Sambandslaus ríkisstjórn

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup er þjóðin mjög áhugalítil um inngöngu í ESB, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Samkvæmt könnuninni telja 41,9% þeirra sem tóku þátt í könnuninni frekar eða mjög mikilvægt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. 44,3% telja hins vegar að ríkisstjórnin eigi að leggja litla eða frekar litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið."

Það sem ráðherrar ríkisvinnuflokksins virðast hinsvegar ekki vita um hug þjóðarinnar kemur einnig fram í könnunninni, en það er að:  "Yfirgnæfandi meirihluti eða 95% telur hins vegar frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækja."  Vonandi fréttir ríkisvinnuflokkurinn af þessari könnun og fer að beina kröftum sínum að því sem skiptir einhverju máli fyrir fólkið í landinu.

Umræðan um ESB aðild er ekki til nein annars, en að beina athyglinni frá ráðaleysi ráðherranna við lausn efnahagsvandans, enda hefur ekki komið ein einasta tillaga frá þeim varðandi hann, önnur en hækkun á eldsneyti, áfengi og tóbaki, sem síðan hækka verðtryggð lán heimila og fyrirtækja.  Vafalaust verður næsta ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ennþá meiri hækkanir á neyslusköttum og þar með enn þyngri skuldabyrði verðtryggðra lána.

Sumarþingið er nú búið að sitja aðgerðarlaust í tvær vikur, þar sem stjórnin kemur ekki með neinar tillögur, en hinsvegar eru ráðherrarnir á ferð og flugi, innanlands og utan, til að fela sig fyrir Dalai Lama. 

Enginn þarf að undrast að Jóhanna, ríkisverkstjóri, fari huldu höfði þessa dagana, enda er hún haldinn útlendingahræðslu á háu stigi, eins og áður hefur komið fram.


mbl.is Áherslan á heimilin og fyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband