi kúvent í afstöðu sinni til afgreiðslu láns til Íslendinga, því nú sé ekki lengur sett það skilyrði, að samþykkt á þrælasölu íslenskra skattgreiðenda til Breta og Hollendinga verði frágengin, áður en lánin verði afgreidd.
Þessu neita norsk stjórnvöld og halda því fram, að slíkt skilyrði hafi aldrei verið sett af sinni hálfu. Þetta segja þau, þótt marg staðfest hafi verið af norskum ráðherrum, að engin lán yrðu veitt, fyrr en ríkisábyrgðin á skuldum Landsbankans hefði verið samþykkt.
Greinilegt er, að einörð afstaða íslensks almennings gegn þrælasamningnum og væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla, sem mun kolfella lögin, hefur breytt afstöðu Norðmanna, eins og svo margra annarra erlendis að undanförnu.
Norska ríkisstjórnin er augljóslega farin að skammast sín, fyrir stuðninginn við þrælasölu nágranna sinna til erlendra kúgunarþjóða.
Nú er bara að vona að sú íslenska fari að skammast sín og hefji baráttu fyrir málstað eigin landsmanna.
![]() |
Stendur við fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 10:42
Jóhanna orðin undrunar og aðhlátursefni erlendis
Íslendingar hafa síðast liðið ár orðið vitni að ótrúlegri vanhæfni Jóhönnu Sigurðardóttur til að gegna því embætti, sem innanhússátök í Samfylkingunni, hafa leitt hana til að gegna. Landinn er reyndar hættur að furða sig á undarlegum háttum hennar og löngu hættir að hlæja, því gerðir hennar og aðgerðarleysi hefur komið illa niður á almenningi og verður til þess að lengja og dýpka kreppuna, frá því, sem orðið hefði, með traustri ríkisstjórn.
Nú eru útlendingar farnir að undrast og hljæja að undarlegum uppátækjum hennar og gera gys að henni opinberlega, eins og þessi klausa ber með sér: " Ég myndi svo sannarlega lýsa þessu sem óvenjulegu tilviki. Þeir sem sniðganga slíka fundi á ferð sinni um Brussel eru jafnan einræðisherrar frá Mið-Asíu. Því myndi ég án efa halda að evrópskur þjóðhöfðingi eða forsætisherra myndi alla jafna mæta á fundi með blaðamönnum eftir fundi með Barroso, segir Toby Vogel, blaðamaður hjá European Voice, systurriti Economist."
Það verður að teljast algerlega óskiljanlegt, að loksins þegar Jóhanna stígur á erlenda grund, þá noti hún ekki tækifærið til þess að kynna málstað Íslendinga fyrir erlendum fjölmiðlamönnum, sem við nánari hugsun, er kannski ekki svo einkennilegt, því ekki styður hún íslenskan málstað á heimavelli, heldur berst fyrir Breskum og Hollenskum hagsmunum, með kjafti og klóm.
Þegar allt kemur til alls, þjónar það hagsmunum Íslendinga best, að Jóhanna opni alls ekki á sér munninn, hvorki innanlands eða utan.
![]() |
Óvenjulegt tilvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.2.2010 | 08:58
Al Capone og skatturinn
Bandaríska lögreglan gat aldrei sannað nein afbrot á bannárunum, á þann fræga glæpaforingja Al Capone, þrátt fyrir miklar og margar tilraunir til þess. Al Capone var háll sem áll og tóks alltaf að leika á laganna verði, þangað til skatturinn gómaði hann fyrir skattalagabrot. Fyrir þau var hann dæmdur í fangelsi, þar sem hann lést að lokum úr sárasótt.
Vel má vera, að íslenskir banka- og útrásarglæpamenn, með aðstoð allra sinna lögfræðinga og annarra hjálparkokka, séu álíka hálir og Al Capone var á sínum tíma, þannig að ekki takist að fá þá dæmda fyrir fjárglæfra sína og önnur skemmdarverk á efnahagslífi landsins.
Ef svo fer, að lögmönnum þessara manna, takist að þvæla mál og hártoga, árum saman, verður að minnsta kosti að treysta því, að skattinum takist að klófesta þá, fyrir stórfelld skattalagabrot, enda ólíklegt, að allt persónulega bruðlið hafi ratað inn á skattskýrslur.
Annars þarf varla að óttast, að ekki takist að sanna stórfellt misferli á ýmsum sviðum á hrunbarónana, því sífellt eru að koma upp á yfirborðið, dæmi um subbuviðskipti þessara kappa sín á milli og varla er það allt í anda laganna.
Vest er hvað þessar rannsóknir taka allar langan tíma. Almenningur er óþolinmóður eftir einhverjum sýnilegum niðurstöðum.
![]() |
Gruna banka um skattalagabrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2010 | 08:26
Er Jóhanna að semja við ESB um Icesave?
Hér hefur því verið haldið fram, að helsta ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar séu eins harðir í afstöðu sinni í Icesave málinu, eins og raun ber vitni, og að sama skapi sé undirlægjuháttur Samfylkingarinnar gagnvart þeim, sé sú, að á bak við tjöldin sé búið að semja um að ESB yfirtaki skuldbindinguna, þegar Ísland gangist undir stórríkið.
Leynifundur Jóhönnu Sigurðardóttur með Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, er til þess fallinn, að ýta undir þessa skoðun og styrkja hana verulega. Sú einkennilega leynd, sem hvílir yfir þessari för allri, er gjörsamlega óskiljanleg og ekki síður, að Jóhanna neitar að nota tækifærið til þess að hitta erlenda fréttamenn í ferðinni og skilja þeir ekki upp eða niður í þeirri ákvörðun og hafa reyndar aldrei kynnst því fyrr, að framámenn nýti ekki tækifærið til þess að kynna sinn málstað.
Eins er það hulin ráðgáta hvernig ríkisstjórnin ætlar að koma nýjum lögum um Icesave í gegnum þingið og þjóðina, eingöngu með einhverjum lánasamningi við ESB, en óbreyttum þrælalögum í þágu Breta og Hollendinga.
Líklega er plottið það, að Icesave samningurinn verði látinn standa, sem slíkur, en ríkisábyrgðin dregin til baka, en ríkið taki hins vegar lán frá ESB, sem að nafninu til verði ekki tengt Icesave, en á ábyrgð ríkissjóðs, engu að síður.
Eitt er þó alveg víst og það er, að Samfylkingunni er ekki treystandi fyrir einu eða neinu.
![]() |
Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 20:05
Til hamingju Vinstri grænir
Fyrir sex árum heimilaði Skipulagsstofnun virkjanir í neðri Þjórsá og á síðan hefur verið unnið að skipulagsmálum og öðrum undirbúningi framkvæmda á svæðinu og hefur Landsvirkjun þegar varið um 3,5 milljörðum til verksins.
Ákveðið var fyrir löngu, að rafmagn frá þessum virkunum yrði ekki selt til álvera, eða annarrar stóriðju, heldur skyldi því varið til uppbyggingar annars konar iðnaðar og hátæknifyrirtækja, svo sem gagnavera.
Nú hefur Vinstri grænum tekist að tefja þessi áform um 2-3 ár, með tilheyrandi kostnaði og auknu atvinnuleysi, en eins og allir vita nú orðið, er atvinnuuppbygging eins og eitur í beinum Vinstri grænna.
Svandís Svavarsdóttir segist hafa synjað skipulagstillögunum staðfestingar vegna þess að Landsvirkjun hafi tekið þátt í kostnaði við skipulagsvinnuna. Upplýst hefur verið, að ekkert í lögunum banni slíkt, en þá er því borðið við, að ekki sé heldur tekið fram þar, að slíkt sé heimilt.
Full ástæða er til að óska Vinstri grænum til hamingju með þennan áfangasigur sinn, gegn atvinnulífinu og hagsmunum almennings í landinu.
![]() |
Landsvirkjun frestar viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.2.2010 | 14:58
Skömm stjórnarliða er mikil
Steingrímur J. Sigfússon var manna orðljótastur þegar hann var í stjórnarandstöðu og gagnrýni hans á menn og málefni var ekki öll lesin upp úr kristilegri sálmabók, þvert á móti lét hann hvern, sem fyrir varð hafa það óþvegið, þegar sá gállinn var á honum.
Nú, eftir að hann er orðinn ráðherra, er hann einn sá hörundsárasti, sem í ráðherrastól hefur sest, og þolir enga gagnrýni á sig og sína, eða getu- hugmynda- og framkvæmdaleysi í flestum málum, sem að ríkisstjórninni snúa.
Það allra versta, sem frá þessari ríkisstjórn og skósveinum hennar hefur komið, er Icesave samningurinn, sem selur íslenskan almenning í skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga til a.m.k. tveggja áratuga. Það fáráðlegasta við þennan fáráðlega samning er, að kröfur kúgaranna um jafnstöðu umframkrafna sinna, sem eru umfram ábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, að upphæð 20.887 evrur, skuli hafa verið samþykktar af Svavari Gestssyni og Steingrími J., sem jafnstæðar kröfur á þrotabú Landsbankans og krafa tryggingasjóðsins.
Það hefur í sér þá áhættu, að úr eignum Landsbankans fáist ekki fyrir kröfum sjóðsins og þar við bætast tug- eða hundruð milljarða aukavaxtagreiðslur á íslenska skattgreiðendur.
Skömm ríkisstjórnarinnar og skósveina hennar er mikil og mun lifa með þjóðinni um langa hríð.
![]() |
Sakaði þingmenn um mannaveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2010 | 13:46
Mikið að gerast í atvinnuuppbyggingu, segir Jóhanna
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Kastjósviðtali í gær, að ríkisstjórninni hefði tekist afar vel upp á ýmsum sviðum, ekki síst í atvinnumálunum, en þar hefðu t.d. skapast hátt í 500 störf í nýsköpun. Störf í nýsköpunarfyrirtækjum eru allra góðra gjalda verð, en þau eru að talsverðu leiti fjármögnuð af Atvinnuleysistryggingasjóði og koma ekki til með að sanna sig, fyrr en að talsverðum tíma liðnum. Vonandi er að í framtíðinni rísi blómleg atvinnustarfsemi á grunni þessara fyrirtækja og þau muni vaxa og dafna, þó ekki sé hægt að reikna með, að öll lifi til framtíðar.
Þetta er þó einungis dropi í hafið og nýsköpun hefur ekki orðið til vegna hugmyndaauðgi ríkisstjórnarinnar, heldur þeirra einstaklinga, sem hafa farið út í þennan rekstur, til þess að reyna að skapa sér nýja atvinnu á erfiðum tímum. Þakka skal þeim, sem þakka ber.
Samkvæmt fréttinni munu a.m.k. 300 manns missa vinnunna á næstu mánuðum vegna tilkynntra hópuppsagna og við þá tölu bætast þeir, sem missa vinnuna, án þess að það sé hluti af hópuppsögn. Alls má því gera ráð fyrir að a.m.k. 500 manns missi vinnuna á næstunni, þannig að þegar á heildina er litið minnkar atvinnuleysið ekkert og raunar er gert ráð fyrir að atvinnulausum fjölgi á árinu, en þeir eru nú um 16.000.
Þetta sjálfshól Jóhönnu, um kraft ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum, er því byggt á blekkingum og hreinum ýkjum, eins og annað, sem frá stjórninni kemur.
![]() |
60 sagt upp í hópuppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 11:50
Enn sami uppgjafartónninn
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í Kastljósi í gærkvöldi, að líklega myndi innheimtast allt að 100% af eignum Landsbankans og því yrði leikur einn að greiða Icesave skuldir hans.
Vegna þessarar síbatnandi stöðu gamla Landsbankans, sagði hún að nánast væri ekki um neitt að semja, nema örlitla breytingu á vöxtunum, eða eins og hún sagði: Nú erum við að reyna að stilla málinu þannig upp að við getum náð niður vöxtunum en það er kannski það litla sem hægt er að hreyfa í þessu að ná fram hagstæðari vaxtakjörum."
Bæði Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendum á Icesave miklu hærri upphæð, en þær 20.887 Evrur, sem tryggingasjóðurinn átti að greiða, samkvæmt tilskipun ESB. Ef minnið er rétt, greiddu Bretar út 50.000 pund og Hollendingar 100.000 Evrur. Samkvæmt uppgjafarskilmálunum voru þessar umframgreiðslur Breta og Hollendinga gerðar jafnréttháar og kröfur tryggingasjóðsins, þannig að sjóðurinn fær aðeins um helming þess, sem innheimtist, en kúgararnir afganginn.
Lágmarkskrafa í nýjum samningum, er að tryggingasjóðurinn eigi forgangskröfu í þrotabúið og krafa Breta og Hollendinga komi þar á eftir. Með því móti myndi skuldbinding tryggingasjóðsins greiðast helmingi hraðar en ella og vaxtagreiðslur yrðu helmingi minni.
Engar endurbætur fást á þessum þrælasamningum fást á meðan ráðamenn tala, eins og Jóhanna gerir.
![]() |
Eignir Landsbankans gætu skilað meiru en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2010 | 08:50
Bestu rekstrarmenn landsins
Enn birtast fréttir af félagi í eigu Jóns Ásgeirs í Bónusi, sem skilur eftir sig tug milljarða skuldir, eftir gjaldþrot, í þetta sinn huldufélagið Sólin skín ehf. Starfsemi félagsins virðist alls ekki hafa þolað sólarljósið, því bústjóri þrotabúsins segist lítið vita um starfsemi félagsins.
Jón Ásgeir í Bónus, hefur haldið því fram opinberlega, að hann og félagar hans séu bestu rekstrarmenn landsins og því sé alger nauðsyn, að gefa einkahlutafélagi Bónusfeðga, 1998 ehf., nokkra tugi milljarða króna, svo "bestu rekstrarmenn landsins" geti keypt Haga hf. enn á ný af Arion banka og þá væntanlega í gegn um enn eitt félag, sem stofnað yrði til kaupanna.
Það sem þessir "bestu rekstrarmenn landsins" hafa helst afrekað umfram aðra, er að reka fyrirtæki sín í gjaldþrot og hafa skilið eftir sig hundruð milljarða tap lánadrottna sinna, sem um tíma trúðu því einmitt, að þeir væru "bestu rekstrarmenn landsins" og þó víðar væri leitað. Einnig hafa þeir átt sinn þátt í að reka þjóðarbúið í það strand, sem það nú er í, og ætlast til þess, að fá fyrstir og helst einir, að komast í björgunarbátana. Þar eiga konur og börn ekki að hafa neinn forgang.
Sólin skín ekki lengur á þessa "bestu rekstrarmenn landsins", þeir eru komnir í dimmasta skuggann, en ætlast til að þjóðfélagið og bankarnir fái þeim aftur ókeypis forgang að sólbekkjunum.
![]() |
Gríðarlegar skuldir í huldufélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)