Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
3.6.2009 | 13:58
Kvíabryggja með nýendurnýjuð rúm.
Nóg er að gera hjá starfsmönnum sérstaks saksóknara við húsleitir þessa dagana, því í síðustu viku var leitað á tólf stöðum, sem tengjast Ólafi Ólafssyni og í dag enn ein, sem tengist Ólafi og sjeiknum frá Katar.
Geysileg vinna er við að yfirfara öll tölvugögn svona mála, raða þeim upp og vinna úr þeim, vonandi kæru að lokum. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafs, um að allt hafi þetta mál verið eðlilegt og heiðarlegt, trúir því enginn maður. Ef allt hefði verið eðlilegt, hvers vegna þurfti þá lán Kaupþings, til kaupa í sjálfu sér, að fara einn eða tvo hringi í skattaparadísum, áður en aurarnir skiluðu sér aftur inn í Kaupþing í formi hlutabréfakaupa í bankanum. Sumir vilja reyndar halda því fram, að peningarnir hafi alls ekki skilað sér inn í bankann aftur, heldur hafi þeir orðið um kyrrt í vösum Ólafs og vinar hans, sjeiksins.
Vonandi er þetta ekki eina málið, sem er á þessum skriði í rannsóknarferli hjá saksóknaranum.
Kvíabryggja býr svo vel, að þar eru nýlega endurnýjuð rúm, þannig að sæmilega ætti að fara um útrásarvíkingana.
Húsleit hjá Logos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2009 | 11:47
Allt í hnút vegna Seðlabanka
Allt er í hnút í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um kjaramál, vegna óvissu um stýrivaxtaákvörðun seðlabankans á morgun. Ekki væri á efnahagsástandið bætandi, að allt færi að loga í verkföllum þegar líða tæki á árið.
Raunvextir á Íslandi eru þeir hæstu í heimi og eru búnir að vera það lengi. Ótrúleg tregða hefur verið af hendi seðlabankans að lækka stýrivextina, en allir aðrir seðlabankar í veröldinni hafa verið að lækka sína vexti og eru þeir komnir niður í 0-2%, á meðan þeir eru 13,5% hér á landi. Lækkun vaxtanna á morgun þyrfti að nema að minnsta kosti 10%, þannig að stýrivextir yrðu alls ekki hærri en 3,5%, mættu jafnvel fara niður í 2%.
Vitað er að AGS er á móti mikilli vaxtalækkun núna, en sú afstaða er óskiljanleg í ljósi efnahagsástandsins og stöðu atvinnuveganna og heimilanna. Stjórnvöld og seðlabankinn hafa marglýst því yfir að það sé peningastefnunefndin og seðlabankastjórinn sem ráði stýrivöxtunum, en ekki AGS.
Á morgun kemur í ljós, hvort það eru menn eða mýs, sem ráða Seðlabanka Íslands.
Kjaramálin í föstum hnút í Karphúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2009 | 10:15
Sendiherra Íslands kallaður heim frá Kína
Óstaðfestar fréttir berast af því að Kínverjar hafi kallað sendiherra sinn á Íslandi heim í mótmælaskyni við heimsókn Dalai Lama til landsins og að einhverjir ráðamenn hafi barið hann augum í heimsókninni.
Ekki hefur náðst sambandi við Kínverska sendiráðið til að fá upplýsingar um þetta á hreint og því veit enginn hvort hér er lengur Kínverskur sendiherra eða ekki.
Þetta er náttúrlega bara smá leikrit, sem Kínverjarnir eru að setja upp, til að varpa skugga á heimsókn Dalai Lama og dreifa athygli frá henni. Um leið og Dalai Lama fer úr landi mun koma tilkynning frá sendiráðinu um að þetta væri allt á misskilningi byggt.
Ef sendiherra er kallaður heim í mótmælaskyni við eitthvað, hefur það hvergi í veröldinni verið gert með leynd. Þvert á móti hefur það verið gert með miklum hávaða og með eins mikilli athygli og mögulegt er.
Kínverjarnir eru að draga Íslendinga á asnaeyrunum vegna heimsóknar Dalai Lama og því eiga Íslensk stjórnvöld að mótmæla, með því að kalla sendiherra Íslands heim frá Kína.
Óljósar fregnir af sendiherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 09:20
Ríkisvinnuflokkur án jarðsambands
Fyrir nokkrum dögum sagði Jóhanna, ríkisverkstjóri, að niðurskurður ríkisútgjalda yrði minni en áður hefði verið talað um, þar sem hagvöxtur næðist fyrr en áður var talið og myndi það gefa ríkissjóði 70 milljarða upp í fjárlagagatið, strax á árinu 2010. Þetta töldu allir til marks um hvað ríkisvinnuflokkurinn hefði lagt mikla vinnu í að greina og meta ástandið framundan.
Nokkrum dögum síðar kemur þetta fram: "Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta, segir Jóhanna. "
Nú hefur ríkisstjórnin setið í fjóra mánuði og fyrst núna á að fara að vinna mjög hratt og það á allra næstu dögum. Í fréttinni kemur einnig fram að: "Vinnuhópar ríkisstjórnarinnar muni af auknum krafti fara yfir efnahags- og atvinnumálin, ríkisfjármálin og velferðarmálin. Þá erum við að tala um hverju á að hlífa í velferðarkerfinu og hverju þarf að fórna. Þetta er mjög erfitt, við erum að tala um mjög stórar stærðir og kannski verður þetta meira sem við þurfum að fara í niðurskurð á eða í tekjubreytingar og hagræðingu, þar sem staðan er jafnvel verri en menn héldu áður.
Ríkisstjórn, sem eyðir tímanum í alls kyns óþarfa eins og t.d. þras um ESB aðild, og sér ekki efnahagserfiðleikana í réttu ljósi, fyrr en eftir fjögurra mánaða setu, er varla viðbjargandi.
Almennignur í landinu er búinn að vita af þessum erfiðleikum í átta mánuði og hefur verið að bíða eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til eflingar þjóðartekna og atvinnulífs.
Einhver þyrfti að jarðtengja ríkisvinnuflokkinn.
Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 16:47
Sambandslaus ríkisstjórn
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup er þjóðin mjög áhugalítil um inngöngu í ESB, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Samkvæmt könnuninni telja 41,9% þeirra sem tóku þátt í könnuninni frekar eða mjög mikilvægt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. 44,3% telja hins vegar að ríkisstjórnin eigi að leggja litla eða frekar litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið."
Það sem ráðherrar ríkisvinnuflokksins virðast hinsvegar ekki vita um hug þjóðarinnar kemur einnig fram í könnunninni, en það er að: "Yfirgnæfandi meirihluti eða 95% telur hins vegar frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækja." Vonandi fréttir ríkisvinnuflokkurinn af þessari könnun og fer að beina kröftum sínum að því sem skiptir einhverju máli fyrir fólkið í landinu.
Umræðan um ESB aðild er ekki til nein annars, en að beina athyglinni frá ráðaleysi ráðherranna við lausn efnahagsvandans, enda hefur ekki komið ein einasta tillaga frá þeim varðandi hann, önnur en hækkun á eldsneyti, áfengi og tóbaki, sem síðan hækka verðtryggð lán heimila og fyrirtækja. Vafalaust verður næsta ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ennþá meiri hækkanir á neyslusköttum og þar með enn þyngri skuldabyrði verðtryggðra lána.
Sumarþingið er nú búið að sitja aðgerðarlaust í tvær vikur, þar sem stjórnin kemur ekki með neinar tillögur, en hinsvegar eru ráðherrarnir á ferð og flugi, innanlands og utan, til að fela sig fyrir Dalai Lama.
Enginn þarf að undrast að Jóhanna, ríkisverkstjóri, fari huldu höfði þessa dagana, enda er hún haldinn útlendingahræðslu á háu stigi, eins og áður hefur komið fram.
Áherslan á heimilin og fyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 13:20
Össur grínast í Evrópu
Össur, grínari ríkisvinnuflokksins, er nú staddur á Möltu á ferð sinni um Evrópu, til að afla stuðnings við umsókn Íslands um inngöngu í ESB, samkvæmt frétt RUV. Í sömu frétt kom fram að formaður Utanríkismálanefndar Alþingis hafði ekki hugmynd um þessa ferð Össurar, né um tilgang hennar. Verður þetta að teljast með algerum ólíkindum, þar sem ekkert er búið að samþykkja um að Ísland ætli að sækja um aðild að ESB og því hlítur þetta að flokkast undir flest það sem Össur segir og gerir, þ.e. grín. Ekki er samt víst að öllum þyki þetta fyndið, ferkar en margt annað grínið úr þessari átt.
Í frétt mbl.is segir m.a: "Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að Össur hafi kynnt sér sérstaklega það víðtæka samráðsferli sem Maltverjar settu á laggirnar í undirbúningi aðildarviðræðna þar sem áhersla var lögð á samvinnu við ólíka hagsmunaaðila og skoðanahópa."
Öll vinnubrögð grínarans í þessu máli eru unnin í öfugri röð. Fyrst ber hann upp tillögu um að honum sjálfum verði falið að sækja um aðild að ESB, svo fer hann að kynna sér hvernig aðrir hafa staðið að slíkum málum, um leið og hann aflar stuðnings Evrópuþjóða við umsókn sína, sem er algerlega órædd í þinginu.
Þetta er allt eitt stórkostlegt grín hjá Össuri.
Vonandi skilja ráðamenn í Evrópu brandarann og hlæja sig máttlausa.
Össur á Möltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2009 | 10:28
Misjöfn meðferð glæpamanna
Fyrir nokkrum vikum brutust glæpamenn inn í íbúðarhús, misþyrmdu íbúum og rændu síðan ýmsum munum úr húsinu. Þessir glæpamenn voru dæmdir í margra vikna gæsluvarðhald á meðan beðið er dóms í málinu og sátu enn í steininum, þegar síðast fréttist.
Í síðustu viku var framið álíka innbrot, húsráðanda misþyrmt og munum rænt. Þá brá svo við að glæpamennirnir voru yfirheyrðir og sleppt aftur að því loknu. Ekki verður séð að mikill munur sé á þessum glæpum, en meðferð glæpamannanna hins vegar gjörólík.
Annar glæpamannanna úr seinna ráninu var varla orðinn laus, þegar hann framdi annað álíka rán í heimahúsi um miðjan Hvítasunnudag. Nú er hann úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Skyldu glæpamenn fá mismunandi meðferð, eftir því á hvaða nesi glæpirnir eru framdir?
Innbrotsþjófur í tveggja vikna gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2009 | 12:09
Svíar og ESB
Norska hagkerfið er nú orðið stærra en það Sænska, sem aðallega skýrist af olíuvinnslu Norðmanna, en þó er það ekki öll skýringin, eða eins og segir í lok fréttarinnar:
"Á sama tíma hefur verðmæti framleiðslunnar í Svíþjóð minnkað þar sem verð á raftækjum og öðrum framleiðsluvörum hefur lækkað síðustu ár. E24 segir, að á sama tíma og Noregur hafi notið góðs af Kínaáhrifunum" vegna þess að innfluttar vörur hafa orðið ódýrari og meira verð hefur fengist fyrir útfluttar vörur hefur þróunin verið þveröfug í Svíþjóð."
Þróunin hefur sem sagt verið þveröfug í löndunum tveim, þ.e. innfluttar vörur hafa hækkað í ESB landinu Svíþjóð á meðan verð á útflutningi hefur lækkað.
Hvað skyldi ESB aðild Svía hafa fært þeim, sem Norðmenn hafa ekki?
Norska hagkerfið stærra en það sænska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)