Allt í hnút vegna Seðlabanka

Allt er í hnút í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um kjaramál, vegna óvissu um stýrivaxtaákvörðun seðlabankans á morgun.  Ekki væri á efnahagsástandið bætandi, að allt færi að loga í verkföllum þegar líða tæki á árið.

Raunvextir á Íslandi eru þeir hæstu í heimi og eru búnir að vera það lengi.  Ótrúleg tregða hefur verið af hendi seðlabankans að lækka stýrivextina, en allir aðrir seðlabankar í veröldinni hafa verið að lækka sína vexti og eru þeir komnir niður í 0-2%, á meðan þeir eru 13,5% hér á landi.  Lækkun vaxtanna á morgun þyrfti að nema að minnsta kosti 10%, þannig að stýrivextir yrðu alls ekki hærri en 3,5%, mættu jafnvel fara niður í 2%.

Vitað er að AGS er á móti mikilli vaxtalækkun núna, en sú afstaða er óskiljanleg í ljósi efnahagsástandsins og stöðu atvinnuveganna og heimilanna.  Stjórnvöld og seðlabankinn hafa marglýst því yfir að það sé peningastefnunefndin og seðlabankastjórinn sem ráði stýrivöxtunum, en ekki AGS.

Á morgun kemur í ljós, hvort það eru menn eða mýs, sem ráða Seðlabanka Íslands. 


mbl.is Kjaramálin í föstum hnút í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Það þarf ekki að velkjast fyrir einum eða neinum að þar eru eintómar mýs.

Óli Már Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband