Til hamingju Vinstri grænir

Fyrir sex árum heimilaði Skipulagsstofnun virkjanir í neðri Þjórsá og á síðan hefur verið unnið að skipulagsmálum og öðrum undirbúningi framkvæmda á svæðinu og hefur Landsvirkjun þegar varið um 3,5 milljörðum til verksins. 

Ákveðið var fyrir löngu, að rafmagn frá þessum virkunum yrði ekki selt til álvera, eða annarrar stóriðju, heldur skyldi því varið til uppbyggingar annars konar iðnaðar og hátæknifyrirtækja, svo sem gagnavera.

Nú hefur Vinstri grænum tekist að tefja þessi áform um 2-3 ár, með tilheyrandi kostnaði og auknu atvinnuleysi, en eins og allir vita nú orðið, er atvinnuuppbygging eins og eitur í beinum Vinstri grænna.

Svandís Svavarsdóttir segist hafa synjað skipulagstillögunum staðfestingar vegna þess að Landsvirkjun hafi tekið þátt í kostnaði við skipulagsvinnuna.  Upplýst hefur verið, að ekkert í lögunum banni slíkt, en þá er því borðið við, að ekki sé heldur tekið fram þar, að slíkt sé heimilt. 

Full ástæða er til að óska Vinstri grænum til hamingju með þennan áfangasigur sinn, gegn atvinnulífinu og hagsmunum almennings í landinu.


mbl.is Landsvirkjun frestar viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar nú bara til að benda á nokkur atriði.

- Á árinu 2008 skilaði landvirkjun ca 20 milljarða tapi. Á því ári var álverð gott.

- Hrun krónunnar hefur ekkert með tekjur orkusölu að gera þar eð það er reiknað í dollurum.

- RARIK tapaði líka 2008. Milljörðum.

- 2009 verður vart betra.

- Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru engan vegin í sáttarfarvegi, þær eru mjög umdeildar.

- Aðal eftirspurnin eftir þessari orku, eða lausri orku yfirleitt er Helguvík.

Dæmi nú hver fyrir sig...

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki hef ég kynnt mér rekstursreikning Landsvirkjunar sérstaklega, en t.d. miklar afskriftir, sem ekki eru beinn útlagður kostnaður, geta myndað neikvæða rekstrarstöðu.

Samkvæmt yfirlýsingu Landsvirkjunar, sem má sjá hérna skilaði árið 2008 185 milljónum dala til fjárfestinga og greiðslu lána.  Lausafjárstaða fyrirtækisins um þessar mundir eru um 50 milljarðar króna, þannig að Landsvirkjun stendur vel.

Heldur þú virkilega, að Landsvirkjun hafi ekki hagnast verulega á undanförnum áratugum?  T.d. hefur álverið í Straumsvík fyrir löngu greitt upp Búrfellsvirkjun, þannig að nú malar hún gull.

Axel Jóhann Axelsson, 3.2.2010 kl. 22:09

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mönnum sést yfir aðalatriði þessa mál, sem sé það að mestallri orku eða jafnvel meira en allri orku frá heilum landshluta á að veita til mestu orkubruðlara veraldar, álvera. Þessi stóriðjustefna er mergurinn málsins. Ef staðnæmst hefði verið í stóriðju væri nóg orka til fyrir fyrirtækin sem nú hafa komið til sögu eins og ég spáði þegar árið 2007 en enginn vildi hlusta á þá.

Þessi fyrirtæki bjóða upp á fleiri og betri störf fyrir hverja orkueiningu en álverin og auk þess miklu skaplegri og yfirvegaðri orkunýtingarstefnu. 

Ómar Ragnarsson, 3.2.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Seint hefði húsfreyjan á Höfða á Höfðaströnd bannað húskörlum sínum að sækja sér egg og fugl í Drangey.

Frá því á landnámsöld var Drangey ein helsta náttúruauðlind Skagfirðinga. Þessi náttúruauðlind var nytjuð þar til fyrir um hálfum mannsaldri síðan og var lífsbjörg margra fjölskyldna mörg harðindaárin.

Í dag er ekki litið á Drangey sem náttúruauðlind sem færir Skagfirðingum lífsbjörgina.

Með þeim tækniframförum sem unnið er að víða um heima þá verða fallvötnin okkar orðin að samskonar "náttúruauðlindum" og Drangey er Skagfirðingum í dag.

Við eigum örfá ár eða áratugi í að það verði staðan. Þessi ár eigum við að nýta til að virkja þannig að við stöndum hér uppi með sem mest af skuldlausum vatnsaflsvirkjunum þegar staðan verður sú að um allan heim býðst ódýrara rafmagn en fæst með vatnsaflsvirkjunum. Gleymum því ekki að líftími þessara virkjana er 100  til 300 ár. Þessar peningavélar sem skuldlausar vatnsaflsvirkjanir eru eiga að vera okkar framlag til næstu kynslóða.

Seint hefði húsfreyjan á Höfða á Höfðaströnd bannað húskörlum sínum að sækja sér egg og fugl í Drangey.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.2.2010 kl. 00:58

5 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Takk sömuleiðis.

Afsakaðu síðbúið svar en þú hélst því fram að Búrfellsvirkjun hefði verið borguð upp af straumsvíkurálinu einu saman. Sem er rangt. Einnig hafna ég því að mín andmæli séu afgreidd sem óskilgreint "ofstæki" því ég held engu fram öðruvísi en að kynna mér það.

Axel:

"Skuldir vegna Búrfellsvirkjunar eru löngu uppgreiddar af sölutekjum til álversins í Straumsvík einum saman." 

hér er stúfurinn.

"Megin sjónarmið Alþjóðabankans var að stofnað yrði fyrirtæki sem gæti staðið undir lántökum við Búrfellsvirkjun. Taldi bankinn nauðsynlegt að nýja fyrirtækið fengi í upphafi raforkuver sem væri að mestu afskrifað til þess að tryggja aukna hagkvæmni virkjana á Þjórsársvæðinu. Bankanum var einnig lofað að raforkuverð til almennings yrði hækkað til þess að auka arðsemi Landsvirkjunar í framtíðinni. Í upphafi var gert ráð fyrir 10% hækkun á árunum 1964-1968. Þegar ljóst var að Landsvirkjun skilaði ekki tilætluðum arði árið 1966 var þessi stefna endurskoðuð og og raforkuverð hækkað enn frekar frá 1. janúar 1967.6"

Íslensk heimili og fyritæki tóku á sig skellinn með Búrfellsvirkjun.

Andrés Kristjánsson, 5.2.2010 kl. 02:25

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Axel:

"Svona blint ofstæki, sem lýsir sér í skrifum Andrésar, segir ekkert um orkunýtingu, stjórnmálaflokka, eða kosti og ókosti þess, að erlendir aðilar séu komnir inn í HS.  Það er erfitt að standa í orðaskaki við ofsatrúarmenn, á hvaða sviði sem er."

Andrés Kristjánsson, 5.2.2010 kl. 02:51

7 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Viðbrögð við þessum svörum.

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1013214/

Andrés Kristjánsson, 5.2.2010 kl. 03:04

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Upphaf stóriðju og stórvirkjana á Íslandi var auðvitað erfitt og í því efnahagsumhverfi, sem hér var á árunum upp úr 1960 var afrek út af fyrir sig að stofna Landsvirkjun og hefja stóriðju á Íslandi, með tilheyrandi virkjun í Búrfelli.  Fyrirtækið byrjaði með lítið eigið fé og auðvitað voru fyrstu árin erfið, á meðan á virkjuninni stóð og fyrstu árin á eftir, vegna mikilla afskrifta og annars kostnaðar, sem alltaf fellur á ný fyrirtæki, að ekki sé talað um fyrirtæki af þessari stærðargráðu.

Að vitna í hálfrar aldar gamlar skýrslur um stofnun og upphaf Landsvirkjunar, til þess rökstuðnings þess, almenningur hafi alla tíð niðurgreitt raforkuna til stóriðjunnar, er ódýr röksemdarfærsla.

Á síðasta ári skilaði útflutningur iðnaðarvara, aðallega áls, meiri gjaldeyri í þjóðarbúið en sjávarútvegurinn.  Því væri nær að berjast fyrir fleiri útflutningsfyrirtækjum, því ef það er eitthvað, sem Ísland vantar á næstu árum, þá eru það fleiri framleiðslufyrirtæki og meiri gjaldeyrir.

Axel Jóhann Axelsson, 5.2.2010 kl. 09:13

9 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Enn og aftur kolrangt hjá þér en nettó innkoma kemst ekki með tærnar þar sem sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan er með hælana. enda orkufyritækin stórskuldug.

Gleymdu því ekki að álverin eru erlend og ólíkt öllum öðrum Íslenskum fyritækjum þá fá þau undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Sem þýðir að hin littla upphæð sem molnar niður á gólfið hjá okkur mýsnum vinnur gegn genginu okkar.

Aldargamalt hvað?.

Andrés Kristjánsson, 5.2.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband